Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 17
 16 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 i MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 25 Iþróttir Iþróttir Norðmenn í skýjunum - Steinar Hoen vann gull 1 hástökki Norömenn eru í sjöunda himni með gullverðlaunin sem Steinar Ho- en vann í hástökki á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki í gær- kvöldi. Hoen stökk 2,35 metra en jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Art- ur Partyka, Póllandi, og Steve Smith, báðir stukku þeir 2,33. í fjóröa sæti kom svo Hakon Saernblom, Noregi, með 2,31 metra. Mikill uppgangur norskra frjáls- íþróttamanna hefur komið verulega á óvart á mótinu en Norðmenn unnu silfurverðlaun í 100 metra hlaupi í fyrrakvöld. Finnar fögnuðu sínum fyrstu gull- verðlaunum á mótinu þegar Sari Essayah kom fyrst í mark í 10 km göngu kvenna. Anna Rita Sidoti frá Italíu var lengi vel í fyrsta sæti en Essayah seig fram úr á lokasprettin- um, vel hvött áfram af löndum sín- um. Yelena Nikolayeva frá Rússlandi hafnaði í þriðja sætinu. Essayah gekk vegalengdina á 42.37 mínútum en Sidoti og Nikolayeva komu jafnar í mark á 42.43 mínútum. Fyrrum heimsmeistari í 100 metra grindahlaupi, Yordanka Donkova, varð að láta sér nægja fjórða sætið í gær í úrslitahlaupinu. Landa hennar, Svetla Dimitrova, bar heiður Búlgar- íu uppi og sigraði glæsilega. Dim- itrova hljóp á 12,60 sekúndum en rússneska stúlkan kom önnur á 12,78 sek. og Julie Baumann frá Sviss kom á óvart og hirti bronsverðlaunin. Baumann hljóp á 12,82 sek. Spánveijar unnu bæði gull- og silf- urverðlaun í 1500 metra hlaupi karla. Ólympíumeistarinn Fermin Cacho vann gullið þegar hann hljóp á tim- anum 3:35,27 mínútum. Landi hans Isaac Viciosa krækti í silfurverðlaun á tímanum 3:36,01 mín. og Branco Zorko frá Króatíu varð þriðji á 3:37,44 mín. Sabine Braun frá Þýskalandi vann sjöþraut kvenna, hlaut samtals 6.419 stig. Rita Inancsi frá Ungveijalandi varð önnur með 6.404 stig og Pole Ursula, PóUandi, með 6.322 stig í þriðja sæti. Steinar Hoen stekkur yfir 2.35 i hástökkinu í Helsinki í gær. Evrópukeppnin í handbolta: Löng f erðalög hjá íslensku félögunum í gær var dregið í 1. umferð á Evr- ópumótum félagsliöa í handknattleik og fór drátturinn fram í Vínarborg. Fjögur íslensk lið voru í hattinum í karlaílokki og sami íjöldi íslenskra Uða í kvennaflokki. íslandsmeistarar Vals drógust á móti dönsku meisturunum í Evrópu- keppni meistarahða og eiga Vals- menn að leika fyrri leikinn í Dan- mörku. FH leikur í Evrópukeppni bikar- hafa og verða mótheijar þess sló- venska liðið Prevent. Þar eiga FH- ingar einnig fyrri leikinn ytra. I Evrópukeppni félagsUöa drógust Selfyssingar gegn Gorache frá Slóve- níu og leika Selfyssingar fyrri leikinn á heimavelU. í borgakeppni Evrópu eiga Haukar fyrri leikinn á heimavelli gegn OUmpic frá Úkraínu. Fyrri leikimir verða dagana 8.-10. október og síðari viðureignirnar 15.-16. október. í Evrópukeppni meistaraliða í kvennaflokki leika Víkingar gegn Spor frá Tyrklandi. ÍBV leikur gegn franska Uðinu Gagny í Evrópu- keppni bikarhafa. I Evrópukeppni félagsliða leikur Fram gegn Baku frá Aserbaídsjan og í borgakeppni Evr- ópu leikur Stjarnan gegn Lublin frá Póllandi. Firma- og hópakeppni í knattspyrnu Firma- og hópakeppni Knattspyrnufélags Þróttar í knattspyrnu verður haldin helgina 20.-21. ágúst 1994. Stórglæsileg verðlaun 1. verðlaun: Ferð fyrir 6 með Flugleiðum, gullverð- laun, farandbikar og bikar til eignar. 2. verðlaun: Matur fyrir 8 á Veitingahúsinu Lauga- ási, Laugarásvegi, og silfurverðlaun. 3. verðlaun: Bronsverðlaun. Upplýsingar í síma/fax: 812817. Greyerkemurekki Steve Greyer, sem lék með Ak- urnesingum í úrvalsdeildinni í körfubolta á síöasta vetri, hefur gefiö Skagamönnum afsvar um að hann komi til íslands aö nýju. Greyer tók frekar tilboði frá liði í Portúgai. Skagamenn eru þegar farnir að iíta eftir erlendum leik- manni í stað Greyers. KStapaðifyrirHvöt Hvöt sigraði KS í 4. deildinní í gærkvöldi, 3-1. Sveinbjörn Ás- grimsson, Kristiim Guðmunds- son og Gísli Gunnarsson skoruðu fyrir Hvöt. Steingrímur Eiðsson skoraði fyrir KS. Þá vann Kor- mákur lið SM, 2-0, með mörkum þeirra Grétars Eggertssonar og Guðbjörns Konráðssonar. Effenberg til Gladbach Stefan Effenberg gekk í raðir þýska liðsins Borussia Munchengladbach í gær. Fiorent- ina mun leigja kappann til eins árs. Þess má geta að Effenberg byrjaði feril sinn hiá Gladbach, síðan hjá Bayern áöur en hann fór til Ítalíu. Ljubidcíbann Zoran Ljubicic, sem leikur með ÍBV í 1. deild, var í gær af aga- nefnd KSÍ dæmdur í eins leiks bann og leikur því ekki meö ÍBV gegn KR á laugardaginn kemur. Valgeir Baldursson hjá Stjörn- inni fékk einnig eins leiks bann. Valurleikurheima Valsmenn hafa horfið frá því að leika heimaleik sinn gegn Fram á Laugardalsvellinum á sunnudaginn kemur. Leikurinn veröur á Hlíðarenda og hefst klukkan 19. Leikir Þórs-ÍA og KR-ÍBV hafa verið færðir til laugardagsins kl. 14. ÚrsRt á Evrópumótinu Úrslit leikja í forkeppni Evr- ópumótsins í knattspyrnu í gær- kvöldi urðu þessi, um er aö ræða fyrri leiki liðanna, lönd liðamia í sviga: Teueta(AIb.)-Limasol(Kýp.) ..1-4 Romar (Lit.) - Solna (Svíþ.).0-2 Slavia (Tékk.) - Cork (írl.).2-0 Sofia (Bul.) - Ararat (Arm.).3-0 Minsk (H-Rúss.) - Hibs (Malt.) ..3-1 Tiblisí (Georg.) - Craiova (Rum)2-0 Fenerb. (Tyrk) - Touran (Azer).S-O Riga (Lettl.) - Aberdeen (Skotl.)O-O Honved (Ung.) - Zimbru (Mold.) Inter(Tékk.j - Anjalan(FinnÍ.j.0 3 Kaupmh.(Danm.) - Jazz (Finnl.)0-1 Odense (Danm.) - Flora (Eistl.)3-0 Valletta (Malt) - Rapid (Rúm.) ..2-6 Famagust (Kýp.) - Shumen (Búl.) Aarau(Sviss)- Mura(Slóv.).1-0 Aris (Grikk.) - Hapoel (fsrael)...3-l Götu (Færey.) - Trelleb.(Svíþ.). .0-1 Inter (Wales)-Katowice (Pól.)0-2 Portadown (N-ír) - Slovan (Sló) 0-2 Mothw. (Skot) - Havnar (Fær,) .3-0 Gornik (Pól.)-Rovers (írl.)7-0 Greven.(Lúx) - Rosenb. (Nor) ...1-2 Drazen Podunavac leikur hér á leikmann Linfield sem reynir að stöðva hann með ólöglegum hætti. Á innfelldu myndinni fagnar Hörður Magnússon marki sinu úr vítaspyrnu ásamt félaga sínum, Andra Marteinssyni. DV-myndir ÞÖK Forkeppni Evrópumóts félagsliða í knattspymu: Nægir FH eitt mark? - Linfield mátti þakka fyrir að sleppa úr Krikanum með 1-0 ósigur jón Kristján Sigurðsson skrifen FH-ingar unnu sinn fyrsta leik í Evr- ópukeppni í þriðju tilraun frá upphafi þegar Uðið sigraði norður-írska liðið Linfield á heimavellinum sínum í Kaplakrika í gærkvöldi. Eftir leikinn er þeirri spurningu ósvarað, sem ekki verður svarað fyrr en eftir síðari leik- inn í Belfast, hvort 1-0 sigur nægi. Þess- ari spumingu veltu margir fyrir sér eftir leikinn í gærkvöldi en hætt er við að viðure jgnin í Belfast verði FH-ingum öllu erfiðari. Sveiflur á milli heima- og útileikja í Evrópukeppni geta verið ótrúlega mikl- ar en með skynsamlegum leik eiga FH-ingar jafna möguleika og Linfield að komast áfram í 1. umferð. FH-ingar sýndu gestunum enga miskunn í gær- kvöldi og áttu nánast leikinn frá upp- hafi til enda. írska liðið var komið hing- að til lands með því hugarfari að verj- ast enda bar leikur þess svo sannarlega merki. Fyrir vikið fengu FH-ingar stór svæði úti á vellinum en þegar nær dró marki andstæðingsins voru flest svæði lokuð og áttu FH-ingar í mesta basli að finna glufur. Nokkrum sinnum skall hurð þó nærri hælum og máttu gestimir teljast heppnir að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik. Hörður Magnússon, Andri Marteinsson og Drazen Podunavac voru allir nálægt því að skora en smá- heppni skorti til að boltinn rataði í net- ið. FH-ingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og jókst sóknarþungi þeirra töluvert. Aður en markið kom varði markvörður írska liðsins meist- aralega skot frá Podunavac í horn. Á 65. mínútu í fyrirgjöf fyrir írska markið var ýtt á bakið á Andra Marteinssyni í skaUaeinvígi og dæmdi dómarinn um- svifalaust vítaspymu. Úr henni skoraði Hörður Magnússon með fóstu skoti en ekki munaði miklu samt að markvörð- urinn hefði hendur á boltanum. Leikmenn Linfield sýndu nokkra hörku og var tveimur leikmönnum hðs- Fyrsti útisigur í A - í E vrópukeppninni þegar liðið lagði Bangor, 1-2 Guðmundur Hilmarsson, DV, Bangor: íslandsmeistarar ÍA em nánast komnir með annan fótinn í 1. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu eft- ir 1-2 sigur á welska hðinu Bangor City í fyrri leik hðanna í forkeppni UEFA-keppninnar í Wales í gær- kvöldi. Með sigrinum brutu Skaga- menn blað í sögu félagsins á Evrópu- mótunum en þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli í Evrópukeppni frá upphafi. Skagamenn voru meira með knött- inn í fyrri hálíleik og héldu honum oft vel en leikmenn Bangor byggðu leik sinn á háum og löngum sending- um fram á sóknarmenn sína. Þessi leikaðferð welska liðsins gekk ágæt- lega upp til að byrja með og áttu stóm miðverðirnir Zoran Miljokovic og Ólafur Adolfsson í erfiðleikum með fljóta framherja Bangor í fyrri hálf- leik. Fyrsta marktækifærið sem eitt- hvað kvað að áttu leikmenn Bangor en þrumuskot frá einum leikmanna hðsins beint úr aukaspymu af um 25 metra færi lenti í markslánni. Síð- ar í fyrri hálfleik átti Bangor aðra slíka aukaspyrnu en Þórður Þórðar- son gerði vel að verja skotið í horn. Á 42. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var hinn ungi Kári Steinn Reynisson þar að verki. Hann fékk góða sendingu frá Ólafi Þórðarsyni, lék á einn varnarmann Bangor og skoraði með góðu vinstrifótarskoti af stuttu færi. Þetta var um leið fyrsta mark Kára fyrir meistaraflokk ÍA. Skagamenn hófu síðari hálfleikinn með látum og strax á 2. mínútu lá knötturinn í netinu. Eftir að mark- vörður Bangor hafði varið gott skot Ólafs Þórðarsonar í horn tók Harald- ur Ingólfsson homspymuna. Boltinn barst fyrir fætur Sigurðar Jónssonar í vítateignum sem hafði allan tíma til að taka boltann niður og skora með hnitmiðuðu vinstrifótarskoti. Tíu mínútum síðar minnkaði Bangor muninn. Eftir snöggt upphlaup liðs- ins barst sending inn í vítateig Skagamanna frá hægri og þar náði Frank Mottram að reka hausinn í boltann og þaðan fór hann í netið, 1-2. Skagamenn létu þetta mark ekki slá sig út af laginu. Þeir léku af yfir- vegun og skynsemi og maður hafði það á tilfinningunni að þeir gætu skipt um gír að vild. Þrátt fyrir nokkra pressu Bangorliðsins síðustu mínúturnar vom það leikmenn ÍA sem gátu bætt við marki eða mörk- um. Bjarki Pétursson kom frískur inn á sem varamaður og hann var í tvígang nálægt því að skora áður en portúgalski dómarinn flautaði til leiksloka. Lið ÍA sýndi á köflum ágæta takta í leiknum en einhvem veginn fannst manni það ekki leika á fuliri ferð. Liðið saknaði greinilega Sigursteins Gíslasonar og Alexander Högnason- ar, sem voru í leikbanni. Ólafur Þórðarson og Sigurður Jónsson, sem léku nú í fyrsta sinn saman í byrjun- arhðinu í sumar, vom bestu menn liðsins. Sigurður lék af yfirvegun og öryggi allan tímann og Ólafur var duglegur að skapa sér og öðrum marktækifæri. Vörnin var ótraust í byijun en fann sig ágætlega í síðari hálfleik. Haraldur Ingólfsson átti margar góöar rispur á kantinum og þeir Pálmi Haraldsson og Kári Steinn stóðu fyrir sínu. Skagamenn geta vel við unað eftir þennan leik þrátt fyrir að meira búi í liðinu. Leikir á útivöll- um í Evrópukeppni era erfitt verk- efni en Skagamenn leystu það vel og em með góða stöðu fyrir síðari leik- inn uppi á Skaga. Erekki búið „Ég get ekki verið annað en ánægður með mína menn. Við eram að byrja okkar keppnistímabil og því átti ég alveg von á að við lentum í einhverj- um vandræðum. Mörkin sem við fengum á okkur voru af ódýrari gerð- inni og það kostaði okkur tapiö. Mér fannst leikurinn í jafnvægi og ég hef alls ekki gefið upp alla von um að komast áfram,“ sagði Niegel Atkins, markvörður og þjálfari Bangor, við DV eftir leikinn. Verst að fá spjöldin „Ég er fyrst og fremst ánægöur með sigur á útivelh í Evrópukeppni. Leik- urinn var köflóttur. Við fórum var- lega þar sem við vissum lítið um þetta lið og sluppum tvisvar með skrekkinn í fyrri hálfleik. Fyrir utan mörkin sem við skoruðum fengum við 3-4 mjög góð marktækifæri. Það versta var að fá tvö gul spjöld (Miljkovic og Ólafur Adolfsson) og hleypa þeim inn í leikinn að nýju. Þessi sigur er gott veganesti í síðari leikinn," sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA, eftir leikinn. Getum meira „Þetta voru góð úrslit á útivelli en við spiluðum samt leikinn ekkert ofsalega vel og getum meira. Við vor- um of ragir enda fórum við út í hann alveg án vitneskju um þeirra lið sem var mjög slæmt. Framherjar þeirra voru að stríða okkur í fyrri hálfleik enda spiluðum við vitlaust á móti þeim, leyfðum þeim að snúa sér og komast fram fyrir okkur. Auðvitað var slæmt að vera með tvo lykilmenn út úr liðinu en í síðari leiknum koma þeir inn og þá getum viö vonandi sýnt okkar bestu hliðar og unniö góðan og öruggan sigur,“ sagði Sig- urður Jónsson við DV eftir leikinn. ins vikið af leikvell, fyrst Raymond Cambell og síðan undir lokin Gary Hay- lock. Þessir tveir leikmenn eru í hópi sterkustu manna liðsins og verða ekki með í leiknum í Belfast. Vonir FH-inga ættu að vænkast nokkuð við brotthvarf þeirra. FH-ingar komust næst því að bæta við marki þegar Þorsteinn Halidórsson átti hörkskot fyrir utan vítateiginn en skot hans hafnaði í stöng. FH-ingar léku mjög vel úti á velhnum og hefðu með smáheppni átt að skora 2-3 mörk til viðbótar. Andri Marteinsson, Ólafur Kristjáns- son og Hallsteinn Arnarson voru bestir FH-inga í annars jöfnu Uði. Ólafur Þórðarson, fyrirliði IA, var drjúgur fyrir sina menn og átti þátt í báðum mörkum liðsins. Skaga- menn unnu góðan sigur og eiga væntanlega nokkuð greiða leið í 1. umferð UEFA-keppninnar. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ Einn besti kylfingur heims telur sig hafa sigrast á krabbameini: „Hætti aldrei að hugsa um golfið“ Einn frægasti og besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Paul Azin- ger, hefur greinst með krabbamein og þessi snjalh kylfingur hefur svo sannar- lega ekki átt sjö dagana sæla undanf- ama níu mánuði. Hann greindist með krabbamein í hægri öxlinni. í kjölfariö fylgdi hefð- bundin geislameöferð sem haföi slæm áhrif á Azinger. Gífurleg ógleði og hár- missir ásamt ýmsum öðram fylgifisk- um geröu honum lífiö leitt en nú eru bjartari tímar framundan. Hann segist hafa sigrast á sjúkdómnum og þaö sem sé næst á dagskrá sé að taka upp þráð- inn og vinna sigur á golfmótum. Paul Azinger var mjög sigursæll í fyrra, vann þá meðal annars þrjá sigra á stórmótum. Síðan gerði krabbameinið vart við sig og framtíðardraumar kylf- ingsins voru í óvissu. Azinger segir aö hann hafi notið gífurlegs stuðnings vina sinna og nefnir þar kylfinga eins og Nick Faldo frá Bretlandi og Severiano Ballesteros frá Spáni. „Þeir skrifuðu mér báðir og sögðust vonast til að sjá mig aftur á golfvelhnum sem fyrst. Þeir sögðu að þeim líkaði vel að leika gegn mér og það er erfitt fyrir annan en mig að trúa því hve mikil upplyfting þessi bréf voru. Ég gaf aldrei upp vonina og hætti aldrei að hugsa um golfiö," segir Azinger. í lok hðinnar viku keppti Azinger á stórmóti atvinnumanna í Bandaríkjun- um og var það fyrsta mót hans í 9 mán- uði. Hann lék fyrsta hring á 76 höggum og annan á 70 höggum, tveimur undir pari, og sýndi þá aö hann hefur engu gleymt og verður án efa kominn í fremstu röð innan skamms. Paul Azinger. il „Ég var ánægður með leikinn hjá strákunum. Auðvitað hefði ég viij- að sjá 2-3 mörk til viðbótar. írska liöiö hugsaði fyrst og fremst um það að verjast. Við reyndum að draga þá framar á vellinum en það gekk ekki alveg nógu vel eftir. Ég hef innst inni trú á því að þetta mark nægi okkur en síðari leíkur- inn verður mjög eríiður," sagði Hörður Hilmarsson, þjálíari FH, við DV effir leikinn. „Viö fengum svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk, eitt mark í viðbót hefði gert mögu- leika þeirra að engu. Linfield er mun veikara en ég átti von á. Þeir veröa örugglega sterkari á heima- velli í Belfast og við komum til með að beijast vel í þeim leik,“ sagði Andri Marteinsson FH-ingur eftir leikinn. „Liðið lék eins og fyrir það var lagt. Við getum mun betur en þetta og það munum við sýna í síðari leiknum. í öllu falli verðum við ekki lengi að vinna upp 1-0 ósigur héma. FH-liðið var hvorki betra né verra en ég átti von á,“ sagði Trevor Anderson, þjálfari Linfield.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.