Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Námsferðir lækna í allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið um emb- ættisfærslu Guðmundar Áma Stefánssonar, er eitt mál sem sker sig nokkuð úr - bæði hvað varðar mábð fjár- hagslega og siðferðilega. Þar er átt við starfslokasamning Tryggingastofnunar ríkisins við tryggingayfirlækninn. Hér skal því sleppt að sinni að fjalla um þá siðfræði ráðherrans að semja við nefndan lækni eftir að út hafði verið gefin kæra á hendur honum fyrir stórfelld skatt- svik í skjóh þeirra starfa sem læknirinn innti af hendi sem starfsmaður stofnunarinnar. Reyndar hefur Guð- mundur Ami viðurkennt að starfslokasamningurinn hafi verið mistök af hans hálfu. Það sem vekur athygli í sambandi við starfslokasamn- inginn er sú staðreynd að tryggingayfirlækninum eru greiddar þrjár milljónir króna úr ríkissjóði vegna náms- ferða sem læknirinn fór ekki í. Þessi greiðsla er að sjálf- sögðu á ábyrgð ráðherrans sem hæstráðanda í heilbrigð- isráðuneyti og Tryggingastofnun. Hann hefur það hins vegar sér ti^afsökunar að hann fór að ráðleggingum og tillögum ráðuneytisstjóra og embættismanna í heilbrigð- isráðuneytinu þegar greiðslan var innt af hendi. Var þá vísað til þess fordæmis að áður hafði verið samþykkt að greiða Guðjóni Magnússyni, skrifstofustjóra ráðuneytis- ins, með sama hætti fyrir samansafnaðar og ófamar ut- anferðir. (Reyndar er dæmið um Guðjón nokkuð annars eðlis, eins og fram kemur í yfirlýsingu hans í Morgun- blaðinu í morgun.) Engu að síður var til þess vitnað þeg- ar starfslokasamningur tryggingayfirlæknisins var rétt- lættur. Þá er jafnframt til þess vísað að samsvarandi starfs- lokasamningur hafi verið gerður við tilgreindan lækni þegar hann lét af störfum sem tryggingalæknir. Hann er einn þeirra lækna sem dæmdir hafa verið fyrir skatt- svik. í kjarasamningum Læknafélags íslands við fiármála- ráðuneytið stendur skýrum stöfum: „Ónotaður réttur (til námsferða) getur aldrei orðið meiri en 30 almanaksdagar. Það sem umfram er fellur niður.“ Með öðmm orðum: læknar hafa rétt til að takast á hendur námsferð til annarra landa og fá greiddan ferða- kostnað og dagpeninga. Þeir geta dregið ferðir sínar allt að 30 daga en ef námsferð er ekki farin innan þess tíma fellur réttur lækna niður, jafnt til að fara í ferðina sem að gera kröfu til að fá greidda peninga vegna hennar. Hér er um það að ræða að ríkisstofnunum, sem hafa lækna á sínum snærum, er skylt að leyfa læknunum að halda utan og greiða kostnað af þeirri utanför. Hugsunin er auðvitað sú að læknar endurmennti sig eða fræðist, víkki sjóndeildarhringinn. Nú kemur hins vegar í ljós að heilbrigðisyfirvöld, með ráðherra í broddi fylkingar, túlka samningana á þann hátt að læknar geti komist hjá því að fara í slíkar ferðir en fá engu að síður greidda peninga úr ríkissjóði fyrir ferðir sem ekki em famar! Varla fer á milh mála að hér er um frjálslega túlkun á kjarasamningum að ræða. í ofanálag er vísað til for- dæmis Guðjóns Magnússonar sem þó er ekki sambæri- legt mál. Getur það verið að sljómvöld hagi greiðslum innan kerfisins eftir hentisemi hvers og eins? Nú er búið að greiða tryggingayfirlækni fyrir ferðir sem hann eldti fór. Hvað koma margir á eftir og vísa til þess fordæmis? Hver hefur eftirlit með þessu innbyggða kerfi læknanna? Svo em menn að tala um að erfitt sé að skera niður kostnað í heUbrigðiskerflnu! EBert B Schram Brýnt er að húsbréfakerfið verði teldð til hlutlauss endurmats. Al- varlegir ágallar í kerfinu eru famir að hafa varanleg áhrif á húsnæðis- mál þjóðarinnar. Húsnæðiseign minnkar, ásókn í félagslegt hús- næði vex og kerfið veldur greiðslu- erfiðleikum. Gallamir koma sífellt betur í ljós eftir því sem það er leng- ur í notkun. Kerfið er hægt og bítandi að drepa sjálfseignarstefnuna og vegna ágalla þess berjast þúsundir Ijölskyldna við greiðsluerfiðleika. Frá upphafi, í mars 1989, hafa menn bent á veigamikla galla í kerfinu. Það var til dæmis hvorki tilgangur- inn að minnka kaupgetu fólks né skapa greiðsluerfiðleika. Þvert á móti átti kaupgetan að aukast og greiðsluvandinn að heyra sögunni til. Nú hefur mikill fjöldi fjöl- skyldna orðið að hætta við hús- næðiskaup og enn fleiri em í greiösluerfiðleikum. Kerfið virkar ekki eins og hönnuðir þess ætluöu. Minni kaupgeta Það er óumdeilt aö geta stórra þjóðfélagshópa til húsnæðiskaupa „Alvarlegir ágallar I kerfinu eru farnir að hafa varanleg áhrif á hús- næðismál þjóðarinnar," segir m.a. í greininni. Húsnæðislánakerfið: Greiðsluvandi og minnkandi kaupgeta hefur minnkað mikiö síðustu ár. Orsakimar eru aðallega háir vextir og minnkandi opinber aðstoð við húsnæðiskaupendur. Á þetta var bent strax þegar hugmyndir að húsbréfakerfinu voru kynntar. í mars 1989, áður en kerfið var tekið í notkun, skrifaði undirritaður til dæmis hér í blaðið: „Húsbréfakerf- ið minnkar kaupgetu ungs fólks sem ekki á íbúð fyrir, sérstaklega launþega sem em á mörkum þess að ráða við húsnæðiskaup vegna lágra tekna. Stytting lánstíma og hækkun vaxta veldur kaupendum aukinni greiðslubyrði. Vaxtabæt- urnar eru allt of lágar til aö þjóna hlutverki sínu. Kaupgeta þeirra sem eru á mörkum þess aö ráða við íbúðarkaup minnkar það mikið að húsnæðiskaup verða þeim of- viða.“ Nú hyggjast menn herða kröfur í greiðslumati. Þá mun kaupgetan að öðm óbreyttu minnka enn frek- ar. Þegar húsbréfakerfið var kynnt í upphafi héldu talsmenn þess því fram að fullri alvöru að kaupgeta láglaunahópa mundi aukast. Þetta var mikilvæg röksemd af þeirra hálfu. Reynslan sýnir þvert á móti að kaupgetan hefúr minnkað. Kjállariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur fram að það mundi sjálft koma í veg fyrir greiðsluerfiðleika. Um þetta ritaði undirritaður í mars 1989: „Greiðsluvandinn á að leysast sjálfkrafa. Fátt bendir til þess. Er- lendis þar sem svipar til húsbréfa- kerfisins eru greiðsluerfiðleikar algengir. Víða endar vandinn með því að kaupendur tapa húsnæðinu eða verða gjaldþrota. Á einu ári töpuðu milljón fjölskyldur húsnæði sínu í Bandaríkjunum. í Danmörku eru gjaldþrot húsnæðiskaupenda tvö- falt algengari en hér. Þegar opinber aðstoð vegna greiðsluvanda hættir munum við upplifa svipaöan vanda. Við því verður að vara.“ í gagnrýni sinni hélt undirritaður því ákveðið fram að greiðsluerfið- leikar myndu verða fastur fylgi- fiskur kerfisins og gagnrýndi „Húsnæðiseign minnkar, ásókn 1 fé- lagslegt húsnæði vex og kerfið veldur greiðsluerfiðleikum. Gallarnir koma sífellt betur 1 ljós eftir því sem það er lengur í notkun.“ Aukin ásókn Þegar kaupgeta fólks minnkar vex ásóknin í félagslegt húsnæöi og allar gerðir leiguhúsnæöis. Þeir sem vöruðu við afleiðingum hús- bréfakerfisins bentu á þetta í upp- hafi. Undirritaður benti á aö hætt væri viö aö húsnæðiseign hér á landi mundi færast í svipað horf og gerist í löndum á borð viö Dan- mörku eða Bandaríkin. Ein afleið- ingin væri aukin ásókn í félagsleg- ar íbúðir Fjölskyldum sem ráða við hús- næðiskaup gæti þannig fækkað um fjórðung frá því sem menn höfðu áður átt að venjast. Til aö mæta því þyrfti að auka framboð leigu- húsnæðis og félagslegra íbúða. Þess vegna þyrfti aö auka nýbygg- ingar félagslega húsnæðiskerfis- ins. Undirritaöur taldi aö þörf fyrir félagslegt húsnæði mundi aukast um yfir 250 íbúðir á ári. Viðvarandi greiðsluerfiðleikar Höfundar kerfisins héldu því hversu lítill gaumur væri gefinn þessum vanda. Fyrirkomulag vaxtabóta og húsbréfalánin sjálf væru beinlínis ávísun á greiðslu- erfiðleika stórra hópa. í hálfan ára- tug hafa menn skellt skollaeyrum við varnaðarorðum sem þessum. Hversu langi geta menn gert það enn? Stefán Ingólfsson Skodanir aimarra Fjárlagafrumvarp og hátekjuskattur „Ánægjulegt er, að ekki verður höggvið í þann knérunn að þyngja enn skattbyröina og það eru viss tímamót, að tímabundinn skattur verður afnuminn á réttum tíma. Ekki sízt þar sem í Ijós hefur komið, aö svonefndur hátekjuskattur hefur bitnað mest á ungu fólki, sem leggur á sig ómælda vinnu til að koma yfir sig þaki, svo og sjómönnum, sem búa við miklar sveiflur í tekjum.“ Úr forystugrein Mbl. 4. okt. Hvað víta þeir um farþegaflug? „Eimskip er fyrst og fremst flutningafyrirtæki á sjó en ekki í lofti. Hvaö eiga þeir að vita um farþega- flug? Þaö er spuming hvort þessir menn hjá Eim- skip séu þeir heppilegustu til að standa í rekstri flug- félags. Til eru menn sem þekkja þennan rekstur út og inn og hafa sýnt árangur. Sem dæmi má taka Birki Baldvinsson sem stundað hefur flugrekstur í Lúxemborg, hann hefur sýnt að hægt er að græða á tá og fingri í flugrekstri. Flugleiðum væri fengur í honum og hann virðist hafa áhuga á rekstri félags- ins, enda orðinn einn stærsti hluthafinn." Bengt Sche ving Thorsteinsson i Morgunpóstinum 3. okt. Pólitísk skilaboð í fjárlagafrumvarpi „Staöreyndin er sú að misrétti hefur aukist í þjóðfé- laginu. Ekki verður séð að fjárlagafrumvarpið taki miö af þessum staðreyndum. Hátekjuskattur verður ekki framlengdur og áformum um skatt á fjármagns- tekjur verður slegiö á frest. Þetta eru pólitísk skila- boð og sýna vel hverra hagsmuna er verið aö gæta að. Það eru því ýmsar veikar forsendur í fjárlaga- frumvarpinu og alls ekki víst að niöurstööumar veröi þær sömu, þegar upp verður staðiö í árslok 1995.“ ÚrforystugreinTimans4. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.