Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV um bensíngjald og vegaframkvæmdir: Þorri kjósenda and- vígur tillögu Davíðs - einungis bórðungur sjálfstæðismanna styður tillögu formannsins Niðurstaða skoðanakönnunar DV Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að hækka verð á bensíni til að fjármagna sérstakar vegaframkvæmdir?“ Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svaraekki Höfuðborgarsvæðið 21,0% 70,7% 7,7% 0,7% Landsbyggðin 20,3% 67,0% 11,7% 1,0% Landiðallt 20,7% 68,8% 9,7% 0,8% Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er andvígur þeirri tillögu Davíös Odds- sonar forsætisráðherra að hækka verð á bensíni til að fjármagna sér- stakar vegaframkvæmdir. Þetta er niöurstaða skoðanakönnunar sem DV framkvæmdi um síðustu helgi. Niðurstöður könnunarinnar urðu á þann veg að á landinu öllu reynd- ust 20,7 prósent aöspurðra fylgjandi því að verð á bensíni yrði hækkað til að fjármagna sérstakar vegafram- kvæmdir en andvígir því eru 68,8 prósent. Hlutfall óákveðinna reynd- ist 9,7 prósent og 0,8 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Sé einungis tekiö mið af svörum þeirra sem af- stöðu tóku í könnuninni reyndust 23,1 prósent fylgjandi tillögunni en 76,9 prósent andvíg. Urtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milh kynja og eins á milh landsbyggöar og höf- uöborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvigur því að hækka verð á bensíni til að fjármagna sér- stakar vegaframkvæmdir?" Óverulegur munur reyndist á af- stöðu þeirra kjósenda sem búa á landsbyggöinni og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggð- inni reyndust 23,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vera fylgjandi tillögu forsætisráðherra en andvíg reyndust 76,7 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu reyndust 22,9 prósent þeirra sem af- stöðu tóku vera fylgjandi tillögunni en 77,1 prósent andvig. DV greindi sérstaklega afstöðu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins til tillögu flokksformannsins, Davíðs Oddssonar. í ljós kom að tæp- lega fjóröungur sjálfstæðismanna styður tillögu Davíðs, eða 24,8 pró- sent. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er andvígur tillögimni, eða 65,7 pró- sent, og 9,5 prósent eru óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Jón Baldvin í Washington: Hittir ekki Pevry Jón Baldvin Hannibalsson, utan- rikjanna, í dag en að sögn Róberts rfkisráðherraogformaðurAlþýðu- Trausta Ámasonar, ráðuneytis- flokksins, tók ekki þátt í stjórn- stjóra utanríkisráöuneytisins, mun málaumræðunum um stefnuræðu ekki geta orðið af þvf en þess í stað forsætisráðherra í gærkveldi þar kemur aðstoöarmaður ráðherrans sem hann er staddur í óopinberri til fundar við Jón Baldvin til al- heimsókn í Washington. Hann fór mennra umræöna. vestur til að taka þátt í hátíðahöld- Á fóstudag hittir forseti íslands, urn íslenska sendiráðsins og ræðis- Vigdís Finnbogadóttir, Clinton manna íslands í Bandaríkjunum Bandarikjaforseta í Hvíta húsinu í vegna 50 ára afmælis fslenska lýö- Washington og mun Jón Baldvin veldisins. verða viðstaddur. Hann er væntan- Til stóð að Jón Baldvin hitti legur heim á sunnudag. Perry, landvarnaráðherra Banda- Bensíngjaldið - afstaða kjósenda til hækkunar bensínverös til sérstakra vegaframkvæmda - 76,9% Ummælifólksí könnuninni „Skattheimtan er of mikií nú þegar og ekki á hana bætandi," sagði miðaldra karl í Reykjavík. „Mér finnst allt í lagi aö borga meira fyrir bensínið ef viö fá'um betri vegi,“ sagði eldri kona á höfuðborgarsvæðinu. „Ef þaö á aö hjálpa þessu landsbyggðar- fólki meira þá væri nær aö sefja vegatolla þannig að þeir borgi fyrir þjónustuna sem notfæra sér hana," sagöi karl á Reykjanesi. „Þessir bensínskattar hafa aldrei skilað sér í vegaframkvæmdir sagði karl á Austurlandi. „Ég á engan bíl og veit ekkert um þetta,“ sagði konaá Norðurlandi. „Neysluskattar væru ágætir ef þeir kæmuístaðtekjuskatts. Sem viðbótarskattar eru þeir afleitir," sagði karl i Reykjavík. „Það er ekki hægt að taka afstöðu til þessa fyrr en maður veit hverjar vegaffamkvæmdirnar verða,“ sagði karl á Norðurlandi. Karl á Vestfjörðum sagði að álögurnar á bifreiöaeigendur væru nú þegar orðnar allt of háar. „Áður en ég samþykki aukna skattheimtu vil ég sjá þau gjöld, sem núna eru innheimt meö bensíninu, skila sér að fullu til vegamála," sagði kona á Norðurlandi. „Ef það kemur að einhverju gagni að hækka bensínverðið þá er ég fylgjandi því,“ sagði kona á Vest- urlandi. Bensíngjaldið - afstaða stuöningsm. Sjálfstæöisfl. til hækkunar bensínverös til sérstakra vegaframkvæmda - í dag mælir Dagfari Ástfangin prinsessa Konungsíj ölskyldan í Bretlandi hefur átt undir högg að sækja. Þegnar hennar hátignar eru ekki lengur eins hollir krúnunni og áður og sífelldar umræður eru í gangi um að nú eigi að leggja konungs- veldiö niöur. Það sé of dýrt að halda uppi mörgum ætthðum af konung- bornu fólki. Þaö er að vísu rétt að drottningin hefur ekki mikil völd og konungs- fiölskyldan stækkar og stækkar og er frek til fjárins. Langlífi er líka vandamál í þessari fjölskyldu sem veldur því að prinsar og prinsessur eru komin á gamals aldur þegar röðin kemur að þeim. Konungsfjölskyldan hefur séð sitt óvænna og gripið til nýstár- legra og nútímalegra aðgerða til að halda þegnum sínum viö efnið. Ekki með því að sölsa undir sig völd eða drepa mann og annan, eins og kóngar gerðu í gamla daga. Nei, konungsfj ölskyldan í Bret- landi kann önnur ráð sem eru í því fólgin að koma sér í fréttimar með öðrum hætti. Það er gert með því að giftast og skifja á víxl, halda fram hjá í kynlífinu, láta mynda sig nakin og vera sem sagt stöðugt til taks þegar slúðurblöðin skortir efhi til að örva söluna. Díana prinsessa og fyrrum eigin- kona Karls Bretaprins hefur að þessu leyti verið til ómetanlegs gagns fyrir framgang konungsfjöl- skyldunnar. Veslings Díana, eins og hún er nú falleg. Saga hennar í konungshöllinni bresku er þymum stráð og hver harmleikurinn rekur annan. Fyrst giftist Díana Karli erfða- prinsi með mestu viðhöfn sem um getur í brúðkaupsveislum síðustu alda. Ung gekk hún Kalla á hönd og virtist una hag sínum vel. Ó1 honum meira að segja tvö böm sem eftir á að hyggja heftir verið afrek út af fyrir sig, ef marka má frásagn- ir af fábrotnu ástarlífi þeirra hjóna. Svo kom að því að þau hjóna- kornin fjarlægðust hvort annað. Díana stundaði tískusýningar í London meöan KaUi veiddi lax á íslandi. Karl Bretaprins var þar aö auki sagöur eiga viðhald og Díana lenti í anorexíu af áhyggjum. Um tíma var ástandið þannig að bæði hjónin láku slúðri og gróusögum um hvort annað í fjölmiðla og end- irinn varð óumflýjanlegur. Þau skildu að borði og sæng. Allir vor- kenndu Díönu og allir sökuðu Karl um karlrembu og framhjáhald. Eftir því sem heimspressan hefur upplýst hefur Díana það helst fyrir stafni að stunda líkamsrækt og dularfullar símhringingar til stráka sem hún er skotin í. Einhver lak þeirri sögu að Díana keypti föt og skartgripi fyrir mihjónir á ári og Elísabet Englandsdrottning hafði ekki undan að bera th baka slúðursögur um athafnir og ástar- sambönd sona sinna og fyrrverandi tengdadætra. Nú hefur keyrt um þverbak í skrautlegri atburðarás konungs- ættarinnar. Ut er komin bók i Eng- landi þar sem segir frá því hvemig Díana dró ástmann sinn á tálar. Bókin rennur út og er metsölubók- in í ár. Höfundurinn er major í breska hemum, James Hewitt að nafni, og verður honum drjúgur drátturinn með Díönu því reiknað er með að hann hagnist um nær fjögur hundruð milljónir íslenskra króna á bókinni. Majórinn er sagöur subbulegur og kaldrifjaður glaumgosi og upp- skafningur sem aldrei hafi dýft hendinni í kalt vatn. Díana gat ekki Vcdið sér betra viðhald ef það vakti fyrir henni á annað borð að koma kynlífsgetu sinni á framfæri. Það hefði að sjálfsögðu verið útilokað að nokkur heiðvirður maður með sómatilfinningu léti sig hafa þaö að birta bók um ástarlífssenur með prinsessunni og þess vegna sniðg- ekk Díana alla slíka menn til að vera fullviss um aö bókin yrði skrifuð. Herbragðið hefur heppnast fuh- komlega og nú er Díana komin í raðir kynþokkafyhstu og kynrík- ustu kvenna Bretaveldis og orðstír hennar fer um allan heim. Henni hefur um leið tekist að efla alla umræðu um bresku konungsfjöl- skylduna og nú má heita öruggt að ekki einn einasti maður í gjörvöllu Englandi láti sér þaö th hugar koma að leggja niður konungs- dæmiö. Hver vih missa af klámsög- um úr höllinni? Hver vhl fóma þessari yndislegu fjölskyldu og auglýsingunni sem hún færir Bret- um? Það er mál th komið að Díana verði drottning. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.