Dagur - 11.07.1996, Side 3

Dagur - 11.07.1996, Side 3
FRETTIR Fimmtudagur 11. júlí 1996 - DAGUR - 3 -WL R liigBME—1 Heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Stækkun heimavistar brýn Um nokkurra ára skeið hefur ekki verið hægt að sinna eftir- spurn eftir skólavist í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra sökum þess að heimavist skól- ans er of lítil. Jón F. Hjartarson, skólameistari, segist búast við að á þriðja hundrað nemendur sæki um rými á heimavist á komandi haustönn meðan vistin rúmar aðeins 140. Á þessu segir hann brýnt að ráða bót sem allra fyrst. „Ef vel ætti að vera þyrftum við að geta haft rúmi fyrir 350 manns á heimavist. Við höfum tvívegis fengið fjármuni til undir- búnings og það liggja fyrir drög um að stækka heimavistina um 100 vistrými. Það dugar aðeins til þess að leysa brýnasta vandann,“ sagði Jón. Hann sagist búast við að nem- endur skólans á næsta vetri verði á bilinu 400 til 500, sem er svipað og verið hefur. „Við getum ekki stækkað skólann. Okkur er haldið niðri með þessu mikla fargi sem fjárskorturinn er,“ sagði Jón. HA Húsavík: Hvalaskoðun vinsæl Svínavatnshreppur með lögsögu á Hveravöllum - er niðurstaða umhverfisráðuneytisins vegna kæru FÍ Umhverfisráðuneytið hefur fellt þann úrskurð að Hveravellir á Kili falli innan staðarmarka Svínavatnshrepps, að hreppur- inn fari með stjórnsýsluvald á Hveravöllum og sé því í fullum rétti að fjalla um aðalskipulag á svæðinu. Þetta var niðurstaðan í kjölfar kæru frá Ferðafélagi ís- lands, sem ekki vill sætta sig við lögsögu hreppsins yfir Hvera- völlum eða þær framkvæmdir sem Svínavatnshreppur áformar að ráðast í og boðaðar eru í deili- skipulagi, sem í vinnslu er á veg- um hreppsins. Krafa FÍ var sú að aðalskipulag Svínavatnshrepps er fjallar um Hveravallasvæðið skyldi falla úr gildi en ráðuneytið hefur nú hafn- að þessari kröfu. Hins vegar er tekið undir ýmislegt sem fram kemur í kæru FÍ, m.a. að kynna hefði mátt aðalskipulagið betur meðan það var á mótunarstigi fyr- ir þá aðila er málið varðar, en FI hefur um áratugaskeið verið með aðstöðu á Hveravöllum og rekið þar gistiþjónustu. Samkvæmt deiliskipulagi, sem Svínavatnshreppur er með í vinnslu, ætlar hreppurinn að reisa þjónustumiðstöð á Hveravöllum og ráðast í ýmsar aðrar fram- kvæmdir. Gert er ráð fyrir að nýrri skáli FÍ víki af núverandi stað og telja Ferðafélagsmenn að hreppur- inn sé að bola þeim burt af svæð- inu til að geta sjálfur haft þar tekj- ur af ferðafólki. I úrskurði ráðu- neytisins er þeim tilmælum beint til hreppsins að FÍ fái að vera með aðstöðu á Hveravöllum til ársins 2012. Það sé sanngjamt, þar sem í deiliskipulagi sé gert ráð fyrir að Veðurstofan þurfi ekki að færa hús sitt af sama svæði. Skipulagsstjóri féllst á sínum tínra ekki á tillögu að umræddu deiliskipulagi eins og hún var lögð fram og krafðist þess að nánari rannsóknir færu fram á svæðinu, sem nú eru í gangi. Einnig var tekið frarn að á meðan Svína- vatnshreppur hefur ekki sannað eignarrétt sinn á svæðinu geti sveitarfélagið ekki gefið þar út byggingaleyfi. í svæðisskipulagi miðhálendisins sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir að fram- kvæmd þess verði í höndum við- komandi sveitarfélaga, þannig að skipulag á hálendinu verði í raun eðlilegt framhald af skipulagi í byggð. Þar er hins vegar ekki tek- ið á eignarréttarmálum. HA - áætlunarferðir til Flateyjar Tveir aðilar á Húsavík halda uppi ferðum um Skjálfandaflóa til hvalaskoðunar. Það eru Arn- ar Sigurðsson, sem er með hrað- skreiðan plastbát í ferðirnar, og Norðursigling, sem flytur fólk á gömlum, uppgerðum eikarbáti, Knerrinum, um flóann. Hvalskoðunarferðir njóta sívax- andi vinsælda bæði meðal er- lendra ferðamanna og ekki síður íslendinga og tekur slík ferð tvær til þrjár klukkustundir. Farið er frá Húsavíkurhöfn og siglt um Skjálfandaflóa og með- fram Kinnarfjöllunum og sjást hvalir undantekningarlítið í hverri einustu ferð. Hjá Arnari Sigurðssyni fengust þær upplýsingar að farnar væru þrjár áætlunarferðir á dag í hvalaskoðun kl. 10.00, kl. 13.00 og kl. 17.00. Ennfremur væri hægt að panta sérferðir svo sem til Flat- eyjar og á Flateyjardal og jafnvel í Fjörður. „Eg er t.d. núna að fara að sækja gönguhóp sem gekk frá Björgum í Kinn og inn á Flateyj- ardal og sigli ég svo með hópinn að Björgum aftur,“ segir Arnar Sigurðsson. Á Knerrinum varð fyrir svörum Ámi Sigurbjarnarson og sagði hann áætlunarferðimar í hvalaskoðun vera þrjár á dag kl. 9.30, kl. 13.00 og kl. 20.00 og auk þess væri Knörrinn með ferðir til Flateyjar á föstudögum kl. 20.00 og á sunnudögum kl. 17.00. í þessum ferðum væri klukkustund- ar viðdvöl í Flatey. Bóka þyrfti í Flateyjarferðirnar fyrirfram. „Þess utan er hægt að tala við okkur um hvaðeina í sérferðum,“ sagði Ámi Sigurbjamarson hjá Norðursigl- ingu. GKJ Ólafsfjöröur: Hitaveita fram í sveit? Stjórn veitustofnana Ólafsfjarð- arbæjar hefur að undanförnu verið að fjalla um hugsanlega stækkun á þjónustusvæði hita- veitunnar. En að sögn Hálfdáns Kristjánssonar, bæjarstjóra, hafa ábúendur að Hlíð og Burstabrekku á undanförnum árum verið að sækja á um að fá hitaveitu. Hefur m.a. verið kannaður kostnaður vegna stækkunar á þjónustusvæði veit- unnar að Hlíð, Burstabrekku og Hólkoti. „Við höfurn verið með vanga- veltur um hvort forsendur eru fyrir að gera þetta. Við þurfum að dæla talsvert miklu af heitu vatni þarna fram eftir til þess að tryggja nægj- anlega heitt vatn. Stjórn veitu- stofnana hefur lagst gegn stækkun á þjónustusvæðinu og er þá að horfa til þess að þarna yrði dælt þreföldu því magni sem yrði keypt. Ut frá þeim forsendum tel- ur hún þetta ekki réttlætanlegt," sagði Hálfdán. „Þessu tengist að við vorum með tilraunaboranir hér fram í sveit og vorum að vonast til að ná það miklu heitu vatni að það gæti t.d. nægt sumarbúastaðabyggðinni í Hólkoti. Tilraunaboranir hafa ekki gefíð mikil fyrirheit en samt er smá von og því erum við í framhaldsrannsóknum. Okkur þykir því ekki rétt að afgreiða málið núna meðan endanleg nið- urstaða liggur ekki fyrir,“ sagði Hálfdán. Þess má að lokum geta að stjórn veitustofnana bókaði á fundi sínum á dögunum að hún vildi vekja athygli á slæmu ástandi aðalæðar hitaveitunnar frá borholu á Garðsdal og að tank á Laugarengi. HA i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.