Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. : Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994. Alþýðubandalagið: Steingrímur J. í formanns- framboð -villtakaviðívor Steingrímur J. Sigfusson, þing- maður Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra, ætlar að gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím sem birtist í Akureyrar- blaðinu Degi í morgun. Steingrímur segir einnig að hann telji heppilegt að nýr formaður leiði Alþýðubanda- lagið í kosningabaráttunni næsta vor en til þess að svo megi verða þarf að flýta landsfundi svo að formanns- skiptin geti farið fram. Samkvæmt lögum Alþýðubanda- lagsins getur Ólafur Ragnar Gríms- son ekki verið formaður lengur en fram að næsta landsfundi. Við það hefur verið miðað að sá fundur verði næsta haust. Frændiráð- herrans neitar að svara „Ég viJ ekkert um þetta segja og held mér utan við þetta allt,“ sagði Hrafnkell Ásgeirsson, fyrrum lög- maöur í Hafnarfirði og náfrændi Guðmundar Árna Stefánssonar ráð- herra. Guðmundur Ámi réð þennan frænda sinn til tímabundinna starfa í heilbrigðisráðuneytinu meðan hann var heilbrigðisráðherra. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, staðfesti að Hrafnkell hefði unnið ákveðin verk- efm fyrir Guðmund Árna en kvaðst ekki vita hver þau hefðu verið. Hrafnkell væri ekki í störfum fyrir ráðuneytið nú. - sjá nánar á bls. 7 Loðnuveiðamar: Tveir þriðju kvótans eftir „Það eru allir bátar í landi enda ekkert að hafa. Menn eru orönir upp- gefnir á þessu,“ segur Þórður And- ersen, verksmiöjustjóri hjá SR mjöl á Siglufirði. Alls er búið aö veiða 205 þúsund tonn af loðnukvótanum sem er 636 þúsund tonn. SR-mjöl á Siglufirði hefur tekið á móti mestu magni eða 56 þúsund tonnum sem er ívið minna en á síðustu vertíð. Loðnuvertíð lýk- ur í mars en á áramótum verður kvótinn endurskoðaður. LOKI Hér sit ég fastur! Ég er ekki krati! Og ekki frændi GuðmundarÁrna! Eskiflörður: Hart deilt í bæjar- sljórn um kjör bæjarstjórans „Það er rétt að það var langur og strangur átakafundur um þetta mál. Ég er út af fyrir sig ekkert ósáttur við rúmlega 300 þúsund króna laun bæjarstjórans á mán- uði. En þegar menn eru sestir hér að til langframa tel ég óeðlilegt að fólk hafi svo gott sem frítt húsnæði til afnota," sagði Hrafnkell A. Jóns- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á Eskifirði. Hart var deilt og tekist á um rífleg kjör bæjar- stjórans á staðnum á bæjarstjórn- arfundi í siöustu viku. Fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í vor var uppi mikil gagnrýni á há laun og önnur kjör bæjarstjór- ans á Eskifiröi. Talsmenn allra flokkanna, sem buðu fram, höfðu uppi svardaga um að breyta þessu. Fyrir utan góð laun haíði bæjar- stjórinn einbýlishús til umráða sem hann greiddi fyrir 5 þúsimd krónur á mánuöi í húsaleigu. Raf- magns- og hitakostnað borgaöi bæjarsjóður. Við endurráðningu bæjarstjór- ans, eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor, var þessu breytt. Nú greiðir hann 5 þúsund krónur i húsaleigu og tekur að sér að greiða rafmagns- og hitakostnaðinn. En á móti er yfirvinnugreiðsla tU hans hækkuð sem nemur þeirri upphæð sem hann greiðir nú fyrir rafmagn og hita. „Það er rétt aö yfirvinnutímum bæjarstjórans var fjölgað en hvort þaö er nákvæmlega sem nemur rafmagns- og hitakostnaðí bæjar- stiórabústaðarins skal ég ekkert um segja. Það var nú allur gangur á þvi hveiju menn lofuðu í þessum efnum fyrir kosningar. En það verður aö standa við gerða samn- inga og taka svo málið til endur- skoðunar þegar þeir renna út,“ seg- ir Sigurður Freysson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sem myndar meirihluta á Eskifirði ásamt Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi. Bæjarsjóður Eskifjarðar keypti húsiö sem bæjarstjórinn býr í af dvalarheimili aldraðra fyrir 7 árum. Nú liggur fyrir að rekstrar- kostnaður hússins þessi 7 ár nemur 11 milljónum króna. Þar er um að ræða hita- og rafmagnskostnað auk mikils viöhalds. Gangbrautarvörður við Hliðaskóla i Reykjavik fylgir þremur nemendum yfir Hamrahlið og má fullyrða að þeir séu í öruggum höndum. Unga kynslóðin er sest á skólabekk á ný og fyrir ökumenn er vissara að fara með gát þegar ekið er framhjá skólunum því fjöldi skólabarna er á ferð. DV-mynd Brynjar Gauti Veöriöámorgun: Þurrtog kalt veður Á morgun verður hæg breytileg átt um sunnanvert landið en hæg vestlæg átt um norðanvert land- ið. Skýjað með köflum en þurrt. Kalt í veðri. Veöriö í dag er á bls. 28 Skóladeilan í Mývatnssveit: Afskiptum ráðuneytisins erlokið - segir fræöslustjórinn „Ég er starfsmaður menntamála- ráðuneytisins og ráðuneytið hefur lýst því yfir að afskiptum þess af máhnu sé lokið. Ég sé því ekki hvern- ig ég gæti beitt mér í þessari deilu," segir Trausti Þorsteinsson, fræðslu- stjóri á Norðurlandi eystra, um skóladeiluna í Mývatnssveit. Aðeins 3 börn af 23 sem búa í suður- sveit Skútustaðahrepps mættu í skólann í Reykjahlíð þegar kennsla hófst þar í gær og munu heimilis- ástæður hafa ráðið þar en ekki brest- ur í samstööu foreldranna. Eyþór Pétursson, sem er fulltrúi suður- sveitunga í skólanefnd Skútustaða- hrepps, segir að börnin mæti heldur ekki í skólann í dag og verið sé að skoða málið áfram. Eins og fram hefur komið snýst deilan um það að meirihluti skóla- nefndar hefur hafnað því að reka sel fyrir 1.-7. bekk að Skútustöðum fyrir böm úr suðursveitinni eins og gert var sl. vetur. Eyþór Pétursson segir að verið sé að brjóta lög á börnunum með allt-of löngum skólaakstri eigi þau að stunda nám í Reykjahlíð, enda þýði það að aka þurfi með þau sem lengsta leið eigi að fara um 90 km á dag. „Það er hægt að sýna fram á að aksturinn yrði miklu styttri en þetta með hagræðingu og 90 km talan er alveg út í hött. Með hagræðingu eins og t.d. þeirri að nota fleiri bíla við aksturinn verður aksturinn miklu styttri," segir Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri. Umsáturá Seyðisfirði Jóhann Jóhaimsson, DV, Seyöisfiröi: Fjöldi lögreglumanna sat um mjöl- skemmu SR-mjöls á Seyðisfirði í gær þar sem piltur á tvítugsaldri hélt til og hótaði að skaða sjálfan sig og aðra. Það var undir kvöld í gær sem lög- reglunni á Seyðisfirði var gert viö- vart að maður með haglabyssu væri í skemmu SR-mjöls og hefðu uppi hótanir. Samtals sátu fimm lögreglumenn frá Seyðisfirði og Egilsstöðum um skemmuna og var sérsveit lögregl- unnar í Reykjavík kölluð í viðbragös- stöðu. Systur piltsins og frænda tókst um síðir að tala um fyrir honum.svo hann gaf sig fram og varð því ekki þörf á komu sérsveitarinnar frá Reykjavík. Pilturinn sat í morgun í haldi lög- reglu. Flexello Vagn- og húsgagnahjól 1*o uisen Suðuriandmbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.