Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
#
I I
Fréttir__________________________________________________________________________dv
Málsmeðferð vegna manns sem fékk 15 ára dreng til kynferðismaka vlð sig:
Ríkissaksóknari sætti
sig við vægari meðferð
- eldri skilorðsbundin akæra vegna annars kynferðisbrots einnig látin liggja óhreyfð
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
nýlega dæmt fimmtugan Reykvíking
í þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa margoft haft
mök við dreng á árunum 1991-1993.
Drengurinn varð ekki 16 ára fyrr en
í júlí 1992. í mars 1990 frestaði ríkis-
saksóknari útgáfu á ákæru á hendur
manninum fyrir annað kynferðis-
brot - hann varð þá uppvís að því
aö hafa sem starfsmaður á stofnun
haft samræði við vistmann af sama
kyni. Sú frestun á útgáfu ákæru var
skilorðsbundin i 5 ár þannig að ríkis-
saksóknari hefði í þessu tilfelli einnig
getað látiö taka það mál upp.
Þegar lögreglurannsókn lauk i vet-
ur i málinu sem sneri að framan-
greindum dreng gaf ríkissaksóknari
út ákæru á hendur manninum. Var
honum gefið að sök að hafa margoft
tælt piltinn til kynferðismaka á
heimili sínu með peningagjöfum eða
loforðum um greiðslu. Síðast átti
þetta að hafa gerst þann 1. desember
síðastliðinn.
Málið kom fyrir dóm fyrr í sumar.
Maðurinn viðurkenndi þá fyrir dóm-
ara þaö sem honum var geílð að sök
en neitaði að hafa tælt piltinn til
kynferðismaka með peningagjöfum.
Hann játaði hins vegar afdráttarlaust
að hafa haft mök við hann áður en
hann varð 16 ára. Var málið þá tekið
til dóms.
Dómarinn endurupptók málið
nokkru síðar og lýsti því þá yfir að
málið uppfyllti ekki skilyrði til með-
feröar samkvæmt svokölluðu játn-
ingarákvæði í lögum um meðferð
opinberra mála. Saksóknari féllst þá
á í þinghaldi að sakborningurinn
yrði ákærður fyrir ákvæði í hegning-
arlögunum sem er mun vægara en
það sem honum var upphaflega gefið
að sök - fyrir „að hafa sært blygöun-
arsemi drengsins með lostugu at-
hæfi“. Samkvæmt þessu var ekki
talið nauðsynlegt eða viðeigandi að
láta reyna á sekt sakbomingsins
gagnvart strangari ákærunni með
því að kalla til vitni, fórnarlamb og
aðra í réttarhaldi.
Eftir þetta var málið tekið til dóms
á ný og dæmt samkvæmt vægara
ákvæðinu sem bæði sækjandi og
ákærði samþykktu. Skilorðsbundið
fangelsi í þrjá mánuði þótti hæfileg
refsing með hliðsjón af því sem fram
hafði komiö í málinu. Dómurinn tók
ekki mið af eldra málinu þar sem
ríkissaksóknari tók þá ákæruna ekki
upp.
Allan Vagn Magnússon héraðs-
dómari kvað upp dóminn. Af hálfu
ákæruvaldsins var það Björn Helga-
son saksóknari sem flutti máhð en
veriandi sakborningsins var Örn
Clausen.
Norömenn setja reglur:
Kvótalaus skip
ekkitil
norskra hafna
Norðmenn hafa sett reglugerð sem
bannar skipum sem veiða kvótalaus
í Barentshafi að koma til norskra
hafna. íslenskir útgerðarmenn hafa
þegar rætt það sín á milli að íslensk-
um stjórnvöldum beri að svara í
sömu mynt.
„Við hljótum að svara í sömu mynt
og það hlýtur að reyna á röggsemi
íslenskra stjórnvalda. Við erum hér
meö úthafsveiðar suður af landinu,
við erum með rækjuveiðar úr stofni
sem ósamið er um og við hljótum að
banna Norðmönnum að koma hing-
að til að taka olíu og vistir á meðan
reglumar eru svona í Noregi. Það
þarf að gera þeim grein fyrir því að
það sé ekki hægt að ganga svona yfir
okkur og að við munum svara í sömu
mynt,“ segir Jóhann A. Jónsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystistööv-
ar Þórshafnar.
Þorsteinn Pálsson: Framkvæmdum við sundlaugina á Akureyri lýkur senn en þær eru 1. áfangi umfangsmikilla framkvæmda sem
miða að þvi að útbúa stórt og mikið útivistarsvæði þar sem m.a. verða tvær sundlaugar, vatnsrennibrautir, gufu-
bað og ýmsir leikvellir. Rennibrautirnar eru þegar komnar í notkun og gera mikla lukku hjá krökkunum, eins og
sjá má á myndinni sem tekin var í gær. DV-mynd gk
„Þetta mál allt lýsir meiri háttar
klúðri Norðmanna. Þetta er veikleiki
fyrir þá og þeirra eigin löggjöf gefur
þeim ekki tilefni til aö aðhafast gegn
skipum á fiskverndarsvæðinu," segir
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra vegna aðgerða Norðmanna
gagnvart Hágangi H.
„Kjarni málsins snýst auðvitað um
fiskveiðimál og sýnir þama veik-
leika," segir Þorsteinn.
Vestmannaeyjar:
Fjögurtilboð
í nýjan lóðsbát
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjuni:
Fimm tilboð í smíði nýs lóðs fyrir
hafnarsjóð hér í Eyjum bárust frá
fjórum skipasmíðastöðvum. Skipa-
lyftan í Vestmannaeyjum bauð í
smíðina og er næstlægst á eftir Þor-
geiri og Ellert á Akranesi. Ráðgjafar
eru nú að yfirfara tilboðin.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur bauð
127 milljónir króna í smíðina. Stál á
Seyðisfirði 119 milljónir. Skipalyftan
118 milljónir og Þorgeir og Ellert á
Akranesi eru með tvö tilboð. Annað
upp á 115 milljónir og hitt á 98 millj-
ónir og liggur mismunurinn í vélar-
stærð og búnaði.
Þjónustugjöld bankanna:
Fylgja ekki for-
dæmi Flateyringa
- Neytendasamtökin boða bankamenn til fundar
Neytendasamtökin hafa sent frá
sér yfirlýsingu þar sem kemur
fram að samtökin hafi boðað til
fundar um þjónustugjöldin með
forráðamönnum banka og spari-
sjóða og fulltrúum viðskiptaráðu-
neytisins. Fundurinn á að fara
fram eftir helgi.
í tilkynningunni segir m.a. um
tilefni fundarins: „ítrekað hefur
komið fram þaö sjónarmiö hjá
Neytendasamtökunum að sú gjald-
taka sem bankar og sparisjóðir
hafa nú tekið upp fyrir ýmiss konar
þjónustu sé ýmist verðlögð of hátt
eða með öllu óeðlileg."
Frétt DV í gær um að Sparisjóður
Önundarfjarðar á Flateyri ætli að
afnema þjónustugjöldin hjá sér
hefur vakið nokkra athygli. Eftir
því sem DV kemst næst hafa engir
aðrir sparisjóðir eða bankastofnan-
ir áform af þessu tagi uppi. Fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sparisjóða, Sigurður Hafstein,
sagðist í samtali við DV ekki vita
um neinn annan sparisjóð sem
heföi í hyggju að afnema þjónustu-
gjöldin.
Sigurður sagði að sambandið
myndi ekki leggjast gegn áformum
Flateyringa. Gjaldskrá yfir þjón-
ustugjöld, sem send var sparisjóð-
unum í sumar, væri leiðbeinandi
en ekki bindandi.
„Mér finnst hins vegar engin
ástæða til þess að breyta þeirri
gjaldskrá sem við gáfum út 9. júní
sl. Það voru full rök fyrir þeirri
gjaldskrárbreytingu. Okkur finnst
eðlilegt að fólki greiöi fyrir þjón-
ustu sem veitt er. Það skref hefur
ekki verið stigið að fullu. í dag er
ekki greiddur sá kostnaður sem t.d.
tékkakerfið kostar," sagði Sigurð-
ur.
Aðspurður sagði Sigurður að
betri afkoma sparisjóða en banka
gæfi þeim ekki frekara tilefni til
að afnema tekjur eins og þjónustu-
gjöld. Minni innlánsstofnanir
þyrftu sterkari eiginíjárstöðu til aö
mæta áfollum, áföllin yrðu hlut-
fallslega þyngri en hjá stærri stofn-
unum.
Meiri háttar klúð-
ur Norðmanna
Stuttar fréttir
Banvæn lungnaþemba
Tífalt fleiri konur deyja úr
lungnaþerabu nú en fyrir 40
árum. Samkvæmt Morgunblaö-
inu er ástæðan m.a. sú að konur
hafa síður hætt reykingum en
karlar síðustu áratugi.
Skorturásiðareglum
Fá íslensk fyrirtæki hafa sett '
sér viðskiptasiðareglur eins og
víða tíökast erlendis. í könnun á
vegum Viðskiptafræðistofnunar
HÍ kemur í ljós að einungis eitt
fyrirtæki af tíu hefur sett sér slík-
ar viðskiptasiðareglur.
Komist hjá jarðraski
Ríkissfjórnin samþykkti í gær
að kaupa rafstreng sem lagður
var tíl Þingvalla vegna lýðveldis-
afmælisins. Með þessu vildi ríkis-
stjórnin meðal annars koma í veg
fyrir óþarfa jarðrask á svæðinu.
Sjónvarpið skýrði frá þessu.
ari en annars staðar á landinu.
Hagstæðast er fermetraverðið í
Kópavogi. Alþýjiublaöið greindi
frá þessu.
litilverðbólga
Verðbólgan á íslandi á undan-
fórnum 12 mánuöum mældist 2,3
prósent. Meðalverðbólga ríkja
Evrópusambandsins var á sama
tíma 3,2 prósent.
Fjörugtskordýralíf
Skordýralíf á íslandi er meö
fjörugasta móti í sumar. Sam-
kvæmt Morgunblaðinu er það
vegna hlýinda að undanfórnu.
Viðmið og vinnureglur
Skólastjórafélag íslands liefur
skorað á menntamálaráðherra aö
nota viðmið og vinnureglur við
ráðningu skólastjóra í samvinnu
við fulltrúa sveitarfélaga og
skólastjóra. Áskorunin kemur í
kjölfar deilna um skólastjóra-
ráðningu á Hvolsvelli.
Ofbeldisfullir leikir
Forstöðumaður kvikmyndaeft-
irlits ríkisins telur að allt aö
helmingur tölvuleikja ætti að
sæta aldursmörkum vegna of-
beldis á þéim. Engin lög eöa regl-
ur ná yfir tölvuleiki. Sjónvarpiö
greindi frá þessu.