Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 17 Iþróttir Meistarakeppni íhandboltanum Keppnistímabilið í handboltan um hefst opinberlega annað kvöld með meistarakeppni HSÍ. Valur og FH mætast þá í Austur- bergí klukkan 20.30. Firmakeppni hjá Þrótturum Þróttur heldur firma- og hópa- keppni í knattspyrnu á Þróttar vellinum við Sæviðarsund á sunnudaginn kemur, 18. sept ember. í fyrstu verðlaun er ferð fyrir 6 með Flugleiðum, auk hefð- bundinna verðlauna, og í 2. verð- laun matur fyrir átta á veitinga- húsinu Laugaási. Þátttöku skal tilkynna í síma 81132<Xeöa 812817 (fax 811339). Forsalanhófst ímorgun Forsala aögöngumiða á Ieik ÍA og Kaiserslautern í UEFA-bik- amum í knattspymu i kvöld hófst á Laugardalsvellinum klukkan 11 í morgun. Forsala á Akranesi er í versluninni Akra- sport. Ráðstefna umfjármál íþróttafélaga íþróttasamband islands heldur ráðstefnu um íjármál íþróttafé- laga á sunnudaginn, 18. septemb- er, klukkan 10-16 í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Þar verða meöal axmars flutt erindi umfjár- mál íþróttahreyfingarinnar í Sví- þjóð og á íslandi og rekstur félaga á Akranesi, Stykkishóimi, ísafiröi, Vestmannaeyjiun og víð- ar. Þá munu fulltrúar Vifilfells og Austurbakka ræða um styrktaraðila og kröfur þeirra til félaganna. Ráðsteíhugjald er 1.000 krónur og innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að berast skrifstofu ÍSI fyrir fimmtudag. Ingvarvann styrktarmótið Ingvar Ágústsson sigraði á fyrsta mótinu til styrktar sveit Golfklúbbs Reykjavíkur vegna þátttöku í Evrópukeppni sem haldið var í Grafarholtinu á sunnudaginn. Ingvar fékk 40 punkta, Hermann Guðmundsson 38 og Guðrún Eiríksdóttir 38 punkta. Næsta styrktarmót verð- ur laugardaginn 24. september og er opiö öllum kylfingum. Popescu bíður atvinnuleyfis Rúmenski knattspymumaður- inn Gheorghe Popeseu gat ekki leikiö með sínu nýja félagi, Tott- enham, gegn Southampton í gær- kvöldi þar sem hann er ekki bú- inn að fá atvinnuleyfi í Englandi. Leiðréttstaða íldeildinni í stöðunni í 1. deildinni í knatt- spymu i gær var sú meinlega villa að þrjú stig vantaði hjá UBK. Rétt er staðan þannig: Akranes.16 12 3 2 29-8 36 FH...... Keflavik Valur... KR..... Fram. ÍBV.... Þór.... ....16 ....16 ....16 ....16 ....16 ....16 ....16 4 20-14 30 3 30-20 25 5 23-23 25 4 25-16 24 5 24-26 19 6 19-22 18 8 22-31 14 UBK.......16 4 Stjaman 16 2 2 10 18-34 14 5 9 16-32 11 Kaiserslautem eitt besta lið Þýskalands - talið líklegt til að veita Bayern harða keppni um meistaratitilinn Akurnesingar mæta þýska liðinu Kaiserslautern í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á Laugar- dalsvelli í kvöld. Akurnesingar etja þar kappi viö eitt sterkasta lið Þýska- lands en í liöi þeirra má segja að sé valinn maður í hverju rúmi. Þýska liðið er íslenskum knatt- spyrnuáhugamönnum aö góöu kunnt en ekki eru liðin nema tvö ár síðan liöiö lék gegn Fram í Evrópu- keppninni. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn í Reykjavík, 0-3, og útileik- inn, 0-4. Akurnesingar hafa sýnt það í gegn- um tíðina í Evrópukeppni að liðið sýnir andstæöingum sínum enga virðingu og er leikur þess viö hol- lenska liðiö Feyenoord í Reykjavík í fyrra enn í fersku minni. A góðum degi ætti Skagaliðið hiklaust að geta velgt þýska liðinu undir uggum svo að ekki sé talað um kröftugan stuðn- ing áhorfenda. Erfitt er að bera Andreas Brehrrie er frægasti leikmaður Kaisers- lautern. Hann hefur um langt > árabil leikið með þýska landsl- iðinu og tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn árið 1990 þegar hann skoraði sigurmark- ið gegn Argentínumönnum úrslitaleiknum. Skagaliðið í dag og það sem lagði Feyenoord að velli í fyrra saman efl liðið í dag hefur þó sýnt alla tilburöi til að leika stórgóöa knattspyrnu. Leikmenn innan um í hæsta gæðaflokki Kaiserslautern er að mörgum taliö það liö sem getur veitt Bayern Munchen hvað harðasta keppni um þýska meistaratilinn. Liðið styrkist mikið fyrir yfirstandandi tímabil og er talið að með þann mannskap í höndunum eigi liðið að geta gert góða hluti. Þekktasti leikmaður Kaisers- lautern er Andreas Brehme sem lék með þýska landsliðinu á HM í Banda- ríkjunum í sumar. Stefan Kuntz átti einnig fast sæti í landsliðinu og skor- aði sigurmark gegn Rússum í Moskvu á dögunum. Þriðji landsliðs- maöurinn er Martin Wagner sem vakti þó nokkra athygli með Þjóð- verjum á HM. Erlendu leikmennirnir í liðinu eru allir landsliösmenn. Fyrstan skal nefna Svisslendinginn Ciriaco Sforza, mikið efni sem ætlað er stórt verkefni hjá félaginu í framtíðinni enda ekki nema 24 ára gamall. Tveir Tékklendingar leika með liðinu; þeir Miroslav Kadlec, vamarmaður, og Pavel Kuka, eitilharöur sóknarmað- ur. Loks Pólverjinn Pjotr Nowak. Kaiserslautem er stöndugt félag og má í því sambandi nefna aö liðiö greiöir í vetur góða bónusa til leik- manna, þá mestu á meðal liða í þýsku Bundeslígunni. Skagamenn mæta Kaiserslautem i kvöld: „Verðum að sýna okkar allra sterkustu hliðar“ „Þetta verður að öllum likindum hörkuleikur enda mótherjinn ekki af verri endanum. Það er engin spuming um að við verðum að ná að sýna okkar allra sterkustu hliðar. Það er alltaf möguleiki og þetta mun ráðast á dags- forrainu. Við verðum að vera samstillt- ir í öfium aðgerðum og einnig heppn- inni. Ég er eklú svo íjarri því að Kais- erslautern væri með sterkara lið en Feyenoord sem við lékum á móti í íyrra,“ sagöi Ólafur Þórðarson, fyrir- liöi ÍA, viö DV í gærkvöldi. Skagamenn em að vonast eftir að geta stillt upp sínu sterkasta liðiö í kvöld gegn Kaiserslautern. Ólafur Adolfsson hefur verið meiddur und- anfarnar þrjár vikur og Zoran Milj- okovic meiddist í leiknum gegn KR um síðustu helgi. Þeir félagar era báðir á batavegi og átti að koma í ljós um há- degið i dag hvort þeir yrðu leikhæfir. Bjartsýni ríkti fyrir því í herbúðum Skagaliðsins. „Þjóðverjarnir eru mjög agaðir í leik sínum og segja má um liðiö að hver staða sé vel skipuð. Við munum sjá hvemig leikurinn þróast og að sjálf- sögðu munum við sækja þegar færi gefst. Ég hef trú að þetta gæti oröið skemmtilegur leikur. Það er samt al- veg-ljóst að við verðum að vera á tán- um frá upphafi til enda. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri eins og alltaf en þetta verður erfitt að allt verður að ganga upp. Það er alveg ljóst að viö verðum að fá góðan stuðning áhorf- enda og þeir munu ekki bregðast okk- ur frekar en fyrri daginn,“ sagði Ólafur Þóröarson. Á annaö hundrað stuön- ingsmenn með þýska liðinu Þýska liðiö kom til landsins eftir há- degið í gær með allt sítt besta liö. Þó var ekki talið víst að Martin Wagner myndi leika með liðinu í kvöld. Kais- erslautern lék ekkert í Þýskalandi um helgina. Liðið æfði ekkert i gær en þess í stað var létt æfing íyrir hádegið á Valbjarnarvelli. Með liðinu kom á annað hundrað stuðningsmenn svo þeir munu eflaust láta í sér heyra í Laugardalnum í kvöld. Leiknum verður sjónvarpað beint til Þýskalands. Knattspyrnufélag * IA- 1. FC Kaiserslautem Laugardalsvöllur kl. 20.00 13. september 1994 Ath. Akraborg fer frá Reykjavík kl. 22.30. (Íbúnamrbanki ÍSLANDS Taphjá Tottenham Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Tottenham tapaði á heimavelli fyrir Southampton, 1-2. Júrgen Klinsmann kom Totten- ham yfir á 6. mínútu með sínu sjötta marki á tímabiiinu en Matthew Le Tissier skoraði tví- vegis, það fyrra úr vítaspyrnu á 75. mínútu og í kjölfarið var ein- um varnarmanni Tottenham vik- iö af leikvelli og þaö síðara á síö- ustu mínútunni eftir herfileg mistök í vörn Tottenham. í kjölfar brottvikningar Sigurðar Lárussonar frá Þór: Láras farinn - Nói Bjömsson stýrir Þórsliðinu það sem efdr er móts Sigurður Lárusson var eins og greint var frá DV í gær látinn taka poka sinn sem þjálfari 1. deildar Þórs í knattspyrnu á sunnudaginn. Stjórn knattspymudeildar Þórs ákvaö aö leysa Sigurð frá störfum vegna slaks árangurs liðsins í sumar og mun Nói Björnsson, fyrrum leikmaður og fyrirliði Þórsara, stýra liðinu í þeim tveim- ur leikjum sem liðiö á eftir í 1. deildinni í ár. Lárus Orri Sigurðsson, sonur Sigurðar Lárussonar, sem verið hefur einn albesti leikmaöur Þórsara í sumar ákvaö 1 kjöl- farið á brottvikningu foöurs sína að hætta í félaginu og leikur hann ekki meö Þór þá tvo mikilvægu leiki sem eftir eru, gegn KR og Keflavík. „Ég spila ekki meira meö Þór og því veröur ekki breytt. Ég hef engan áhuga að spila með svona mannskap og stjórn sem vinnur svona aö málunum. Ég held aö menn ættu að reyna að líta aöeins í eigin barm áður en þeir skella skuldinni á aöra,“ sagöi Lárus Orri við DV í gær. „Nú tekur bara við að halda sér í formi fyrir U-21 árs landsleikina í haust og ætli maöur leiki sér bara ekki einn og fái aö æfa meö vinnufélögunum í löggunni." Lárus eftirsóttur Nokkur 1. deildar félög settu sig þegar í samband viö Lárus Orra í gær með það í huga að fá hann í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. „Þaö eru þónokkur lið búinn að tala viö mig en ég ætla ekkert að ákveöa mig fyrr en þetta mál hefur gengið yfir. Þaö er al- veg á hreinu að ég mun leika í 1. deildinni á næsta ári. Ekki með Þór heldur félagi fyrir sunnan,“ sagöi Lárus. Sigurður Lárusson, fráfarandi þjálfari Þórs, vildi ekki tjá sig um brottreksturinn þegar DV haföi tal af honum í gær. Fyrsti leikurinn á HM 7. maí ísland mun leika fyrsta leik sinn í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik sunnudaginn 7. maí 1995, ekki daginn eftir eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Mótherjinn verð- úr fulltrúi Ameríku, Kúba, Bandaríkin eða Brasilía. „Það verður glæsilegri byrjun fyrir okkur í keppninni að heíja hana á sunnudegi, heldur en mánudegi, því þá eiga fleiri möguleika á að fylgjast með leiknum, hvort sem er í Höll- inni eöa í sjónvarpinu," sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ. Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrsta mark Besiktas eftir aðeins tvær mínútur í 3-1 sigri á Adana Demirspor í tyrk- nesku 1. deildinni í knattspymu á sunnudaginn. Þetta var fjóröa mark Eyjólfs í ijórum fyrstu leikjunum en Besiktas er á toppnum, hefur unnið alla leiid sína og skorað 15 mörk gegn aðeins tveimur. Sama er að segja um Galatasaray og Fenerbache sem eru með 12 stig eins og Besiktas. ACMilanán tíu leikmanna Evrópumeistaramir AC Milan verða án 10 leikmanna þegar þeir heíja meistaravörnina gegn Ajax i Amsterdam, í fyrsta leik riðla- keppninnar annað kvöld. Þeir Demetrio Albertini, Mauro Tas- sotti, Cristian Panucci og Daniele Massaro eru allir í leikbanni og Marcel Desailly, Alessandro Costacurta, Stefanio Eranio, Dej- an Savicevic, Marco Simone og Marco Van Basten eru meiddir. Fimmtán leikmenn eruíleikbanni Alls taka 15 leikmenn út bann í leikjum Evrópukeppni meist- araliða annað kvöld. Auk Milan- mannanna má nefna Eric Can- tona hjá Manchester United, sem tekur út fyrsta leikinn af fjórum, spænsku landsliðsmennina Jose Bakero, Alberto Ferrer og Miguel Nadal hjá Barcelona og Benfica- leikmennina Carlos Mozer, Joao Pinto og Paulo Madeira. Margirstórleikir eruannaðkvöld Sextán lið em eftir í Evrópu- keppni meistaraliða og leika þau í fiórum riðlum, heima og heim- an, fram í desember, og síðan komast tvö lið áfram úr hverjum riöli, Leitómir annað kvöld em Manchester United-Gautaborg, Barcelona-Galatasaray, Dinamo Kiev-SpartakMoskva, Paris SG- Bayern Munchen, Hajduk Split- Benfica, Anderlecht-Steaua, Austria Salzburg-AEK Aþena og Ajax-AC Milan. meðíkvöld Newcastle topplið ensku úr- valsdeildarinnar mætir belgiska liðinu Antwerpen í 1. umferð UEFA keppninnar í knattspymu í Belgiu í kvöld. Öllum á óvart mun Peter Beardsley verða tóár í slaginn aðeins þremur vikum eftir að hann kinnbeinsbrotnaði og sagöist Kevin Keegan, stjóri liðsins, ætla að tefla Beardsley fram í leiknum. Stuðningsmanna- klúbbur hjá Val Valsmenn hafa ákveðið að stofna stuðningsmannaklúbb sem hefur fengiö nafnið, „Alvöru menn“. Stofnfundur verður hald- in á fimmtudaginn klukkan 20 í Valsheimilinu og em allir Vals- menn hvattir til að mæta. Blóðtaka hjá kvennaliði Vals: Fjórar hættar Kristín Arnþórsdóttir með dóttur sina Ástu Eir, Bryndís Valsdóttir, Kristín Briem og Ragnheiöur Víkingsdóttir með Heiðu Dröfn, dóttur sína, í fanginu tyrir utan iþróttahús Vals í gærkvöldi, augljóslega sáttar við að hætta knattspyrnuiðkun. DV-mynd Sveinn Bryndís Valsdóttir, Kristín Arn- þórsdóttir, Kristín Briem og Ragn- heiður Víkingsdóttir, sem allar leika knattspyrnu með meistaraflokki Vals, ætla aö leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Stöllurnar fiórar em allar mjög leikreyndar og hafa skipað kjarnann í liði Vals í rúman áratug. Samtals hafa þær leitóð vel yfir fimm hundrað leiki í 1. deild og skoraö í þeim tæplega 200 mörk. Ragnheiður Víkingsdóttir er leikja- hæsti leikmaður 1. deildar kvenna frá upphafi, hefur leikið 184 leiki og 9 kvennalandsleiki. Hún varö ís- landsmeistari í skvassi 1992 og hefur hug á aö snúa sér að því aftur. „Þaö er kominn tími til aö gera eitthvað annaö, fara í útilegu meö fiölskyld- unni og eiga sumarfrí, svo heillar skvassið og ég ætla að byrja aftur í því í haust,“ sagði Ragnheiður Vík- ingsdóttir. Kristín Briem er á leið til Detroit í Bandaríkjunnum. „Maðurinn minn er farinn tii Detroit í skóla og ég á von á að fá starf þar sem sjúkraþjálf- ari. Ég ætla að reyna að komast að hjá einhverju liði þarna en kvenna- knattspyrna er mjög hátt skrifuð í Bandaríkjunum," sagði Kristín Briem í samtali við DV. Kristín Arnþórsdóttir segist vera hætt en það gæti þó verið erfiöleikum bundiö. „Ég er hætt en verð þó enn að einbeita mér að öðrum verkefn- um,“ sagði Kristín, en Logi Ólafsson landsliðsþjálfari kallaði hana á æf- ingu nú um helgina. Það gæti því fariö fyrir Kristínu eins og Ástu B. Gunnlaugsdóttur að þær ljúki ferli sínum með landsleikjum í haust. Bryndís Valsdóttir hefur verið einn besti framherji kvennaknattspyrn- unnar um árabil. „Ég var búin að ákveða að hafa þetta síðasta árið en það getur náttúrlega kannski eitt- hvað gerst - en ég held samt ekki. Þetta er búið að vera hálfgerð skylda á manni, æfingum hefur fiölgað mik- ið frá því sem áður var og mig er farið að langa til að gera eitthvaö annað þó ektó væri annaö en aö fara í bíó án þess aö koma beint af æf- ingu,“ sagði Bryndís Valsdóttir sem ásamt þremur ööram stöllum sínum úr Val er hætt knattspyrnuiðkun í bili aö minnsta kosti en þær sögöu þó allar aö drottningalið eldri leik- manna Vals heillaði. Stjarnan fær öf lugan Rússa - heims- og ÓL-meistari meö 100 landsleiki að baki Stjömumenn, sem á dögunum tryggöu sér sigur á opna Reykja- víkurmótinu í handknattleik, munu tefla fram rússneskum landsliösmanni í vetur. Sá heitir Dimitri Filipov, 25 ára gamall, horna- og miðjumaður sem hefur leitóð með einu sterkasta félags- liði heims, rússneska liðinu Krasnodar. Hann á að bató 100 landsleitó með Rússum og er heims- og ólympíumeistari með rússneska landsliðinu. Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjömunnar, og Magnús Ándrés- son, aðstoðarmaður hans, voru í Þýskalandi um helgina til aö fylgjast með Filipov en þar var hann í æfingabúðum meö rúss- neska landsliðinu. Gengið var frá munnlegum tveggja ára samn- ingi viö leikmanninn og er hann væntanlegur til landsins í dag og leikur sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið mætir Haukum í fyrstu umferð 1. deild- arinnar miövikudaginn 21. sept- ember. „Við væntum mikils af þessum leikmanni sem er mjög öflugur, bæöi góöur varnarmaður og hraðaupphiaupsmaöur og mitóll spilari sem kemur öruggtega til með aö styrkja lið okkar. Hann getur spilað í horni, fyrir utan og á miðju og hann leysir allar þijár stöðurnar okkar,“ sagði Viggó við DV í gær. Stjarnan hefur misst þrjá leik- menn sem léku með liðinu frá síðasta ári. Patrekur Jóhannes- son er genginn í raðir KA manna, Hilmar Hjaltason í Fram og Haf- steinn Bragason er á leið í nám erlendis. I stað þessara leik- manna fá Stjörnumenn Rússann Filipov og Jón Þórðarson frá Breiöablitó. Knattspyrnufélagið Þróttur Knattspyrnuþjálfari óskast fyrir 3. flokk karla. Umsóknum og meðmælum skal skila til skrifstofu Þróttar, Holtavegi 11, fyrir föstu- daginn 16. sept. Unglingaráð GLIMUDEILD Æfingar byrja þarin 13. septemb- er í íþróttasal Austurbæjarskóla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00 til 20.30 og föstudaga kl. 18.00 til 19.50. Æf- ingagjöld kr. 3.000 fyrir unglinga og kr. 5.000 fyrir fullorðna. Ungir sem gamlir velkomnir til iðkunar á alíslenskri íþrótt. Iþróttir BoltagjöfDV: Sigursteinn langefstur Sigursteinn Gíslason er sem fyrr með ömgga forystu í „bolta- gjöf DV“ í 1. deildinni í knatt- spyrnu. íþróttafréttamenn og fréttaritarar DV gefa leikmönn- um 0-3 bolta í einkunn fyrir frammistöðu sína í leikjum, einn fyrir að leika vel, tvo fyrir aö leika mjög vel og þrjá fyrir frá- bæran leik. Sigursteinn hefur fengið 22 bolta í 16 leikjum en næstur kem- ur Guðmundur Benediktsson hjá Þór með 17 bolta í 15 leikjum. Þessir leikmenn hafa fengið flesta bolta hjá hverju liði fyrir sig: Boltar Leikir Akranes SigursteinnGíslason 22 16 Þórður Þórðarson 11 15 Haraldurlngólfsson 11 16 ÓlafurÞórðarson 10 12 ZoranMiljkovic 10 15 FH Stefán Amarson 13 16 Hallsteinn Arnarson 8 12 PetrMrazek 8 16 Ólafur Kristjánsson . 7 16 DrazenPodunavac........ . 6 14 Keflavík Kristinn Guðbrandsson .12 15 RagnarMargeirsson .12 15 Gunnar Oddsson .11 16 MarkoTanasic . 7 16 Ragnar Steinarsson . 7 16 Valur Eiður S. Guðjohnsen .13 16 Kristján Halldórsson . 9 16 GuðniBergsson . 8 14 DavíðGarðarsson . 7 15 Lárus Sigurðsson . 7 16 KR Daöi Dervic .10 15 KrisfiánFinnbogason... . 9 15 Tómas Ingi Tómasson... . 8 16 JamesBett , 7 13 RúnarKristinsson . 7 15 Fram Birkir Kristinsson ,12 16 Kristinn Hafliöason.. .11 16 HelgiSigurðsson .10 16 HólmsteinnJónasson.... . 9 16 Gaoti Laxdal . 7 15 ÍBV Friðrik Friðriksson .14 16 Heimir Hallgrímsson .11 14 Dragan Manojlovic .10 14 Steingrímur Jóhanness 9 16 Nökkvi Sveinsson 6 13 Þói GuðmundurBenediktss .17 15 Lárus Orri Sigurðsson... .11 15 ÓlafurPétursson... . 9 15 JúlíusTryggvason.......... . 8 16 Bjami Sveinbjömsson.. . 5 16 Breiðablik AmarGrétarsson .13 15 RastislavLazorik .12 15 KristóferSigurgeirsson ..10 15 HákonSverrisson 5 16 HajmdinCardaklija 4 4 Stjarnan Goran Micic 9 13 RagnarGíslason . 9 14 Sigurður Guðmundsson 9 15 LúðvikJónasson 8 14 BaldúrBjarnason 7 14 Markskotin: I sérflokki KR og Akranes hafa átt lang- flest markskotin í 1. deildinni í sumar. Kefivikingar eru hins vegar með bestu nýtinguna á sín- um markskotúm. Staðan í „Skot- deildinni" er þannig, fiöldi og nýting: KR................204 12,3% Akranes...........203 14,3% ÍBV...............163 11,7% Breiðablik........163 11,0% Þór...............162 13,6% Valur.............161 14,3% Keflavík..........155 19,4% FH................152 13,2% Fram..............151 15,9% Stjaman...........146 11,0%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.