Dagur - 11.07.1996, Side 16
\
Garðyrkjustöðin
Grísará, Eyjafjarðarsveit
Sími 463 1129- Fax 463 1322
IMánud.'föstud. kl. 9-18 • Laugard. og sunnud. kl. I3>17
Snyrt á Þórshöfn í tilefni afmælis
Unnið er hörðum höndum að því að fegra og snyrta um-
hverfið á Þórshöfn til undirbúnings 150 ára verslunar-
afmælis staðarins, sem haldið verður 19. og 20. júlí nk.
A myndinni munda þau hrífurnar fagmannlega skammt
frá félgsheimilinu Þórsveri, þau Unnur Ósk Unnsteins-
dóttir, Helga Elvarsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir og
Albert Jón Hólm, en fjær er annar verkstjórinn, Anna
Jenný Einarsdóttir. Mynd: GG
Þórshöfn á Langanesi:
Höndlað við höfnina
- saga verslunar á Þórshöfn í 150 ár
essa dagana er verið að und-
irbúa afmælishátíð, í tilefni
150 ára verslunarafmælis á
Þórshöfn á Langanesi. Þá voru
mikil umsvif í verslun á staðn-
um vegna erlendra sjómanna,
sem sigldu á duggum sínum fyr-
ir Langanesið.
íbúar Þórshafnar og nágrennis
ætla að minnast þessara tímamóta
á næstunni með heilmikilli hátíð,
sem stendur frá 19.-21. júlí. For-
seti Islands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, mun opna hátíðina, en auk
hennar koma fulltrúar erlendra
sendiráða og þingmenn til hátíðar-
innar. Myndlistasýningar á verk-
um brottfluttra Langnesinga verða
opnar á meðan á hátíðinni stendur.
Hátíðin verður formlega sett laug-
ardaginn 20. júlí á útisviði við
höfnina en ýmis dagskráratriði
munu fara fram á fleiri stöðum í
bænum. Gert er ráð fyrir fjölda
gesta á hátíðina og verður tjald-
svæði opnað á staðnum. Fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar er Már
Guðlaugsson, auglýsingateiknari,
en formaður afmælisnefndar er
Freyja Önundardóttir, myndlistar-
maður. Dagskrá hátíðarinnar verð-
ur birt í blaðinu á næstunni.
GKJ
Tilraunarsöfnun Endurvinnslunnar á pappír að Ijúka:
Hefur tekist mjög vel
Undanfarna íjóra mánuði
hefur Endurvinnslan hf. á
Akureyri staðið fyrir tilraunar-
söfnun á pappír í nokkrum
hverfum í bænum. Nú er þessari
tilraun að ljúka og segir Gunnar
Garðarsson í Endurvinnslunni
að vel hafl til tekist.
„Þetta hefur mælst mjög vel
fyrir og við erum afskaplega sáttir
© VEÐRIÐ
Næsta sólarhring má búast
við SV-lægum áttum á
Norðurlandi vestra, skýja-
veðri, golu eða kalda. Þá er
hætta á einhverjum skúrum.
Hiti verður 8 til 14 stig. Á
Norðurlandi eystra má bú-
ast við vestlægum áttum,
skýjaveðri, golu eða kalda.
Hiti verður 9 til 15 stig.
við hvemig þessi söfnun hefur
gengið. Meirihlutinn af þeim
heimilum sem tilraunasöfnunin
nær yfir hefur tekið þátt. Einu
kvartanimar sem við heyrum eru
spumingar frá fólki um af hverju
þetta tilraunaverkefni var ekki í
þeirra hverfi,“ sagði Gunnar í
samtali við Dag.
Tilraunin hófst um mánaða-
mótin febrúar-mars og þá var sér-
stökum plastpokum dreift í nokkr-
um hverfum á Akureyri og á
hverjum laugardegi hefur verið
farið um hverfin og pokar með
pappír teknir og aðrir tómir skyld-
ir eftir. Með þessu móti hafa safn-
ast að meðaltali 2,5-3 tonn á viku.
Auk þess eru pappírsgámar á
nokkrum stöðum þar sem fólk get-
ur losað sig við pappír. Pappírinn
er notaður við framleiðslu á kubb-
um í vörabretti en Endurvinnslan
tók við þeirri framleiðslu í byrjun
febrúar sl. af Úrvinnslunni. Land-
búnaðarplast er hin megin uppi-
staðan í kubbunum og hefur
einnig gengið vel að útvega það
hráefni. Gunnar segir að góð
reynsla sé komin á framleiðsluna
og ánægjulegt hvað fólk hefur tek-
ið þessarri söfnunartilraun vel.
Hins vegar er bylgjupappi ekki
hentugur í framleiðsluna og
Gunnar vildi hvetja fólk til að
hætta að henda bylgjupappa í gá-
mana.
„Þessu tilraunaverkefni er nú
að ljúka og óljóst er hvert fram-
haldið verður,“ sagði Gunnar, sem
telur góðan grundvöll fyrir því að
halda áfram að flokka úrgang á
þennan hátt en þó ekki ef tvöfalt
kerfi sé í gangi í bænum. „Við er-
um að keyra um 25-35 tonn af
pappír frá Reykjavík í framleiðsl-
una en það þyfti ekki að gera það
því hægt er að taka þetta allt hér á
svæðinu í svona söfnunum," sagði
Gunnar. SH
Rifós hf. - laxeldisstöð í Kelduhverfi:
Rúmlega 15 milljóna
króna hagnaður
á síðasta ári
- aðalfundur fyrirtækisins nýafstaðinn
Fyrir fjórum árum keyptu
Keldhverfingar fyrirtækið
ísnó, sem starfrækt var í Keldu-
hverfl og Vestmannaeyjum. ísnó
fór í gjaldþrot og við kaupin
fluttu Keldhverfingar kvíarnar
úr Eyjum austur í Kelduhverfi
og stofnuðu fyrirtækið Rifós hf.
og í dag standa 96 hluthafar að
fyrirtækinu. Stærsti hluthafmn
er Búnaðarfélag Keldhverfínga
en flestallir hluthafar eru innan-
sveitarmenn.
Nýlega var haldinn aðalfundur
fyrirtækisins og var afkoma Rif-
óss á síðasta ári mjög góð, eða
rúmlega 15 milljónir í hreinan
hagnað. Alls var slátrað hjá fyrir-
tækinu 360 tonnum af fiski, sem
er svipað magn og árið áður en líf-
massinn hafði aukist frá árinu áð-
ur. það er að segja að fyrirtækið á
mun meira af lifandi fiski en árið
áður. Að sögn Friðgeirs Þorgeirs-
sonar, stjómarformanns Rifóss,
eru ekki áform um að stækka fyr-
irtækið, „það hefur vaxið eins og
hver annar unglingur þessi fjögur
ár og afkoman batnað. Hjá fyrir-
tækinu em sjö fastráðnir starfs-
menn en fleira fólk er þegar slátr-
að er, en það er einu sinni til
tvisvar í viku. Síðasta ár hefur all-
ur okkar fiskur farið til vinnslu
innanlands m.a. til Eðalfisks í
Borgarnesi, Haraldar Böðvarsson-
ar á Akranesi og til aðila sem
kalla sig Íslenskt-Franskt eldhús,“
segir Friðgeir Þorgeisson, stjórn-
aiformaður Rifóss hf. í Keldu-
hverfi. GKJ
Tilboð
á innimálninqu
25%
afsláttur
Verð frá kr. 569 pr. lítra
Tölvublöndun
Þúsundir lita
0
KAUPLAND
Kaupangi • Sfmi 462 3565
Maria Galland
Snyrtívöru-
kynning
föstudaginn 12. júlí
Snyrtifræðingur
leiðbeinir
15%,
kynningarafsláttur
og kaupauki
Glimmervaralitir, naglalökk
og augnskuggar
Bláir, rauðir og gulir hárlitir
Sjáumst!
SNYRTIVÖRUDEILD