Dagur - 23.08.1996, Page 8

Dagur - 23.08.1996, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1996 Alit fallið í Ijúfa löð í Ólympíugarðinum en hljóðkerfistjald sem reist var í garðinum var í rúst eftir sprenginguna. Hreiðar í öryggishliðinu þar sem hann stóð vaktina í ÓI. þorpinu. Meirihluti starfsfólks og sjálfboðaliða kom um hliðið daglega og síðdegis komu íþróttamenn iðulega um hliðið á leið í Ólympíugarðinn. Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri, starfaði við öryggisgæslu í Ólympíuþorp- inu í Atlanta í júlí. Alls voru 1200 löggæslumenn frá 54 löndum í sjálboðastörfum í kringum leikana og þar af voru 19 íslendingar. Það mæddi mikið á öryggisvörðum og öryggismál voru mikið í sviðsljós- inu í kjölfar sprengingar í Ólymp- íugarðinum, þar sem tveir létust og yfir hundrað særðust. Blaða- maður Dags hitti Hreiðar að máli og spurði hann út í mánuðinn sem hann dvaldi í Atlanta. „Þegar við komum var mikið óskipulag á öryggismálum í þorp- inu en þessi erlendi sjálfboðaliða- hópur tók sig til og skipulagði starfið. Það var ekki vitað hver var yfirmaður hvers innan okkar hóps og það voru engar talstöðvar eða fjarskiptamiðstöð. Við feng- um leyfi til að leigja talstöðvar og farsíma og við settum upp fjar- skiptastöðvar og ákváðum röð að- gerða, þ.e. hvert við áttum að snúa okkur í hverju tilviki fyrir sig,“ sagði Hreiðar. íslendingar í stjórnunar- stöðum Námskeiðin byrjuðu strax daginn eftir að hópurinn kom til Atlanta og lang mestur tíminn fór í stjóm- unarnámskeið. „Við vorum yfir- menn á þeim stöðum þar sem við vomm að vinna og það var kallað á okkur þegar þurfti að leysa úr einhverjum vandamálum. Það vora þama vopnaðir lögreglu- menn, sem áttu að bregðast við ef við óskuðum eftir því, og svo voru óbreyttir borgarar, sem buðu sig fram og unnu fyrir öryggis- gæslufyrirtæki. Þetta var fólk sem hafði ekki neinn bakgrunn í ör- yggisgæslu eða löggæslu og vann undir okkar stjórn. Eg held að allir Islendingamir hafi verið í stjórn- unarstöðum, hvort sem þeir voru í Ólympfuþorpinu, í hnefaleikahöll- sem keyrðu okkur út á lestarstöð því það var ekki talið óhætt að við værum mikið á gangi. Ég og þýsk- ur vinur minn fréttum af búð sem selur ýmiss konar löggæslubúnað. Við vissum að búðin væri á milli þessarar lestarstöðvar og þeirrar næstu. Við vorum orðnir ónæmir fyrir því hvað það væri hættulegt að fara um þetta hverfi og fengum þá snjallræðishugmynd að labba í gegnum hverfið. Hann var með táragasbrúsa með sér og hann kom sér vel. Það komu að okkur tveir menn, annar framan að og hinn tók sveig aftur fyrir okkur. Mér leist ekkert á blikuna en þeir hættu við að abbast upp á okkur um leið og hann tók upp brúsann. Þama var sveitamanninum verulega bragðið og ég leit mikið um öxl eftir þetta. Þetta er dauðans alvara og við þóttumst nokkuð góðir að sleppa úr þessari stöðu.“ Gervisprengjur í þorpinu Öryggismál voru talsvert í sviðs- ljósinu í Atlanta. Óttast var að ódæðismenn myndu láta til sín taka og það kom á daginn. Það var því nokkur breyting fyrir lög- reglumann frá íslandi að koma í hasarinn í Atlanta. „Það var í raun ekki fyrr en sprengjan sprakk að það kom einhver alvöru taugatitr- ingur í öryggisgæsluna. Gæslan í þorpinu var efld til muna í kjölfar- ið. Málmleitartækin voru stillt á meiri næmni og handleitað var í öllum töskum. Það komu upplýs- ingar um hvernig sprengja þetta hafði verið og hvernig hafi verið búið um hana og daginn eftir fundust tvær eftirlíkingar af slfkri sprengju í Ólympíuþorpinu, sem voru í eins tösku og litu eins út. Þetta fór ekki hátt og kom ekki fram í fjölmiðlum. Það komu alls um 60 sprengjuhótanir daginn eft- ir sprengjuna, bara fyrir þorpið,“ sagði Hreiðar. „Loftið var svolítið læviblandið í sambandi við örygg- isgæsluna í þorpinu eftir þetta. Mesta hræðslan var að það færi sprengja í gegnum hliðið sem maður vaktaði og springi einhvers staðar inni í þorpinu. Það var mik- ið álag að leita í farangri og tösk- um allra sem fóru inn á svæðið og vera við gegnumlýsingavélina þessa daga. Allt sem maður kann- aðist ekki við var skoðað. Eitt skiptið þegar ég var við gegnum- lýsingatækið komu einhverjir kunnuglegir hlutir, sem mér fannst að ég yrði að skoða betur en þá Það gekk sú saga að danskar sundkonur hefðu farið úr að ofan í sundlauginni í þorpinu og þetta var mikið mál og mikið talað um- þetta meðal bandaríska lögreglu- liðsins og starfsliðsins. Það voru þarna norskir lögreglumenn í þessum hóp sem ég var í og okkur fannst þetta ekki mikið mál. Og í skólanum þar sem við dvöldum var fólk frá fimmtíu þjóðum auk Bandaríkjamanna. Þegar stelpurn- ar fóra í sólbað vakti það mikla at- hygli meðal bandarískra lögreglu- manna, alla vega það mikla at- hygli að þeir sem áttu að vera að passa okkur, pössuðu sérstaklega vel staðinn þar sem stelpumar lágu í sólbaði." íþróttamenn í ham Innan Ólympíuþorpsins var lítil sem engin umferð bifreiða. Þar voru hinsvegar rafknúnir golfbílar á ferð en hver þjóð fékk einn golf- bíl til umráða og einnig voru á svæðinu rafmagnsdráttartæki með farþegavögnum aftan í, sem voru aðalflutningatæki fyrir íþrótta- menn. Hreiðar segir að stundum hafi verið erfitt að eiga við íþróttamennina. Þeir áttu það til að fara frjálslega með golfbílana og þar sem lyklamir pössuðu á milli bfla varð stundum keðju- verkandi stuldur á farartækjum. „Þegar einum golfbfl var stolið þá tók sá sem ekki fann sinn bfl bara þann næsta sem hann sá og við fengum tilkynningar um allt að tíu stuldi á golfbflum á sama tíma. Auðvitað vora stundum leiðindi og þeir gerðu allskonar usla á goltbílunum," segir Hreiðar. Iþróttafólkið var ekki alltaf ánægt þegar gramsað var í töskum þeirra á leið inn í þorpið og sumir voru pirraðir og létu gremju sína í ljós en það breyttist mikið eftir sprenginguna og menn sættu sig betur við öryggisgæsluna. „Það sem aðallega þurfti að passa sig á vora menn frá múhameðstrúar- löndum. Jafnréttismál eru ekki á sama stigi alls staðar og þeir tóku því sem móðgun ef kona var að gefa þeim fyrirskipanir en um leið og ég eða einhver annar karlmað- ur var kominn á staðinn þá var ekkert vandamál," segir Hreiðar., Hann segir það hafa verið rosal- ega lífsreynslu að fá að taka þátt í þessum leikum og hann hafi alls ekki viljað missa af þessu tæki- færi. SH inni, á körfuboltavellinum eða á hóteli fyrirmannanna," segir Hreiðar, sem stóð vaktina við hliðið á þorpinu sem var næst Centennial Park, þar sem sprengj- an sprakk. Ókyrrð í hverfínu „Þetta var frekar erfitt hverfi sem var þarna næst hliðinu og þama höfðust við einhverjir eiturlyfja- fíklar og glæpamenn. Það hafði verið rifinn hluti af húsunum þama í kring og það var einhver ókyrrð í mannskapnum fyrstu dagana. íbúarnir komu og þeyttu ókvæðisorðum að okkur og köst- uðu grjóti að hliðinu og girðing- unni þar sem ég var á vakt. Það var greinilega ekki stemmning fyrir þessari auknu öryggisgæslu í hverfinu fyrstu dagana,“ segir Hreiðar. Upphaflega áttu erlendu sjálf- boðaliðarnir að hafa vistarverur sínar í Ólympíuþorpinu en vegna misreikninga á fjölda íþrótta- manna varð að færa þá í annað húsnæði. Þeim var komið fyrir í heimavistum Morehouse háskóla sem er í miðju blökkumannahverfi f Atlanta, hverfi þar sem glæpir eru tíðir. Þeir voru varaðir við að vera ekki mikið á ferli í hverfinu. „Okkur var sagt að ef við vildum fara út í hverfið þá væri það á okkar eigin ábyrgð," sagði Hreið- ar. Ekki sættu allir sig við þessa ráðstöfun og þó nokkuð margir héldu heim á leið áður en Ólymp- íuleikamir hófust. Flestir vora þó áfram og stóðu við sínar skuld- bindingar. Hreiðar var styrktur til fararinnar af Akureyrarbæ, Sýslu- mannsembættinu á Akureyri, KEA og Kjarnafæði hf. og vildi koma fram þökkum til þeirra. Táragasið kom sér vel Hreiðar sagðist einu sinni hafa lent í erfiðleikum í þessu skugga- hverfi. „Vanalega voru það rútur voru það byssukúlur og hluti úr byssu. Þetta var að sjálfsögðu stoppað og lögreglan kölluð til en ég þekki ekki eftirmála þessa at- viks.“ Olíkir siðir En það var ýmislegt annað en bara sprengjur og sprengjuhótanir sem bar á daga öryggisvarðanna í Ólympíuþorpinu. Á leikunum vora fulltrúar 197 þjóða, allir með misjafna siði og menningu. „Kór- eska liðið borðaði ekki matinn Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri, í einkennis- búningnum í Atlanta. „Það komu tilboð í hjálminn og lögregluskjöld- in, allt upp í 2000 dollara fyrir þessa muni saman. Barmmerki sem við fengum voru líka mjög eftirsótt og það var mikill skiptimarkaður í kringum þetta dót enda Banda- ríkjamenn óðir í minjagripi en það var ekkert af þessu til sölu hjá mér,“ sagði Hreiðar. sem var á boðstólnum í þorpinu. Þeir komu á hverjum degi um hliðið hjá okkur með matinn sinn. Þeir ætluðu fyrst að reyna að komast inn með gaseldavélar og slík tæki og tól til að elda sér sjálfir en það var ekki leyft af ör- yggisástæðum og það var einhver austurlenskur veitingastaður sem tók að sér að skaffa þeim mat,“ sagði Hreiðar. Sjálfboðaliðarnir í öryggisgæslunni komu frá 50 mis- munandi löndum auk fólks frá öll- um ríkjum Bandaríkjanna. Þar voru viðhorfin lflca ólík og Hreið- ar sagði að gaman hafi verið að kynnast því hversu misjafn hugs- unarhátturinn er. „Það er mikill tepruskapur í Bandaríkjamönnum og allt sem lítur að nekt er voða- lega mikið feimnismál hjá þeim. Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, stóð vaktina í Atlanta: Eftirlíkingar af sprengjunni fundust í Olympíuþorpinu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.