Dagur - 10.08.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 10.08.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. ágúst 1996 - DAGUR - 9 Lennonsystur og fjölskyldur þeirra segja bestu skemmtunina felast í því að fara saman í útilegu þar sem leyfilegt er að vera skítugur og frjáls. Tjald þekkist í nútímamerkingu orðsins allt aftur til fornmálsins. í fornsögunum sofa menn í tjöldum og er sá lífsstíll sem því fylgir, þannig álíka gamall byggð í landinu. En af hverju fýsir fólk að sofa í tjöldum? Er það ævintýramennska eða er fólk einungis að hugsa um ódýra gistingu þegar það slær upp tjaldi á ferðalögum sínum um landið? Dagur kannaði hljóðið í nokkrum tjaldbúum á Akureyri. Tímamismunur á íslendingum og öðrum þjóðum Stefán Gunnarsson er tjaldvörður á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri. Hann segir tjaldsvæð- ið í A-flokki því öll aðstaða sé þar hin besta fyrir ferðalanga. Aukn- ing hafi orðið á ferðamönnum og íslendingar séu í meirihluta þrátt fyrir tiltölulega jafna skiptingu, Þjóðverjarnir hafi þó alltaf yfir- burði yfir aðra erlenda gesti í heimsóknum til bæjarins. Stefán segir að á góðri gistinótt séu að jafnaði um 3- 400 manns á tjald- stæðinu en það sé áberandi að út- lendingarnir fari eftir annarri klukku en íslendingamir. „íslend- ingarnir koma yfirleitt á bilinu 10 til 2 á nóttunni og fara af stað uppúr hádegi en útlendingamir koma alltaf um 6 á daginn og fara í bítið á morgnana." Breyting frá heimilislífínu Helga Söebech og Gunnar Örn Guðmundsson voru ásamt sonum sínum Þórði og Guðmundi á ferðalagi um landið í vikunni sem leið og höfðu viðkomu á Akur- eyri. Þau eru búsett í Reykjavík og voru að koma frá Núpi í Dýrafirði þar sem þau höfðu verið á ættar- móti. Frá Núpi héldu þau til ísa- fjarðar og þaðan lá leiðin að Bakkaflöt í Skagafirði. Þau sögð- ust yfirleitt fara tvær helgar á sumri í tjaldferðalag enda þætti strákunum það spennandi en það væri ekki sama hvert farið væri því nauðsynlegt væri að hafa ein- hverja alþreyingu fyrir bömin. Tjaldlífið væri líka ákveðin breyt- ing frá hinu hefðbundna heimilis- lífi enda minni kröfur gerðar um húshald. Helga, Gunnar, Þórður og Guðmundur segja að í tjaldlífinu felist ákveðin tilbreyting frá heimilislífinu. Myndir: mgh Kjósum þægindi í tjaldinu Petrína Konráðsdóttir og Rúnar Garðarsson voru ásamt bömum sínum þremur, Garðari, Antoni Smára og Söru Kristínu á leið til Reyðarfjarðar í brúðkaup með stoppi á Akureyri. Petrína sagði að það væri meira en að segja það að leggja af stað í ferðalag með þrjú böm vegna þess að gífurlega Stefán Gunnarsson, tjaldvörður, segir tímamismun á íslendingum og öðrum þjóðum. Moritz Twele frá Þýskalandi segist njóta þess að ferðast um einn og sofa í tjaldi. Petrína, Rúnar, Garðar, Anton og Sara segja gífurlegan farangur fylgja fimm manna fjölskyldu. landið í tvær vikur. Hann sagði að sér líkaði vel að ferðast einn enda þyrfti hann ekki að hugsa um ann- að en það sem hann vildi. Tjaldlíf- ið væri þægilegt og gaman væri að ferðast um á hjóli þrátt fyrir að vegimir á íslandi væm ekki alltaf sem bestir. Moritz sagðist kvarta undan tveimur atriðum, annars vegar hversu erfitt væri að kynn- ast Islendingum og hins vegar hversu dýrt væri að kaupa í mat- inn hér á landi. Hins vegar var hann hrifinn af náttúrunni og sagðist aldrei hafa séð aðra eins fegurð. mikill farangur fylgdi fimm manna fjölskyldu. Þau reyndu þó að fara að minnsta kosti einu sinni á ári í slíkt tjaldferðalag enda væri tjaldlífið skemmtilegt. Þegar í slíka ferð væri haldið kysu þau að hafa meðferðis ýmis þægindi, eins og borð og stóla, enda annað óhjá- kvæmilegt þegar lítil böm væru með á ferð. Kvartar undan tvennu I litlum kúlutjöldum þar sem hjól standa fyrir utan er undantekn- ingalaust að finna útlendinga inn- andyra. Moritz Twele frá Þýska- landi er einn slíkra ferðalanga en hann var að koma frá Mývatni eft- ir að hafa hjólað víðsvegar um Frelsi til að vera skítugur Það eru ekki allir sem hafa þolin- mæði í það að ferðast 17 saman. En Lennon systur víluðu ekki fyrir sér að leggja í tjaldferðalag með fjölskyldum sínum. Þær búa í Ól- afsvík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Reykjavík og segja tjaldlífið eink- ar skemmtilegt þegar svo margir séu saman á ferð. Þær nefna líka að frelsið sem felist í því að mega vera skítugur sé heillandi og eins það að vera úti í náttúrunni. Lenn- onsystur sögðust vera á rólegheit- ardóli um landið og vom sammála um að fátt væri skemmtilegra en að vera 17 saman í tjaldbúð því alltaf væri líf og fjör í kringum þau. hbg/mgh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.