Dagur - 23.08.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 23.08.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. ágúst 1996 - DAGUR - 5 - kjörinn staður fyrir heilsusetur Folaldagúllas og snitsel kr. 848 kg Londonlamb kr. 888 kg Útsala í kjallara Síðasti dagur útsölu laugardagur 24. ágúst Allt að 70% afsláttur Að sögn Ásu er Lundur stórkostlegasti staður á jörðinni og hefur hún þó ferðast víða. Tilboð Vínber blá, rauð og græn kr. 335 kg Avaxtahringur kr. 278 Pizzur fra Kjarnafæði 4 stk. í pk. kr. 489 eða 4 stk. pizzur + 2 I Coca Cola kr. 599 Ása Jóhannesdóttir nuddari er þessa dagana að leggja grunn að opnun heilsuseturs og heilsuskóla í Lundi í Öxarfirði. Hún segir næsta vetur fara í undirbúning en ætlar engu að síður að byrja strax og halda nokkur námskeið um helgina. Geta menn komið og kynnt sér fyrirhugað heilsusetur og tekið þátt í námskeiðunum. Ása hefur starfað að ferðaþjón- ustu í mörg ár og segir að heilsu- setrið muni mæta þörf sem hefur verið vanrækt hérlendis og á þar við heilsuþáttinn í þjónustu við ferðamenn. Hún telur að ferða- mannaiðnaðurinn sem verið hefur alls ráðandi á íslandi sé að ganga sér til húðar og að Island verði að skapa sér sérstöðu. „Á þeim tíma sem ég tók ákvörðun um að opna heilsusetur hafði Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, hvatt íslensk stjómvöld til að styrkja einmitt þennan anga ferðaþjónustunnar og nýta þannig möguleikann á að selja Island sem ferðamannaland sem byði upp á bætta heilsu. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri þetta málið því það þarf að búa til sérstöðu. Þessi „túrismi" á rútun- um þar sem fólk hendist í gegnum landið á ekki eftir að lifa lengi því fólk getur allt eins keypt sér póst- kort.“ „Ég ætla að kynna þetta vel erlendis“ Eftir dálitla leit fann Ása kjömar aðstæður fyrir heilsusetrið í Lundi í Öxarfirði. Hún skrifaði sveitar- stjóminni sem tók vel í áformin og nú stendur undirbúningurinn yfir. „Ég er núna að gera upp gamla skólahúsið og kynna mér aðstæður. í september hefst síðan markaðssetningin og vinnan með ferðamála- og atvinnufulltrúum staðarins. Þetta er mikið umstang því ég ætla að kynna þetta vel er- lendis. Ég hef hins vegar fulla trú á að þetta geti gengið þar sem staðurinn hefur upp á allt að bjóða.“ Ása segir húsakynni í Lundi góð. Á staðnum er heimavist sem er ekki lengur notuð fyrir skóla- böm. Sundlaug og íþróttahús eru þar prýðileg og fyrsta flokks eld- unar- og gistiaðstaða auk þess sem Ása segir náttúruna ekki geta verið stórkostlegri. „Hér eru foss- ar, fjöll, haf, strönd og eldur undir jörðinni og Jökulsárgljúfrin sem eru náttúruundur. Gróður er hér meiri en víða annars staðar og eins em margar tegundir af jurtum og t.a.m. mjög mikið af sveppum og berjum.“ Svitahof, jóga, nudd og heilsufæði „Ef fólk hefur áhuga á að vera í náttúrunni og byggja sig upp á sál og líkama er þetta staðurinn. Hér verður boðið upp á heilsufæði, nudd, gufu, jóga, dans og skipu- lagðar náttúruferðir. Síðan verð- um við með námskeið þar sem fólki verður kennt að nýta hrein- leikann og kraftinn í náttúrunni til þess að byggja sig upp.“ í framtíðinni hefur Ása hugsað sér að fólk dvelji ekki skemur en yfir langa helgi, 3-4 daga, en eins getur fólk komið og verið á heilsusetrinu allt sumarið ef því er að skipta. Kynningardagana 23. -31. ágúst verður Kolbrún Bjömsdóttir með námskeið í íslenskum jurta- lækningum þar sem kennt verður að þekkja jurtirnar, búa til olíur, smyrsl, te og seyði. „Við munum á sama tíma vera með slökun og líkamshreyfingar þar sem streitan er hrist úr líkamanum.“ Auk Kol- brúnar verður Öm Jónsson, sér- fræðingur í kínverskum náttúru- lækningum og svæðanuddi, með námskeið um helgina. Öm er einn af frumkvöðlunum í náttúrulækn- ingum og ætlar hann ásamt konu sinni Olgu Lísu Garðarsdóttur að kenna mönnum að efla vitundina og meðvitund um sjálfa sig og umhverfið sitt. „Þegar fólk er orð- ið stressað getur það ekki nýtt orkuna með fullum mætti, nám- skeiðið felst í því að losa um þess- ar stíflur sem hlaðist hafa upp og er það gert með sérstökum líkams- æfingum, öndun, dansi og tján- ingu auk fræðsl,“ segir Ása. Ása segir að ætlunin sé að byggja svitahof sem er gufubað án þess að hafa heitt vatn. Hér getur fólk í framtíðinni komið í nudd og lík- amsæfingar, dans og slökun, kyrrð og náttúmskoðun og meðfram Asa Johannesdóttir meö Hafrafellið í baksýn. þessu getur það sóttu námskeið og neytt heilsufæðis." Heitur svartur sandur „Þetta er mikil nátturuperla hérna í Lundi og mér finnst ég vera á stórkostlegasta stað á jörðinni og hef þó ferðast víða. Héma megin við Jökulsárbrúna er svartur sand- ur og fjara og það er hiti í sandin- um vegna jarðsprungunnar sem liggur hér í gegn.“ Ása Jóhannesdóttir er Reykvík- ingur og hefur starfað mikið í ferðaþjónustu. Hún hóf útgáfu á bæklingnum „What’s on in Reykjavík“ árið 1982 og gaf út í 7 ár en seldi síðan fyrirtækið til þess að geta lært nudd og stofnað heilsusetur. „Mig langaði að breyta til og fór í nuddnám. Kveikjan að því var sú sæla sem ég fann þegar ég fór í tyrkneskt kvennabað í París. Ég lærði nudd í 2 ár héma heima en fór síðan í framhaldsnám til Colorado í Bandaríkjunum og tók m.a. áfanga í líkamssálarfræði og Jung- ískri sálarfræði og var með einka- kennara í hinu og þessu sem teng- ist því að víkka meðvitundina. Ég var alltaf ákveðin í því að eftir námið myndi ég stofna heilsusetur og það er ég að gera í Lundi í Öx- arfirði í dag.“ mgh HRISALUNDUR - fyrir þig! Óclýmra en þig grunar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.