Dagur - 16.05.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 16.05.1996, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fimmtudagur 16. maí 1996 - DAGUR - 11 FROSTI EIÐSSON Handbolti: KA-menn vinna í að fá erlendan leikmann Fred Williams, bandaríski leikmaðurinn sem lék með Pór sl. vetur. Karfa: Williams líklega áfram hjá Þór Flest bendir til þess að Fred Williams, bandaríski leikmaður- inn sem lék með úrvalsdeildar- liði Þórs á síðasta keppnistíma- bili, muni verða aftur með liðinu næsta vetur. Stjómarmönnum körfuknatt- leiksdeildarinnar hefur gengið illa að ná í Williams í síma, þar sem hann var á keppnisferðalagi um Bandaríkin, en það tókst í fyrra- dag og lýsti Williams yfir miklum áhuga á að koma aftur. Hins vegar á enn eftir að ganga frá samning- um. Williams var einn þeirra sem Þórsarar höfðu hug á að fá sem Karfa: Sigur gegn Norðmönnum fslenska landsliðið í körfuknatt- leik sigraði það norska í fyrri vináttuleik þjóðanna í Laugar- dalshöllinni. Lokatölur urðu 78:72 eftir að Norðmenn höfðu leitt með tíu stigum í leikhléi, 32:42. Stig íslands: Teitur Örlygsson 28, Guðmundur Bragason 16, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Her- mann Hauksson 10, Hjörtur Harð- arson 6, Jón Amar Ingvarsson 2, Herbert Amarsson 1. Handbolti: Valdimar til Stjörnunnar Valdimar Grímsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í handknattleik og tekur við stöðunni af Viggó Sig- urðssyni. Valdimar sem hætti sem þjálf- ari Selfossliðsins fyrir nokkrum dögum, skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið. Knattspyrna - U18: írar áfram á EM ísland og írland skildu jöfn, 1:1, í viðureign U-18 ára liða þjóðanna á Laugardalsvellinum í fyrra- kvöld. írar sigruðu 2:1 í fyrri leiknum í Dublin og tryggðu sér þar með réttinn til að leika í sex- tán liða lokakeppni Evrópumóts landsliða, sem fram fer í Frakk- landi í sumar. Desmond Baker skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu fyrir íra en Þorbjöm Atli Sveinsson, leikmaður Fram, jafn- aði metin fyrir íslenska liðið á 62. mínútu. þjálfara fyrir næsta vetur, en Bandaríkjamaðurinn hafði ekki áhuga á þjálfun. Þór hefur verið á höttunum eftir þjálfara, sem leikið gæti með liðinu, en nú bendir flest til þess að svo verði ekki. Búast má við því að litlar breytingar verði á leikmannahópn- um frá því í fyrra, en flestir leik- mennimir munu vera ákveðnir í að vera áfram. Knattspyrnudómarar þurfa á hverju ári að gangast undir þol- próf og standast skriflegt próf til þess að fá skírteinið. Landsdóm- arar sátu ráðstefnu á Laugar- vatni 26. til 28. aprfl og þreyttu þar sitt þolpróf. Til að standast þolprófið þurfa dómarar að hlaupa 50 metra í tví- gang á skemmri tíma en 7,5 sek- úndum, 200 metra hlaup tvisvar á skemmri tíma en 35 sekúndum og loks að hlaupa í 12 mínútur og komast á þeim tíma a.m.k. 2.600 metra. Ymsar breytingar verða á knattspymulögunum fyrir sumar- ið, m.a. á hagnaðarreglunni þann- ig að dómari skal forðast að dæma þegar hann er sannfærður um að með því veiti hann hinu brotlega liði hagnað. Starfsheitið línuvörð- ur hverfur alveg úr lögunum og í stað þess kemur aðstoðardómari. Minnt er á að rangstaða er ekki alltaf refsiverð, leikmanni skal að- eins refsað að hann taki virkan Handknattleiksdeild KA vinnur nú að því að fá erlendan leik- manna til félagsins. Sem kunn- ugt er má aðeins einn erlendur leikmaður leika í hverju liði, en Julian Duranona, erlendi leik- maður KA sl. vetur, fær væntanlega íslenskan ríkisborg- ararétt eftir nokkrar vikur. Hann var á lista þeim sem alls- herjarnefnd alþingis mælti með að fengi íslenskan ríkisborgara- rétt. Alls mælti nefndin með 132 einstaklingum og búist var við því að Alþingi tæki fyrir frum- varpið um veitingu ríkisborgara- réttar í gær. Það frumvarp öðl- ast síðan gildi með birtingu í stjórnartíðindum í næsta mán- uði. „Þetta eru mjög góð tíðindi fyr- ir okkur og við getum farið að vinna í okkar málum. Við emm með ákveðna menn í huga, en ég vil ekkert gefa upp meira um þá á þessari stundu," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. Alfreð sagði jafnframt að margt benti til þess að Þorvaldur Þorvaldsson, þátt í leiknum að mati dómara, þ.e. hafi áhrif á leikinn, hafi áhrif á mótherja eða hafi hagnað af staðsetningu sinni. 17 norðlenskir dómarar verða með flautuna upp í sér í sumar. Það eru þeir Bragi Bergmann, Ár- roðanum, sem dæmir í 1. deild, Rúnar Steingrímsson, Þór, sem dæmir í 2. deild og Jóhannes Val- geirsson, KA, sem dæmir í 3. og í 4. deild og aðstoðardómarar í efri deildum þeir Ámi Arason, KA, Bergsteinn Helgi Helgason, HSÞ, Guðmundur Jónsson, Dalvík, Helgi Indriðason, Dalvík, Jóhann Örn Amarson, Hvöt, Jón Þór Ágústsson, Þór, Kristján Blöndal, Tindastóli, Kristján Tryggvi Sig- urðsson, Reyni, Pálmi Sighvats- son, Tindastóli, Róbert Óttarsson, Tindastóli, Stefán Aðalsteinsson, KA, Sveinn Rúnar Arason, Völs- ungi, Sverrir Gunnar Pálmason, KA og Þorsteinn Ámason, Þór. GG Julian Duranona, slapp inn á lista allsherjarnefndar. sem leikið hefur með danska lið- inu Fredericia, muni koma heim og leika með KA næsta vetur. KA-menn hafa einnig verið að leita fyrir sér að markverði, en Ijóst er að varamarkvörður liðsins í fyrra, Bjöm Bjömsson, fer í skóla til Danmerkur í haust. Þá MOTIÐ HEFST ANNAÐ KVÖLD Fyrstu leikir íslandsmótsins fara fram annað kvöld, en þá verða þrír leikir háðir í 4. deild. ÍA og KR leika í Meistarakeppninni KSÍ á laugardaginn og Mizunodeildin, - 1. deild kvenna - fer síðan af stað á sunnudaginn. Kvennalið ÍBA og 3. deildarlið Dalvíkur verða fyrstu norðlensku liðin til að hefja leik á mótinu. ÍBA mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum á sunnudaginn kl. 14 og á sama tíma hefst leikur Ægis og Dalvíkur. Keppni í 2. deild karla hefst á mánudagskvöld, með viðureign Þróttar og Fram, en kvöldið eftir fara fram fjórir leikir í deildinni, þar af er viðureign KA og Víkings á Akureyrarvellinum. Keppni í 1. deild karla - Sjóvá almennra deildinni - hefst næsta fimmtudag, - eftir viku. _______________________á&i Þorvaldur Þorvaldsson er líklega á heimleið. mun Helgi Þór Arason fara í skóla í Bergen í Noregi og hann mun líklega leika með liði ytra. Ólafur Bjöm Ólafsson, homamaður, sem kom inná í nokkrum leikjum liðs- ins sl. vetur, fer suður og lfklegt er að hann leiki með nýliðum Fram í 1. deildinni næsta vetur. Knattspyrna: Völsungur mætir KA Síðasti leikurinn í JMJ-mótinu, vormóti Knattspyrnuráðs Akur- eyrar, verður háður í dag, á gamla grasvellinum á Húsavík. Völsungur tekur á móti KA og hefst leikurinn klukkan 15:30, þar sem ekki reyndist unnt að útvega dómara á áður auglýst- um tíma. Leikur liðanna sker úr um það hvort liðið stendur uppi sem sigur- vegari í mótinu. Fjögur lið af fimm í mótinu eru með sex stig og sigurliðið stendur því uppi sem meistari. Lykti leiknum með jafn- tefli, þá stendur Völsungur uppi sem sigurvegari, þar sem liðið hefur skorað fleiri mörk á mótinu heldur en KA. Knattspyrna: Martin með KA Dean Martin, Englendingurinn sem valinn var besti leikmaður meistaraflokks KA sl. sumar og leikið hefur með enska 2. deild- arliðinu Brentford í vetur, er væntanlegur til landsins í dag. Hann hefur gefið munnlegt samþykki fyrir því að hann muni leika með KA-liðinu í 2. deildinni í sumar. Martin er væntanlegur til Ak- ureyrar á morgun og reiknað er með að hann gangi endanlega frá samningum við KA um helgina. Hann gæti því verið í liði KA á þriðjudaginn, þegar liðið mætir Víkingi í fyrsta deildarleiknum. Félagaskipti erlendra leik- manna, sem koma hingað til lands, ganga yfirleitt mjög fljótt fyrir sig. Knattspyrnusambandið þarf þó að fá staðfestingu hjá Brentford áður en Martin fær heimild til að leika með Akureyr- arliðinu. Dean Martin. Knattspyrna - íslandsmótið hefst annaö kvöld: Nokkrar breytingar á knatt- spyrnulögunum fvrir sumarið Leiðrétting Anna Rún Kristjánsdóttir, fötluð sundkona úr Óðni, byrjaði ekki að æfa sund á síðasta ári, eins og sagt var í Degi í gær. Hún byrjaði að æfa hjá Óðni á síðasta ári, en hafði æft sund í Danmörku, þar sem hún bjó áður, frá átta ára aldri. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.