Dagur - 10.08.1996, Síða 17

Dagur - 10.08.1996, Síða 17
Laugardagur 10. ágúst 1996 - DAGUR - 17 Smáauglýsingar Háskólinn á Akureyri: Guðrún Alda ráðin Okukennsla Kenni á glænýjan og glæsilegan Mazda 323 sportbíl. Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, kvöldiri og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, heimasími 462 3837, farsími 893 3440, símboöi 846 2606. Samkomur Söfn komnir. Hjálpræðisherinn, Hvannavölluni 10. Sunnudaginn kl. 20.00: Al- menn samkoma. Allir eru hjartanlega vel- Ath! Flóamarkaðurinn hefst aftur í næstu viku. Tekið er á móti fatnaði alla daga á Hvannavöllum 10. Nonnahús. Safnið er opið daglega frá 1. júní til 15. september kl. 10-17. Sími 462 3555. Athugið Leiðbeiningastöð heimilanna, sími 551 2335. Þjónusta Ræstingar - hreingerningar. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki. • Daglegar ræstingar. • Bónleysing. • Hreingerningar. • Bónun. • Gluggaþvottur. • „High speed” bónun. • Teppahreinsun. • Skrifstofutækjaþrif. • Sumarafleysingar. • Rimlagardínur. Securitas. Opið allan sólarhringinn s: 462 6261. Alhliða hreingerningaþjónusta fyrir heimili og fyrirtækil Þrífum teppi, húsgögn, rimlagardín- ur og fleira. Fjölhreinsun, Eyrarlandsvegi 14B, Akureyri. Símar 462 4528, 897 7868 og 853 9710.__________________________ Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppahúsið, Tryggvabraut 22, sími 462 5055. Árnað heilla Þessi litli drengur, Guðni Ósmann Ólafsson, verður fimmtugur 12. ágúst. Elsku aft minn, innilegar hamingju- óskir á afmælinu þínu. Hjörleifur Einarsson. H\jíTA5umumnj/\ti ^MW5huo Laugard. 10. ágúst kl. 20.30: Sam- koma í umsjá unga fólksins. Sunnud. 11. ágúst kl. 20.00: Vitnis- burðarsamkoma. Samskot tekin til starfsins. Allir eru hjartanlega velkomnir. Vonarlínan, sími 462 1210. KFUM og K, Akureyri. Lofgjörðar- og bænasam- ; vera mánudagskvöldið 12. ágúst. Muna eftir að biðja fyrir komandi vetri. Allir velkomnir. Messur Glerárprestakall. Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju nk. sunnudag, 11. ágúst, kl. 21.00. Ath. breyttan tíma. Pétur Björgvin Þorsteinsson, trúar- lífsuppeldisfræðingur, predikar. Sóknarprestur. 4 Akureyrarprestakall. Messað verður í Akureyr- arkirkju nk. sunnudag kl Messað verður á Seli kl. 14. B.S. Sumartúnleikar verða í Akureyrar- kirkju kl. 17. Gunnar Idenstam leik- ur á orgel. Aðgangur ókeypis. Hríseyjarprestakall. Kvöldmessa verður í Stærra-Árskógs- kirkju næstkomandi sunnudag 11. ágúst kl. 21.00. Sóknarprestur, Dalvíkurprestakall. Guðsþjónusta verður í Hánefsstaðareit í Svarfaðardal sunnudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Athugið tímann. Þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá því að skógrækt hófst við Hánefsstaði. Að guðsþjónustu lokinni verður skóg- arganga, kynning á skógræktarstarfi, sýning á tækjum og kaffiveitingar í boði Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Opið frá kl. 9-17 alla virka daga. LEGSTEINAR 4 Höfum allar gerðír legsteína og fylgihluta s.s. ljósker, kerti, blómavasa og fleira. S. Helgason hf., Steinsmiðja. Umboðsmenn á Norðurlandi: Ingólfur Herbertsson, hs. 461 1182, farsími 853 5545. Kristján Guðjónsson, hs. 462 4869. Reynír Sigurðsson, hs. 462 1104, farsímí 852 8045. Á kvöldin og um helgar. Líkkistur Krossar á leiÖi Legsteinar íslensk framleiðsla EINVAL Óseyri 4, Akureyri, sími 461 1730. Heimasímar: Einar Valmundsson 462 3972, Valmundur Einarsson 462 5330. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! . . íft ||UyiFERÐAR J ~ Móttaka smáauglýsinga í helgarblab er til kl. 14.00 fimmtudaga - U 462 4222 Háskólinn á Akureyri hefur ný- verið ráðið Guðrúnu Öldu Harðar- dóttur til að gegna störfum sér- fræðings við leikskólabraut í kennaradeild háskólans. Guðrún Alda er fædd 1955 í Reykjavík. Hún lauk leikskóla- kennaraprófi frá Fósturskóla Is- lands árið 1985 og hefur einnig lokið framhaldsnámi í stjómun og uppeldisfræði við Fósturskólann. Síðan 1994 hefur Guðrún Alda stundað meistaranám í uppeldis- og kennslufræði við Kennarahá- skóla íslands. Frá árinu 1985 til 1994 hefur Guðrún Alda starfað sem leik- skólakennari, leikskólastjóri og verkefnastjóri. Frá 1994 hefur hún gegnt starfi formanns Félags ís- lenskra leikskólakennara. Starf sérfræðings við leikskóla- braut Háskólans á Akureyri felur meðal annars í sér stjórnun, kennslu og rannsóknir. Þar sem leikskólakennaranám er nýjung á háskólastigi hérlendis er hér um brautryðjendastarf að ræða. Cambridge University Press: Gefur út bók eftir Kristján Kristjánsson Nú í sumar kom út hjá hinu virta bókaforlagi Cambridge University Press bókin „Social Freedom: The Responsibility View eftir Kristján Kristjánsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Bókin fjallar um merkingu frelsishug- taksins og er byggð á doktorsrit- gerð Kristjáns frá árinu 1990 og ýmsum greinum sem hann hefur síðan birt um efnið í alþjóðlegum heimspekiritum. í þessari nýju bók færir Krist- ján rök fyrir því að einungis sé rétt að telja hindranir er vama okkur vegar í lífinu til frelsisskerðinga ef annar aðili er siðlega ábyrgur fyrir tilurð þeirra eða fyrir því að ryðja þeim ekki úr vegi. Þessi ábyrgðar- kenning er síðan nýtt til að andæfa ýmsum eldri kenningum um hvað frelsisskerðing sé, svo sem þeim að frelsisskerðing hljóti að vera ásetningsverk ellegar fela í sér Kisa er týnd Þessi svarti heimilisköttur er týndur. Hann hvarf af heimili sínu, Tjarnarlundi 17 á Akur- eyri, aöfararnótt sl. fimmtu- dags og hefur síðan ekkert til hans spurst. Þeir sem kynnu aö hafa orð- ið kisu varir, eru vinsamleg- ast beðnir að láta eigendur vita í síma 462 4294 brot á siðlegum eða lagalegum réttindum. í bókinni er að auki leitað svara við ýmsum spuming- um er bmnnið hafa á vömm þeirra sem rætt hafa og ritað um frelsi: hvort fátækt geti talist frelsis- skerðing, hvort maður geti skert sitt eigið frelsi (t.d. með andlegri leti eða sjálfsblekkingu), og hvort tilboð eða tilmæli geti falið í sér frelsisskerðingu. Þá er rætt um samband hugtakanna frelsis og valds; og í lokakafla er ítarleg um- fjöllun um það hvort unnt sé eða æskilegt að leita að hinni einu „réttu merkingu lykilhugtaka í siðferði og stjómmálum. Auk eig- in kenningar veitir bókin, sem er 221 bls. að lengd, heillegt yfirlit yfir það helsta sem ritað hefur verið um frelsishugtakið á undan- fömum áratugum. Hótel Hjalteyri: Sýning Laufeyj- ar framlengd Ákveðið hefur verið að fram- lengja sýningu Laufeyjar Margrét- ar Pálsdóttur á Hótel Hjalteyri og mun henni ljúka um næstu helgi. Þá er þess að geta að Guðrún Marinósdóttir sýnir um þessar mundir verk sín í Galleríi Allra- Handa á Akureyri og lýkur þeirri sýningu 15. ágúst nk. Leiðrétting Ranglega sagði í blaðinu sl mið- vikudag að Skatastaðir í Austurdal í Skagafirði tilheyrðu Lýtings- staðahreppi. Þeir em réttilega í Akrahreppi og hreppamörk fylgja ekki Jökulsá eystri. -sbs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.