Dagur - 16.05.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1996
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 SJónvarpsmarhaðurinn.
13.00 Bjössi þyrlusnáði.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Maríó bræður.
14.00 Sjónarvotturinn. (Fade to Black)
Spennumynd um Del Calvin sem skráir at-
hafnir nágranna sinna á myndband. Kvöld
eitt kveikir hann á tökuvélinni sem er
beint að íbúð snoturrar ljósku. Honum
bregður þegar hann sér karlmann myrða
ljóskuna en þegar hann kallar til lögregl-
una er lítill trúnaður lagður á sögu hans.
Aðalhlutverk: Timothy Busfield og Heat-
her Locklear. Bönnuð bömum.
15.35 Vinir. (Friends).
16.00 Fréttir.
16.05 Taka 2.
16.35 Giæstar vonir.
17.00 Aftur til framtíðar.
17.25 Unglingsárin.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19>20.
20.00 Babylon 5. Nýir vísindaskáldsögu-
þættir sem gerast úti í himingeimnum árið
2259 þegar jarðlífið er komið á heljarþröm.
Um borð í Babylon 5 búa jarðlingar og
geimverur frá fimm ólíkum sólkerfum. Að-
alhlutverk: Bruce Boxleitner, Claudia
Christian og Jerry Doyle.
21.45 Hart á móti hörðu: Heima er best.
(Hart To Hart: Home is Where the Hart Is)
Hart-hjónin mæta aftur til leiks í skemmti-
legri spennumynd með Robert Wagner og
Stefanie Powers í aðalhlutverkum. Að
þessu sinni em þau við jarðarför blaðaút-
gefanda sem var Jennifer Hart einkar
hjálplegur þegar hún hóf feril sinn í blaða-
mennsku. Jarðarförin fer fram í smábæ þar
sem ekki er allt með felldu og Hart-hjónin
verða þess vör að þau eru síður en svo vel-
komin þar. Leikstjóri: Peter Hunt.
23.20 Hvítur. (Blanc) Önnur myndin í þri-
leik pólska leikstjórans Krzysztofs Ki-
eslowski um táknræna merkingu litanna í
franska þjóðfánanum. Að þessu sinni er
fjallað um ógæfusaman Pólverja sem er að
missa eiginkonuna frá sér vegna þess að
hann stendur sig ekki í bólinu. Myndin er
gráglettin og þykir af mörgum sú besta í
þríleiknum og er þá mikið sagt. Maltin gef-
ur þrjár og hálfa stjörnu. Aðalhlutverk:
Zbigniew Zamachowski, Julie Delpy og
Janusz Gajos. Bönnuð bömum.
00.50 Sjónarvotturinn. (Fade to Black)
02.15 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 18. MAÍ
09.00 Bamaefni.
12.00 NBA-molar.
12.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 David Bowie - Outside. Sýndur
verður þáttur þar sem Bowie segir af sjálf-
um sér og ræðir um tónlist sína. Eins og
alþjóð veit þá er meistarinn væntanlegur
til íslands í næsta mánuði.
13.25 Utangátta. (Misplaced) Áhrifamikil
og fyndin kvikmynd um pólsk mæðgin
sem gerast innflytjendur í Bandaríkjunum.
Það gengur á ýmsu þegar Halina Nowak
og sonur hennar Jacek reyna að aðlagast
lífinu í hinum vestræna heimi.
15.00 Tómur tékki. (Blank Check)
Skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna
um 11 ára strák sem fyrir tilviljun og slysni
kemst yfir milljón dollara úr fórum glæpa-
manna. Strákurinn er ekki á því að skila
peningunum heldur sóar þeim í allar áttir
og kaupir allt sem hugurinn girnist. Aðal-
hlutverk: Brian Bonsall, Miguel Ferrer,
Karen Duffy og Michael Lerner.
16.30 Andrés önd og Mikki mús.
17.00 Oprah Winfrey.
18.00 Fomir spádómar. (Ancient Prop-
hecies) Áhugaverður þáttur þar sem
fjallað er um spásagnir og spámenn. Er
spádómsgáfa eitthvað sem hægt er að
treysta og hafa fomir spádómar ræst í nú-
tímanum?.
19.00 19>20. Fréttir, NBA-tilþrif, íþrótta-
fréttir, veður og aðalfréttatími.
20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir. (Amer-
ica’s Funniest Home Videos).
20.30 Góða nótt, elskan. (Goodnight
Sweetheart).
21.05 Leifturhraði. (Speed) Háspennu-
mynd með leikara mánaðarins, Keanu
Reeves, í aðalhlutverki. Að þessu sinni
leikur hann Jack Tavern, sérsveitarmann
hjá lögreglunni í Los Angeles, en hann
þarf að stýra þéttsetinni fólksflutningabif-
reið um stræti borgarinnar en við vagninn
hefur verið tengd sprengja sem springur
ef hægt er á honum. Maltin gefur þrjár og
hálfa stjömu. Auk Reeves fara Dennis
Hopper og Sandra Bullock með aðalhlut-
verk. Leikstjóri: Jan De Bont. 1994.
Stranglega bönnuð bömum.
23.00 Tombstone. Víðfræg kúrekamynd
um þjóðsagnapersónur úr villta vestrinu.
Wyatt Earp hefur ákveðið að láta af of-
beldisverkum og lifa friðsömu lífi. Hann
flyst til bæjarins Tombstone ásamt bræðr-
um sínum. En friðurinn er úti þegar þeir
bræður lenda í átökum við bófaflokk sem
gengur undir nafninu Kúrekarnir. Maltin
gefur tvær og hálfa stjörnu. Aðalhlutverk:
Kurt Russell, Val Kilmer, Michael Biehn,
Dana Delany og Sam Elliott. Leikstjóri: Ge-
orge P. Cosmatos. Stranglega bönnuð
bömum.
01.10 Skógarferð. (Picnic) Hal Carter er
orðinn leiður á flökkulífinu og ákveður að
setjast að í smábæ í Kansas. Gamall kunn-
ingi hans, Alan Benson, reynir að útvega
honum vinnu og kynnir hann fyrir nýju
fólki. Á frídegi verkalýðsins fer Hal með
hópnum í skógarferð þar sem hann heillar
fegurðardís bæjarins, Madge Owens, en
hún er unnusta Alans. Maltin gefur þrjár
og hálfa stjömu. Aðalhlutverk: William
Holden, Kim Novak, Rosalind Russell og
Cliff Robertson.
03.00 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR 19. MAÍ
09.00 Bamaefni.
11.35 Eyjarklikan.
12.00 Helgarfléttan.
13.00 í sviðsljósinu. (Entertainment This
Week).
13.55 Iþróttir á sunnudegi.
14.00 Fyrirtækið. (The Firm) Dramatísk
spennumynd um Mitch McDeere sem hef-
ur brotist til mennta og er nýútskrifaður
frá lagadeildinni í Harvard. Fyrirtæki í
Memphis býður honum gull og græna
skóga og Mitch tekur tilboðinu. En hann
kemst brátt að því að hér er ekki allt sem
sýnist og þetta gullna tækifæri gæti kostað
hann lífið. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Je-
anne Tripplehom, Gene Hackman og Holly
Hunter. Leikstjóri: Sydney Pollack. Bönn-
uð bömum.
17.00 NBA úrslitakeppnin. í fyrsta sinn á
íslandi er nú sýnt beint frá NBA-úrslita-
keppninni áður en sjálfir úrslitaleikirnir
hefjast. Beinar útsendingar frá keppninni
verða reglulega á dagskrá Stöðvar 2 fram
á sumar.
19.30 19>20. Fréttir, íþróttaauki, veður og
aðalfréttatími.
20.00 Morðsaga. (Murder One).
20.50 Sagan af O.J. Simpson. (The O.J.
Simpson Story) Sjónvarpskvikmynd um
eitt frægasta sakamál síðari tíma en það er
enn öUum í fersku minni. Ferill O.J. Simp-
son er samkvæmt uppskriftinni að amer-
íska draumnum. Hann ólst upp í fátækra-
hverfi í Los Angeles en braust tU frægðar
og frama í íþróttum og síðar með kvik-
myndaleik. Hjónaband hans og Nicolar
Brown var stormasamt og ofbeldisfullt og
margir telja O.J. sekan um morð á eigin-
konu sinni þrátt fyrir sýknudóm. Aðalhlut-
verk: Bobby Hosea og Jessica Tuck. Leik-
stjóri: Jerrold Freeman.
22.25 60 mínútur.
23.15 Fyrirtækið. (The Firm)
01.45 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR 20. MAÍ
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 Bjössi þyrlusnáði.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Marió bræður.
14.00 Cooperstown. Hafnaboltastjarnan
Harry Willette er sestur í helgan stein en
gerir sér von um að verða valinn í heiðurs-
fylkingu hafnaboltans í Cooperstown. Ná-
inn vinur hans er loks heiðraður en deyr
áður en hann fréttir það og þá er Harry
nóg boðið. Hann ákveður að mótmæla
kröftuglega og heldur til Cooperstown í
óvenjulegum félagsskap.
15.35 Vinir. (Friends).
16.00 Fréttir.
16.05 Fiskur án reiðhjóls (e).
16.35 Glæstar vonir.
17.00 Ferðir GúUivers.
17.25 Töfrastigvélin.
17.30 Úr ævintýrabókinni.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19>20.
20.00 Neyðarlínan. (Rescue 911).
20.50 Lögmaðurinn Charies Wright.
(Wright Verdicts).
21.40 Pius páfi og nasistarnir. (The Pope
and the Nazis) AthygUsverð heimUdar-
mynd frá BBC um Pius páfa 7. en hann sat
í Vatikaninu á árum síðari heimsstyrjaldar-
innar. Áratugum saman hafa menn deUt
um hlut páfans við björgun gyðinga og
hefur hann verið sakaður urn aðgerðaleysi.
í þessari mynd er því haldið fram að hann
hafi lagt mUtið af mörkum í baráttunni
gegn ofbeldisverkum nasista.
22.30 Gerð myndarinnar Mary Reilly.
(The Making of Mary Reilly).
22.55 Cooperstown.
00.25 Dagskrárlok.
Föstudagur kl. 20.00
Babylon 5
Aðdáendur vísindaskáldskapar ættu að fylgjast með ævintýra-
myndaflokknum Babylon 5, sem hefur nú göngu sína á Stöð 2.
Þættirnir gerast á 23. öldinni. Jarðarbúar ásamt íbúum úr öðrum
sólkerfum koma saman í
risastórri geimstöð til að
ræða um ágreiningsefni sín
á hlutlausu svæði. Friðar-
viðleitnin á erfitt uppdrátt-
ar vegna eiginhagsmuna
og svika. Þættirnir þykja
spennandi og hafa fengið
ýmis konar viðurkenningu,
t.d. Emmy-verðlaunin. Að-
alhlutverk leika Bruce Box-
leitner, Claudia Christian
og Jerry Doyle.
Fimmtudagur 23. maí kl. 20.00
Blanche
Blanche er rómantískur og spennandi framhaldsmyndaflokkur,
sem nú hefur göngu sína á Stöð 2. Hér er á ferðinni framhald
myndaflokksins Emihe, sem Stöð 2 sýndi fyrir nokkrum árum.
Þættirnir segja frá lífi dóttur Emilie, Blanche, í Kanada á þriðja
áratugnum. Blanche er barnakennari á landsbyggðinni en flytur
til stórborgarinnar, stað-
ráðin í því að gerast lækn-
ir. En örlögin virðast
henni ekki hliðholl. Blanc-
he fær að kynnast því að
það er erfitt að vera sjálf-
stæð kona í heimi sem
stjórnað er af karlmönn-
um. En eins og móðir
hennar, Emilie, er Blanc-
he þrjósk og syndir óhik-
að gegn straumnum. Að-
alhlutverk leika Pascale
Bussieres, Marina Orsini
og Roy Dupuis.
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 Bjössi þyrlusnáði.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Marió bræður.
14.00 Allt fyrir ekkert. (Dead Heat On
The Merry Go Round) Gamansöm spennu-
mynd um glæpamanninn Eli Kotch sem
kann að nota aðra sjálfum sér til fram-
dráttar. Hann situr í steininum þegar
myndin hefst en er ekki lengi að fá fang-
elsissálfræðinginn til að mæla með
reynslulausn. Aðalhlutverk: James Co-
bum. Takið eftir Harrison Ford í fyrsta
hlutverki sínu sem er ansi smátt. Leik-
stjóri: Bernard Girard. Bönnuð bömum.
15.40 Bryan Ferry. Rætt er við tónlistar-
manninn Bryan Ferry um feril hans en
kappinn sló fyrst í gegn með hljómsveit
sinni Roxy Music og hefur síðan notið mik-
illa vinsælda einn sins liðs.
16.00 Fréttir.
16.05 Matreiðslumeistarinn. Þessir vin-
sælu þættir Sigurðar L. Hall verða endur-
sýndir næstu vikurnar á Stöð 2 og ættu
margir að finna þar uppskriftir að alls kyns
góðgæti.
16.35 Glæstar vonir.
17.00 Ruglukollamir.
17.10 Skrifað í skýin.
17.25 Smælingjamir.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19>20.
20.00 VISA-sport.
Föstudagur kl. 23.20
Litaþrenna
Kieslowskis
Hvítur (Blanc) er önnur
myndin í þríleik Pólverjans Ki-
eslowskis en myndirnar eru
kenndar við litina í franska
þjóðfánanum. Hvítur fjallar
um ólánsaman Pólverja.
Frönsk eiginkona hans ætlar
að skilja við hann vegna
getuleysis hans undir hjóna-
sænginni. Maltin gefur mynd-
inni þrjár og hálfa stjörnu,
segir hana bráðfyndna og tel-
ur hana þá bestu í þríleikn-
um. Aðalhlutverk leika Julie
Deply og Zbigniew Zamac-
howski. Myndin er frá árinu
1993.
20.20 Handlaginn heimilisfaðir. (Home
Improvement).
20.50 Læknalíf. (Peak Practice).
21.45 Stræti stórborgar. (Homicide: Life
on the Street).
22.35 Allt fyrir ekkert. (Dead Heat On
The Merry Go Round).
00.20 Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 Bjössi þyrlusnáði.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Marió bræður.
14.00 Dave. Þriggja stjörnu gamanmynd
um rólyndan meðalmann sem er tvífari
forsetans. Vegna óvæntra atburða neyðist
hann til að verða staðgengill forsetans í
einu og öllu. Forsetafrúin er forviða yfir
þeirri breytingu sem virðist orðin á manni
hennar og vist er að Dave á eftir að lenda í
miklum ævintýrum í þessu nýja hlutverki
sínu. Aðalhlutverk: Kevin Kline og Sig-
noree Weaver. Leikstjóri: Ivan Reitman.
16.00 Fréttir.
16.05 VISA-sport.
16.25 Glæstar vonir.
16.501 Vinaskógi.
17.15 Undrabæjarævintýri.
17.40 Doddi.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19>20.
20.00 Forsetaframboð '96: Embætti For-
seta íslands. Annar þáttur af þremur þar
sem Elín Hirst og Stefán Jón Hafstein
fjalla um hlutverk og skyldur forseta ís-
lands.
20.35 Melrose Place.
21.30 Fiskur án reiðhjóls.
22.00 Brestir. (Cracker) Breskur spennu-
myndaflokkur um glæpasálfræðinginn Fitz
sem Robbie Coltrane gerir ógleymanleg
skil.
22.55 Dave.
00.40 Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 Bjössi þyrlusnáði.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Maríó bræður.
14.00 Ár byssunnar. (Year Of The Gun)
Rithöfundurinn David Raybourne kemst í
hann krappann þegar Rauðu herdeildirnar
ræna Aldo Moro, forseta Ítalíu, því for-
skriftina að ráninu virðist hafa verið að
finna í skáldsögu hans. Stranglega bönn-
uð bömum.
16.00 Fréttir.
16.05 Forsetaframboð '96: Embætti For-
seta íslands. Nú verður endursýndur
fyrsti þátturinn af þremur þar sem Elín
Hirst og Stefán Jón Hafstein fara yfir hlut-
verk og skyldur forseta íslands.
16.35 Glæstar vonir.
17.00 Með Afa.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.0019>20.
20.00 Blanche. Fyrsti þáttur i nýjum
kanadískum myndaflokki sem er óbeint
framhald myndaflokksins um Emilie sem
Stöð 2 sýndi fyrir nokkrum árum. Hér
greinir frá Blanche, dóttur Emilie, og bar-
áttu hennar fyrir því að verða læknir í
heimi þar sem karlmenn drottna yfir öllu.
Þættimir hafa unnið til fjölda verðlauna en
þeir vom gerðir árið 1994.
20.55 Hjúkkur. (Nurses).
21.25 Fjöiskyldan. (The Family) Nýr
breskur myndaflokkur um dæmigerða lág-
stéttarfjölskyldu í Dublin á írlandi. Hand-
ritið er eftir verðlaunahöfundinn Roddy
Doyle, þann hinn sama og skrifaði söguna
um The Commitments sem sló í gegn þeg-
ar hún var kvikmynduð.
22.20 Taka 2.
22.50 Fótbolti á fimmtudegi. íslands-
mótið í knattspymu er nú að hefjast.
íþróttafréttamenn. Stöðvar 2 fylgjast með
baráttunni og sýna okkur frá leikjum
kvöldsins og síðustu daga.
23.15 Ár byssunnar. (Year Of The Gun).
01.05 Dagskrárlok.
Laugardagur kl. 21.05
Keanu Reeves
í Leifturhraða
Keanu Reeves er leikari mánaðarins
og eins og þær myndir hans sem Stöð
2 sýnir í þessum mánuði bera með
sér þá er ferill þessa unga leikara
fjölbreytilegur og litríkur. Nú er röðin
komin að spennumyndinni Leiftur-
hraða, eða Speed. Reeves leikur Jack
Tavern, sérsveitarmann hjá lögregl-
unni í Los Angeles. Tavern lendir í
þeirri aðstöðu að þurfa að stýra þétt-
setinni fólksflutningabifreið um
stræti borgarinnar við vægast sagt skelfilegar aðstæður. Við vagn-
inn hefur verið tengd sprengja sem springur ef ferð vagnsins
lendir undir tilteknum hraðamörkum. í öðrum aðalhlutverkum eru
Dennis Hopper og Sandra Bullock. Leikstjóri er Jan De Bont.
Sunnudagur kl. 20.50
Sagan af O.J. Simpson
Sjónvarpskvikmyndin Sagan af O.J. Simpson er á dagskrá Stöðvar
2. í myndinni eru rakin fræg réttarhöld yfir ruðningshetjunni og
kvikmyndastjörnunni O.J. Simp-
son sem ákærður var fyrir morð á
fyrrverandi eiginkonu sinni og
vini hennar. Við kynnumst einnig
æskuárum Simpsons og braut
hans frá sárustu fátækt til frægð-
ar og ríkidæmis. Simpson var
ímynd heilbrigðis á meðal
bandarísks almennings og amer-
íski draumurinn holdi klæddur.
En bak við glæsta ímynd leynd-
ust skelfilegir skapgerðarbrestir.
Aðalhlutverk leika Bobby Hosea
og Jessica Tuck. Leikstjóri er
Jerrold Freeman. Myndin er frá
árinu 1995.