Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 9 dv Stuttar fréttir Útlönd Leggið niður vcpn Leiðtogi ægilegustu vopnuðu sveitar óbreyttra á Haíti hvatti menn sina til að leggja niður vopnin. Löggustjóri f lúínn Lögreglustjórinn í Port-au- Prince, höfuðborg Haítí, er flúinn yfir til Dóminíkanska lýöveldis- ins. Útlegðsennáenda Jean-Bertr- and Aristide, lýðræðislega kjörinn forseti Haítí, var kampakátur þegar hann sagði á fundi hjá SÞ að þriggja ára útlegð hans mundi Ijúka 15. október. RættviðSerba Fulltrúi SÞ ætlar að reyna að fá Bosniu-Serba til að hætta að trufla hjálparaðgeröir. Slakað á klónni Slakað verður á refsiaðgeröum gegn Serbíu og Svaitfjallalandi í dag. Þingidag Rússneska þingið kemur aftur saman í dag og vonast menn eftir að það verði ekki stormasamt. Clinton Bandaríkjaforseti bauð Mandela, forseta Suður-Afríku, velkominn í Hvíta húsið og lofaði stuðningi. Ekkirefsaðiengur Warren Chri- |"pP“! ' stopher, utan- r ríkisráðherra ) Bandaríkjanna, <<£■ segir að við- ■:f skiptaþvingun- um á Kínverja * vegna sölu fc.. í&mÁ peirra a eiu- flaugatækni til Pakistans verði aflétt. Snurða á þráðinn Snurða hljóp á þráðinn í við- ræðum ísraels og PLO um kosn- ingar Palestinumanna vegna þátttöku róttæklinga. Horfttiiausturs Evrópusambandið hefur sam- þykkt áætlun um nánari sam- vinnu við sex Austur-Evrópuríki Póiitíkogdóp í Mexíkó er rannsakað hvort stjórnmál og eiturlyfjasala séu ástæður fyrir morðinu á leiðtoga stjómarflokksins. Hersveitir til eftirlits Bandaríkjamenn mundu ihuga að senda hersveitir til að fylgjast með friðarsamnningi ísraels og Sýrlands. Groívanda Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, og rikisstjórn hennar munu eiga erfitt verk fyrír höndum að koma íjár- lögum næsta árs í gegnum Stór- þingiö. Baliaduraðiinast Balladur, forsætsráðherra Frakklands, linaðist í andstöðu sinni við umbætur í fjármögnun flokkanna. innaðmiðju Leiðtogi breska Verkamanna- flokksins ætlar að reyna aö sveigja vinstri væng flokksins innaðmiðju. Reuter.NTB Bretar óttast að ríkisarfinn hafi skaðast af framhjáhaldi móður sinnar: Prinsarnir horfðu á kossana og kjassið - ný skoðanakönnun sýnir að 72% Breta styðja Díönu og 71% hatar Karl prins „Þau léku sér öll fjögur saman í lauginni. James bar prinsana á há- hesti, kaffræði þá og elti á sundinu milli þess sem hann lét vel aö Dí- önu,“ skrifar Anna Pastemak í bók sína um ástarlíf Díönu prinsessu og James Hewitts majors. Það eru lýsingar sem þessar sem fara verst í Breta. Þeir vilja vita hvort ríkisarflnn Vilhjálmur og Hinrik, bróöir hans, hafi beðið tjón á sálu sinni við að horfa upp á framhjáhald móður sinnar. Þetta er sérlega mikilvægt þar sem æ fleiri Bretar krefjast þess að gengið verði fram hjá Karh prinsi í erfðaröð- inni og Vilhjálmur látinn taka við kon- ungdómi af Elísabetu ömmu sinni. í konungshöllinni fást þau svör ein að svona óhróður sé ekki svaraveður. Ný skoðanakönnun sýnir að yfir- gnæfandi meirihluti Breta vill ekki áfellast Díönu fyrir að hafa haldið fram hjá manni sínum. Könnunin sýndi að 72% aðspurðra vilja fyrir- gefa Díönu en 71% áfellist Karl fyrir aö hafa vanrækt hana. Ástarleikir í lauginni Svokallaöir „sundlagarkaflar" í bókinni Ástfangin prinsessa hafa far- ið fyrir brjóstið á Bretum og þykja ganga óþarflega nærri Díönu. Þar skrifar Anna Pastemak: „Sumrin voru best. Þá gátu þau leikið sér saman í sundlauginni. Díana hafði alltaf haft ástríðu til að synda, alltaf liðið vel í vatninu. í raun og vem var sundið henni nautn. Allt- af þegar hún var spennt og óróleg fór hún út að lauginni, stakk sér og fann hvemig spennan hjaðnaði með hveiju sundtaki. Hún var ömgg í lauginni, velti sér á allar hhðar og smaug tígulega í gegnum vatnið. Á eftir settist hún róleg á laugarbarminn, grannur brjóstkassinn og viðkvæm bijóstin risu og hnigu. Hún roönaði og fannst hún loksins hrein.“ Pastemak þykir og hafa gengið of langt þegar hún skrifar: „Hann hafði leikið við hana alla nóttina, örfað hana kynferðislega þegar hún vildi, hætt þegar hún vildi, rétt eins og hann hafði gert árin tvö sem þau höfðu notið ásta.“ Dfana prinsessa hefur reynt að láta sem ekkert sé þótt nákvæmar lýsingar á ástarlífi hennar hafi komið út á bók. Hún getur huggað sig við að landar hennar vilja fyrirgefa henni og skilja að það var áhugleysi Karls um líkamleg- ar þarfir hennar sem leiddi hana út í framhjáhald. Símamynd Reuter Ferjur í Svíþjóö og Finnlandi: Stafnhlerarnir logsoðnir f astir Stjómvöld í Svíþjóö og Finnlandi hafa fyrirskipað eigendum bílferja eins og þeirrar sem fórst með rúm- lega 900 manns í Eystrasalti fyrir viku að logsjóða stafnhlera þeirra fasta. í öðrum Evrópulöndum, þar á meðal Danmörku og Frakklandi, er feijueigendum gert að kanna örygg- isþætti skipanna, einkum stafnhler- anna sem taldir era eiga sökina á því aö feijan Eistland sökk. Leitarskip em nú byrjuð að leita að stafnhlera Eistlands á hafsbotnin- um en hann rifnaði af og hleypti sjó óhindrað inn á bílaþilfariö. Fullkom- in sónartæki verða notuð við leitina. Finnskir leitarmenn sögðu að það gæti tekið marga daga að fmna stafn- hlerann, sem vegur sextíu tonn, en hann ætti að geta geflð mönnum ákveðnar vísbendingar um hvers vegna lokunarbúnaöur hans brást. Sten Andersson frá sænsku sigl- ingamálastofnuninni sagöi aö ef stafnhlerinn fyndist langt frá flaki ferjunnar kynni skipið að hafa siglt dágóða stund án hans. Hann sagði að mikilvægt væri að komast að því hversu hratt ferjan sigldi þegar slysið varð. Sumir sér- fræöingar segja að mikill hraði og þungur sjór hafi hugsanlega átt þátt í því að svo fór sem fór. Feijan Stena Saga fékk ekki að sigla úr höfn í Frederikshavn í Dan- mörku í gærmorgun áleiðis til Óslóar eftir að sænskir eftirlitsmenn fundu lítilsháttar galla á stafnhlera hennar. Sjö hundruð farþegar sem voru um borð þurftu aö fara með öðrum skip- um. Reuter, NTB íslendingar á kjörskrá í Danmörku: Danir hættir við að ógilda kosningarnar „Lg man ekkert ettir hvort þau spurðu um kosningarétt sinn eða ekki,“ segir Chirstian Weiersöe, kjörstjórnarmaður í Viborg í Dan- mörku. Hann hefur verið krafmn svara um hvort hann hafi heimilað Hilmari Gunnlaugssyni og Stef- aníu Valdemarsdóttur að kjósa við þingkosningarnar þann 21. sept- ember. Mál þeirra hefur vakiö mikla at- hygli í Danmörku þar sem um tíma var óttast að ógilda þyrfti kosning- arnar í Viborg. Nú hefur kjörstjóm farið nákvæmlega yfir „svindMð“ hegningu kjörstjómin verður að gangast undir. Hilmar og Stefanía og niðurstaðan er að kosmngarnar skuli standa óhaggaðar. Atkvæði þeirra tveggja breyta engu um úr- eru laus allra mála því þau reyndu ekki að svindla í kosningunum; nýttu sér aðeins réttinn sem kjör- MJ.IXU pVJ cl ciVJtVl UUUl CtbutJUd. IU að gera meira í máhnu. Danska þingið veröur þó að afgreiða máhð formlega. Allt er enn óráðið um hvaða syurrun iidioi geuo pGini. Ole Larsen, formaður kjörstjórn- ar, verður væntanlega kallaður fyrir og látinn skýra mál sitt. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.