Dagur - 10.08.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 10.08.1996, Blaðsíða 15
POPP Laugardagur 10. ágúst 1996 - DAGUR - 15 MAÚNÚS CEIR ÚUÐMUNDSSON EKKIMINNSTIVAFI - NO DOUÐT ER EIN „HEITASTA" HUÓMSVEITIN í DAG þeirrar um margt merku sveitar, Nevermind, sem kom út 1991, að þakka, því ekki aðeins hratt þessi plata Grunge/rymrokkinu fyrst fyrir alvöru af stað, heldur varð Nevermind líka til þess og þá kannski sérstaklega smáskífulagið Smells Like Teen Spirit, að fram- sækin rokktónlist fékkst að einhverju marki spiluð í útvarpi. Eins og margir vita sem vel fylgjast með, er það einmitt nær undantekningalaust skilyrði til þess að ná athygli að einhverju marki, að koma lagi í spilun á út- varpsstöðvum, eða hitt að koma myndbandi inn á stöðvar á borð við MTV. Á þetta ekki síst við um Bandaríkin. Richie Sambora og Jon Bon Jovi hvor öðrum. í TILEFNI DAGSINS Félagarnir þrír frá Seattle í tríóinu sérstæða, The Presidents Of The United States Of America, þykja með þeim skemmtilegri í rokkinu og hafa jafnt og þétt aukið vin- sældir sínar með fyrstu sam- nefndu plötunni sinni, sem upp- runalega kom út sumarið 1994. Hefur sveitin verið á nær stans- lausu tónleikaferðalagi mestan þann tíma sem liðinn er frá útgáfu plötunnar, en samt gefið sér tóm inn á milli til að taka upp efni fyrir nýja plötu. Aðalupptökurnar hafa þó átt sér stað á undanförnum sumarvikum í heimahljóðveri þeirra félaganna í Seattle og mun nú vinnunni, samkvæmt fregnum, vera að mestu lokið. Litlum sög- um fer enn af hvernig innihaldið mun hljóma, en lögin voru ein 25 sem þeir Chris Bellew og félagar höfðu úr að moða. Hyggjast þeir einfaldlega kalla gripinn It, eða „Það" í samræmi við sitt hljóm- sveitarnafn hafa þeir forsetafélag- ar svo ennfremur í huga það snið- uga bragð að gefa plötuna út 5. nóvember næstkomandi. Hvað er svo svona merkilegt við þá dag- setningu? Jú, svo skemmtilega vill til að þennan dag fara forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum fram milli sitjandi forseta, Bill Clintons og áskorandans, öldungsins Ro- berts Dole. Þarf varla að spyrja að leikslokum í þeirri kosningu, en hugmyndin hjá „hinum" forsetun- um er sniðug og ansi góð í tilefni dagsins. Presidents Of The USA velja sér fínan dag fyrir útgáfu á nýrri plötu. Þolinmæðin þrautir vinnur... En þrátt fyrir að rymrokkið hafi á sinn hátt opnað fleiri rokk- og poppstefnum leið, beint og óbeint, hefur það líka á vissan hátt reynst vera viss Þrándur í Götu. Það hef- ur nefnilega reynst sumum hljóm- sveitum erfitt að fá „stóra tækifær- ið" vegna þess að yfirbragð og ímynd viðkomandi hafa verið OF jákvæð og glaðlynd. Tónlistin hef- ur verið fín og framsækin sem slík, en textarnir ekki neikvæðir og dökkir í samræmi við ríkjandi tíð- aranda. Þetta hefur þó sem betur fer verið að breytast undir það síð- asta, þrátt fyrir það að „Seattlefár- ið" geysi enn. Sumar ágætar sveit- ir sem virtust eiga framtíðina fyrir sér hafa þó gefist upp á biðinni og orðið undir í baráttunni. En um eina af skemmtilegri og „heitari" sveitum sumarsins þar vestra, sem nú nýtur æ meiri vinsælda og þetta á við, verður hins vegar ekki annað sagt en að þolinmæðin hafi Gróskan hefur sem kunnugt er verið mikil í bandarísku poppi og rokki nú síðustu árin og nánast allt sem menn hafa tekið upp á verið viðurkennt. Það sem áður var skilgreint sem jaðar eða neð- anjarðartónlist (á engilsaxnesk- unni, Alternative eða Undergro- und) er nú oftar en ekki flokkað bara sem meinleysislegt popp, slík hafa straumhvörfin verið. Má með rökum halda því fram að þessi straumhvörf séu Nirvana og plötu No Doubt. Er einhver vafi á hver er „andlit" einnar umtöluðustu sveitar Bandaríkjanna um þessar mundir? Punktar í fyrsta lagi um aldamót Bon Jovi, hin gríðarlega vinsæla E-rokkhljómsveit, sem ekki síst hefur verið vinsæl í Bret- landi og Skandinavíu auk þess að eiga dyggan aðdáendahóp hér- lendis, mun að öllum líkindum ekki senda frá sér nýja plötu fyrr en um næstu aldamót. Ætla Jon Bon Jovi og félagar að taka sér tveggja ára frí þegar tónleikaferð þeirra, sem nú stendur yfir, lýkur í haust, en sinna þess í stað sínum einkaverkefnum. Söngvarinn ætl- ar m.a. að leika í bíómyndum og gera allavega eina plötu undir eig- in nafni og gítarleikarinn Richie Sambora er í sömu hugleiðingum. Er Sambora reyndar kominn með ein 10 lög í sarpinn fyrir sína plötu, sem hann hyggst svo vinna með hraði í haust. Má búast við útgáfu ef vel gengur snemma vetrar. Hann hefur áður sent frá sér eina aðra plötu, Stranger In The Town 1991, sem þótti bara þokkaleg. Lagasafnið 5 Axel Einarsson tónlistarmaður, upptökustjóri og rekstraraðili fyrirtækisins Stöðin hefur í nokkur ár staðið fyrir ansi merkilegri hugsjónaútgáfu, sem borið hefur samheitið Lagasafnið. Hafa á þessum plötum ungum og upp- rennandi tónlistar- mönnurn gef- ist tækifæri rneð litlum tilkostnaðí að koma sér og sínu á framfæri, sem þeir ella hafa ekki haft kost á. Er slík útgáfa alltaf virðingarverð og ber að hampa henni. Nú fyrir stuttu kom út fimmta platan í þessari röð og inniheldur hún, eins og hinar fjórar, fjölskrúðugan hóp tónlistarmanna. Áfram skal haldið Þrátt fyrir snöggan dauðdaga tímabundins hljómborðsleikara og handtöku trommuleikarans Chamberlins í kjölfarið, sem svo var látinn fjúka, ætla stórstimin í Smashing Pumpkins ekki að leggja árar í bát heldur reyna að bjarga því sem bjargað verður af tónleikaferðalagi því sem sveitin var í þegar ósköpin dundu yfir. Mun að öllum líkindum trommari Red Hot Chili Peppers, Chad Smith, fylla skarð Chamberlins, en það verður þó vart nema til að Ijúka tónleikum um N-Ameríku. Eyða þessar fregnir áhyggjum fjölmargra aðdáenda Pumpkins um að ferill hennar væri í hættu, í bili a.m.k. þrautir unnið allar, því það hefur tekið hana tíu ár að öðlast viður- kenningu. Er hér um að ræða kvartettinn No Doubt frá Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Fyrr í sumar sló hún hressi- lega í gegn með laginu Just A Girl (er ísland þar m.a. engin undan- tekning) og svo í kjölfarið með plötunni Tragic Kingdom sem t.d. hefur nú náð inn á topp tíu listans í heimalandinu. Hin nýja blondie? No Doubt er skipuð þeim Adrian Young trommara, Tom Dumont gítarleikara, Tony Kanal bassaleik- ara og svo hinni ljóshærðu og þokkafullu söngkonu Gwen Stef- ani og hefur sveitin sem fyrr sagði verið til í um tíu ár. Mestan þann tíma hefur þetta verið basl, reynd- ar ánægjulegt á köflum, en oftar ekki og eins og hjá svo mörgum öðrum hefur dauðinn jafnvel kom- ið við sögu. Á þar í hlut fyrsti söngvari No Doubt, sem framdi sjálfsmorð um einu eða tveimur árum eftir að sveitin var stofnsett. Það var annars bróðir Gwen, hljómborðsleikarinn Eric sem stofnaði hana og hálfpartinn dró hana inn í sveitina þegar allt ann- að virtist fullreynt. Hann hætti hins vegar í framhaldinu líkt og fleiri sem hafa komið við sögu No Doubt. Þrátt fyrir að No Doubt sé frá áðurnefndri Orange County, sem einmitt hefur verið miðstöð nýpönksins í Bandaríkjunum, m.a. heimahagi risanna í Offspring, er No Doubt aðeins að litlu leyti bendluð við pönkið. Sveitin hefur vissulega spilað með öllum hugs- anlegum sveitum af því taginu og auðvitað tekið inn sinn skammt af áhrifum frá því, en tónlist No doubt ber keim af áhrifum mun víðar að, frá Skatónlistinni, sveit- um eins og Madness og Specials og frá rokksveitum á borð við Kiss. „Við erum sannkallað hljómasalat, áhrifin eru héðan og þaðan. Annars er auðveldast að kalla okkur einfaldlega popp- hljómsveit, þótt við séum reyndar ekki framleidd eftir uppskrift", segir söngkonan Gwen í nýlegu viðtali, aðspurð um hvernig No Doubt hljómi. Til viðbótar þessu og kannski ekki að ósekju, hefur No Doubt svo verið líkt við hina frómu nýbylgjupoppsveit Blondie. Vilja margir meina að No Doubt sé á góðri leið með að skapa sér svip- aðan sess nú á tíunda áratugnum, sem Blondie hafði á þeim níunda. Það er rétt að báðar sveitirnar eiga vissar rætur í pönkinu og líkt og Debbie Harry söngkona Blondie, er Gwen Stefani ljóshærð og lokk- andi og syngur á lægri nótunum, en það er allt of snemmt að full- yrða um hvort No Doubt komist í framhaldinu á viðlíka stall og Blondie er óneitanlega á. Tónleika- hald með Bush og Red Hot Chili Peppers, þar sem tugþúsundir gesta hafa tekið sveitinni með mikilli hrifningu, lofa þó óneitan- lega góðu um framhaldið. Því gæti No Doubt hæglega verið á leið með að verða ein af allra vinsæl- ustu hljómsveitunum vestanhafs, með ávísun á velgengni víðar um heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.