Dagur - 16.05.1996, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1996
paprika, laukur, ananas, sósa og oslur 950,- 1.300,- 1.650,- 1.890,-
7. Reggio
Mosarella, maribo, gráðaostur, camembert,
sósa og ostur 650,- 950,- 1.200,- 1.450,-
8. Margarita
Sósa og ostur 500,- 600,- 700,- 800,-
9. Etna
Mikið pepperoni, sveppir, ferskur chilli,
chilli krydd, sósa og ostur 800,- 1.100,- 1.400,- 1.700,-
10. Bari
Skinka, pepperoni, bananar, sósa og ostur 750,- 1.000,- 1.200,- 1.500,-
11. Parma
Túnfiskur, kræklingur, rækjur, laukur, sósa og ostur 850, 1.150,- 1.450,- 1.750,-
12. Como
Pepperoni, ananas, sósa og ostur 650,- 850,- 1.050,- 1.250,-
13. Magenta
Sveppir, paprika, laukur, tómatar, maís, sósa og ostur 700,- 950,- 1.250,- 1.450,-
14. Juventus
Skinka, paprika, ananas, bananar, sósa og ostur 750,- 1.050,- 1.350,- 1.650,-
15. Torino
Nautahakk, pepperoni, sveppir, svartur pipar,
sósa og ostur 800,- 1.100,- 1.400,- 1.700,-
16. Padova
Pepperoni, grænn pipar, gráðaostur, sósa og ostur 700,- 950,- 1.200,- 1.450,-
Kjötálegg, verð pr. piz/u hver tcgund 100,- 150,- 200,- 250,-
Grienmeti, verð pr. pizzu hver tegund 50,- 100,- 150,- 200,-
Hvítlauksbrauð 200,- 300,- 400,- 500,-
Muvtid:
Kjúklingabitar, brauðstangir, hamborgarar,
laukhringir eg fl.
Kafifitónleikar
ágítar
Kristinn H. Árnason, gítarleikari,
efndi til tónleika í Deiglunni í
Grófargili á Akureyri sunnudag-
inn 5. maí.
Kristinn H. Ámason er Akur-
eyringum af góðu kunnur. Hann
hefur tvísvar, árin 1991 og 1995,
tekið þátt í gítarhátíðum þeim,
sem Örn Viðar Erlendsson á mest-
an heiður af og haldnar hafa verið
á Akureyri árlega undanfarin sum-
ur. Þessar hátíðir hafa verið tilefni
þess, að gítarleikarar í fremstu
röð, jafnt innlendir sem erlendir,
hafa gist Akureyri. Þeir hafa hald-
ið námskeið með nemendum gít-
ardeildar Tónlistarskólans á Akur-
eyri og öðrum, sem til bæjarins
hafa komið til þess að taka þátt í
hátíðinni.
Gítarhátíðirnar hafa orðið til
þess að vekja athygli Akureyringa
á gítamum; þessu hljóðláta en
kyngimagnaða hljóðfæri. I hönd-
um góðs listamanns eru fá hljóð-
færi, sem hafa jafnmikið til að
bera á sviði innri tjáningar og per-
sónulegrar túlkunar. Jafnvel þó að
gítarinn sé ekki í höndum snill-
ings, er hann gjöfull sem miðill
tónlistar, hvað þá, þegar á hann er
leikið af tónlistarmanni sem
Kristni H. Ámasyni, sem hefur í
sannleika náð valdi á honum,
kyngi hans og galdri.
Kristinn H. Ámason er án efa á
meðal allra fremstu gítarleikara
hér á landi. Hann virðist vera sam-
gróinn hljóðfæri sínu, þegar hann
leikur á það. Það hlýðir honum
svo sem rödd góðum söngvara.
Kristinn hefur sem næst ótrúlega
tækni til að bera. Þetta koma fram
í þeim verkum, sem hann lék á
tónleikunum í Deiglunni. Ekki
síður er hann mjög eftirtektarverð-
ur túlkandi, sem hefur mikið að
gefa í persónulegri tjáningu þeirra
verka, sem hann tekur til flutn-
ings.
Tónleikamir í Deiglunni voru
stuttir, en þeir voru gjöfulir. Á
efnisskrá voru meðal annarra verk
eftir Augustin Barrios Mangore
og Francisco Tárrega og J. S.
Bach. Hverju verki og hverri tón-
listargrein gerði Kristinn skil í
samræmi við aldur og uppruna,
gerð og tilefni auk þess sem hinn
persónulegi blær þroskaðs lista-
manns setti mark sitt á flutning og
gerði hann dýpri og áhugaverðari.
Tónleikamir í Deiglunni voru
að hluta til haldnir til þess að
kynna geislaplötu, sem út er kom-
in með leik Kristins. Á plötunni
flytur hann nokkur þeirra verka,
sem hann lék á kaffitónleikunum
auk fjölda annarra. Verkin eru eft-
ir Augustin Barrios Mangore og
Francisco Tárrega. Þau eru
skemmtilega fjölbreytt að gerð og
blæ í túlkun Kristins H. Ámason-
ar, svo að vídd efnisins er mikil
þrátt fyrir það, að höfundar þess
eru einungis tveir.
Platan er góð eign þeim, sem
áhuga hafa á vandaðri og fag-
mannlega fluttri klassískri gítar-
tónlist. Hún og flytjandinn gefa
plötunni gildi umfram annað. Plat-
an hefur líka annað til sín, sem
gerir hana að sjálfsagðri eign
hvers unnanda tónlistar og ekki
síst þeirra, sem áhuga hafa á ís-
lenskum flytjendum. Það er það,
að hún er fyrsta platan með klass-
ískum gítarleik, sem út kemur á
Islandi með íslenskum listamanni
- og hann er sannarlega ekki af
verri endanum.
Haukur Ágústsson.
Á hjólreiðadegi fjölskyldunnar í Gierárskóla. Hjólað var að Kvenfélagslundi þar sem farið var í leiki og grillað áður
en þátttakendur héldu lengra.
Frí
heimsending
Pizzur
PMf&Mf
1. Pisa
Nautahakk, sveppir, grænn pipar, sósa og ostur
2. Genova
Pepperoni, laukur, ólífur, sósa og ostur
3. Napoli
Skinka, ananas, sósa og ostur
4. Quatro Staccione
Nautahakk, sveppir, grænn pipar, pepperoni,
ólífur, túnfískur, rækjur, salami, laukur,
hvítlaukur, sósa og ostur
5. Busto
Salarni, laukur, ólífur, sósa og ostur
6. Milan
700,- 950,- 1.200,- 1.450,-
750,- 1.000,- 1.250,- 1.500,-
650,- 850,- 1.050,- 1.250,-
800,- 1.050,- 1.350,- 1.600,-
750,- 1.000,- 1.250,- 1.500,-
Þessar dömur voru áhugasamar um bobspilamennsku við Oddeyrarskóla.
TÓNLIST
Vorkoman í grunnskólunum
Þegar kemur fram á vorið fer að
losna um skólastarfið í grunnskól-
unum. Síðustu kennsludagarnir
lfða og síðan taka prófin við áður
en nemendurnir leggja út í sumar-
ið og takast á við önnur verkefni.
Foreldrastarfið í skólunum fer þá
jafnframt í frí og viðeigandi er að
halda með einhverjum hætti upp á
vetrarlokin í skólunum. Foreldrar
og nemendur hittust og skemmtu
sér saman í þrernur grunnskólum á
Akureyri um síðustu helgi, þ.e. á
hjólreiðadegi í Glerárskóla,
stjörnudegi í Síðuskóla og for-
eldradegi í Oddeyrarskóla. Margt
var til gamans gert, t.d.
skrúðgöngur, hjólreiðar og leikir
og síðan voru veitingar og margar
heitar pylsurnar sem runnu ljúf-
lega niður. Ljósmyndarar Dags
litu við í skólunum smelltu
meðfylgjandi myndum af uppá-
komunum.
Nemandi í Síðuskólanum í fánalitunum. Hann þáði að fá sér grillaða pylsu
þegar á daginn leið.
Já, það var spauglaust að bregða sér í „búning“ lögreglumannsins sem var
við Oddreyrarskólann.