Dagur


Dagur - 11.07.1996, Qupperneq 6

Dagur - 11.07.1996, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 11. júlí 1996 Gunnlaugur Kristinsson og Sigurður Jónsson velta sýningunum fyrir sér. Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins, ræðir hér við þær Rósu Júlíusdóttur og Sólveigu Hrafnsdóttur. Listasafnið á Akureyri: Opnun sýninga verka Gunnlaugs og Serrano Listalífið á Akureyri hefur eflaust borið á góma í samtali þeirra Haraldar Inga, forstöðumanns Listasafnsins, og Alfreðs Gíslasonar, forinanns menn- ingarmálanefndar Akureyrarbæjar. Þær Elma Óladóttir, gítarleikari, og Sigríður Rut Franzdóttir, þver- flautuleikari, léku fyrir gesti á opn- uninni. TÓNLIST Ljóð Jónasar, lög Atla Heimis Þriðjudaginn 9. júlí var boðið til tónleika í Grundarkirkju í Eyjafjað- arsveit. A efnisskránni voru lög Atla Heimis Sveinssonar, tón- skálds, við sautján ljóð eftir þjóð- skáldið Jónas Hallgrímsson. Lög þessi eru ný af nálinni að heita má og voru fyrst flutt í Reykjavík á þessu ári. Með tónleikunum 7. júlí lauk tónleikaröð í tveim kirkjum á Norðurlandi auk Grundarkirkju, en þær voru Húsavíkurkirkja, þar sem tónleikamir voru haldnir sunnudag- inn 7. júlí, og Bakkakirkja í Öxna- dal, þar sem efnisskrá tónleikanna var flutt mánudaginn 8. júlí. Flytjendur á tónleikunum voru fjórir hljóðfæraleikarar og sópran- söngkonan Signý Sæmundsdóttir. Það er hafið yfir allan vafa, að Sig- ný er ein af bestu söngkonunum, sem starfa hér á landi nú á dögum. Rödd hennar er tjáningarrík og mikil. Hún liggur vel og vald Sig- nýjar á henni er skemmtilega mikið. I öllum lögunum fór Signý á kost- um. Flutningur hennar gaf lögunum lit og líf og í túlkun sinni dró hún fram efni ljóðanna svo sem kostur var. A stundum er lagferð og andi laganna ekki í svo góðu samræmi við efni Ijóðsins og skyldi, en Signý náði tíðast vel að yfirstíga slíkar hindranir. Mikilvægur þáttur í flutningi laga Atla Heimis Sveinssonar var hlutur undirleikaranna, en þeir voru Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari, Sigurður Ingvi Snorrason, klar- inettleikari, Hávarður Tryggvason, kontrabassaleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Þama var valinn maður í hverju rúmi og var hljóðfæraleikur allur fínlega unninn, svo að tæplega bar skugga á. Einungis í fáein skipti gætti þess, að klarinettan væri held- ur sterk miðað við önnur hljóðfæri, en í heild var samhæfing í hinu besta lagi. Hljóðfæraútsetningar Atla Heimis á lögunum sautján em víða Margt fólk mætti til opnunar á nýjum sýningum í Listasafninu á Akureyri síðastliðinn laugardag. Annars vegar er þar um að ræða sýningu á verkum Bandaríkja- mannsins Andreas Serrano, þar sem sýndar eru litljósmyndir sem Serrano tók fyrir fjórunt ámm í líkhúsunt í New York. Þessu til viðbótar eru einnig í Listasafninu sýnd verk eftir Gunnlaug Schev- ing en hann er þekktastur fyrir risastór málverk af sjó og sjó- mennsku. Sýningamar standa báð- artil 1. september næstkomandi. Bjöm Gíslason leit inn í Lista- safnið við opnun sýninganna og tók meðfylgjandi myndir af sýn- ingargestum. JOH mjög skemmtilega og fagmannlega unnar. Fyrir kemur, að þær séu einn helsti styrkur laganna, sem sum eru afar einföld í lagferð sinni og jafn- vel einhæf. Atli Heimir kann greini- lega til verka á þessu sviði og nýtir hljóðfærin á fjölbreyttan hátt til þess að ná fram blæbriðgum af ýmsu tagi. Þau lyftu lögunum, gáfu hljóðfæraleikurunum góð tækifæri til þess að njóta sín og studdu vel að túlkun söngkonunnar. Ljóðin sautján, sem Atli Heimir hefur samið lög sín við eru: Úr Hulduljóðum, Heiðlóarkvæði, Ferðalok, Óhræsið, Vorvísa, Nætur- kyrrð, Festingin, Ég á þessi föt, Á gömlu leiði, Um hana systur mína, Vorvísur, La Belle, Grátittlingur- inn, Illur lækur, Móðurást, Dalvísa og íslandsminni. í lögunum slær Atli Heimir á ýmsa strengi og á greinilega á stundum við nokkum vanda að etja. Nokkur laganna eru stirðleg, svo sem lögin við Festing- una og La Belle. Önnur falla ekki svo að efni ljóðanna, sem skyldi, svo sem lögin við Óhræsið og Vor- vísur. Víðast hefur þó vel til tekist, svo sem í lögunum við Úr Huldu- ljóðum, Ferðalok, Næturkyrrð, Á gömlu leiði, Grátittlingurinn og III- ur lækur. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, flutti inngangserindi og lagði fagurlega og af innsæi ljóðaunnand- ans út af ljóðinu Alsnjóa. Halldór mun vera helsti hvatamaður þess, að tónleikaferðin var farin og á hann þakkir skyldar fyrir það. Sig- urður Ingvi Stefánsson ræddi um Jónas Hallgrímsson og fléttaði lip- urlega inn í umræðu sína nokkur at- riði um tónskáldið Schubert, sem var samtíðarmaður Jónasar. Til áréttingar þessu lék Anna Guðný Guðmundsdóttir nokkra valsa Schuberts á píanóið. Þetta voru einkar ánægjulegir tónleikar og eiga allir lof skilið, sem að þeim stóðu. Styrktaraðili þeirra er Landsbanki íslands og var aðgangur ókeypis. Gott er til þess að vita, að þessi bankastofnun skuli leggja fé til menningaratburðar af þessu tagi. Upplýst var á tónleikun- um, að til stæði að fara víðar með þá efnisskrá, sem flutt var. Fleiri landsmenn en þeir, sem nutu í þess- ari lotu, eiga því góða stund í vænd- um. Haukur Ágústsson. Baldvin Kr. Baldvinsson og Torfunesskvartettinn Sunnudaginn 7. júlí efndi Baldvin Kr. Baldvinsson til tónleika í Akur- eyrarkirkju. Ásamt honum kom fram Torfunesskvartettinn, en hann er skipaður Martin Frewer, sem leikur á fyrstu fiðlu, Maríu Weiss, sem leikur á aðra fiðlu, Ásdísi Hildi Runólfsdóttur, víóluleikara, og Stefáni Emi Amarsyni, sellóleikara. Baldvin Kr. Baldvinsson hefur gefið sig að einsöng í vaxandi mæli hin síðari árin. Undanfarin ár hefur Baldvin lagt stund á söngnám. Það hefur vissulega skilað árangri. Vald Baldvins á röddinni hefur farið vax- andi. Hún er mikil og vel breið. Vídd hennar er einnig góð og ræður Baldvin vel við tóna efst á radd- sviði sínu. Þó hendir, að langir, liggjandi tónar ofarlega verða nokk- uð flatir, svo sem í laginu I dag eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Sigurð- ar Sigurðssonar, sem að öðru leyti fór vel og náði verulegum hita. I líf- legum tónagangi hendir þetta ekki. Lágir tónar eiga það til að verða nokkuð þróttlitlir. Svo var til dæmis í laginu Haustkvöld, ljóð og lag eft- ir Steingrím Sigfússon. Þetta lag hefði væntanlega að skaðlausu mátt vera í hærri tóntegund. Baldvin var í heild tekið í góðu formi á tónleikunum í Akureyrar- kirkju. Honum lætur vel að túlka í söng sínum. Þetta nýtti hann fallega í hinu Ijúfa lagi Rósin eftir Friðrik Jónsson við ljóð eftir Guðmund Halldórsson, sem og í Vöggukvæði Emils Thoroddsens við ljóð eftir Jón Thoroddsen. Á nokkuð aðra strengi sló Baldvin í laginu Sprett- ur, þar sem hann nýtti þrótt raddar sinnar skemmtilega. Loks má nefna lag úr Kátu ekkjunni, sem Baldvin flutti fallega - ekki síst fyrra erind- ið. Torfunesskvartettinn lék nokkur smáverk einn. Tóntak var jafnan ör- uggt, en út af brá í þessu efni til dæmis í Shön Rosmarin. Þá var samhæfni einnig almennt í góðu lagi. Inntónun hefði á stundum mátt vera heldur betri og þýðari einkum í fiðlum. Hún var til dæmis í harðara lagi í fyrsta laginu, sem kvartettinn lék, en það var Þú ert eftir Þórarinn Guðmundsson, og í Við Vatnsmýr- ina eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Víða var hins vegar vel gert, svo sem í Syrpu úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson og Dagný eftir Steingrím Sigfússon. í Czarsas eftir V. Monti, sem var fjörlega leikið, áttu fiðlur fallegar strófur og náðu talsvert sí- gaunískum blæ. í undirleik gerði kvartettinn víð- ast vel, einkum, þegar undirleikur var að fullu eða að mestu sjálfstæð- ur. Söngvarinn náði þá að njóta sín. Þar sem hins vegar til dæmis fyrsta fiðla fylgdi laglínu með söngvaran- um var nokkuð títt að undirleikur væri heldur sterkur og sem næst yfirgnæfði einsöngvarann á stund- um. Þessa gætti hvað mest fyrir hlé og lýtti flutning á til dæmis Vöggu- kvæði Emils Thoroddsens og í dag. Af lögum eftir hlé, þar sem draga hefði mátt úr styrk undirleiks, má nefna Ódauðlega Vín eftir R. Sieczynski. Tónleikar einsöngvara og strengjakvartetts eru óvenjulegir að minnsta kosti hér um slóðir. Þetta atriði gerði tónleikana forvitnilega. I heild fór samsetningin mjög vel og ánægjulega, þó að enn betur hefði mátt gera með nokkuð meiri natni og pússun. Vonandi leggja fé- lagarnir í kvartettinum og Baldvin Kr. Baldvinsson ekki af samvinnu sína, heldur þróa tónlistarflutning sinn áfram. Nokkuð víst má telja, að geri þeir það, má vænta veru- legra góðra hluta. Haukur Ágústsson. Myndlistaskólinn á Akureyri: Siunarnám skeið að hefjast Þann 17. þessa mánaðar hefj- ast námskeið hjá Myndlista- skólanum á Akureyri og verða þau í tveimur hálfs mánaðar hlutum. í fyrri hlutanum verður aðeins kennsla fyrir fullorðna en í þeim síðari verður bæði kennsla fyrir börn og fullorðna. Á námskeiðinu fyrir full- orðna dagana 17.-30. júlí verð- ur kennd hutateikning, módel- teikning, skrift, andlitsteiknun, gerð heintasíðna á Intemetinu fyrir listamenn og leturgerð og á öllunt þessum námskeiðunt verður kennt frá kl. 18.15 á kvöldin. Síðara kennslutímabilið verður frá 6. til 19. ágúst og þar verður boðið upp á eftirtalin námskeið fyrir fullorðna: graf- ík/einþrykk, umhverfi/vatnslitir og tölvugrafík. Á námskeiði fyrir börnin verður kennt dagíega, yngri bömum milli 10 og 12 á morgnana og þeim eldri milli kl. 16 og 18. Kennari verður Rósa Kristín Júlíusdóttir. Á námskeiðinu munu bömin skapa myndlist, horfa á og ræða um myndlist, læra um á hvaða hátt list hefur verið sköpuð og velta fyrir sér mikilvægum spumingum um eðli listar. Skákfélag Akureyrar: Stefntá útiskák- mót á morgun Skákfélag Akureyrar hefur und- anfarin ár staðið fyrir útiskákmót- um í göngugötunni og er stefnt að því að á morgun verði mótið hald- ið en það er þó undir veðurguðun- um komið. Þetta árlega mót nefndist Göngugötumótið. Á Göngugötumótinu er keppt um farandbikar, sem Bókaverslun Jón- asar gaf fyrir nokkrum ámm. Mótið hefst ekki síðar en kl. 16 og jafnvel fyrr ef vel viðrar. Verði veðurguð- imir ekki hliðhollir að þessu sinni verður mótið flutt yfir á næsta föstu- dag og önnur tilraun gerð þá. Starfsemi Skákfélags Akureyrar er í lágmarki á þessum tíma árs en samt sem áður em nokkur mót hald- in yfir sumartímann. Júníhraðskák- mótinu lauk með sigri Gylfa Þór- hallssonar, sem fékk 12,5 vinninga af 16, í öðm sæti varð Þór Valtýs- son með 12,5 vinninga og Magnús Teitsson í þriðja sæti með 12 vinn- inga. Keppnin var mjög jöfn og hörð eins og sjá má af vinningum efstu manna en Gylfi hafði sigur eft- ir að hafa unnið Þór í einvígi, 2:0. Hið árlega útiskákmót Borgar- sölunnar sf. fyrir böm og unglinga fór fram í göngugötunni föstudaginn 28. júní síðastliðinn. Keppt er um farandbikar og verðlaunapeninga og varð Stefán Bergsson sigurvegari, Halldór B. Halldórsson í öðru sæti og Jón Áki Jensson í þriðja sæti. JÓH Manchester Utd. búningur glataðist í síðustu viku hvarf í Sundlaug Akureyrar íþróttabúningur í eigu 9 ára stráks, sem honum er mjög kær. Um er að ræða svartan Man- chester United íþróttabúning, stutt- ermabol og stuttbuxur. Er hann merktur Jóni. Þeir sem hugsanlega hafa rekist á gallann geta haft sam- band við Sundlaug Akureyrar eða Jón Baldvin í síma 557-8177 eða Amþrúði í síma 566-8123.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.