Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 13 Menning Sjaldgæf ar upptökur stórsöngvara íslendingar eru söngelsk þjóð, eins og ótal kórar, einsöngvarar og kvart- ettar sanna. Forsvarsmenn hljóm- plötuverslana segja mér einnig að hér sé mikið keypt af söngtónlist, ís- lenskri sem erlendri; ennfremur að harður kjarni íslenskra óperuunn- enda fylgist grannt með nýjustu söngvurum og útfærslum á sínum áhugasviði. Breska tónhstarútgáfan Nimbus hefur sérstaklega gert út á tónlistar- sögulegan áhuga söngunnenda með útgáfum á söng helstu ópera- og ljóðasöngvara sem uppi hafa verið, í sérstökum flokki geislaplatna sem nefnist Prima Voice. Hefur útgáfan verið fundvís á gamlar og sjaldgæfar upptökur, til dæmis ýmislegt sem leynst hefur á gömlum vaxsívalning- um frá því um aldamót. Stefna þeirra Nimbusar-manna er ekki að flikka upp á þessar gömlu upptökur heldur aðeins að hreinsa þær htillega og yfirfæra á geislaplötur með stafræn- um hætti. Flest annað efni hafa þeir tekið upp af 78 snúninga hljómplöt- um. íslenskir söngunnendur era ugg- laust kunnugir þessum flokki geisla- platna sem vex með hveiju misseri sem líður og tekur til mikhs fjölda þekktra söngvara sem lítt þekktra á Vesturlöndum. Víðfrægir og minna frægir Þessar upptökur hafa veitt mér ómælda ánægju og því langar mig til að vekja athygli á þremur safnplöt- um sem Nimbus hefur nýverið sent á markað. í fyrsta lagi hafa þeir tek- ið saman efni með „Víðfrægum ten- Enrico Caruso í hlutverki Fásts. Kórtónlist í Skálholti Á síðari tónleikunum í Skálholti síðastliðinn laugardag voru áfram flutt verk eftir Misti Þorkelsdóttur. Á efnisskránni voru trúarleg verk, Magn- ificat, Dicamus gracias, Hugleiðing og Alleluia. Verkin voru öh fyrir kór, sum með hljóðfæraundirleik, önnur án. Flutning annaðist tíu manna kór og fimm manna kammerhópur. Stjómandi var Gunnsteinn Ólafsson. Hrafnhhdur Guðmundsdóttir söng einsöng. Tvö verkanna hafa áður verið flutt en tvö vora frumflutt við þetta tæki- færi. Þrátt fyrir þetta eru þau hugsuð sem ein hehd og öll byggja þau að sögn höfundarins á stefjum sem fengin era úr Þorlákstíðum. Textinn er á latínu, ef frá er talinn sálmur eftir Sigurbjörn Einarsson biskup og afa tónskáldsins, „Fræið sem moldin felur“. Tónhstin er uppbyggð með svip- uðum hætti og mátti heyra í kammerverkum Mistar, skýr stefræn úr- Tórúist Finnur Torfi Stefánsson vinnsla og hálftónalt svolítið smáskrefótt tónamál. Sumir kórkaflanna voru mjög vel hljómandi. í hehd kom verkið Hugleiðing einna best út, þar var íslenskur texti, vel vahnn úr ýmsum stöðum ritningarinnar. Þessi verk gerðu töluverðar kröfur th flytjendanna, einkum kórsins. Sfjórnandinn, Gunnstein Ólafsson, virtist hafa tónhstina vel á valdi sínu og yfirleitt tókst flutningurinn mjög vel, þótt hnökrar væru heyranlegir á stöku stað. Hljómur kórsins var fallegur. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson órsöngvurum“ (Legendary Tenors), söngvurum sem vora upp á sitt besta frá því fyrir aldamót og fram yfir síðari heimsstyijöld (Nimbus NI 7856). Þar er auðvitað að finna þekkt nöfn eins og Caruso, Perthe, Melchi- or, Tauber, Gigh, Björhng og Schipa, en einnig söngvara sem að ósekju hafa falhö í skugga þeirra: Tamagno, Smirnov, Sobinov, Zanelh o.fl. Sér- staklega þótti mér varið í að heyra i prýðisgóðum dönskum söngvara sem ég þekkti ekki nema af afspum, nefnhega Helge Roswænge (í Mörtu eftir Flotow). Á svona safnplötu er auðvitað engin leið að koma til móts við ahra smekk, en mér þykir valið hafa tekist með ágætum. Já, jafnvel þótt Stefán íslandi sé ekki hafður með. Fastasöngvarar á La Scala Óhjákvæmilega skarast efni þess- arar geislaplötu og annarrar safn- plötu frá Nimbus, „Stórsöngvarar við La Scala“, (NI7858) en hún tekur einnig th söngkvenna eins og Nellie Melba, Rosina Storchio, Maria Gay o.fl. En þessi plata bætir óneitanlega við tónlistarþekkingu okkar því nokkrir þessara söngvara urðu svo rótfastir við La Scala að þeir náðu aldrei. verulegum vinsældum utan Ítalíu. Þetta á sérstaklega við söng- konur eins og Lucreziu Bori, Ghdu Dalla Rizza og kólóratúrsöngkonuna Toti dal Monte. Geislaplötunni fylgir fróðleg ritgerð um það hvort sérstak- ur „La Scala-söngstíll“ hafi einhvern tímann veriö th. Þriðja safnplatan í þessum flokki er einnig sú sérhæfðasta, en á henni er að finna túlkanir þeirra Carusos, Geraldine Farrar og Marcel Journet (NI 7859) á franskri óperutónlist, einkum eftir Gounod, í upptökum frá árunum 1906-16. Við þetta má bæta að þessir þrír söngvarar sungu í rauninni aldrei alhr saman, heldur söng Farrar ýmist með Caruso eða Journet. Caruso og Farrar þarf ekki að kynna, en Joumet er ekki eins þekkt stærð. Hann var á tímabili rómaður fyrir þokkafulla og ljóð- ræna túlkun sína á Fást eftir Go- unod, en féll síðan í gleymsku. Hér hefur Nimbus aftur unnið þarft verk með kynningu á afar fahegum söng næstum gleymds listamanns. Legendary Tenors Great Singers at La Scala, Milan Caruso, Farrar, Journet: Highlights from Faust & French Opera Nimbus Umboð á íslandi: Japis SVARJISVANURINN Laugavegi 118 Nætursala um helgar Agústtilboð Pylsa 's' + §‘/2 I kókdós kr. 150 i b°ði maTkt TOPP 40 mSiíEMM íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisverða flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staða laganna 40 svo ' kynnt á ný og þau endurflutt. 'tantmum fiOTT ÚTVARPI fSLENSKI LISTINN er urtninn I samvinnu DV, Bylgjunnar og CocæCola ð íslandi. Mikill Qöldl fólks tekur þátt f aö velja ÍSLENSKA LISTANN f hverri viku. Yfirumsjón og handrit eru f höndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd f höndum starfsfólks DV en tæknivinnsla fyrlr útvarp er unnln af Þorsteinl Ásgeirssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.