Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Fréttir_______________________________________________________________________________________dv Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik: Beinn tölvuinnsláttur f lýtir talningunni um 15 þúsund flokksmönnum býöst aö velja um 14 frambjóðendur „Undirbúningur prófkjörsins hef- ur gengið mjög vel. Vonandi verður veðrið gott og þátttakan mikil. Nú veröur í fyrsta sinn í Reykjavík talið upp úr kjörkössunum með innslætti í tölvur. Við reiknum því með hrað- virkari talningu og að úrslitin hggi fyrir mikið fyrr en áður. Úrslitin ættu jafnvel að geta legið fyrir á mið- nætti aðfaranótt sunnudags," segir Ágúst Ragnarsson á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninganna í vor fer fram í dag og á morgun. í dag verður kosið í Valhöll frá klukkan 13.00 til 21.00 en á morgun veröur kosið á fimm stöðum í borginni frá klukkan 10.00 til 19.00, í Valhöll, á Hótel Sögu, í Hraunbæ 102B, Álfabakka 14A og Hverafold 1-3. í gær höföu um 300 manns tekið þátt í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Prófkjörið er opið öllum flokks- mönnum en þeir sem skrá sig inn í flokkinn meðan á atkvæðagreiðslu stendur þurfa að hafa kosningarétt þann 8. apríl þegar þingkosningarn- ar fara fram. Að sögn Ágústs voru tæplega 15 þúsund manns á kjörskrá þegar henni var lokað í gær en ljóst er að þeim mun fjölga eitthvaö í dag og á morgun. Undanfama daga hefur flokksmönnum fjölgað um nokkur hundruð, einkum vegna atkvæða- smölunar frambjóðenda. Samkvæmt heimildum DV skiptast nýju flokks- mennimir nokkuð jafnt milli þeirra frambjóðenda sem hæst stefna í pró- kjörinu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins er bindandi ef meira en helmingur flokksmanna tekur þátt í því. Varð- andi einstök sæti er prófkjörið bind- andi ef viökomandi fær meira en helming greiddra atkvæða. Skiptir í þvi sambandi ekki máli hvaða sæti viðkomandi frambjóðandi nær. Lík- ur eru á aö röðun í 10 efstu sætin verði bindandi sé tekið mið af fyrri prófkjörum flokksins. Jólasveinn i glugga Heimilisiönaðarfélagsins í Hafnarstræti i Reykjavik vakti athygli Ólafs Vals Sigurðssonar, 2 ára, þegar hann var á ferð niðri i bæ með föður sinum. Þetta er fyrsti jólasveinninn sem sést hefur að þessu sinni enda eru nær tveir mánuðir tii jóla. DV-mynd BG Stórir kjötframleiöendur í Bandaríkj unum í samningaviðræðum við íslendinga: Lambakjötið í prófun f yrir hollustumarkað - hugmynd að sölu á þrjú til fimm hundruð tonnum á ári á góðu verði „Heildarsala okkar á lambakjöti er þrjú til fimm hundruð tonn á ári en það getur aukist. Ég reikna með niðurstöðum eftir tvær vikur,“ sagði Melvin Coleman yngri sem rekur búgarð í Denver í Colarado þar sem framleitt er kjöt fyrir svo- kallaöan hollustumarkað. Melvin og faðir hans hafa veriö í samn- ingaviðræðum við íslendinga, þar á meðal Goða hf„ um sölu á lamba- kjöti til Bandaríkjanna. Melvin sagði aö lambakjöt frá ís- landi væri bæði í skurð- og bragð- prófunum í Bandaríkjunum. Hann vildi ekki gefa upp hver kaupandi kjötsins yrði ef af kaupum frá ís- landi yrði. Þó er ljóst að það verður á svokölluðum hollustumarkaöi, til dæmis til Natural Supermarkets. Á búgarði Melvinfeðga er um 500 nautgripum slátrað á dag og hafa þeir um 80 prósent hlutdeild í kjöt- sölu á hollustumarkaðinn í Banda- ríkjunum. Verðið sem greitt er fyr- ir vörur á þessum markaði, sem gjarnan er nefridur „lifrænn", er mun hærra en á almennum mark- aði enda þar um náttúrulegar af- urðir að ræða þar sem bætiefni og efnameðhöndlun er litil sem engin. Baldvin Jónsson hjá markaös- nefnd Búnaðarsambands íslands sagði í samtali við DV í gær að hér væri um prófanir að ræða - menn væru að vinna heimavinnuna núna. „Þetta er ekki komið á sölustig ennþá, þetta á eftir að fara í gegn- um gæðastjórnun og fleira," sagði Baldvin. Melvin Coleman eldri var á íslandi í byijun október. Þá var hugmyndin að fá indíánaflokk til landsins og slátrara til að sýna vinnubrögð sín, m.a. í verslunum Hagkaups. Ekkert varð af því en Coleman sýndi því mikinn áhuga að sýna skurð á bandarísku nauta- kjöti. Hann hafði mikinn áhuga á íslenska lambakjötinu og eyddi miklum tíma í samningaþreifingar við kjötframleiðendur hér á landi. Prófkj örsbaráttan: Barist um atkvæðin Baráttan um atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hef- ur magnas't dag frá degi. Af frambjóð- endunum 14 hafa 9 opnað kosninga- skrifstofur með samtals um 40 kosn- ingasímum. Greinaskrif og auglýs- ingar setja nokkurt mark á kosn- ingabaráttuna og er ljóst að próf- kjörsslagurinn mun kosta frambjóö- endurna milljónir króna þegar allt er tínt til. Nokkuð öruggt þykir að Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson nái kjöri í efstu sætin í prófkjörinu en harður slagur er milli þeirra Bjöms Bjarnasonar, Geirs H. Haarde og Sólveigar Pétursdóttur um þriöja sætið sem Björn skipar nú. Þá velta menn vöngum yfir því hvort nýlið- arnir Markús Örn Antonsson, Katrín Fjeldsted, Ari Edwald og PétUr Blöndal nái öruggum sætum. Nýlið- arnir Ari Gísli Bragason, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Guðmundur Oddsson eru taldir eiga á brattann að sækja. Alþingismennimir Guð- mundur Hallvarðsson og Lára Margrét Ragnarsdóttir þykja líkleg til aö ná kjöri í örugg sæti. Hestur fyrir bifreið Hestur varð fyrir bifreið á þjóð- veginum skammt sunnan Dalvíkur í gærmorgun og þurfti að aflífa hann eftir áreksturinn. Hesturinn var m.a. fótbrotinn og án efa talsvert illa farinn á höfði, enda hafnaði hann fyrst á framhorni bifreiðarinnar, kastaðist síðan upp á vélarhlífina og höfuð hestsins braut framrúðuna. Aflífa þurfti hestinn en lögreglan hafði engar upplýsingar um hver væri eigandi hans. Bifreiðin var talsvert skemmd en ökumaður slapp án meiðsla. Tölva skólastjórans í Keflavík: Var við útidyrnar á sunnudagsmorgun Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er alveg ömggt að greinin sem birtist í DV á laugardag hefur vakiö þjófana til umhugsunar. Ég er í sjö- unda himni að fá tölvuna mína aftur - fínpússaða og allt í henni ósnert. Einhverjir sem þekkja til hér hafa veriö þarna að og ég þakka þeim fyr- ir að skfla tölvunni. Batnandi mönn- um er best aö lifa,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, skólastjóriTónlist- arskóla Keflavíkur. Tölva sem tekin var úr herbergi hans í skólanum á dögunum er kom- in fram. Hún var viö útidyrnar hjá honum þegar hann opnaði þær á sunnudagsmorgun, alveg óskemmd í plastpoka. Fyrrum sölustjóri kærður Stjóm Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins hefur farið fram á þaö við Rannsóknarlög- reglu ríksins að hún rannsaki meint- ar sakir á hendur fyrmrn sölustjóra verksmiðjunnar sem jafnframt var fjárvörsluaðili lífeyrissjóðsins. Stjórnendur verksmiðjunnar telja að maðurinn hafi farið verulega út fyrir heimfldir sínar og ákvæði reglugerðar sjóðsins um kaup á óveðtryggöum veröbréfum frá júní 1993. Samkvæmt upplýsingum DV er hér um tugi mflljóna króna að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.