Dagur - 16.05.1996, Síða 9

Dagur - 16.05.1996, Síða 9
Fimmtudagur 16. maí 1996 - DAGUR - 9 Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, undirbýr sig fyrir öryggisstörf á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar: „Tækifærí sem ekki var hægt að sleppa“ Vildu fá lögreglumenn í öryggisvörsluna „Upphafið að þessu ævintýri var í apríl í fyrra þegar dóms- málaráðuneytið auglýsti eftir sjálfboðaliðum til að starfa sem öryggisverðir á Olympíuleikun- um í Atlanta í Bandaríkjunum. Þegar ég sá þessa auglýsingu þá hugsaði ég með mér að svona tækifæri gæti ekki boðist mér nema einu sinni á ævinni og því gæti ég ekki réttlætt að sækja ekki um. Ég gat ekki sleppt tækifæri til að öðlast svona dýr- mæta reynslu,“ segir Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglu- maður á Akureyri, sem situr þessa dagana yfir fræðsluefni í bókum og á myndbandsspólum þar sem farið er yfir ýmislegt sem varðar öryggis- og löggæslu á Olympíuleikunum í sumar. Hreiðar á í vændum ævintýra- legt sumar þar sem hann mun starfa, ásamt 22 öðrum lög- reglumönnum frá Islandi, við öryggisvörslu á OL í Atlanta. Líkast til verður þó íslenski hópurinn ansi smár meðal þeirra þúsunda sem vinna við öryggis- og löggæsluinál í Atl- anta meðan á þessum risavaxna viðburði stendur og raunar inniheldur dvölin í Atlanta meira en störf meðan á leikun- um stendur því öryggisverðirnir þurfa að sækja hálfs mánaðar námskeið fyrir leikana og að þeim loknum þurfa þeir að starfa meðan á frágangi stend- ur. Samfleytt dvelst hópurinn því í fimm vikur í Atlanta. Ættir Þingeyinga: Fimmta bindið kemur út í sumar Fimmta bindið í ritröðinni Ætt- ir Þingeyinga í samantekt Brynjars Halldórssonar í Gil- haga við Öxarfjörð kemur út á næstunni. Þetta er framhald þeirra rita sem Indriði Indriða- son frá Fjalli í Aðaldal setti saman og komu út fyrir margt löngu. Nú hafa nýjar upplýsing- ar bæst við og eru þær efniviður hins væntanlega bindis. „Ég hef unnið að þessari útgáfu síðasta eina og hálfa árið, en reyndar hef ég verið í ættfræði- grúski mun lengur. Það hjálpar mér við að taka upp þráðinn í þessu verkefni," sagði Brynjar Halldórsson í samtali við Dag. Hann hefur undir höndum ýmis gögn Indriða frá Fjalli og vinnur úr þeim, auk þess sem nýrra upp- lýsinga er aflað. í fyrri bindum voru ættir Þingeyinga ekki raktar nema fram til 1950, en nú er reynt að fara alveg fram til nútíðar. Héraðsnefndir Suður- og Norð- ur-Þingeyjarsýslna gefa rit þetta út. Það er nú í prentvinnslu hjá Asprenti - POB á Akureyri og segir Brynjar Halldórsson að vænta megi þess að ritið komi út í júní eða júlí í sumar. -sbs. „Við förum ekki út sem lögreglu- menn heldur sem öryggisverðir. Það var óskað eftir sjálfboðaliðum sem væru starfandi lögreglumenn í heimalandi sínu og hefðu yfir málakunnáttu að ráða. Þegar við komum út förum við á námskeið í mannfjöldastýringu, gæslu á íþróttaleikum og námskeið fyrir stjómendur en við höfum núna fengið kennslubók og myndbands- spólu þar sem farið er yfir ýmis smærri atriði sem við þurfum að hafa kynnt okkur áður en nám- skeiðin hefjast," segir Hreiðar, en hópurinn heldur til Atlanta þann 2. júlí næstkomandi og kemur til baka um miðjan ágústmánuð. Yrði spennandi að vinna á íþróttaleikvöngunum Hreiðar segist ekki vita hvar hann eigi að starfa og því síður um verkefnin. Þau geti falist í gæslu á keppendum, á leiðum keppenda eða jafnvel inni á leikvöngunum sjálfum. Þetta atriði segir hann ekki verða upplýst fyrr en komið verði á staðinn. Hreiðar viður- kennir að það gæti orðið mjög spennandi að upplifa það að vera á leikvöngunum sjálfum. „Okkur var sagt það þegar við sóttum um að þeir sem yrðu allan tímann, þ.e. gætu sótt námskeiðin, hefðu meiri möguleika á að kom- ast ijin á sjálfa keppnisleikvang- ana. Persónulega finnst mér það mest spennandi, t.d. að geta séð frjálsíþróttakeppni en það verður að koma í ljóst hvort sá draumur rætist." Hreiðar segir að það taki óneit- anlega á að vita af þessu verkefni í nánd. „Jú, að því leyti til að maður veit ekki hvað það innifelur ná- kvæmlega og líka hitt að þama er ég í landi sem ég hef aldrei komið til áður. Auk þess veit ég ekkert um kostnaðinn en ég reikna með að fyrir hvert okkar kosti þetta um 200 þúsund krónur. Það er ætlast til að við sjáum um okkur sjálf á staðinn en okkur er lagt til hús- næði og fullt fæði, auk þess sem við fáum einkennisbúninga og slikt sem við fáum að taka með okkur og eiga til minja um leik- ana.“ Gæti orðið dýrmæt reynsla Nokkur munur er á að starfa í um- hverfi eins og á Akureyri eða í stórborg á við Atlanta. Aðspurður um ótta af skotvopnum sem eru algeng á götunum í Bandaríkjun- um segir Hreiðar að öryggisverð- imir þurfi ekki að bera vopn og Is- lendingarnir komi ekki til með að starfa í framverði löggæslunnar. „Við hljótum því að vera varðir og hafa styrk af vopnaðri lögreglu og mér finnst ekki líklegt að við séum í meiri hættu þama en hver annar sem kemur á leikana. Þetta er þó ekki atriði sem ég hef neitt velt fyrir mér og hef engar áhyggjur af. Af því efni sem ég er búinn að fá frá Bandaríkjunum þá finnst mér mikið til koma hve öryggis- málin eru skipulögð í kringum leikana. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér vel reynslu fyrri leika en þetta er allt miklu stærra um sig en maður gerir sér í fljótu bragði í hugarlund. Þetta er allt mjög agað og mikil hugsun að baki starfinu. Fagmennskan er greinilega mikil og byggð á gríðarlega mikilli reynslu af fjöldasamkomum á borð við ÓL. Mér finnst líka mikils virði að taka þátt í svona stóru verkefni eins og Ólympíuleikamir eru og vera á staðnum. Þegar ég sá aug- lýsinguna fyrst þá fannst mér ófært að sleppa þessu vegna þess að þama öðlast maður þekkingu á gæslustörfum á íþróttaviðburðum og það gæti átt eftir að nýtast þeg- ar heim kemur. Þó ekkert jafnist á við Ólympíuleikana þá eru okkar íþróttaviðburðir að verða stærri og stærri og reglulega koma hér upp viðburðir sem fólk sækir víðar að en frá íslandi. Þar má t.d. benda á HM í handknattleik í fyrra og landsmót hestamanna á Melgerð- ismelum sem er framundan árið 1998 og verður líklega eitt hið stærsta sem haldið hefur verið. Öryggis- og löggæsla á viðburð- um sem þessum þarf að vera vel skipulögð og þekkinguna á þess- um hlutum er best að sækja er- lendis.“ Mikið álag meðan á stendur Hreiðar segist nú þegar hafa feng- ið að vita að hann muni vinna á dagvöktum, átta tíma ströngum vöktum og vafalítið muni þetta verkefni taka talsvert á. „Mér sýn- ist af því sem ég hef séð af upp- lýsingunum að þó svo að farið sé í sumarfríinu frá störfum hér heima þá veiti ekki af að taka frí þegar heim verður komið þvt' álagið verður mikið. Vinnutap getur því bæst við útlagðan kostnað." Þessi sérstaka Olympíusveit ís- lenskra öryggisvarða hefur haft nokkuð samband sín í milli en kemur til með að hittast í heild þegar haldið verður utan í júlíbyrj- un. Hreiðar er eini fulltrúinn frá Akureyri en einn lögreglumaður fer frá Blönduósi, annar frá Ísa- firði, einn frá Vestmannaeyjum og aðrir koma af höfuðborgarsvæð- inu. - Átt þú þér einhverja óska- stöðu á leikunum? „Já, ég vildi auðvitað helst upplifa það að komast inn á íþróttaleikvangana. Þar gæti mað- ur komist í nálægð við íþróttavið- burðina sjálfa og sjá keppnina. Hins vegar geri ég mér engar grillur um að verða svo heppinn,“ svarar Hreiðar. JÓH öntusala Plöntusalan er hafin Úrval af skógarplöntum, garðplöntum, runnum, rósum og hnausaplöntum. Opið daglega frá kl. 8-17.30 og um helgar frá 10-16. ikógrækt ríkisins Vöglumog Laugabrekku Skagafirði. Bandaríkjamenn hafa skipulagt vel allt öryggis- og löggæslustarf í kringum Olympíuleikana í Atlanta og hér heldur Hreiðar á fyrsta hluta af því kennsluefni sem öryggisveröirnir á leikunum þurfa að kynna sér áður en þeir koina á námskeið í Bandaríkjunum fyrir leikana. Mynd: BG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.