Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Skjáiftar i Kalrfomiu Tveir snarpir jarðskjálftar skóku íjallahéruð norðurhluta Kalifomíu í gær en ekkert mann- tjón varö og litlar skemmdir. Víija atk væðagreíðslu Repúblikanar á Bandaríkja- þingi vilja atkvæðagreiðslu um aögerðir á Haití. Innrás á næsta leiti Likur á inn- rás Banda- ríkjamanna í Haítí til að koma Aristide aftur til valda aukast dag frá degi og er deii- an orðin aö prófsteini á skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart lýöræðí. Kúbverjum hjargad Rúmlega 200 Kúbverjum var bjargað af fleyum sínum á leið tii Flórída. Ráðhefra rekinn Herstjórinn í Nígeríu rak dóms- málaráöherrann sem setti sig upp á móti atlögum gegn einstakl- ingsfrelsinu. Rætt um viðskiptabann Stórveldin sem vilja fá Bosníu- Serba til að fallast á frið ræða refsiaðgerðir Serbíu gegn grönn- um sínum. Friðarsamningur ræddur Jórdanir og ísraelsmenn halda áfram að ræöa fullan friðarsamn- ing milli ríkjanna. Forsetafrú með flokk Susana Higuchi, afsett forsctafrú i Perú, tilkynnti í gær að hún ætiaði að stofna stjórn- málaflokk til höfuðs eigin- manni sínum, Fujimori, forseta landsins. Ráðstefnu lýkur Mannijöldaráöstefnu SÞ lýkur í Kaíró í dag með samþykkt stefnumótunar næstu 20 árin. íupplausn Skæruliðahópurinn Skínandi stígur í Perú er í algerri upp- lausn. Vinstrimenn f astir fyrir Vinstrimenn á Ítalíu héldu í sæti sitt í aukakosningu til öld- ungadeildar þingsins. Ferðamaður skotinn Þýskur ferðamaður á skemmti- siglingu í New York var skotinn í öxlina í gær. Beturmáefdugaskal Walter Mondale, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, segir að Japanir verði að gera betur í við- skiptum milli landanna ef þeir ætla sér að sleppa viö refsiaðgerðlr. Látnirsyrgðir Msimdir komu saman í gær til að syrgja þá sem fórust með þotu USAir við Pittsburgh. VHaðumvandamál Bandarísk flugmálayfirvöld og framleiðandinn vissu að kný- vendar Boeing 737 þotna gátu valdið vandræðum. _ „ Utlönd Flugvél Franks Eugene Corder brotlenti á flötinni við Hvíta húsið í fyrrinótt. Brakið hrúgaðist upp við húsvegginn en ekki stafaði fólki bein hætta af flug- inu. Ofan við hrúguna á myndinni er ibúð forsetahjónanna. Þau voru hins vegar ekki heima. Ekkert sprengiefni var í flugvélinni og lítill eldur kviknaði. Nú er verið að rannsaka öryggisgæsluna við Hvíta húsið. Coroder er á innfelldu myndinni. Símamyndir Reuter Öryggisgæsla við Hvíta húsið 1 molum þrátt fyrir mikla tækni og tilburði: Vildi drepa forseta til að öðlast frægð - flugvélin sást á radar við forsetabústaðinn en enginn gerði neitt í málinu „Við vitum það helst um Frank Coroder að hann átti við geöræn vandamál að stríða og hefur að því er virðist ætlað sér að myrða forset- ann til aö fá athygli og öðlast frægð. Þetta er þekkt úr sögunni," segir háttsettur maður hjá bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI. Rannsókn stendur nú yfir á því hvemig brjálaöur maður á lítilli flug- vél komst í gegnum þéttriðiö öryggis- netiö við bústaö Bandaríkjaforseta. Vél hans brotlenti á grasflötinni viö Hvíta húsið og brakið hrúgaðist upp við vegginn undir íbúð forsetahjón- anna. Nú er upplýst að vélin kom fram á radar þegar hún nálgaðist húsið en engin skýring hefur fengist á því af hverju enginn hinna fjölmörgu ör- yggisvarða gerði nokkuð í máhnu. Flugmaðurinn hét Frank Eugene Corder. Hann var 38 ára gamall og Bill Clinton Bandarikjaforseti sýndi brotlendingunni við Hvíta húsið lítinn áhuga i gær og var farinn út að skokka í rauðabítið eins og vanalega. Hann býr þessa dagana í gestabústaðnum Blair House meðan verið er að gera við loftræstinguna í Hvíta húsinu. hafði um árabil átt við geðræn vandamál að stríða. Hann stal sér flugvél í Maryland í fyrrinótt og flaug henni til Washington. Corder haföi sjúklegan áhuga á flugvélum og hafði áður stoliö sér vél. Corder var flutningabílstjóri aö at- vinnu. Hann var nýskihnn við konu sína og átti við ofdrykkju að stríða. Bróðir Corders hefur upplýst að hann hafi sýnt flugi Mathiasar Rust til Moskvu mikinn áhuga og einu sinni sagt: „Svona á að gera til að láta taka eftir sér.“ Ekkert bendir til að um samsæri til að myrða forsetann hafl verið að ræða heldur að einn maður í sálar- hreppu hafi fundið upp á því að myrða hann. Forsetahjónin voru ekki heima og sakaði því ekki. Clint- on haföi raunar mjög takmarkaöan áhuga á málinu í gær og vildi sem minnst úr því gera. Reuter Hættulegt að sofa í Blair House: Líka reynt að drepa Truman í Bandaríkjunum er því trúað að sérstök álög hvíli á Blair House, gestabústað forsetaembættisins handan götunnar við Hvíta húsið. Árin 1948 til 1952 dvöldi Harry og Bess Truman í húsinu og gekk ekki andskotalaust. í nóvember 1950 réðst óður Puerto- ríkani þar inn og hugðist myrða for- setann. Truman slapp hins vegar ómeiddur en einn öryggisvarða hans lét lífiö og tveir særðust. Nú ganga fjöllunum hærra sögur um að forsetanum sé hætta búin sofi hann næturlangt í Blair House. Líkt og þegar Truman var þar er nú verið að gera við Hvíta húsið og því óbú- andi þar um tíma. Forsetahjónin áttu aö flytja inn á sunnudaginn en vegna tafa við við- gerðina varö að fresta heimkom- unni. Að öðrum kosti hefðu Clinton- hjónin vaknað upp við brothljóð við húsvegginnífyrrinótt. Reuter Brotlendingin við Hvíta húsið Eldf laugar á nálægum húsum Öryggisvörðum Bandaríkjafor- ur veriö komið fyrir loftvamabyss- seta hefur verið falið að sjá til þess um og eldflaugum. M.a. er hug- að enginn óboöinn gestur komi í myndin að verja Hvita húsið árás- námunda viö Hvita húsiö. Samt um úr lofti meö Stinger-loftvama- tókst Frank Eugene Corder að eldflaugum. fljúga flugvél sinni á húsiö. Ekkert þessara vopna var notað Öryggisverðir forsetans em þó ífyrrinótt. Árið 1974 brotlenti mað- vel vopnum búnir og eiga að geta ur þyrlu á lóð Hvíta hússins. Þá skotið niður öll loftför sem reyna var Richard M. Nixon þar viö völd. að nálgast bústað forsetans. Eftir þann atburð var öryggisgæsla ÞannigervitaðaðáHvítahúsinu við húsið aukin að mun en það sjálfu og þökum nálægra húsa hef- virðist koma fyrir htið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.