Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 3 Fréttir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlííar: Eg vil sjá umtalsverða hækkun lægstu launanna - höfum rætt um að hækka lægsta taxta Hlífar um 10 þúsund krónur á mánuði „Fyrst af öllu vil ég taka fram að ég vil sjá umtalsverða hækkun lægstu launa í næstu kjarasamning- um. Það sem við í stjórn Hlífar höfum verið að ræða óformlega um okkar á milli, án þess að um mótaðar kröfur sé að ræða, er að lægsti taxti Hlífar, sem er 43 þúsund krónur á mánuði, hækki í 53 þúsund krónur. Mér er alveg sama hvort menn tala þar um 25 prósenta hækkun eða 10 þúsund krónur á mánuði. Síðan vil ég að sett verði ákvæði í samninga verka- lýðsfélaganna um að ef aðrir hærra launaðir hópar í þjóðfélaginu fá meiri launahækkun þá komi hún líka, og til viðbótar, til hinna lægst launuðu," sagði Sigurður T. Sigurðs- son, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í samtali við DV. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að þar á bæ væri verið að vinna að kröfu- gerð. Meðan svo væri vildi hann ekki nefna neinar tölur varðandi launa- kröfur. Hann sagðist aftur á móti vera svolítið skotinn í því að setja vinnslusal Rækjuvers hf. þar sem verið er að vinna hörpuskel. DV-mynd ÞÖK Rækjuver hf. á Bíldudal: Elsta starfandi rækjuverksmiðjan -18 manns vinna við fyrirtækið „Eg held að þetta sé örugglega elsta starfandi rækjuverksmiöja á landinu þar sem sömu eigendur hafa verið allan timann. Þetta félag er 24 ára gamalt og ég veit ekki betur en aö þetta hafi verið rekið án styrkja allan þennan tíma,“ segir Ævar Guð- mundsson, verksmiðjustjóri í verk- smiðju Rækjuvers hf. á Bíldudal. í verksmiðjunni er unnin hörpu- skel á tímabilinu 15. ágúst til 15. okt- óber. Þá tekur við vinnsla á innfjarð- arrækju sem stendur út marsmánuð. Meðaltalsrækjukvóti í Amarfiröi hefur verið um 850 tonn en skelkvót- inn um 300 tonn. Gagnstætt því sem er með frystihúsið á staðnum hefur Rækjuver verið í stöðugum rekstri. „Það em hugmyndir um að auka verkefni verksmiðjunnar og þá er horft til heilsársvinnslu," segir Æv- ar. Akureyri: Atvinnulaus- um fækkar Tala atvinnulausra hjá Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrar- bæjar í lok síðasta mánaðar var 375 og var um að ræða 122 karla og 195 konur. Þetta er talsvert minna at- vinnuleysi en á sama tíma á síö- asta ári en þá voru 403 skráðir atvinnulausir í lok ágúst og 377 i lok september. Þessa dagana eru margir í tímabundinni vinnu, s.s. í Sláturhúsi KEA, og einnig hefur nokkur fjöidi atvinnulausra feng- iö vinnu við ígulkeravinnslu sem nýlega er hafin. Lögregiurann- sókn lokið Mál mannsins, sem ráðinn var leiðbeinandi viö grunnskólann á Sauðárkróki, en var látinn íára fyrr í mánuðinum eftir að fram komu upplýsingar þess efnis að hann væri grunaður um kynferð- islega misnotkun á eigin bömum, er til meðferðar hjá ríkissaksókn- ara í Noregi. Vænta má niður- stöðu frá honum í vikunni. • Lögregluyfirvöld í Noregi hafa lokið afskiptum af málinu og var þvi rangt með farið í DV þann 16. september að málið væri enn í rannsókn. Er viðkomandi beðinn velvirðingar á því. Lögmaður mannsins í Noregi hefur sent DV yfirlýsingu þess efnis að engar upplýsingar hafi komið fram við rannsóknina sem bendi til saknæms athæfis. Þetta fékkst hins vegar hvorlci staöfest hjá lögreglu né saksóknara. Dagsprent á Akureyri 1 greiðslustöðvun: Sala útgáf unnar einn möguleikinn - getum ekki valið leiðir eða hafnað þeim, segir framkvæmdastjórinn „Það má segja að allt sé falt, hvort sem um er að ræða útgáfuna sjálfa, fasteignir eða tæki. Við emm því miður í þeirri stöðu að geta ekki valið neinar leiðir eða hafnað þeim,“ segir Hörður Blöndal, framkvæmda- stjóri Dagsprents hf. á Akureyri sem er útgáfufélag dagblaösins Dags. Dagsprent hefur fengið greiðslu- stöðvim til 24. október og segir Hörð- ur að á greiðslustöðvunartímanum verði afiar leiðir kannaðar en höfðuáhersla verður lögð á að finna samstarfsaðila eða að skoða eigna- sölu. Hörður segir að þegar fyrirtækið fékk greiðslustöðvun árið 1990 hafi verið gengið í það mál að selja eign- ir. Hins vegar hafi liðið þijú ár þar til tókst að selja stóm fasteignina viö Strandgötu Sem byggð var upp úr miðjum síðasta áratug og á meðan hafi skuldir hlaðist upp. „Þegar okk- ur tókst loksins að selja á síðasta ári hafði fasteignaverð fallið svo að við fengum ekki einu sinni kostnaðar- verð fyrir húsið og við bættist að þá var einnig tap á rekstrinum. Eftir uppstokkun í rekstrinum, sem gerð hefur verið, ber fyrirtækið einhverj- ar skuldir, en ekki þær sem á því hvíla í dag,“ segir Hörður. Kaupfélag Eyfirðinga er aðaleig- andi Dagsprents með um 60% eignar- hlut, Framsóknarfélögin í Eyjafirði og á Akureyri eiga 29%, Kaffi- brennsla Akureyrar 4% og um 100 aðilar aðrir eiga samtals 7%. fram kröfu um lágmarkslaun í land- inu. Hve há þau ættu að vera væri hann ekki tilbúinn til að segja um strax. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, sagðist heldur ekki tilbúinn til að nefna töl- ur. Hann sagðist hafa heyrt menn tala um allt að 25 prósenta launa- hækkun en vildi engan dóm þar á leggja. „Það er hins vegar alveg ljóst að farið verður fram á umtalsverða launahækkun í næstu kjarasamn- ingum, auk kröfu um kaupmáttar- aukningu,“ sagði Björn Grétar. BOSCH Allt á sama stað Handverkfæri Bílavarahlutir Opið laugardaga frákl. 10-14. BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9 - Sími 38825 Ath. Ekið inn frá Háaléitisbraut. Dagana 30. september til 8. október verðum vlð i hátíðarskapl og bjóðum viðskiptavinum okkar C aUt að afslátt af flestum vörum verslunarinnar. Bn á afmœlisdögunum má jafnvel flnna vörur með Hr. Herkúles mætir í verslanlmar aftnælis- dagana og sýnlr Ilstlr sínar og skorar á viðskiptavlnlíaflrauna- keppni og veltir þátttakendum verðlaun. afslætti Hum veröur í bnSumim Km hér segir. Akranesi: 30/9 frá kl. 14.00-18.00 Akurcyri: l/10Hkl. 11.00-14.00 Rcykjavik: Mctró i Mjódd 7/10 frá kl. 14.00 ■ 18.00 ísafirðl: 8/10 frá kl. 11.00 -14.00 m M METRÓ -miðstöð heimilanna Mjúdd 09 lynghás) 10 Furuvölum 1 Stillbolti16 Mjaftargötu 1 Reykjavk Akureyrt Akranasl kafirðl I f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.