Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
41
Memiing
Gegnumlýsingar
- á sýningu Gunnars M. Andréssonar í Galleríi 11
Á fimmta og sjötta áratugnum leituðu listamenn
gjarnan út í himingeiminn að viðfangsefnum. Gervi-
tungl og tunglferðir voru í tísku og áhrif landafund-
anna hinna nýju urðu kveikjan að mörgu málverkinu.
Nú er öldin önnur og hinn innri geimur er viðfangs-
efni margra listamanna. Þar er ýmist um að ræða sér-
hannaða veröld sýndarveruleikans eða vísindalega
viðleitni til að skrásetja leyndardóma lífsins hið innra.
Gunnar Magnús Andrésson, sem nú sýnir verk sín í
Galleríi 1 1 við Skólavörðustíg, er á þessari síðar-
nefndu bylgjulengd. Hann sýndi í Nýlistasafninu fyrir
rúmu ári verk sem byggðust m.a. á skyggnusýningu
smásjárstækkaðra blóðdíla á sellúlósasíum og form-
teikningum á röntgenfilmur, ljósmyndapappír og blý.
Að leiða í Ijós
Gunnar Magnús heldur sig að mestu leyti á svipuð-
um nótum á þessari sýningu, þó hún sé að vísu með
mun einfaldara sniði. Að þessu sinni sýnir Gunnar
eingöngu röntgenfílmur en viðfangið er býsna óvenju-
legt líkt og fyrr; bækur, neysluvörur og plöntur. Gunn-
ar tekur þarna hversdagslega hluti og sýnir á þeim
hlið sem vekur ósjálfrátt spurningar um dauðann og
önnur tilvistarstig. Listamaðurinn er þarna að nokkru
í hlutverki vísindamanns sem gegnumlýsir til að
kanna krankleika. Gunnar gegnumlýsir hins vegar
með það eitt að markmiði að leiða í ljós það sem dulið
er sjónum. Hann hengir röntgenfilmur meö girni upp
í loft salanna og býr þannig til innsetningar sem nán-
ast svífa í rýminu.
Magnað Ijósaspil
Hvað fyrsta liðinn, bækur, áhrærir er býsna lítið sem
þar kemur í ljós við röntgenskoðun. Það er greinilega
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
ekki vinnandi vegur að lesa bækur á þennan hátt, því
miður fyrir flettilata. Hvað neysluvarningnum við-
kemur er hins vegar athugunarefni hversu lítið þarf
til að pappír, og letur um leið, hverfi með öllu. Frá
sjónarhóli röntgenfilmunnar er bókaþjóðin því nánast
á vergangi. Að vonum eru hin lífrænu innkaupastykki
hvað áhugaverðust í gegnumlýsingu; sviðahausar,
kjúklingur, hryggur og humar. í innri sal gefur að líta
þann hluta sýningarinnar sem hefur hvað mestan slag-
kraft. Þar er um að ræða gegnumlýstar plöntur, jafnt
úr hafdjúpum sem af yfirborði jarðar. Það sém gerir
innsetninguna svo athygliverða er möguleikinn á lýs-
ingu utan frá þar sem tré eru til að bregða skuggum
á filmurnar innifyrir. Væntanlegum sýningargestum
er ráðlagt að líta á sýninguna einhvern sólardaginn
síðdegis til að fá notið þessa magnaða ljósaspils sem
náttúran, listin og tæknin sameinast um að búa til.
Sýning Gunnars Magnúsar Andréssonar í Galleríi 11
lýkur fimmtudaginn 13. október.
Tilkyimingar
Eyf irðingafélagið - félagsvist
Fjrrsta spilakvöld af funrn fyrir áramót
veröur annað kvöld aö Hallveigarstöðum
kl. 20.30. Aðgangur öllum opinn.
Kór Hjailakirkju í Kópavogi
Nú er vetrarstarfið hafið af krafti. Fram
undan er söngur við guöþjónustur og
jólatónleikar á jólafóstu. Æfingar eru á
þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Okkur
bráðvantar karlaraddir, bæði tenóra og
bassa. Nánari upplýsingar gefa: Oddný
Þorsteinsdóttir organisti í síma 43247 og
Vilborg Guðmundsdóttir kórformaður í
síma 641599.
Félag eldri borgara í Rvík og
nágrenni
Kóræfing kl. 17-19 í dag í Risinu. Dansaö
á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Risinu.
Dansbandið - Sveitin milli sanda sér um
tónlistina.
Ingveldur Ýr og Kristinn Örn
í Operunni
Fyrstu tónleikar á nýju starfsári Styrkt-
arfélags íslensku óperunnar eru í dag,
miðvikudaginn 5. okt., kl. 20.30 í íslensku
ópenmni. Þar koma fram Ingveldur Ýr
Jónsdóttir messósópran og Kristinn Örn
Kristinsson píanóleikari. A efnisskránni
verða íslensk sönglög, Ijóð eftir Manuel
de Falla, ariur úr óperum eftir Richard
Strauss, Rossmi og Bizet, auk ýmissa
erlendra laga, m.a. úr þekktum söngleikj-
um.
ITC-deildin Korpa, Mos-
fellsbæ
heldur kynningarfund í kvöld kl. 20 í
safhaöarheimili Lágafellssóknar. Fund-
urinn er opinn öllum. Upplýsingar veitir
Guörún í síma 668485.
Bólstaðarhlíð 43
Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra.
Dansaöur veröur Lance á fimmtudögum
frá kl. 14-15. Allir velkomnir.
Listþjá Ifun fyrir fagfólk
í nóvember veröur haldið námskeiðið
Listþjálfun fyrir fagfólk (art therapy).
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem er
áhugasamt um að nota listsköpun í starfi
með skjólstæðingum sínum. Þátttakend-
ur þurfa ekki að hafa reynslu af listsköp-
un. Námstiihögun er fyrirlestrar, um-
ræður, myndir skoðaðar og verklegar
æfmgar. Leiðbeinandi á námskeiðunum
er Unnur Óttarsdóttir sem er listþjálfi
(art therapisti) að mennt og gefur hún
nánari upplýsingar í síma 22072.
Norræna húsið
í kvöld kl. 20.30 verður dagskrá í Nor-
ræna húsinu þar sem samíska skáldið
Rauni Magga Lukkari kynnir verk sín
og les upp ásamt Einari Braga rithöf-
undi. Rauni Magga Lukkari var fulltrúi
Sama á Bókmenntahátíö í Reykjavík
1987. Aðgangur er ókeypis og aUir vel-
komnir á dagskrána.
Fíkn og bati
Námskeið og fyrirlestur á vegum Nám-
undi, Ánanaustum 15, 3. hæð. Dagana
14.-16. október verður námskeið fyrir
uppkomin böm alkóhóUsta og annarra
fikla. Föstud. 20-22. Laugard. 12-17.
Sunnud. 9-14. Þátttökugjald 6.800 kr.
(Leiðbeinendur Ásta Jósafatsdóttir og
Vésteinn Líðvíksson). Fimmtudaginn 6.
október kl. 20 heldur Vésteinn fyrirlestur
sem nefnist „Fíknin og fjölskyldan". Að-
gangseyri er 500 kr. Upplýsingar og
skráning á námskeiðið er í símum 19106
(Ásta) og 16707 (Vésteinn).
Hringskuggar
Bókmenntafélagið Hringskuggar hefur
gefið út ljóðabókina „Rauðhjallar" eftir
Baldur Óskarsson. Þetta er níunda ljóða-
bók skáldsins en sú fyrsta kom út árið
1966. „Rauðhjallar" er 87 bls. að stærð. í
bókinni em 40 frumort ljóð og 15 þýðing-
ar, m.a. á ljóðum eftir Lorca og fom kín-
versk skáld. Kápumynd bókarinnar er
eftir Gylfa Gíslason. Verð þessarar bókar
í verslunum er 1.478 kr. en 1.000 kr. til
félagsmanna Hringskugga.
Félag eldri borgara í Hafnar-
firði
Farið verður í heimsókn að Sólheimum
í Grímsnesi fóstudaginn 7. október kl. 13.
Þátttöku þarf að tifkynna sem fyrst í sím-
um 50176 (Kristín) og 51020 (Ragna).
Félagsstarf aldraðra,
Furugerði 1
AUir velkomnir, 67 ára og eldri. Tónleik-
ar verða fimmtudaginn 6. október kl. 14.
Sigurður Björnsson óperusöngvari kynn-
ir líf og störf tónskáldanna Rossinis og
Schuberts. Ópemsöngkonan Ingveldur
Ýr Jónsdóttir syngur. Undirleik annast
Steinunn B. Ragnarsdóttir, píanó, og
Óskar Ingólfsson, klarinett.
Hafnargönguhópurinn
í miðvikudagskvöldgöngu Hafnargöngu-
hópsins 5. október verður farið frá Hafn-
arhúsinu kl. 20 og gengið með Tjöminni
suður í Vatnsmýrina og til baka um
Landakotshæðina. Allir em velkomnir í
ferð með Hafnargönguhópnum.
Tapad fimdið
Gleraugu
í brúnu hulstri töpuðust föstudaginn 30.
september á Seltjarnamesi. Upplýsingar
í síma 616032.
Gleraugu fundust
Gleraugun em með krómaðri umgjörð
og fundust að Stóragerði 9. Eigandi getur
fengið frekari upplýsingar í síma 30979.
Ungbarnaheilsufarsbækur
sem vora tvær saman í plasti töpuðust
frá Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis 28. sept-
ember, líklega í Drápu-, Löngu-, Hamra-
eða Stigahlíð. Finnandi hafi samband í
síma 15778.
Starfaldraðra
Neskirkja: Félagsstarf aldraðra: Opið
hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Fótsnyrting og hárgreiðsla á sama
tíma. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Nýir
söngfélagar velkomnir. Umsjón: Inga
Backman og Reynir Jónasson. Nýir söng-
félagar velkomnir.
Víðtæk þjónusta
fyrir lesendur
og auglýsendur!
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.
Leikhús
Áskirkja: Samverustund fyrir foreldra
ungra bama í dag kl. 13.30-15.30. Starf
fyrir 10-12 ára börn kl. 17.00.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl.
12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. 10-12 ára starf
(TTT) kl. 17 í dag. Ten-Sing unglingastarf
1 kvöld kl. 20.
Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra í
dag kl. 13.30-16.30.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10.
Leikið á orgelið frá kl. 12.00. Léttur há-
degisverður á kirkjuloftinu á eftir.
Fella- og Hólabrekkusóknir: Helgistund
í Gerðubergi fimmtudaga kl. 10.30.
Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára börn
kl. 17.00.
Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir í dag kl. 18.
Hjallakirkja: Samverustund fyrir 10-12
ára börn í dag kl. 17.
Kópavogskirkja: 10-12 ára starf í Borg-
um í dag kl. 17.15-19. Kyrrðar- og bæna-
stund kl. 18.
Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00.
Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Guö-
mundur Óskar Ólafsson.
Seljakirkja: Fyrirbænastund í dag kl. 18.
Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimil-
inu.
Nauðungarsala
á lausafjármunum
Eftirtaldar bifreiðar og annað lausafé verður boðið upp við lögreglustöðina
á Blönduósi föstudaginn 14. október nk. kl. 17.00.
FS-364 IÖ-920 IB-027 M-3699 GÞ-368 JT-234 HD-044
DG-893 HZ-501 BE-800 GT-217 IC-378 JA-769 FS-876
FF-950 GL-173 GÖ-088 GV-883 KC-921 IB-027 FY-208
tjaldvagn, TA-740 tengivagn, YP-202 tengivagn, IT-783 bifhjól, FP-550
bifhjól, KU-491 dráttarvél MX-322 dráttarvél, UH-968 dráttarvél, PL-575
dráttarvél, ZK-745 dráttarvél, TL-568 dráttarvél, ÞE-032 fjórhjól, TD-200
jarðýta.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Blönduósi
4. okt. 1994.
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Litlasviðiðkl. 20.30.
DÓTTIR LÚSIFERS
eftir William Luce
Frumsýning föd. 7/10, uppselt, Id.
8/10, örfá sæti laus, föd. 14/10, Id.
15/10.
Stóra sviðið kl. 20.00
VALD ÖRLAGANNA
eftir Giuseppe Verdi
6. sýn. Id. 8/10, uppselt, 7. sýn. mán.
10/10, uppselt, 8. sýn. mvd. 12/10, uppselt.
NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL. Föd. 25/11,
uppselt, sud. 27/11, uppselt.
þrd. 29/11, nokkur sæti laus.föd 2/12,
örfá sæti laus, sud. 4/12, nokkur sæti
laus, þrd. 6/12, fid. 8/12, Id. 10/12, örlá
sæti laus.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Á morgun, fid. 6/10, uppselt, Id. 15/10,
sud. 16/10.
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Dale Wasserman
Föd. 7/10, sud. 9/10, föd. 14/10.
Smiðaverkstæðið kl. 20.00
SANNAR SÖGUR AF
SÁLARLÍFISYSTRA
eftir Guðberg Bergsson i leikgerð
Viðars Eggertssonar.
Föd. 7/10, Id. 8/10, fid. 13/10, föd. 14/10.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Tekið á móti simapöntun-
um alla virka daga frá kl. 10.00.
Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00.
Símil 1200-Greiöslukortaþjónusta.
<3J<»
LEIKFELAG M«Ugj|
REYKJAVÍKUR VH
Litla svið kl. 20.00 r
ÓSKIN (G ALD R A-LOFTU R)
eftir Jóhann Sigurjónsson
í kvöld, örfá sæti laus.
Fimmtud. 6. okt., uppselt.
Föstud. 7. okt., uppselt.
Laugard. 8. okt., uppselt.
Sunnud. 9. okt., uppselt.
Míðvikud. 12. okt., örfá sæti laus.
Fimmtud. 13. okt., uppselt.
Föstud. 14. okt., uppselt.
Laugard. 15. okt.
Sunnud. 16. okt., örfá sæti laus.
Miðvlkud. 19. okt., uppselt.
Fimmtud. 20. okt., uppselt.
Laugard. 22. okt., uppselt.
Sunnud. 23. okt., uppselt.
Stóra svið kl. 20.
LEYNIMELUR13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil
Thoroddsen og Indriða Waage.
9. sýn. fimmtud. 6. okl., blelk kort gilda, 10.
sýn. Id. 7/10, fáeln sæti laus, 11. sýn. Id.
8/10, fimmtud. 13/10.
Stóra sviö kl. 20.
íslenska leikhúsið
Býr íslendingur hér
- minningar Leifs Muller
Sunnud. 16/10, aöeins þessi eina sýning.
M iðasala er opin alladaganema
mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða-
pantanir i síma 680680 alla virka daga
frákl. 10-12.
Munið gjafakortin, vinsæl
tækifærisgjöf.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús
Leikfélag Akureyrar
KARAMELLUKVÖRNIN
KAJAMEl,
KVORNIN
Gamanleikur með söngvum fyrir
alla fjölskylduna!
Laugard.8. okt. kl. 14.
Sunnud. 9. okt. kl. 14.
BAR PAR
Tveggja manna kabarettinn sem
sló i gegn á siðasta leikári!
Sýnt í Þorpinu, Höfðahlið 1
Laugard. 8. okt. kl. 20.30.
TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDII
Kortasala stendur yfir!
AÐGANGSKORT
kosta nú aðeins kr. 3.900 og gilda
á þrjár sýningar:
ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Pri-
estley
Á SVÖRTUM FJÖÐRUM eftir Davíð
Stefánsson og Erling Sigurðarson
ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS eftir
Einar Kárason og Kjartan Ragnars-
son
Frumsýningarkort
fyriralla!
Stórlækkað verð. Við bjóðum
þau nú á kr. 5200.
Kortagestir geta bætt við miða
á KARMELLUKVÖRNINA fyrir
aðeins kr. 1000.
Miðasala í Samkomuhúsinu er opin
alla virka daga nema mánudaga kl.
14-18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu. Sími 24073. Simsvari tekur við
miðapöntunum utan afgreiðslutima.
Greiðslukortaþjónusta.
Safnaöarstarf