Dagur - 10.08.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. ágúst 1996 - DAGUR - 5
Hin síðari ár er orðið æ
algengara að sjá konur
í þeim störfum er á ár-
um áður voru hin hefð-
bundnu karlastörf.
Ekki var til sá maður
fyrir 1960 er ímyndaði
sér að konur færu inn á
þau svið er karlar voru
einráðir á og eflaust
hefði það komið við
sterkt karlmannshjart-
að á þeim árum að sjá
konur keyra stóra bfla,
hvað þá að hugsa til
þess að þær ættu eftir
að halda uppi lögum og
reglu.
Helga Birgisdóttir strætisvagnabflstjóri.
Myndir: BG
Konur í
karlastörfum?
ir. Svona er þetta meðal hins al-
menna borgara.
Sóley: Oft er fólk hins vegar
hissa þegar það sér okkur og er eins
og spumingamerki í framan.
Helga: Það er þannig hjá mér að
þrátt fyrir að konur séu í auknum
mæli farnar að keyra stóra bfla þá
verð ég samt sem áður vör við und-
arleg viðbrögð hjá mörgum sem sjá
konu við stýrið. Ekki farþegunum
sjálfum, heldur frekar þeim sem ég
mæti á götu þegar ég er að keyra.
Það er alls ekki þannig að fólk
hrökklist út þegar það er komið upp
í vagninn.
Hjördís: Það sem mér fannst
svolítið skrítið var að vera í lög-
reglubúningnum en það vandist
fljótt. Fyrsti dagurinn var erfiðastur.
Sóley: Ég var svolítið óörugg til
að byrja með og leið hálf undarlega
þegar ég var allt í einu komin í lög-
reglubúning en það lagaðist allt og
vandist smám saman.
Hjördís: Það er samt miklu
betra fyrir okkur að klæðast þessum
búningum og vera eins og karlarnir
heldur en að vera í einhverjum
kvenlegri búningi. Ég segði nei
takk ef mér væri boðinn slíkur bún-
ingur.
Sóley: Ég sæi okkur ekki í anda
í pilsi í vinnunni. Það á að halda
þessum búningum eins fyrir bæði
kynin. Ef við hefðum vanist því að
konur væru í öðruvísi búningum, til
dæmis með kvenlegri hatt, þá væri
það allt í lagi.
Framtíðarstarf ?
Helga: Ég hef hugsað mér að vera
áfram í starfi strætisvagnabflstjóra.
því þetta starf á vel við mig.
Hjördís: Það að vera lögreglu-
þjónn hentar mér vel og gæti gert
það áfram því ég er í kennaranámi
Lögregluþjónarnir Hjördís Ýr Skúladóttir, til vinstri, og Sóley Jónasdóttir.
En í dag eru breyttir tímar og
röskun hefur orðið á hinum hefð-
bundnu karla- og kvennastörfum.
Það þykir ekkert tiltökumál að sjá
kvenmann keyra strætó hvað þá að
sjá konur ganga um í lögreglubún-
ingi á götum bæjarins. Helga Birg-
isdóttir, Hjördís Ýr Skúladóttir og
Sóley Jónasdóttir eru konur í hinum
„gömlu, hefðbundnu karlastörfum".
Þær ræða saman um störf sín og
hvernig það er að vera kona í karla-
starfi.
Hvaða störf og hvers vegna?
Helga: Ég hef starfað sem strætis-
vagnabflstjóri hjá Strætisvögnum
Akureyrar í nokkra mánuði. Ástæða
þess að ég sótti um það starf þegar
það var auglýst á sínum tíma var að
mig langaði til að breyta til og
vinna við eitthvað allt annað en ég
hafði verið að vinna við áður.
Hjördís: í sumar lét ég loks
verða af því að sækja um sumarst-
arf hjá lögreglunni. Ég hef alltaf
haft áhuga á því að prófa það starf
og ákvað að láta reyna á það að
sækja um og var svo heppin að fá
starfið.
Sóley: Ég er í lögreglunni eins
og Hjördís og segi það sama og hún
því ég hafði alltaf hugsað um
hvemig það væri að vera í lögg-
unni. Ég hafði hins vegar aldrei
sagt neinum frá þessum áhuga mín-
um á starfinu en ákvað að sækja um
og sjá hvað kæmi út úr því.
Hjördís: Það var ekki búningur-
inn eða handjámin sem heilluðu
mig í upphafi við lögreglustarfið
heldur frekar hversu fjölbreytt það
er og reynir á margar hliðar hjá
manni. Sú reynsla sem við fáum út
úr þessu á einnig eftir að reynast
manni vel á mörgum sviðum.
Helga: Fyrir mér er það að
keyra strætó eins og hvert annað
starf. Það blundaði ekki í mér þörf
fyrir það að brjóta upp eitthvað
hefðbundið karlamynstur. Af
hverju er þetta karlastarf frekar en
eitthvað annað sem karlar gegna?
Sóley: Ég er sammála því. Mig
vantaði vinnu og lögreglustarfið var
það sem mig langaði til að prófa.
Það stoppaði mig ekki að þetta væri
eitthvert karlastarf.
Hjördís: Það var ekki rauð-
sokkuandinn sem vakti fyrir mér
þegar ég ákvað að drífa mig í að
reyna lögreglustarfið.
Konur í karlastörfum?
Helga: Mér líður alls ekki þannig
að ég sé kona í karlastarfi. Það er
ekkert í starfi strætisvagnabflstjóra
sem kvenmaður getur ekki sinnt.
Hjördís:Viðhorfið er samt það
að þessi störf séu karlastörf. Það
kemur fólki á óvart að konur sæki í
lögguna. Það endurspeglast best í
því þegar spurt er hvað maður geri
ef maður lendi í slagsmálum. Karl-
amir á stöðinni segja líka alltaf
„komið strákar mínir“ við okkur
Sóleyju, það er erfitt fyrir þá að
melta það að það séu komnar konur
í hópinn.
Helga: Það er allt í lagi þó að
það sé sagt strákar mínir. Érekar
vinalegt en hitt.
Sóley: Já, það er satt og þó það
gerist þá líður mér alls ckki eins og
ég sé í einhverju karlastarfi. Karl-
amir á stöðinni hafa tekið okkur
afar vel, verið mjög hjálpsamir og
ótrúlega þolinmóðir gagnvart okkur
þó við séum alltaf að spyrja að því
sama. Þrátt fyrir að margir kalli
starf lögregluþjóns karlastarf verður
samt sem áður alls ekki vart við
karlrembu á stöðinni.
Helga: Mér finnst miklu betra
að vinna eingöngu með karlmönn-
um, heldur en kvenfólki. Það er allt
annar andi meðal þeirra.
Hjördís: Já, ég held það sé
vegna þess að strákarnir taka ekki
vandamálin að heiman með sér í
vinnuna eins og er algengt að konur
geri. Ég er líka sammála Sóleyju
varðandi karlrembuna. Það er alls
ekki hægt að tala um einhverja karl-
rembu á stöðinni. Maður verður
bara að sætta sig við það að þetta er
gamalt karlaveldi og karlamir eru
óvanir því að það séu allt í einu ein-
hverjar konur komnar inn til þeirra.
Það er hægt að líkja þessu við það
að karlmanni væri hent inn í rótgró-
inn saumaklúbb gamalla vinkvenna.
Sóley: Eigum við að líkja körl-
unum okkar við saumaklúbb? Eru
þeir ekki bara fegnir að fá okkur?
Helga: Þetta er örugglega allt
annað hjá ykkur en hjá mér. Þið
vinnið miklu meira með körlunum
heldur en ég. Ég er alltaf ein að
keyra en þau samskipti sem ég hef
við karlana eru mjög góð og þeir
hafa tekið mér vel.
Lögregluþjónar og
strætisvagnabflstjóri?
Hjördís: Mér þykir ofsalega fínt að
vera í þessu starfi. Það er mjög
krefjandi og maður öðlast mikla
reynslu.
Sóley: Ég verð alltaf ánægðari
og ánægðari. Eftir því sem maður
lærir meira því betra. Það er auðvit-
að heilmargt sem maður þarf að
komast inn f. Við þurftum að fara í
gegnum ákveðið ferli áður en við
byrjuðum að vinna á stöðinni. Þeg-
ar við sóttum um starfið þurftum
við að byrja á því að taka inntöku-
próf og við sem komumst áfram
fórum síðan á námskeið í júní. Það
námskeið tók tæpa viku og hingað
kom meðal annars kennari frá Lög-
regluskólanum. Þar lærðum við
ýmislegt nytsamlegt eins og í sam-
bandi við skýrslugerð og sjálfsvöm
en einnig þurfti að fara vel yfir um-
ferðarreglumar. Auk þess lærðum
við margt fróðlegt um ávana- og
fíkniefni, leit að þeim og hegðun
fíkniefnaneytenda.
Helga: Já, ég kann vel við mig
sem strætisvagnabílstjóri. Ég er
með meirapróf á bfl þannig að ég
þurfti ekki að taka próf í tengslum
við vinnuna sjálfa og einnig hafði
ég keyrt skólabfl á Stóru-Tjörnum í
þrjá vetur þannig að þetta starf voru
engin sérstök viðbrigði fyrir mig.
Hjördís: I sambandi við vinn-
una þá kom mér á óvart hversu vel
manni er tekið þegar birtast konur í
útköllum. Það kemur fyrir að tekið
er í hendina á manni og þakkað fyr-
og hef hugsað mér að verða kenn-
ari. Að vinna sem kennari á vet-
urna og vera í lögreglunni á sumr-
in er alveg kjörið. Eg gæti jafnvel
hugsað mér eftir þessi fyrstu
kynni mín af lögreglustarfinu að
fara í Lögregluskólann.
Sóley: Eg veít ekki með mig
því það er svo margt sem mig
langar til að gera. Ég er í líffræði í
Háskóla íslands og hef hugsað
mér að verða líffræðingur en ég er
mjög ánægð í lögreglunni. Ég sé
bara til hvað gerist.
Viðtal: Halla Bára Gestsdóttir.
HYRNA ehf
BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA
Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604
Smíðum fataskápa, baiméttingar,
eldhúsmétlingar og innihurðir
Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér oð kostnaðarlausu.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi.