Dagur - 11.07.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 11.07.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, fímmtudagur 11. júlí 1996 129. tölublað Skandia A Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Dilkakjötsframleiðsla: Kjötfjallið snarlækkar Mér sýnist kjötQallið ætla að snarlækka mikli ára. í upphafí sláturtíðar í fyrra var það um 2.200 tonn, en það verð- ur um það bil helmingi lægra nú - ef að líkum lætur,“ sagði Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, í samtali við Dag. Nýtt verðlagsár í landbúnaðar- framleiðslu hefst 1. september og á líðandi framleiðslutímabili er nú í fyrsta sinn unnið eftir búvöru- samningi, sem tók gildi 1. október í fyrra. Samningurinn, sem gildir Húsavík: Upplýsingarit um Norðausturland komið út Nýlega kom út blað sem nefn- ist „Velkomin á Norð-Aust- urland“ og er útgáfa þessa rits einkaframtak tveggja kvenna, sem áhuga hafa á ferðamálum. Þetta eru þær Auður Gunnars- dóttir á Húsavík og Sigrún Ing- varsdóttir á Héðinshöfða á Tjörnesi. f ritinu er að finna upplýsingar um Norðausturland bæði á ís- lensku og ensku. Blaðið er allt hið vandaðasta, prýtt fjölda litmynda frá þessum landshluta. „Þetta var hugmynd sem við hrintum í framkvæmd, við viljum með útgáfu þessari koma á fram- færi í sérriti upplýsingum um af- þreyingu fyrir ferðamenn sem þennan landshluta heimsækja. í byrjun mættum við á fundum hjá hinum ýmsu ferðamálafélögum á svæðinu og kynntum hugmynd- ina, okkur var það vel tekið að rit- ið hefur nú litið dagsins ljós og áætlað er að vera aftur á ferðinni með blað næsta vor. Blaðinu hefur verið mjög vel tekið, þar sem ég hef haft af því spumir og er ég að sjálfsögðu mjög ánægð með það,“ segir Sigrún Ingvarsdóttir, annar útgefandanna. Blaðið er 30 síður prentað í Asprenti á Akureyri, um útlit og hönnun sá prentstofan Örk á Húsavík. Norðausturland er gef- ið út í 5000 eintökum og er dreift án endurgjalds. GKJ til aldamóta, miðar að minnkandi kindakjötsframleiðslu, eða því að sauðfé í landinu fækki um 30.000 á samningstímabilinu og fjárbúum um að minnsta kosti 200. Gísli Karlsson segir þau markmið sem samningurinn miðar að ætla að nást. Kjötfjallað lækki stómm milli ára, svo sem nteð útflutningi á vegum bænda sjálfra. Sala kindakjöts á innanlandsmarkaði hafi einnig aukist, til dæmis með kjaraboðum á grillkjöti. Búvörusamningurinn gerir ekki ráð fyrir neinni hámarkstölu slát- urfjár, en innleggjendur þurfa að halda sig innan kvóta ætli þeir að njóta beingreiðslna fyrir fram- leiðslu sína. Þær lækka svo ár frá ári, en meginstefið í samningnum frá liðnu hausti er að draga úr rík- isframlögum til sauðfjárfram- leiðslu og lækka kjötfjallið - sem er að gerast. -sbs. Siglt inn í sólargeislann Fátt er fegurra um bjartar sumarnætur á Norðurlandi en dýrðleg miðnætursólin, sem glampar á Grímseyjarsundi. Þessi mynd er tekin frá eystri munna Strákaganga við Siglufjörð við sólaruppkomu, síðla nætur, þar sem fullfermd- ur loðnubátur siglir inní sólargeislann sem sindrar á haffletinum. Mynd: -sbs. Um 16 þúsund notendur GSM á íslandi: Mývatnssveit næst í samband GSM farsímakerfið hefur ver- ið mjög vinsælt meðal ís- lendinga og nú eru notendur hér á landi í kringum 16 þúsund. Uppbygging á GSM kerfínu er í fullum gangi þó svo hún gangi hægar nú en hefur verið undan- farin tvö ár. Allir stærstu byggðakjarnar eru komnir í samband og útbreiðslan heldur áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma er Mývatns- sveit ofarlega á lista yfír þá byggðakjarna sem komast næst í samband og hugsanlegt að af því verði síðar í sumar. GSM kerfið er með 30-35 km hámarkslangdrægni frá radíómóð- urstöð en þá er miðað við sjónlínu og gert ráð fyrir að farsíminn sé utanhúss. Uppsetning radíómóður- stöðva hefur verið stöðug síðustu tvö ár og stór hluti suð- vestur- homsins nær GSM sambandi og helstu byggðakjamar annars stað- ar á landinu. Á Norðurlandi tengdust Húsavík og Sauðár- krókur síðasta sumar og í vetur voru settar upp radíómóðurstöðvar við Blönduós, Ólafsfjörð, Dalvík, Siglufjörð og Varmahlíð. Hvammstangi bættist við í haust og að sögn Einars Vilhjálmssonar, upplýsingafulltrúa fyrir farsíma- kerfi Pósts og síma, horfa menn til Mývatns sem næsta staðsetningar- staðar á radíómóðurstöð á Norður- landi. „Vonandi verður stöðin sett upp við Mývatn í sumar en það er svo margt í sambandi við þessa ákvörðunartöku sem heldur aftur af okkur,“ sagði Einar í samtali við Dag. Þrátt fyrir þennan fjölda not- enda á GSM símakerfinu hafa vin- sældir gömlu farsímanna, svokall- aðs NMT-450 kerfis, ekki minnk- að. „Uppbygging á NMT kerfinu er síður en svo á undanhaldi. Það kerfi hentar okkar landslagi mjög vel og langdrægnin er miklu meiri. Við emm að opna eina nýja stöð á hálendinu, hjá Skrokköldu á Sprengisandsleið, og næst nú gott samband á sunnanverðri Sprengisandsleiðinni,“ sagði Ein- ar, en það kerfi næst á nær öllu landinu, að hálendinu undan- skildu. SH Sportbátafélag Ólafsfjarðar vill fá aðstöðu við Ólafsfjarðarvatn: Gæti orðið liður í að efla ferðaþjónustu Sportbátafélag Ólafsfjarðar hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ólafsfjarðar að hún Minjasafnið á Akureyri: Fornleifar skráðar Minjasafnið á Akureyri mun halda áfram að skrá forn- minjar í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri í sumar en skráningin hófst sumarið 1994. Akureyrabær hefur samþykkt að láta skrá allar fomleifar í landi bæjarins á fjórum árum og á verk- inu því að ljúka næsta sumar. Að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnars- dóttur, forstöðumanns Minjasafns- ins, er um að ræða allar mannvist- arleifar í jörðu sem finnast en eins er farið eftir heimildum með hjálp svæðisskráningar sem gerð hefur verið. „Þetta eru minjar allt fram á þessa öld og við erum því líka að skrá „nýlegar" rústir. í sumar verður byrjað syðst í landi Akur- eyrarbæjar, í landi Kjama og Nausta og síðan verður haldið áfram í norður.“ Guðný segir að 11. ágúst næstkomandi verði hald- in kynning á verkefninu og hvetur fólk til þess að mæta og kynna sér þær fomleifar sem skráðar voru og fundust. mgh Miðhvammur á Húsavík: Demantsbrúð- kaup Jóns og Friðriku * Idag, 11. júh, eiga heiðurs- hjónin Jón Jónsson frá Mýri í Bárðardal og Friðrika Krist- jánsdóttir frá Fremstafelli í Ljósavatnshreppi, demants- brúðkaup. Þau hófu búskap á Mýri í Bárðardal en bjuggu síðan lengst af eða rúmlega fimmtíu ár að Fremstafelli. Þau eru nú til heimilis að Mið- hvammi á Húsavík. GKJ veiti félaginu leyfi til að fá að- stöðu við vatnið og félagið fái að nota nyrsta hluta vatnsins undir starfsemi sína. Að sögn Hálf- dáns Kristjánssonar, bæjar- stjóra, hafa menn verið að leita leiða til að leysa þetta mál og m.a. átt viðræður við stjórn Veiðifélags Ólafsfjarðarár. Aðalfundur Veiðifélagsins hef- ur samþykkt takmörkun umferðar um vatnið og stjóm félagsins get- ur ekki breytt gegn henni. Bæjar- ráð hefur hins vegar beint því til félagsins að aðalfundur verði haldinn sem fyrst og er áhugsamt um að takmörkunum á umférð unt vatnið verði aflétt að einhverju leyti. Sama má segja um ferða- málaráð bæjarins sem verið hefur að ýta á málið. Að sögn Hálfdáns verður aðalfundur Veiðifélagsins væntanlega haldinn undir mánaða- mótin. Hann segir nokkrum sinnum hafa verið gefið leyfi helgi og helgi til að vera með sportbáta og sæþotur á vatninu, s.s. í kringum afmæli bæjarins í fyrra og einnig í tengslum við vinabæjarmótið sem nú stendur yfir. Hann segir menn liorfa til þess að starfsemi Sport- bátafélagsins geti orðið til þess að efla ferðaþjónustu í Ólafsfirði. „En þeir sem að þessu standa segja eðlilega að það sé erfitt byggja upp einhvem rekstur á meðan ekki er hægt að auglýsa þetta upp. Ef þetta gæti orðið hluti af því sem t.d. hótelið er að bjóða upp á er möguleiki á að þróa þetta á einhverju tímabili. Ég held að ef menn t.d. fara út í að virkja hótel- ið og vatnið saman opnist ýmsir möguleikar, t.d. með dorginu og vélsleðaferðum á vetuma og síðan veiði og vatnaíþróttir á sumrin,“ sagði Hálfdán. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.