Dagur


Dagur - 23.08.1996, Qupperneq 11

Dagur - 23.08.1996, Qupperneq 11
Föstudagur 23. ágúst 1996 - DAGUR - 11 Bing Dao og SS Byggis-mót í KA-húsinu um helgina 23.-25. ágúst Þátttökulið eru: FH, Haukar, KA, Selfoss, Stjarnan og Þór Leikirnir verða 2x20 mínútur og tíminn ekki stoppaður vegna tafa. Föstudagur Föstudagur Föstudagur Föstudagur Föstudagur 18.00 | Stjarnan-Haukar 19.00 KA-Selfoss 20.00 Haííkar-Þór 21.00 FH-Stjarnan 22.00 Þór-KA V Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur FH-Haukar v Stjarnan-Selfoss FH-Þór Haukar-Selfoss Stjarnan-KA FH-Selfoss Stjaman-Þór KA-Haukar Þór-Selfoss KA-FH \ Verð miða kr. 500 fullorðnir - kr. 100 börn Gildir allan daginn Mætum seín fíest og styðjum okkar lið Stuðningsmenn KA Hefjum sölu ársmiða um helgina Handhafar ársmiða mætið á leikina og endurnýið miðana í rúmlega 70 km akstursfjarlægð frá Egilsstöðum er Borgarfjörður eystri sem er nyrstur hinna eigin- legu austfjarða. Um klukkutíma tekur að aka þangað sem krók á hringferðalagi um landið og fæstir þeirra sem taka þann krók sjá eftir honum sökum einstakrar náttúru- fegurðar sem staðurinn er þekktur fyrir. Þorpið Bakkagerði í Borgar- firði eystri er byggt á landnáms- jörðinni Bakka. Bakkagerðiskirkja nteð sína frægu altaristöflu eftir meistara Kjarval stendur neðst í þorpinu en á henni má sjá Krist flytja fjallræðuna. í Álfaborg, sem er klettaborg við Bakkagerði, er mikil álfabyggð og sagt er að þar búi álfadrottning íslands og ef haldið er inn í dalinn blasa Dyr- fjöllin við í allri sinni dýrð. Um 10 þúsund ferðamenn á ári Magnús Þorsteinsson er oddviti í Borgarfirði eystri. Hann segir fbúa Borgarfjarðar vera um 180 í dag en undanfarin ár hafí þeim fækkað vegna samdráttar í landbúnaði og kvótavöntunar. „Hér í Borgarfirði hafa aðalatvinnuvegirnir verið sauðfjárrækt og trilluútgerð en þeir hafa þó orðið illa úti undan- farin ár. Steiniðjan Álfasteinn er þó vaxandi fyrirtæki og nokkrir einstaklingar starfa á iðnaðar- og þjónustusviðinu." Magnús segir samgöngur við Borgarfjörð hafa verið nokkuð góðar síðustu ár og hafi Flugfélag Austurlands flogið reglulega til Borgarfjarðar. „Þetta flug hefur skipt miklu ntáli fyrir okkur og rofið þá miklu vetrarein- angrun sem við höfurn búið við. Flugfélagið hefur þó brugðið á það ráð að leggja flug til Borgar- fjarðar niður, allavegana í sumar, en við vonumst til að eitthvað verði flogið í vetur. Þetta kentur ekki jafn mikið við íbúa fjarðarins í dag og það gerði fyrir nokkrum árum því vegasamgöngur eru betri nú en áður. Það liggur þó ljóst fyr- ir að leggja þarf meiri áherslu á snjómokstur í vetur og samgöngur gætu orðið ansi erfiðar.“ Aðspurður um ferðamanna- straum til Borgarfjarðar segir Magnús að hann sé mestur yfir hásumarið. „Það eru ekki margir sem leggja leið sína til okkar yfir vetrartímann en sumrin hafa verið nokkuð góð. Ferðamannastraum- urinn hefur þó ekki aukist síðustu tvö ár heldur staðið í stað. Hér hefur starfað áhugahópur um ferðamál sem m.a. gaf út bækling um Borgarfjörð en einnig hefur þessi hópur staðið að ýmsum uppákomum fyrir ferðamenn yfir sumartímann." Borgarfjörður er vaxandi göngusvæði í forsvari Ferðamálahóps Borgar- fjarðar er Helgi M. Arngnmsson, framkvæmdastjóri steiniðjunnar Álfasteins. Hann segir það ganga ágætlega að fá ferðamenn til að bregða sér út af þjóðveginunt og heimsækja Borgarfjörð. „Hingað koma unt 10 þúsund ferðamenn á ári þrátt fyrir að ekki sé unnið nógu markvisst að því að auglýsa Borgarfjörð eystri. Um 30% þessa hóps eru útlendingar en við leggj- um þó aðaláhersluna á að fá hing- að íslenska ferðamenn.“ í Álfa- steini er rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og segir Helgi hana hafa verið rekna þar í þrjú ár. „Við höfurn gefið upplýsingar um svæðið í nokkur ár ásamt því að hafa staðið að útgáfu ferðamála- bæklings. Það er starfsfólkið hérna í Álfasteini sem sér um það Séð yfir þorpið Bakkagerði í Borgarfirði eystri. Lindarbakki er gamall, fallegur, vel hirtur torfbær byggður 1899 og sannkölluð staðarprýði. í steiniðjunni Álfasteini er rekin upplýsingamiðstöð um svæðið. Þar er opið alla virka daga ársins en yfir sumartím- ann er einnig opið um helgar. Bakkagerðiskirkja. Þar er að finna hina frægu altaristöflu eftir Kjar- val. að veita þessar upplýsingar, enda er talsvert ntikið spurt, og reynum við að benda fólki á skemmtilega ntöguleika á ferðunt um Borgar- fjörð.“ Helgi segir að stefnt sé að því að gera Borgarfjörð að góðu göngusvæði og unnið sé að því að setja upp merktar gönguleiðir. „Við höfum uppá margt að bjóða fyrir ferðamenn. Framtíð svæðis- ins sem göngusvæðis er mikil enda er náttúrufegurðin rómuð. Álfarnir okkar í Álfaborg taka vel á móti öllum, unga fólkið á staðn- urn hefur tekið að sér að fara með ferðamenn í gönguferð um bæinn, fuglalíf er mikið og aðgengi að fuglinum gott og svona mætti lengi telja. En fyrst og fremst er Borgarfjörður eystri fagur staður og friðsæll.“ hbg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.