Dagur - 23.08.1996, Síða 1

Dagur - 23.08.1996, Síða 1
Tvöfaldurl. vinningur Kjarasamningar lausir um næstu áramót: Fullmótaðar kröfur verða tilbúnar í októberbyrjun Nýsamþykkt lög frá Alþingi um stéttarfélög og vinnu- deilur kosta nýjar leikreglur á vinnumarkaðnum, nýjar áhersl- ur og nýtt vinnulag í kjarabar- áttu launafólks en þær kosta töluverða lögfræðilega yfírlegu á næstu vikum, jafnvel mánuðum. Gert er ráð fyrir að í næsta mán- uði muni Alþýðusamband fs- lands (ASÍ) senda frá sér leið- beiningar til aðildarfélaga um það hvernig staðið skuli að framsetningu kjarakrafna á lög- mætan hátt og undirbúningi verkfallsaðgerða. Hjá ASÍ er unnið að því að meta þær breytingar sem lög um stéttar- félög og vinnudeilur hafa á verka- lýðsbaráttuna og þar verður unnið í framhaldi af því að kröfugerð. Ymsir málsmetandi aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar telja að standa ASÍ-forystan sig ekki í þeirri vinnu muni sérsamböndin ekki bíða boðanna og leggja fram sínar kröfur, hvert í sínu lagi. Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og deildar fiskverkafólks _ innan Verkamannasambands íslands (VMSÍ), segir að sum sérsam- böndin séu þegar farin að undir- búa kröfugerð. Nýlega hafi verið farið á fund ríkissáttasemjara, Þór- is Einarssonar, til þess m.a. að fá samræmingu í framlagningu kjarakrafna eftir að lög um stéttar- félög og vinnudeilur tóku gildi en þar á bæ hafi áhrif breytinganna ekki verið orðin fullkomlega skýr. Aðalsteinn segir kjarasaminga renna út um næstu áramót og til undirbúnings kröfugerðum verði í haust haldnir fundir með félags- mönnum í deild fiskverkafólks innan VMSÍ þar sem drög að bættum kjörum verði mótuð. Þann 5. október verður síðan haldin ráðstefna í Reykjavík þar sem lagðar verða fram tillögur að kröfugerð en fundurinn muni síð- an ganga frá fullmótaðri kröfu- gerð. GG Ur vöndu að ráða Já, þegar úrval póstkorta er mikið er úr vöndu að ráða. Þessi mynd var tekin í miðbæ Akureyrar í gær. Líklega fer þeim dögum að fækka sem ferðamanna- vörur eins og póstkort verða sett út, enda þungi ferðamannatímans að fjara út. Mynd: JHF Er sameining fimm sveitarfélaga við Eyjafjörð í burðarliðnum? Sveitarstjórnarmenn ræða skýrslu Reksturs & ráðgjafar Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Reksturs & ráðgjafar í Reykjavík um kosti og galla þess að sameina fimm sveitarfé- lag við utanverðan Eyjafjörð, þ.e. Siglufjörð, Ólafsfjörð, Dal- vík, Svarfaðardal og Árskógs- strönd hefur verið til skoðunar hjá sveitarstjórnarmönnum og var á dagskrá sveitarstjórnar Árskógshrepps í gær. Kristján Snorrason, oddviti Ár- Sláturhús KEA: Slátra 29 þúsund fjár Hefðbundin slátrun hefst í Sláturhúsi Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri þann 13. september og að þessu sinni er áætlað að slátra um 27 þúsund Háskólinn á Akureyri: Nemendur mæta á mánudag Háskólinn á Akureyri verður settur á mánudaginn kemur. Að sögn skólayfirvalda er fjöldi nemenda svipaður og í fyrra þrátt fyrir að í vor hafi stærsti ár- gangur skólans útskrifast, eða 124 nemendur, en sá hópur var að stórum hluta fyrstu kandídatar kennaradeildar. 393 nemendur eru skráðir til náms við Háskólann á haustönn sem hefst í ágúst til að ná þeim fjölda vikna sem reglu- gerðir skólans kveða á um að kenndar skuli á haustönn. mgh dilkum og rúmlega 2 þúsund af fullorðnu fé, eða samtals um 29 þúsund Qár. Óli Valdimarsson, sláturhús- stjóri, sagði að líkt og í fyrra þá hefði hann viljað byrja fyrr en bændur voru ekki tilbúnir í það. „Ég fæ ekki nægilega marga dilka til að byrja fyrr en þann þrett- ánda,“ sagði Óli í samtali við Dag. „Það vilja allir fara í göngur helg- ina 14.-15. og það þýðir ekkert að byrja fyrr en það má alveg búast við að þetta verði mjög vænir dilkar," sagði Óli. Það þarf að bæta við um 60 manns í vinnu og alls verða milli 100 og 110 í vinnu á þessum tíma en ekki er farið að auglýsa þau störf ennþá. Áætlað er að slátrun standi yfir í fimm vikur og ljúki 17. október. Ein breyting er frá því sem áður hefur verið en ekki má afgreiða svið öðruvísi en full- verkuð út úr húsinu að fyrirmæl- um yfirdýralæknis. SH skógshrepps, segist ekki búast við neinni niðurstöðu um málið á næstu vikum, sveitarstjómarmenn ætli sér góðan tíma til að skoða kosti málsins og galla. Kristján segir að í skýrslunni séu engar til- lögur, heldur mat á ýmsum þátt- um. Nefnd, skipuð fulltrúum allra sveitarfélaganna, kom saman fyrr f mánuðinum, en stefnt sé að því að kynna úrdrátt úr skýrslunni innan tíðar, jafnvel í september- mánuði. „Hafi grundvöllur fyrir samein- ingu þessara sveitarfélaga verið fyrir hendi þá hefur það ekkert breyst, kannski er eitthvað í skýrslunni sem hvetur menn frek- ar en letur. Verði af þessari sam- einingu er það að mínu mati að- eins skref í þá átt að sameina allar byggðir Eyjafjarðar í eitt sveitar- félag. Nú þegar hafa sveitarfélög- in ýmist samstarf, m.a. Hafnar- samlag Eyjafjarðar, og hjá Ár- skógshreppi, Dalvík og Svarfaðar- dal er ýmislegt samstarf, m.a. reka þau sameiginlega 10. bekk grunn- skóla á Dalvík og standa saman að rekstri heimilis aldraðra. Mér finnst líklegt að haldnir verði kynningarfundir um málið fyrir almenning þar sem úrdráttur úr skýrslunni verður lagður fram,“ sagði Kristján Snorrason, oddviti Árskógshrepps. GG Eyjafjarðarsveit: Tvær bifreiðir ónýtar eftir aftanákeyrslu Síðdegis í gær varð harður árekstur við syðri afleggjar- ann að Kristnesspítala. Bifreið kom framan úr firði og hugðist beygja að Kristnesi en bíl- stjóri bifreiðar sem á eftir kom hefur sennilega ekki veitt því at- hygli með þeim afleiðingum að bifreiðin ók á töluverðri ferð aftan áþáfremri. Farið var með tvær konur og 4ja ára bam úr fremri bifreiðinni til skoðunar á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahúsins en meiðsli þeirra voru ekki fullkönnuð er blaðið fór í prentun. Bifreiðamar hentust báðar út af og eru ónýtar. GG Husavik utflutni ngshofn? - Eimskip með tiiraun aö breyttum siglingum til útlanda Igangi er tilraun á vegum Eimskips með breyttar áherslur á siglingum til útlanda. Um er að ræða 4-6 vikna tilraun með að flytja vörur beint til Evr- ópu frá Húsavíkurhöfn. Kísilgúr er aðaluppistað- an í útflutningnum og með þessu móti er hætt um- skipun á kísilgúr á Akureyri eins og áður var. I samtali við Dag sagði Garðar Jóhannsson for- stöðumaður Eimskips á Akureyri að þegar væri búið að fara tvær slíkar ferðir beint frá Húsavík, reyndar með viðkomu á Eskifirði, en þar færi engin umskipun fram. Garðar sagði að til margra ára hefði kísilgúr verið lestaður á Húsavík og síðan siglt með hann til Reykjavíkur og umskipaður þar í útllutningsskip. Breyting hefði orðið á þessu fyrirkomulagi í janúar síðastliðnum þegar farið var að umskipa á Akureyri. Nýtt siglingakerfi er verið að taka í notkun hjá fyrir- tækinu og liður í því er sú tilraun sem nú er í gangi með að flytja vörur beint til Evrópu frá Húsavík. Eftir tiltekin tíma á svo að meta það með tilliti til tímaáætl- unar skipanna hvort tilraunin verður hagkvæm, fyrr er ekki hægt að segja til um hvort þetta verður fram- tíðin í flutningunum eða ekki. GKJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.