Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994
Fréttir
Hugleiðingar héraðsdómara um meðferð kynferðisbrotamála:
Vill tryggja fómar-
lömbum málsvara
„Þeir sem fjalla um mál þessi sjá
að brotaþolum er það mikil raun að
þurfa að mæta fyrir dómi og skýra
frá reynslu sinni. Lagt er til að nú
þegar verði hugað að réttarstöðu
fórnarlamba kynferðisbrota og þeim
tryggður réttur til málsvara með
svipuðum hætti og tíðkast í dönskum
rétti," segir Hjörtur 0. Aðalsteins-
son, héraðsdómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, í grein sem birtist í
tímariti Lögfræðingafélagsins og ber
heitið „Hugleiðingar um kynferðis-
brot í ljósi lagabreytinga og nýlegra
dóma“.
Hér á landi er réttarstaða fórnar-
lamba í kynferðisbrotamáium sú
sama og réttarstaða annarra vitna í
opinberu máli að öllu leyti nema því
að fórnarlambið má koma að bótakr-
öfú og kröfu um bætur vegna kostn-
aðar sem getur hlotist af gagnaöflun
og fleiru.
í Danmörku hefur fórnarlambið
hins vegar rétt á að fá skipaðan mál-
svara. Þar eru sérákvæði um lög-
mannsaðstoð til fórnarlambs í kyn-
ferðisbrotamálum og nokkrum
Tvöskipfariní
loðnuleiðangur
Rannsóknarskipin Ariu Frið-
riksson og Bjami Sæmundsson
héldu í fyrrakvöid í loðnuleit og
er áformað aö leiðangurinn
standi yfir fram í miöjan nóvemb-
er.
Leitað verður að loðnu aUt
umhverfis landið og einnig á
Grænlandssundi. Um það hafði
verið rætt að loðnuskip tækju
einnig þátt í þessum leiðangri, en
af því varö ekki.
Nær engin loðnuveiði hefur
verið undanfarnar vikur og menn
eru að verða svartsýnir á fram-
haldiö. „Já, mönnum finnst biðin
óneitanlega vera orðin löng og
ýmsir telja að þaö veröi engin
loðnuveiði fyrr en eftir áramót.
Hins vegar bíða allir spenntir eft-
ir niðurstöðum ur þeim leiðangri
sem nú er hafmn og vonandi líöur
ekki á löngu þar til loðnan finnst
að nýju,“ sagði Sveinn Jónsson
hjá Félagi fiskimjölsframleiö-
enda.
Um þetta leytií fyrra var loðnu-
veiöin orðin 430 þúsund tpnn en
hún er mun minni nú. í fyrra
datt hins vegar botninn úr veiö-
unum í nóvember og desember
og veiddust ekki nema um 20
þúsund tonn i þessum mánuðum
tveimur.
flokkum ofbeldisbrotamála.
„Samkvæmt lögunum leiðbeinir
lögreglan brotaþola um heimild hans
til að krefjast skipunar lögmanns sér
til aðstoðar og kemur kröfu hans til
viðeigandi dómstóls. Málsvari brota-
þola á rétt á að vera viðstaddur yfir-
heyrslur yfir honum, bæði hjá lög-
reglu og í dómi, og getur lagt spum-
ingar fyrir hann. Málsvarinn á rétt
á að kynna sér skýrslur brotaþola
hjá lögreglu og eftir útgáfu ákæru
getur málsvarinn kynnt sér önnur
þau gögn sem lögreglan hefur lagt
fram. Málsvarinn má ekki án sam-
þykkis lögreglu afhenda eða kynna
brotaþola eða öðmm þau gögn sem
hann hefur undir höndum og varða
rnálið," segir í greininni.
Orð gegn orði
í greininni segir Hjörtur enn frem-
ur að oft sé erfitt að sanna kynferðis-
brot enda sjaldan vitnum til að
dreifa. Sakborningar beri því oft við
að mök hafi átt sér stað með sam-
þykki viökomandi og stendur þvi orð
gegn orði. Því þurfi oft að byggja á
öðrum atriöum.
Eftir að hafa skoðað dóma sem
gengið hafa nýlega í málum af þeim
toga sem hér er fjallað um er niður-
staða Hjartar að refsingar fyrir kyn-
ferðisbrot hafi „þyngst á allra síðustu
árum og lætur nærri að segja megi
að algengasta refsing fyrir nauðgun
sé nú 18 til 24 mánaða fangelsi".
Hjörtur vitnar til anníirrar úttektar
frá árinu 1989 og þar er niðurstaðan
sú að algengasta refsing fyrir nauðg-
un sé óskilorðsbundið fangelsi í 12
til 18 mánuði.
Segir Hjörtur jcifnframt að miska-
bætur sem dæmdar hafi verið nýver-
iö hafi einnig hækkað en eins og DV
greindi er nú að störfum nefnd sem
kannar hvort æskilegt sé aö koma á
ríkisábyrgð á miskabótum.
„Að lokum má benda á það að ef
til vill geta dómarar einna best svar-
að gagnrýni á störf sín meö þvi að
benda á ákvæði 61. gr. stjómarskrár
íslenska lýðveldisins þar sem segir
að dómendur skuh í embættisverk-
um sínum fara einungis eftir lög-
um,“ endar Hjörtur á að segja í grein
sinni.
íris og Ragnheiður með syni sína á fæðingardeildinni. DV-mynd Garðar
Saman á ólympíuleikum
- saman á fæðingardeild
Garðar Guðjónsson, DV, Akranest
íþróttakonurnar Ragnheiður Run-
ólfsdóttir og íris Grönfeldt hafa átt
ýmislegt sameiginlegt um dagana.
Þær kepptu fyrir ísland á ólympíu-
leikunum í Seoul í S-Kóreu 1988 og
stunduðu nám við sama háskólann í
Bandaríkjunum. Nýlega voru þær
samtímis á fæðingardeildinni á
Sjúkrahúsi Akraness. Áttu báðar
drengi með fárra daga millibili.
Ragnheiður og iris, sem settu fjölda
íslandsmeta í sundi og fijálsum
íþróttum á árum áður, eru hættar
keppni að minnsta kosti um sinn en
ekki afskiptum af íþróttum. Ragn-
heiður þjálfar sundfólk í MosfeUsbæ
og er jafnframt æskulýðsfuUtnii bæj-
arins. íris, methafi í spjótkasti, starf-
ar við íþróttamiðstöðina í Borgamesi
þar sem hún býr.
Hvort drengjanna tveggja bíður
svipaður frami í íþróttum og mæðra
þeirra skal ósagt látið en þess má
geta að maður írisar er einnig á kafi
í sportinu - leikur með Borgnesing-
um í úrvalsdeUdinni í körfubolta.
13
*
Humarsúpa
*
Ofnbakaöur lambahryggur
með rauövínssósu
*
Súkkulaðifrauð með hindberjasósu
Kr. 1.950
Einnig 5 rétta sœlkeramatseðill
á aöeins kr. 2.250
Nýr spennandi a la carte matseðill
í hádeginu óð ~J~í(JtllTlTl)
mán.-föst. Laugavegi 178
Opið öll
kvöld vikunnar
Borðapantanir í sírtia 88 99 67
Frábært verð
1.990
St. 41-45
brúnt leður
Skemmuveg 32, sími 75777. Opið mán.-föst. 12-18, lau. 10-12
LÁnU EKKI 0F MIKINN HRADA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
VrAð
Með dug og áræðni komumst við langL
Lára Margrét Ragnarsdéttir, alþingismaður
er kona sem þorir.
Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin
á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð,
alla virka daga kl. 16 - 22, laugardaga og sunnudaga kl. 13 -19.
Símar: 2 49 08, 2 49 12 og 2 49 14.
Stuðningsmenn.
Lára
Margrét
í sætið