Dagur - 16.05.1996, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1996
HVAÐ ER Af> OERA5T?
SSSól og Keflavíkurnætur í
Sjallanum
SSSól sér um að skemmta gestum Sjallans
á Akureyri annað kvöld, föstudagskvöld. A
laugardagskvöldið verður síðan skemmti-
dagskráin Keflavíkurnætur, þar sem gaml-
ir, landsþekktir tónlistarmenn frá Keflavík
skemmta gestum með eftirminnilegum
ballöðum úr Keflavík. Að skemmtidag-
skránni lokinni skemmtir hljómsveitin
Keflavík, sem samanstendur af tónlistar-
mönnunum sem koma fram í skemmtidag-
skránni. Verð aðgöngumiða á dansleikinn
er kr. 500 og verður húsið opnað á mið-
nætti fyrir aðra en matargesti.
Vorsýning Myndlistaskólans
á Akureyri
Hin árlega vorsýning Myndlistaskólans á
Akureyri verður opnuð í dag, fimmtudag-
inn 16. maí kl. 14 í húsakynnum skólans að
Kaupvangsstræti 16. Að þessu sinni verður
lögð áhersla á að kynna hið yftrgripsmikla
starf sem unnið er í skólanum, í dagdeild-
unum þremur og á margvíslegum nám-
skeiðum. í vetur stunduð 38 nemendur nám
í dagdeildum, fomámsdeild, málundardeild
og grafískri hönnun. Námskeið skólans
voru fjölsótt í vetur og lætur nærri að 400
nemendur á ólíkum aldri hafi tekið þátt í
námskeiðum skólans í haust- og vorönn.
Þrettán nemendur ljúka eins árs námi í
fomámsdeild og fjórir þriggja ára námi í
sémámsdeildum, tveir úr málunardeild,
þ.e. þau og Sölvi Hrafn Ingimundarson og
Guðrún Fjóla Hallgrímsdóttir og tveir úr
grafískri hönnun, þ.e. þær Margrét Kröyer
og Hafdís Jónsdóttir. Nemendur útskrifast
úr sémámsdeildum eftir þriggja ára nám
með því að vinna lokaverkefni innan sér-
greinarinnar.
Allir em boðnir velkomnir á sýninguna
til að kynna sér starfsemi Myndlistaskólans
á Akureyri og njóta þess að skoða úrval
þeirra verka sem nemendur skólans hafa
unnið í vetur. Vorsýningin stendur til 19.
maí og er opin kl. 14 tii 18 alla sýningar-
dagana
Nemendasýning
hjá Erni Inga
Nemendasýning verður hjá Emi Inga að
Klettagerði 6 á laugardag milli kl. 14 og
18. Þar verða sýnd verk nemenda sem ver-
ið hafa á myndlistamámskeiði hjá Emi og
verða sýnd verk unnin með olíulitum,
akrýllitum, pastellitum og leirverk eftir
böm og fullorðna. Léttar veitingar verða í
boði. Alls eru um 60 verk á sýningunni en
um 30-40 manns hafa sótt þessi námskeið á
önninni sem er að ljúka. Kennt var tvisvar í
viku, þ.e. á þriðjudagskvöldum og laugar-
dagseftirmiðdögum.
Gunnar Straumland í
Galleríi + og Listasafninu
Um helgina er opin sýning Gunnars J.
Straumlands í Galleríi + í Brekkugötu 35,
inngangur í húsið að sunnan. Opnunartími
sýningarinnar er frá kl. 14 til 18 á laugar-
dag og sunnudag. Sýningunni lýkur 26.
maí. Gunnar sýnir þama veggmálningu og
innsetningu unna útfrá hugmyndinni um
krossa og plúsa.
Auk sýningarinnar í Galleríi + sýnir
Gunnar verk sín fram til 26. maí í Lista-
safninu á Akureyri.
Hugmyndin (conceptið) á bakvið verk
Gunnars er trúin og eru titlar flestra verk-
anna í Listasafninu ritningargreinar í 1.
Mósebók. I bæklingi sem fylgir með sýn-
ingunni í Listasafninu segir Gunnar orðrétt:
„Myndlistin hefur í gegnum aldirnar ásamt
öðrum listgreinum þjónað og brugðist við
trúarþörf mannsins. Verið notuð (misnot-
uð) af stofnunum sem kenna sig við kristna
trú. Oftar en ekki í hreinum „trúarpólitísk-
um“ tilgangi, sem tæki til að halda fram
„réttum" túlkunum vaidhafa kirkjunnar á
Guðs orði. En hún hefur líka átt sínar góðu
stundir þar sem tekist hefur að nálgast
hreinleika og sannleika í kjama boðskaps
heilagrar ritningar. Og það hefur, merkilegt
nokk, ekki einungis gerst fyrr á öldum þeg-
ar trúarhiti manna var meiri og nær öll
myndlist í vestrænni menningu var gerð í
nafni kristinnar trúar og á vegum stofnana
hennar, heldur má og finna glæsileg dæmi
um slíkt í myndiist þessarar aldar.“ Síðar í
sama bæklingi segir Gunnar: „Sumir hinna
svokölluðu „Abstract Expressionista" am-
erískra, t.d. þeir Marko Rothko og Barnett
Newman, vom meðvituð í sínum verkum
að vinna að því sama marki; að beina sjón-
um og tilfmningum áhorfandans að návist
guðdómsins. Og þá ekki síst þeim sem í
manninum býr. Hefur réttilega verið bent á
tengsl þeirra við hina norrænu „róman-
tísku“ málara 19. aldar sem höfðu það m.a.
að markmiði að „hlutgera hið yfimáttúru-
lega og guðdómlega". Auðvitað tókst þeim
það ekki en það sem mest er um vert að
þeir reyndu, - og þegar sú löngun, sú þrá,
skilar sér til áhorfandans í gegnum myndir
þeirra getur það óneitanlega orðið til þess
að hann fari að íhuga nánar stöðu sína og
tilfinningar gagnvart Guði, (- á sama hátt
og ef spurt væri; „hver er tilgangur lífs-
ins?“, þá yrði svarið; - að spyrja þessarar
spumingar.“)“
Fyrmefndir málarar, Rothko og New-
man, svo og fjölmargir aðrir jöfrar í menn-
ingarsögu 20. aldar, svo sem Mondrian og
Gunnar og
Júlíus á
Oddvitanum
Gamlir kunningjar gesta Odd-
vitans skemmta unt helgina.
Þetta eru þeir Gunnar
Tryggvason, hljómborðsleik-
ari, og Júlíus Guðmundsson,
söngvari. Þeir félagarnir munu
skemmta annað kvöld og á
laugardagskvöldið.
Kandinsky, voru knúnir áfram af þessum
eilífðarspumingum og þörf fyrir að nálgast
guðdóminn (og hjálpa öðrum að sama
marki), með fulltingi myndgerðar sinnar. I
leiðinni tókst þeim rækilega að útvíkka
sjóndeildarhring manna og hugmyndir
þeirra um það á hvem hátt myndlistin gæti
haft áhrif á það með hvaða augum hægt sé
að líta veröldina í kringum sig og í sér
sjálfum. Kannski tókst þeim með því að
hjálpa mönnum að nálgast Guð.
Á sýningu Gunnars í Galleríi + er
áfram unnið með hugmyndina og tilfinn-
ingar tengdar trúnni og tákni Kristinnar
trúar, krossinum. Þar er veggmálning, mál-
verk og innsetning unnin með krossa/plúsa.
Sú sýning er forvitnilegt framhald af sýn-
ingunni í Listasafninu.
Vortónleikar
söngdeildar TA
Vortónleikar söngdeildar Tónlistarskólans
á Akureyri verða á morgun, föstudag, á sal
Gagnfræðaskólans á Akureyri. Fyrri tón-
leikamir verða kl. 18 og þeir síðari kl. 20.
Á tónleikunum kl. 18 koma fram fímm
nemendur Más Magnússonar og Richard
Simm er við píanóið. Á síðari tónleikunum
koma fram sjö nemendur Hólmfríðar Bene-
diktsdóttur og Michael Jóns Clarke. Með
þeim leika Daníel Þorsteinsson og Guðrún
A. Kristinsdóttir.
Efnisskráin er fjölbreytt; íslensk lög,
þýsk ljóð, ítalskar og þýskar aríur, gamlar
og nýjar.
Þess má geta að föstudaginn 24. maí
nk. verða tónleikar Erlu Ingólfsdóttur, en
hún er að taka lokapróf úr söngdeild Tón-
listarskólans á Akureyri. Á þeim tónleikum
koma einnig fram flautuleikarinn Hlíf ís-
aksdóttir og trompetleikarinn Magnús
Magnússon.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Flóamarkaður Hjálpræðishersins verður á
Hvannavöllum 10 á Akureyri á morgun,
föstudag, k. 10-17. Tekið er á móti fatnaði
og munum alla daga vikunnar á sama stað.
Karlakórinn Stefnir á
Dalvík og Akureyri
Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ verður
með tónleika í Dalvíkurkirkju annað kvöld,
föstudagskvöld, kl. 21 og í Glerárkirkju á
Akureyri nk. laugardag kl. 17.
Aðaleinsöngvari á þessum tónleikum er
Veiðisýning
í Iþrótta-
höllinni
Skotfélag Akurcyrar heldur
veiðisýningu í anddyri íþrótta-
hallarinnar á Akureyri um
næstu helgi þar sern kynntar
verða vörur sem tengjast skot-
veiði og stangveiði, auk þess
sem uppstopparar og safnarar
sýna á staðnum.
Tilraun var gerð með sýn-
ingu af þessu tagi í fyrra og
þótti sú tilraun takast vel þann-
ig að sýningin í ár verður viða-
meiri og meira í hana lagt.
Meðal sýnenda verða Hiað sf.,
Byssusmiðja Agnars, verslunin
Veiðisport, Sportvörudeild
KEA, Lindin við Leiruveg,
Veiðistjóraembættið,
Skóvinnustofa Harðar, Ámi
Logi Sigurbjömsson og fleiri.
Opið verður á sýningunni á
iaugardag milli kl. 12 og 18 og
á sunnudag milli kl. 10 og 17.
Anna Vilhjálms
á Pollinum
Á veitingastaðnum Við Pollinn
á Akureyri verður um helgina í
fyrsta skipti hin rómaða hljóm-
sveit Önnu Vilhjálms. Hún
mun skemmta annað kvöid og
á laugardagskvöldið.
Ágúst Ólafsson, liðlega tvítugur bassa-
baritón söngvari. Þá munu tveir félagar í
kómum syngja einsöng; Stefán Jónsson,
Birgir Hólm Ólafsson.
Á efnisskránni er fjöldi þekktra karla-
kórslaga, negrasálmar og hluti af sálu-
messu eftir Liszt. I sálumessunni er leikið
undir á orgel og Lárus Sveinsson mun taka
eitt lag á trompetið með undirleik orgels-
ins.
Stjómandi Karlakórsins Stefnis, en í
honum eru um 50 söngmenn, er Láms
Sveinsson, undirleikari er Sigurður Mar-
teinsson og Jóhann Baldvinsson, organisti
Glerárkirkju, leikur á orgelið.
Gas sýnt á Húsavík og
í Ólafsfirði
Islenska myndin Gas, sem Sævar Guð-
mundsson leikstýrir, verður tekin til sýn-
inga á Húsavík í kvöld, fímmtudag, kl. 21
og 22.30. Þá verður myndin sýnd í Ólafs-
ftrði nk. sunndagskvöld kl. 21.
Sýningum á Gasi er lokið á Akureyri
en þar sáu myndina 2100 manns. Þá hafa
um 700 manns séð Gas í Reykjavík. Síðar
verður Gas.sýnd á Sauðárkróki, Siglufirði,
Selfossi og Keflavík og þar á eftir á Aust-
og Vestfjörðum.
Handavinnusýning og
kaffisala í Hlíð
Handavinnusýning heimilis- og dagvistar-
fólks á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
verður nk. sunnudag, 19. maí, kl. 14-18.
Söluhorn verður með handavinnu auk
kaffisölu í borðstofu.
Síðasta 15 mínútna mótið
Skákfélag Akureyrar verður með sitt síð-
asta 15 mínútna mót í vetrardagskránni nk.
sunnudag, 19. maí, kl. 14 í skákheimilinu
við Þingvallastræti. Með hækkandi sól fer
að hægjast um í starfi Skákféiagsins og
sumarbragur færist yfir það.
Skíðaganga á Reykjaheiði
Næstkomandi laugardag, 18. maí, stendur
Ferðafélag Akureyrar fyrir skíðapönguferð
á Reykjaheiði milli Dalvíkur og Ólafsfjarð-
ar. Lagt verður af stað frá skrifstofunni
Strandgötu 23 kl. 8. Skráning fer fram á
skrifstofu Ferðafélagsins föstudag kl.
17.30-19. Síminn er 4622720.
Rjúpan á Torginu
Hljómsveitin Rjúpan mun skemmta á veit-
ingahúsinu Torginu á Akureyri í kvöld,
uppstigningardag, og verður þar m.a. frum-
flutt brot úr óperu sem Rjúpan er með í
smíðum.
kV/
íifl
Pöstudag og laugardag:
Gunnar Tryggva og
Júlíus Guðmundsson
í sumarsHapi
Munið snyrtilegan Klæðnað
20 ára aldurstakmark
OMKVUOfötö
Strandgötu 53 • 5ími 462 6020
Akureyrarbær - Verkalýðsfélagið Eining:
Vel heppnað námskeið
Þann 16. apríl sl. hófst sérstakt
verkefni á vegum fræðslufulltrúa
Akureyrarbæjar og Verkalýðsfé-
lagsins Einingar sem kallast
Skiptivinna-nám. Um er að ræða
skiptiverkefni fyrir ófaglært starfs-
fólk hjá Akureyrarbæ og ófaglært
starfsfólk á atvinnuleysisskrá -
sem er fjölmennasti hópurinn á at-
vinnuleysiskrá. Námskeiðinu lauk
sl. miðvikudag og þá var
meðfylgjandi hópmynd af þátttak-
endum og aðstandendum nám-
skeiðisins tekin.
Ragnhildur Vigfúsdóttir,
fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar,
segir að nítján einstaklingar af at-
vinnuleysisskrá hafi setið nám-
skeiðið í þrjár vikur, fengið
fræðslu um Ákureyrarbæ, hlutverk
hans og starfsemi, hlýtt á fræðslu-
erindi um siðfræði vinnustaðarins,
fengið starfskynningu á leikskóla-
deild eða öldrunardeild í rúmar
tvær vikur, sest á skólabekk á ný
og fengið fræðslu um atvinnuleys-
istryggingar, gert áhugasviðskönn-
un og farið í grundvallaratriði um
gerð atvinnuumsókna.
Ragnhildur segist vera mjög
ánægð með námskeiðið. Hún
nefndi að af þeim nítján sem komu
í starfsþjálfun séu að minnsta kosti
fimm búnir að fá afleysingavinnu í
sumar.
Ragnhildur sagði að því miður
verði að segjast alveg eins og er að
fræðsla fyrir atvinnulausa sé af
skomum skammti á Akureyri. Þó
sé vert að geta um Menntasmiðju
kvenna, en þar komist að 40 konur
á ári, og skóla Menningar- og
fræðslusambands alþýðu, sem hef-
ur verið starfræktur í bænum frá
því í janúar og starfinu lauk form-
lega í gær. Ragnhildur segir að
skortur á starfsreynslu hái mörg-
um atvinnulausum einstaklingum,
einkum þó af yngri kynslóðinni.
Þá gat Ragnhildur þess að um-
sókn hennar um styrk úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði hafi verið
hafnað og því allur kostnaður fall-
ið á Akureyrarbæ. Reyndar sagði
hún að búið væri að óska eftir að
málið verði tekið upp að nýju. óþh