Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskr íft - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagbiað
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994.
Færslur milli banka:
Fariðaðtaka
gjaldaf
debetkorti
- var ókeypis fyrst
Bankarnir eru farnir aö taka gjald
af viðskiptavinum sínum noti þeir
debetkort við að millifæra peninga
milli bankastofnana, t.d. frá Búnað-
arbanka yfir í Landsbanka. Þegar
debetkortin voru tekin í notkun var
þessi þjónusta ókeypis en sem sagt
ekki lengur. Bankarnir taka fyrir
þetta allt frá 55 krónum upp í 200
krónur.
Einn af þeim bankastarfsmönnum
sem DV ræddi við sagði að það hefðu
verið „mistök" að hafa þessa þjón-
ustu ókeypis. Það hefði aldrei staðið
til því hér væri ekki um rafræna
færslu að ræða heldur færi fram
handavinna við að færa peninga á
milli banka og fylla þyrfti út eyðu-
blöö eins og c-gíróseðla t.d.
„Við höfum ekki heyrt af þessu
gjaldi og þurfum að skoða það mál
sérstaklega. Almennt finnst okkur
að fólk þurfi að greiöa fyrir þá þjón-
ustu sem veitt er en bankamir verða
að vera meö eðlilega gjaldskrá eins
og önnur fyrirtæki í samkeppni. Ef
þeir geta það ekki verða stjórnvöld
að grípa í taumana,“ sagði Jón Magn-
ússon, formaður Neytendafélags höf-
uðborgarsvæðisins, við DV.
Svalbarðasvæðið:
Hleypum
Norðmönnum
ekki um borð
- segirGísliSvan
„Við sjáum enga ástæðu til að
hleypa þeim um borð í skipin. Það
stafar fyrst og fremst af því að norsk
stjómvöld vilja ekkert við okkur
semja um veiðar á svæðinu, þess
vegna höfum við ekkert við þá að
tala,“ segir Gísli Svan Einarsson,
útgerðarstjóri Drangeyjar SK, sem
ásamt Örvari HU neitaði að hleypa
norsku strandgæslunni um borð til
að skoða afla og veiðarfæri.
Þessi afstaða íslenskra útgerða ber
vott um að í ljósi síðustu atburða er
að hlaupa aukin harka í samskipti
íslendinga og Norðmanna á Sval-
barðasvæðinu.
Gísli segir að menn óttist ekki að
Norðmenn taki skip og færi til hafn-
ar. „Norðmenn eru í slæmum málum
með þetta lögregluofbeldi sitt. Þeir
geta ekki tekið skip fyrir þessar veið-
ar og það eina sem þeir geta gert
meðan þeir ekki semja við okkur er
að halda áfram ofbeldi sínu,“ segir
Gísli Svan.
Hagkaup í Kringlmini:
Kærir heildsala
fyrir stórfelldan
þjofnað
Hagkaup í Kringlunni lagði í gær með smávörur úr heildverslun henti hluta afj)eim þannig örvaö-
fram kæru til Rannsóknarlögreglu sinni og fyllti á lager verslunarinn- ist salan hjá honum til Hagkaups.
ríkisins á hendur heildsala vegna ar. Þannig hafði hann aö vissu leyti Með þessu móti þurfti Hagkaup að
nyög sérstaks máls, þjófnaöar sem umsjón með því hve mikið af vör- kaupa vörur oftar af umræddum
grunur leikur á að hafi átt sér stað um hans voru í Hagkaupi. Hann lét heildsala en ella.
um langan tíma. Viðskiptum hefur starfsmenn jafnvel kvitta fyrir Hagkaup hefur átt viðskipti við
þegar verið hætt við manninn. Hér ákveðnu magni af vörum en lét síð- umræddan heildsala í vel á annað
er um að ræða sérvöruverslun an hluta af vörunum hverfa. ár. Víðskiptin við heildsalann hafa
Hagkaups á annarri hæð í Kringl- Samkvæmt heimildum DV henti verið skráð þannig að rannsókn
unni og er talið aö með þjófnaðin- hann hluta af sendingum sínum RLR mun væntanlega leiða í ljós
umhaflheildsalinnbakaðversiun- sem Hagkaup greiddí fyrir með hve umfangsmikill meintur þjófn-
-inni tjón upp á háar fjárhæðir. ákveðnu fyrirkomulagi hvað varð- aður þjá heildsalanum hefur verið
Meintur þjófnaður mun hafa fal- ar umbúðir. Hann lét sem öllum á síöustu misserum.
ist í þvi að heildsalinn kom sjálfur vörum hefði verið komið fyrir en
Jens Ingólfsson:
Boð um 20 ára
kaupleigu
stendurenn
„Það hefur enginn verið afvega-
leiddur í einu eða neinu og Electro-
lux mun gera sitt til þess að leiðrétta
þann misskilning sem bréfið frá fyr-
irtækinu olli á borgarráðsfundi í
gær. Það stendur enn að boðið verður
upp á kaupleigu til tuttugu ára en
ég þori ekki að tjá mig um endanlega
vexti. Það er hins vegar fjarri lagi
að um sé að ræða vexti upp á 8-9%“
sagði Jens Ingólfsson, umboðsmaður
Electrolux, við DV í morgun.
Hann sagðist hafa verið í sambandi
við sína menn í Svíþjóð í morgun og
þar hefði komið fram að þeir skildu
ekki hörð viðbrögð borgarinnar.
„Ég mun ekki skekja borgarkerfið
þrátt fyrir einhver ummæli frá Jens
Ingólfssyni en við munum að sjálf-
sögðu skoða öll bréf sem við fáum,“
sagði Hjörleifur Kvaran borgarlög-
maður aðspurður hvort borgin
myndi taka málið upp að nýju kæmi
nýtt tilboð frá Electrolux í dag.
„Það er hins vegar alveg ljóst að
við fengum alvörutilboð í gær og það
var í algeru ósamræmi við það sem
við okkur hefur verið sagt.“
Lögreglan í Reykjavik fann i gærkvöld sjóðvél eða peningakassa á Hafra-
vatnssvæðinu, eftir ábendingu vegfaranda. Vélinni reyndist hafa verið stolið
í innbroti í veiðihús við Reynisvatn sem verið hefur til rannsóknar. Á mynd-
inni er Kristín Brandsdóttir með kassann. DV-mynd Sveinn
Davíð boðar auk-
inn niðurskurð
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík samþykkti í gærkvöld að
efna til prófkjörs vegna alþingis-
kosninganna í vor. Tillaga stjórnar
þessa efnis var samþykkt samhljóða
og án umræðna. Prófkjörið fer fram
28.-29. október og verður opið öllum
flokksmönnum, 16 ára og eldri.
Á fundinum upplýsti Davíð Odds-
son að hann hefði hætt við haust-
kosningar vegna andmæla Alþýðu-
flokksins. Hann sagði að Sjálfstæðis-
flokkinn hefði ekki þurft að óttast
kosningar núna enda sýndi nýleg
skoðanakönnun DV að sérframboð
Jóhönnu Sigurðardóttur myndi
einkum taka fylgi af öðrum flokkum.
í ræðu sinni boðaði hann hertar að-
gerðir í ríkisfjármálum í tengslum
við fjárlagagerðina, meðal annars
aukinn niðurskurð.
Fram kom að margir urðu fyrir
vonbrigðum meö þá ákvörðun að
boða ekki til haustkosninga. Geir
Haarde þingflokksformaður . var
meðal þeirra sem vildu haustkosn-
ingar, en hann sagðist sáttur viö nið-
urstöðu formannsins.
Frystitogarar þurf a ekki að
koma með úrgang að landi
„Það verður gefin út reglugerð á kveða á um að frystitogarar verði að
næstu dögum sem kveður á um að koma með hluta af úrgangi fisks að
frestað verði þessu ákvæði um eitt landi.
ár. Ég hafði gert sjávarútvegsnefnd Eins og skýrt hefur verið frá í DV
grein fyrir því að þessi lög yrðu end- hafa útgerðarmenn gagnrýnt þessi
urskoðuð," segir Þorsteinn Pálsson lög sem taka áttu gildi 1. september.
sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn segir að tíminn verði not-
Þorsteinnvísarþamatilreglugerð- aður til að endurskoða lögin í heild
ar sem fresta á ákvæði laga sem sinni.
LOKI
Fær danskan þá loksins
verðugan sess?
Veöriöámorgun:
Hiti
9 til 15
stig
Norðlæg eða breytileg átt, bjart
veður verður á Suðausturlandi
en annars skýjað og skúrir. Hiti
9 til 15 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
pHBHP— * - rv.'j :<4;ll 1 Brook 1 (romptoii i
RAFMÓTORAR
W*oulsen
SuAurlandsbraut 10. S. 686409.
K I N G
L#TT#
alltafá
Miðvikudögum