Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 Iþróttir unglinga Norðurlandamót unglinga í frjálsum: Sveinn með met í 1500 metrunum - og Sunna Gestsdóttir meðai bestu spretthlaupara Norðurlanda Sveinn Margeirsson, UMSS, 16 ára, setti unglingamet i 1500 metra hlaupi, 4:01,49 mín., sem er besti árangur íslendings i ár. DV-myndir Hson Noröurlandamót unglinga í frjáls- um íþróttum fór fram í Huddinge, Stokkhólmi, 3.-4. september. Mótið er fyrir unglinga undir 20 ára. íslend- ingar kepptu í samvinnu viö Dani og var einn keppandi frá hvoru landi í hverri grein. Tveir keppendur voru í hverri grein frá hinum Noröurlönd- unum. Tvö íslensk met sáu dagsins ljós. Árangur íslensku keppendanna Sveinn Margeirsson, 16 ára, setti sveinamet í 1500 m hlaupi, hljóp á 4.01,49 mínútum og bætti gamla met- iö sitt um 7 sekúndur. Þetta er jafn- Sunna Gestsdóttir, USAH, 18 ára, er meðal bestu spretthlaupara Norðurlanda, u-20 ára. framt besti árangur íslendings á þessu ári. Ljóst er aö Sveinn er efni- legasti milhvegalengdahlaupari okk- ar um þessar mundir og stutt í aö hann hlaupi undir 4 mínútum. Hitt metið setti unghngasveit karla í 4x100 m boðhlaupi, 42,27 sek. Þeir voru aðeins um 0,5 sek. frá íslands- metinu í karlaflokki, sem er 41,6 sek. Gamla unglingametiö var 43,32, frá 1988. Sveitina skipuöu þeir Ólafur Traustason, FH, Haukur Sigurðsson, Armanni, Bjarni Traustason, FH, og Jóhannes Már Marteinsson, ÍR. Sunna Gestsdóttir, 18 ára, USAH, sannaði það á þessu móti að hún er meðal bestu spretthlaupara Norður- landa u-20 ára, þrátt fyrir að hún eigi 2 ár eftir í þessum aldursflokki. Sunna varð 2. í 100 m, 12,18 sek., 3. í 200 m, 24,62 sek. og í 4. sæti í lang- stökki, 5,74 m. Vala Flosadóttir stekkur 3,30 m í stangarstökki Vala Flosadóttir, 16 ára, varð í 3. sæti í hástökki, 1,74 m, sem er ein- stakt afrek hjá yngsta keppandanum í greininni. Hún hafnaði í 3. sæti vegna fleiri tilrauna. Þessi árangur er jafn hennar besta. Vala hefur búið í Lundi í Sviþjóð sl. tvö ár og byrjaði að æfa hástökk af krafti fyrir aðeins rúmlega ári. Þess má og geta að hún hefur æft stangarstökk hjá pólskum þjálfara og á best 3,30 metra. Jóhannes Már Marteinsson, ÍR, undirstrikaði góðan árangur sinn í 100 metrunum í sumar með því að ná 3. sætinu og sigra stráka sem áttu betri tíma en hann fyrir mótið. Jó- hannes fékk tímann 10,93 sek. Hann varð í 7. sæti í 200 m á tímanum 22,81 sek. Umsjón Halldór Halldórsson Ómar Kristinsson stórbætti sig í 400 m hlaupinu, 49,71 sek., átti áður best 51,20 sek. Hann var með í 4x100 m boðhlaupinu ásamt 3 Dönum og varð sveitin í 4. sæti á tímanum 3:14,91 mín. Bjarni Traustason, FH, hljóp 110 m grind á 15,79 sek. og varð í 7. sæti. Hann varð og í 8. sæti í langstökki, með 6,61 metra. Sólveig Bjömsdóttir hijóp 100 m grind á 14,62 sek. og varð í 6. sæti. í 4x400 m boðhlaupi kvenna varð íslensk/danska sveitin í 3. sæti á tím- anum 3:47,33 mín. Sveitina skipuðu þær Guðlaug Halldórsdóttir, Louise Klostergard, Camilla Voigt og Sunna Gestsdóttir. Guðlaug Halldórsdóttir hljóp 400 m á 58,84, sem er besti árangur hennar. Hún varð í 7. sæti. Jón Steinsson hljóp 800 m á 1:58,32 mín., sem er persónuleg bæting og varð í 8. sæti. Laufey Stefánsdóttir, Fjölni, hljóp 1500 metrana á 4:53,14 mín. og varð í 7. sæti. í 800 m hlaupi varð hún í 8. sæti á tímanum 2:19,19 mín. Magnús Hallgrímsson, HSK, varð í 8. sæti í hástökki, 1,90 metra. Sigmar Vilhjálmsson, UÍA, kastaði spjóti 55,92 m og varð í 8. sæti. Hanna L. Ólafsdóttir hafnaði í 8. sæti í kringlukasti, 37,58 metra. í 4x100 m boðhlaup kvenna varð íslenska sveitin í 5. sæti (Rakel, Guð- laug, Sólveig og Sunna). í 3000 m hlaupi varð Guðmundur Þorsteinsson í 8. sæti á timanum 10:08,62 mín. Rakel Tryggvadóttir varð í 8. sæti í þrístökki, 10,64 metra. Tómas Grétar Gunnarsson stökk 4 metra í stöng og hafnaði í 7. sæti. Vigdís Guðjónsdóttir varð í 7. sæti í spjótkasti, 43,70 metra. Islenska liðið ungt Þess má geta að aðeins fjórir af 19 keppendum íslands verða 20 ára á þessu ári. Það þýðir að 15 keppenda eru gjaldgengir á næsta ári en þá fer mótið fram í Finnlandi. íslenski hóp- urinn er sá fjölmennasti sem farið hefur á Norðurlandamót unghnga til þessa. Þjálfarar unglingalandshðsins í þessari ferð voru þau Egih Eiðsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Reykjavíkurmeistarar KR í 6. flokki 1994 B-lið KR er Reykjavikurmeistari 1994. Liðið er þannig skipað, aftari röð frá vinstri: Björn Victorsson aðstoðarþjálfari, Björn Þorvaldsson, Stein- grímur Birgisson, Ólafur Páll Johnson, Ingvar Örn Ákason, Hilmar Guð- jónsson og Þormóður Egilsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Magnús Gíslason, Jóhannes Páll, Sigurður P. Magnússon, Garpur Ingason, Elm- ar Johnson og öm Arnaldsson. C-lið KR sem er Reykjavíkurmeistari 1994. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Ingi Einarsson, Jökuil Ingason, Ágúst Már Gröndal, Jónmundur Grétars- son, Kristján Einarsson og Bjöm Victorsson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Eyþór Páll Ásgeirsson, Pétur Oddbergur Heimisson, Vilhjálm- ur A. Þórarinsson, Magnús Már Hrafnsson, Steinn Ingi Þorsteinsson og Bjarki Hlöðversson. Á myndina vantar Egil Halldórsson. Tennis unglinga: oiormoi FjölnSs Stórmót Fjölnis í tenn- is unglinga fór fram um síðastliðin mánaðamót. Keppt var í íþróttamið- stöðinni Dalliúsum 2. Úrslitaleikjunum í hin- um ýmsu aldursflokk- um lauk sem hér segir. Snótir: Einhðaleikur. Þórunn Pálsdóttir, Fjölni, sigraði Ingu Eiriksdóttur, Fiölni, 6-4. Snáöar: Einhöaleikur: Freyr Pálsson, Víkingi, sigraði Leif Sigurðsson, Þrótti, 6-4. Tvíhðaleikur: Leifur Sigurðs- son, Þrótti, og Guðni Gunnars- son, Þrótti, unnu Frey Pálsson og Kára Pálsson, 6-2. Hnátur: Einhðaleikur: Svandís Sigurðar- dóttir, Þrótti, sigraði Ingu Eiríks- dóttur, Fjölni, 6-4, 6-1. Tvfliðaleikur: Sigríður Eggerts- dóttir og Anna Bára Hermanns- dóttir, Fjölni, sigruðu Ingibjörgu Snorradóttur og Þórunni Hann- esdóttur, Fiölni, 7-5, 4-6, 6-3. Hnokkar: Einhðaleikur Jón Axel Jónsson, UMFB, vann Leif Sigurðsson, Þrótti, 6-0, 6-0. Tvíhðaleikur: Jón Axel Jónsson og Leifur Sigurðsson, Þrótti, sigr- uðu Stefán Hreggviðsson og Vikt- or B. Amarson, Víkingi, 6-1,6-0. Meyjar: Einhðaleikur: Rakel Pétursdóttir, Fjölni, sigraði Stellu Rún Krist- jánsdóttur, TFK, 2-6, 6-1, 6-4. Tvfliðaleikun Rakel Péturs- dóttir, Fjölni, og Stella Kristjáns- dóttur, TFK, unnu Kolbrúnu Stefansdóttur og Svandisi Sigurð- ardóttur, Þrótti, 6-4,6-1. Sveinar: Einhðaleikun Amar Sigurðsson, TFK, vann Davið Hahdórsson, TFK, 6-3, 64. Tvíhðaleikur: Davíð Hansson, Fíölni, og Jónas H. Einarsson, TFK, sigmðu Erhng Sigurðsson og Hahdór B. Hrafnkelsson, Fjölni, 6-0, 67,62. Teipur: Einliðaleíkur: Kristín Gunnars- dóttir, Þrótti, sigraði íris Staub, Þrótti, 66, 63, 6-4. Tvfliðaleikun Björg Bjama- dóttir, TFK, og Berglind Snotra- dóttir, Fiölni, sigmðu íris Groeneweg og Halldóm Helga- dóttur, Víkingi, 6-2, 62. Drengin Einhðaleikur Teitur Marshall, Fiölni, sigraði Amar Sigurðsson, TFK, 60, 60. Tvfliðaleikur: Davíð Hansson, Fjölni, og Jónas H. Einarsson, TFK, sigraðu Gísla Guðjónsson og Daða Hannesson, Víkingi, 62, 60. Amar Sigurðsson, TFK, 12 ára, er efnilegur, og vann í einliðaleik DV-mynd Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.