Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 15 Þræðir framsóknar og krata Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra úr Alþýðuflokki, og Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavík, hafa ritað athyglisverðar og keim- líkar greinar í DV síðustu vikur. Kunna þær að vera til marks um aukin tengsl milii flokka þeirra og viðleitni til að búa i haginn fyrir stjómarsamstarf þeirra. Össur og Finnur vilja eiga sinn hlut í sigri R-listans. Báðir vilja þeir hlut Jóhönnu Sigurðardóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar sem minnstan. Þeir eru báðir með hug- ann við samsæriskenningu um samstarf Sjálfstæðisflokks og AI- þýðubandalags 1994, sem byggist á Morgunblaðsgrein frá 1979. Loks líta þeir báðir þannig á, að persónu- legur metnaður ráði öllu um af- stöðu þeirra, sem taka virkan þátt í stjómmálum. Kjallaiinn Björn Bjarnason alþingismaður „Hvemig væri fyrir vinstrisinna að hætta að rífast innbyrðis og segja okk- ur, hvað fehst 1 félagshyggjunni?“ Samstarf í gerjun Séu greinar þeirra Össurar og Finns lesnar með tilhti til þess, hvemig þeir túlka sjónarmið ann- arra, hlýtur að mega álykta, að þeir vilji stofna til samstarfs Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks, ef til vill með stuðningi Kvenna- lista en alls ekki Jóhönnu Sigurð- ardóttur eða Ólafs Ragnars. Finnur Ingólfsson telur sér skylt að vara ungt fólk við, þegar hann útlistar hugarburð sinn um brú milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags. Hann gerir það m.a. með vísan til afturhalds. Mesta aft- urhaldsstjóm síðan 1904 er einmitt samstjóm framsóknar og krata á fjórða áratugnum. Við súpum enn seyðið af henni. Hver á Röskvu? Vinstrisinnaðir stjómmálamenn sýnast vera komnir í reiptog um eignarhald á Röskvu. Þar er um að ræða félagsskap háskólastúdenta, sem hingað til hefur ekki tekið þátt í flokkapólitík. Endurtekin skrif, um að Röskva sé hlynntari einum vinstri flokk- anna en öðrum, kalla á yfirlýsingu forráðamanna félagsins. Varla telja þeir virðingu félagsins samboðið að vera einhvers konar herfang, sem rifist er um í blaðagreinum. Þess vegna ber það enn vott um litla pólitiska söguþekkingu Finns Ing- ótfssonar, að hann skuli líta á tengsl við Ólaf Ragnar sem samstarf við fulltrúa sovétkommúnismans. Sovétkommúnisminn Deilur vinstrisinna era þess eðlis, að þeir, sem ekki hafa hagsmuna að gæta, eiga að sjálfsögðu að halda sig í sem mestri fjarlægö. Skrif þeirra Össurar og Finns um brúarsmíði milh Sjálfstæðisflokks og Allþýðubandalags era tilraun að þeirra hálfu til að koma höggi á formann Alþýðubandalagsins, Olaf Ragnar Grímsson. Þess vegna ber það enn vott um litla pólitíska söguþekkingu Finns Ingólfssonar, að hann skuli lita á tengsl við Ólaf Ragnar sem samstarf við ftilltrúa sovétkommúnismans. Innan Al- þýðubandalagsins era það einmitt arftakar gæslumanna sovétkomm- únismans, sem era í andstöðu við Ólaf Ragnar. Hvað er félagshyggja? Við heyrum hvað eftir annað tal- að um nauðsyn þess, að félags- hyggjufólk sameinist. Málgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, auglýsir sig sem félagshyggjublað. Ólafur Ragnar, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Össur Skarphéðinsson og Finnur Ingólfsson h'ta öll á sig sem talsmenn félagshyggjunnar. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, telur sameiningu vinstrisinna sögulegt pólitískt hlut- verk sitt. Hvemig væri fyrir vinstrisinna að hætta að rífást innbyrðis og segja okkur, hvað felist í félags- hyggjunni? Björn Bjarnason Ný lög um grunn- og framhaldsskóla Mig rámar í að hafa einhvers staðar lesið að þegar kommúnistar í Rússlandi vora búnir að koma efnahag landsins á kaldan klaka hafi þeir reynt að bjarga málunum með því að setja lög þess efhis að fátækt skyldi bönnuð. Og þegar ís- lenska ríidð er í þann mund að koma skólakerfinu á kaldan klaka dettur ráðamönnum það snjallræði í hug að setja ný lög. Það er meira að segja búið að semja nýtt frum- varp til laga um framhaldsskóla og drög að framvarpi til nýrra grunn- skólalaga. Þessi framvörp hljóma svo sem ekkert mjög illa. Helst er á þeim að skilja að ráðamenn vilji færa íslenska skólakerfið í svipað horf og það danska. Kennslan skorin niður Undanfarin ár hafa íslensk stjómvöld lagt nýjar skyldur á skólana en dregið um leið úr fjár- framlögum til þeirra. Sem dæmi má nefna að framhaldsskólar hafa þurft að taka við æ sundurleiiari hópi nemenda, þ.á m. nemendum sem þurfa sérkennslu. Þeir hafa líka orðið að taka upp greinar eins og tjáningu þar sem kennsluhópar verða að vera fámennir. Á sama tíma hefur ríkið skorið kennsluna niður þannig að nú greiðir það um 10% færri kennslustundir á hvem nemanda en fyrir 15 árum. Laun kennara hafa líka farið lækkandi KjáUaiiim Atli Harðarson kennari svo það hefur orðið æ erfiðara að fá duglegt og vel menntað fólk til starfa í skólunum. Ef yfirvöld vilja taka Dani sér til fyrirmyndar í skólamálum ættu þau ef til vfil að spara sér miklar lagasetningar en minnast þess að Danir verja 28% hærra hlutfalli af landsframleiðslu til menntamála heldur en íslendingar. Að öllu jöfiiu ættu íslendingar þó að verja stærri hluta tekna sinna til mennt- unar en Danir því böm og ungling- ar era hlutfallslega fleiri hér en þar. Telji yfirvöld að kennarar í Dan- mörku skili betra verki en starfs- bræður þeirra hér þá mega þau rifja upp að dagvinnulaun fram- haldsskólakennara þar era um 280% (já næstum þrefalt) hærri en hér svo auðvelt er að fá hæfa menn til starfa og þeir þurfa ekki að vinna yfirvinnu og sitja yfir verk- efnum fram eftir kvöldi til að eiga fyrir salti í grautinn. Skólarnir ekki nógu góðir Vissulega vantar nokkuð á að ís- lenskir skólar séu nógu góðir. En þá vantar ekki meira af lögum. Það er nóg til af svoleiðis pappír og dæmi Rússa ætti að hafa kennt mönnum að það er ekki hægt að leysa raunveruleg vandamál með einum saman fagurgala og gildir þá einu hvort sá fagurgali heitir lög, reglugerðir, samþykktir eða ályktanir. Ef stjómvöld vilja í al- vöra bæta skólana geta þau hafið umbótastarf nú þegar við gerð næstu fjárlaga. Strandi umbætum- ar á einhverjum ákvæðum gildandi laga þá, og þá fyrst, er mál til kom- ið að breyta þeim. Séu hins vegar ekki til peningar til þess að reka hér sams konar skóla og í Dan- mörku þá eiga menn að gangast við þvi og gera sér raunhæfar hug- myndir um hvað hægt er að gera fyrir þá peninga sem til era. Fyrir það fé sem skólamir hafa fengið undanfarin ár er ekki hægt að framfylgja gildandi lögum með sómasamlegum hætti og reka 10 ára grannskóla og framhaldsskóla fyrir aUa í 9 mánuði á ári. Enn síð- ur er hægt að framfylgja ákvæðum hinna nýju lagafriimvarpa. Fyrir þetta fé er ef til viU hægt að reka 8 ára grunnskóla og bjóða upp á einhveija framhaldsmenntun fyrir svo sem eins og tvo þriðju hluta hvers árgangs. Atli Harðarson „Laun kennara hafa lika farið lækk- andi svo það hefur orðið æ erfiðara að fá duglegt og vel menntað fólk til starfa iskólunum.“ Meðog ámóti Almennar prestskosningar Steingrímur Ingv- arsson, form. sókn- am. á Seifossi. Ekki slæmt fyrir- komulag „Ef fjórð- ungur sókn- arbarna ósk- ar eftir kosn- ingum á hann rétt á að þær fari fram. Við í sóknamefnd Selfosskirkju höfðumaidrei nema gott eitt um það að segja í sjálfu sér. Venjulega hafa persónulegar kosningar, hvort sem það er t.d. um presta eða forseta, farið úr böndum. Hins vegar var það ekki í þessu tiMki á Selfossi. Kosn ingabarátta fór mjög vel fram, af mikilli prúömennsku, og öUum hlutaðeigandi til sóma. Ég þakka þaö fyrst og fremst því hvað þama vora miklir öndvegismenn í kjöri. Ef við hefðum alltaf tryggingu fyrir því að prestskosningar færu vel fram þá er þetta ekki slæmt form til að velja presta. Kosning- amar era hins vegar orðnar slæmar ef menn verða gjörsam- lega ærulausir eftir þær. Þvi var ekki til að dreifa á Selfossi. Jafnframt var ég mjög ánægður yfir kjörsókninni. Þar sem hér var um prúðraannlega baráttu að ræða átti ég von á minni kjör- sókn. Þannig að ég get ekki annað sagt en að hér hafi í aUa staði tekist vel til.“ Hábölvað fyrir- komulag „Það liggur fyrir aö meirihluti prestastéttar- innarvillekki taka það vald frá söfnuðin- um að sókn- amefndin vefii prest með cinhveij- um hætti. Min persónulega skoðun er sú að það mæU mikið með þvi að söfii- uðimir vejji prestinn úr hópi umsækjenda. Það er alveg ljóst að það þarf að lagfæra það kerfi sem nú er þannig að meira tillit sé tekið til faglegra sjónarmiða en gert er. Taka þarf tillit til menntunar og starfsreynslu og hvemig menn hafa reynst. Þessu þarf að koma með einhveijum hætti í fastar skorður fyrir sókn- amefndimar. Mér finnst það skipta verulega miklu máfi að söfnuðimir hafi með það að gera hvem þeir kaUa sem prest Hins vegar er ég algjör andstæöingur almennra beinna prestskosninga. Það er hábölvaö fyrirkomulag. Prestar hafa hreinlega ekki efhi á því. Þess vegna er það sorglegt að almenn- ar prestskosningar eins og á Sel- fossi eigi sér stað með öUum þeim fjárútlátum og hasar sem fýlgir. Þó hef ég trú á að aUt hafi farið vel fram á Selfossi því þetta era aUt saman ágætir menn sem þar áttu hlut að máli.“ Geir Waage, for- maóur Prestafélags islands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.