Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
Spumingin
Fylgistu með íþróttum
í vetur?
Guðmundur Árni Magnússon: Já, ég
fylgist með handboltanum.
Snævar Már Jónsson: Já, körfubolt-
anum.
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir: Stundum
með fótboltanum.
Dídí Jónasdóttir: Nei.
Steinunn Guðmundsdóttir: Nei, frek-
ar lítið.
Sonja Dröfn Helgadóttir: Já, stund-
um.
Lesendur
Þjóðfélagsleg óáran við suðupunkt:
Fátt til bjargar
úrþessu
Eyjólfur Jónsson skrifar:
Eg fullyrði að í fáum öðrum þjóðfé-
lögum séu jafn mörg deilumál í einu
uppi á borðinu og okkar þjóðfélagi.
Það er ekki bara að deilt sé um vöxt
og viðgang helstu þátta þjóðfélags-
gerðarinnar, svo sem hvernig eigi að
standa að skattlagningu, eignaraðild
auðlinda eða aðstoð við lasburða og
lítilmagna. Hér eru bókstaflega átök
á átök ofan allan ársins hring um
hvaðeina sem ber á góma, jafnvel
vegna fréttaflutnings af ómerkileg-
astu hlutum. Og sum tilefnin eru til
umræðu ár eftir ár og alltaf með jafn
heiftúðlegum hætti. Má þar nefna
áfengismál, umferöarmál og enn
fleiri sem hafa verið afgreidd fyrir
áratugum í venjulegum þjóðfélögum.
Stjórnmál og fjármál, og þó frekar
þessi tvö mál samtengd, hefur alltaf
borið hæst hér. Kannski eðlilegt, því
íslendingar hafa lengi trúað því að
peningar, jafnvel fjárhagsleg afkoma
einstakhnga og heilu byggðarlag-
anna mótist af stjórnmálunum og
engu öðru. Þetta er þó reginmisskiln-
ingur að mínu mati og margra ann-
arra. Einstaklingsframtakið og eigið
hugvit hefur skilað mestum arði,
óháð stjórnvöldum á hverjum tíma
eða pólitískum straumum. Eins og
sannast hefur, a.m.k. í löndunum í
hinum vestræna heimi.
En hér er annað uppi á teningnum.
- Við reynum að tengja alla þætti
stjórnmálum og einstaklingum inn-
Eru kosningar þá óþarfar eftir allt?
an þeirra. Þeir bera ábyrgðina, segja
menn. Þeir eiga að „skaffa", sjá fyrir
okkur hinum. Eða að minnsta kosti
að „skapa réttu skilyrðin" fyrir út-
gerðina, fyrir iðnaöinn, fyrir verka-
lýðinn, fyrir opinbera starfsmenn.
Fyrir þessar 260 þúsund hræður sem
hér búa. Já, hvílíkt vald hafa þeir
sem komast í stjórnmálin! Er það
þess vegna sem menn fást til að fara
til þings þótt launin séu með því allra
lægsta sem gerist? Það hljóta þá að
vera einhver önnur laun til viðbótar.
Þaö skyldi þó ekki vera! Hafa þá
þingmenn, að ekki sé talað um ráð-
herra, ráðstöfunarrétt á milljónatug-
um eða ennþá meiru, bara svona án
nokkurs eftirlits?
Mitt mat er að nú sé óáranin hér á
landi komin við suðupunkt og fátt
verði til bjargar úr þessu. Almenn-
ingur mætti prófa að láta lönd og
leið afskipti af stjórnmálum, og leyfa
áhugamönnum á því sviði að bítast
um þau innbyrðis. Prófkjör og kosn-
ingar hafa hvort eð er ekkert að segja
lengur í þjóðfélagi eins og hinu ís-
lenska.
Ósvíf ni f lugmanna
engin takmörk sett?
Norðlendingur skrifar:
Ósvífni íslenskra hátekjumanna
virðast engin takmörk sett. Það
sannaðist heldur betur í fréttatíma
Stöðvar 2 fyrir nokkru þegar formað-
ur Félags íslenskra atvinnuflug-
manna heimtaði að verkalýðsfélögin
og ferðaskrifstofa hérlend hjálpuðu
flugmönnum að berja á flugfélaginu
Atlanta.
Það er í meira lagi furðulegt að
gullkálfarnir í FÍA skuli telja sér
sæma að fara fram á það að íslenskt
láglaunafólk komi þeim til hjálpar í
kolólöglegu verkfalli þeirra.
Flugmenn hafa einhliða lýst yfir
stríði á hendur Atlanta sem virðist
þaö eitt hafa til saka unnið að vera
óvenju skynsamlega rekið fyrirtæki
á íslenskan mælikvarða. Það er að
minnsta kosti einsdæmi að boðað sé
til verkfalls án þess að viðræður af
nokkru tagi hafi áöur farið fram. -
Og það er grátbroslegt aö flugmenn,
sem svífa um á margföldum verka-
mannalaunum, skuli nú allt í einu
biðja um samstööu ineð láglauna-
fólki. Hvenær hafa flugmenn sýnt
áhuga á kjörum annarra - eða yfir-
leitt öðru en eigin hag?
Þessir gulldrengir eru búnir að
hafa nógu mikil áhrif í stjórn Flug-
leiða í gegnum tíðina þótt þeir verði
ekki látnir komast upp með að þjösn-
ast á Atlanta líka. Atlanta er einn
af fáum lífvænlegum vaxtarsprotum
i fábreyttri flóru íslenskra flugfélaga.
- íslenskt launafólk eða fyrirtæki
þess eiga ekki að taka þátt í ólöglegri
aðför að því.
Hringbrautin fær „eyru“:
Hroðaleg mistök
„Spor afur á bak í umferöarmenn-
ingu borgarinar." - Á Hringbraut-
inni.
Hringið í síma
milli kl. i4og 16
- eða skríflð
Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum
Alfreð skrifar:
Ökumönnum hér í Reykjavík hefur
orðið tíðrætt um framkvæmdir á
Hringbrautinni, vestan Melatorgs og
að sjávarsíðunni í norðri. Fram-
kvæmdir þessar eru búnar að standa
yfir frá því snemma sumars og enn
er þeim ekki að fullu lokið! Þama er
um hroðaleg og dýr hönnunarmistök
að ræða. Góð og bein gata er nú orð-
in hlykkjótt og „eyru“ komin á hvert
gangstéttarhorn.
Auk þess hafa bílastæði meðfram
götunni verið færð yfir á gagnstæðan
götuhelming frá því sem áður var og
hefur því mikil hætta skapast, bæði
fyrir þann ökumann sem er á ferð-
inni og hinn, sem stansar til að leggja
bíl sínum. Ég á alveg eins von á því
að skyndilega opnist dyr á kyrrstæð-
um bíl sem er nýkominn í stæði og
sá sem kemur akandi rífi hurðina af
þeim kyrrstæða. Með því að leggja
vinstra megin þegar ekið er norður-
eftir voru alhr miklu öruggari.
Svo eru það „eyrun“ sem þrengja
götuna. - Með þeim verða ökulínurn-
ar hlykkjóttar og vart hægt að taka
lengur beygju nema með sérstökum
tilfæringum, og nánast að stöðva alla
umferð á eftir. - Hér hefur verið stig-
ið spor aftur á bak í umferðarmenn-
ingu borgarinnar. Snorrabraut er nú
hka ofurseld sömu aðgerð og verður
illfær á næstunni. - Ef þessar fram-
kvæmdir eru meðal þeirra sem lán-
taka snýst um þessa dagana hjá nýrri
borgarstjórn þá má sleppa hvoru
tveggja, lántökunum og fram-
kvæmdunum.
Siðferðiðtil
Ríkisendurskoðunar
-líkaprestsmálið
N.Á. skrifar:
Mér flnnst al veg frábært að geta
kastað öllum syndum, pólitískum
og siðferðislegum, til Ríkisendur-
skoðunar. Þarna brást biskupi
bogalistin i siðferðismáli prests-
ins á Seltjarnarnesi. - Nú þarf
Ríkisendurskoðim að láta hanna
eyðublað fyrir umsækjendur að
siðferðisvottorði. Þeir munu
sækja stift í þau, siðgæðisskúrk-
arnir.
TekundirmeðÁrna
Pétur Magnússon hringdi:
Ég tek undir skrif Árna Ragn-
ars Árnasonar alþingismanns í
grein í DV sl. mánudag um aðild
okkar aö ESB og úttekt Háskól-
ans á henni. Hann bendir rétti-
lega á að viðar en í ESB-löndun-
um getum \1ð íslendingar tryggt
viðskiptahagsmuni okkar, t.d.
með samstarfi við bandarísk fyr-
irtæki og friverslun við stjórn-
völd vestanhafs. - Slíka samninga
gerum við ekki ef við gengjum í
ESB.
Geirsemji
Siguijón Gunnarsson skrifar:
Nú er mál að linni vandræða-
gangi út af Smugunni og Sval-
barðasvæðinu. Niðurstaða verð-
ur að fást, þannig að við Sslend-
ingar getum verið fuhsæmdir af.
Norðmenn virðast hafa farið sínu
fram, sett reglugerð og hvaðeina
og leitað eftir stuðningi Evrópu-
bandalagsins. - Nú þarf gera út
af örkinni menn sem kunna að
semja og ná árangri. Mér finnst
aughóst að _fá til þess Geir H.
Haarde alþm., en hann hefur sýnt
hæflleika umfram aðra til að ná
góðum samningum í viðkvæmum
málum, t.d. sáttum á mihi þing-
flokkanna um formennsku í
nefndum Alþingis, samkomulagi
mihi handboltamanna og Reykja-
víkurborgar um húsnæðisvanda
HM. Hann hefur gegnt trúnaðar-
störfum fyrir Alþjóðaþing-
mannasambandið og var nýlega
kosinn framkvæmdastjóri þess.
Hann stóð sig lika frábærlega vel
í umræðuþætti í norska sjón-
varpinu nýlega. Ég skora á ríkis-
stjómina að fá Geir th að leiða
viöræður af íslands hálfu við
Norðmenn á næstunni.
Hverstelur?
Jóhann skrifar:
Það er mikiö talað um skatt-
svik. Að ríkið tapi árlega háum
upphæöum vegna þeirra. Þetta
er auðvitað ekki gott. En hvaö
gerir ríkið sjálft? - Það gefur
sannariega fordæmi. Margar
eignir einstaklinga (ég þekki ekki
til félaga) eru metnar til skatts á
kaupverði, a.m.k. ghdir það um
bíla. Bíll sem keyptur var á eina
mihjón er skráður þannig á skatt-
skýrslu á meðan sami eigandi er
með hann. Jafnvel þótt söluverð
bilsins sé komiö niöur í 200 þús.
kr. er greiddur af honum eignar-
skattur eins og hann væri mihjón
króna virði! Hvað á að kalla
þetta? Er hér um þjófnað að ræða
án þess að nokkur segi orð? Það
væri fróðlegt að láta reikna út
hve mikíð ríkið hefur árlega af
okkur með þessu fyrirkomulagi.
Spólurum vímuefm
Katrín hringdi:
Hringt var í mig nýlega og ég
spurð hvort ég vildi kaupa spólur
eða geisladiska með alhliða upp-
fræðslu um vímuefni. - Ég kvað
nei við og kvaddi. Litlu siðar var
enn hringt og þá talað við mann-
inn miirn sem svaraði á sömu
lund. 1 þetta sinn var spurt um
nafn mitt um leið og hans. Við
höfnuðum þessu boði og finnst
einkennilegt að menn skuh
standa svona að málum. Þetta er
ekki rétti mátinn th að kynna
söluvöru.