Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 14
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 14 Frjálst,óháö dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Prófkjör þurfa að breytast Sjálfstæðismenn efna til prófkjörs milli frambjóðenda sinna í Reykjavík um þessa helgi. Sagt er að lítill áhugi sé á þessu prófkjöri og athygli vekur hversu fáir gefa kost á sér. Einungis fjórtán eru skráðir til leiks, þar af eru þrír sem falast eftir kosningu í neðri sæti. Þeir eru ekki í alvöruframboði. Minnt skal á að Sjálfstæðisflokk- urinn fékk níu menn kjörna á þing í síðustu kosningum í Reykjavíkurkjördæmi. Prófkjörið virðist því fyrst og fremst snúast um röð frambjóðendanna og sá háttur hefur verið tekinn upp að frambjóðendur velja sér sæti og biðja kjósendur um að greiða sér atkvæði samkvæmt þeim pöntunum. Þann- ig er ekki nema einn sem sækist eftir fyrsta sæti, einn sem sækir um annað sæti og þrír eða fjórir sækjast eftir þriðja og fjórða sæti. Og svo koll af kolli. Þessi pöntunaraðferð er afskræming á prófkjöri og tilgangi þess. Úrslitin eru ákveðin fyrir fram í efstu sæt- unum. Sömuleiðis má í sjálfu sér einu gilda fyrir kjósend- ur hvort þingmenn þeirra sitja í þriðja, fjórða eða fimmta sæti til eða frá, þegar nokkuð tryggt er að allir þeir sem þau sæti skipa eru nánast öruggir um kosningu til þings. Af hverju hefur verið aflögð sú gamla og gilda aðferð að leyfa kjósendum að krossa við nöfn þeirra frambjóð- enda sem þeir vilja hafa á listanum og síðan ræður fjöldi atkvæða hvers og eins hvaða sæti hann tekur? Ekki skal gert lítið úr prófkosningum almennt. Þær eru lýðræðisleg aðferð ef rétt er staðið að þeim. En sann- leikurinn er sá að færri og færri fást í slík prófkjörsfram- boð og áhugi kjósenda fer þverrandi. Meðal annars vegna þess að val þeirra er takmarkað af fyrir fram gerðum pöntunarhsta. Svo ekki sé talað um kostnað sem hver og einn frambjóðandi hefur af próf'jörsbaráttunni. Um þessar mundir er aftur komin hreyfmg á breyting- ar á kosningalögum og það er fagnaðarefni að ungt fólk í öllum stjómmálaflokkum hefur sameinast um þá kröfu að jafna atkvæðavægi. Ef menn meina eitthvað í alvöru með að breyta kjördæmaskipan og kosningum, hvers vegna þá ekki að athuga þá aðferð sem þekkist erlendis, að sameina val á flokki og frambjóðendum í sjálfum þing- kosningunum? Með öðrum orðum að raða frambjóðend- unum ekki fyrir fram heldur láta það haldast í hendur að kjósandinn krossi við flokkslista og raði síðan eftir númeraröð þeim frambjóðendum á flokkslistanum sem tilnefndir eru. Þessi aðferð hefur marga kosti. Prófkosningar milli einstakra frambjóðenda færast þá inn í sjálfar þingkosn- ingamar. Allir kjósendur viðkomandi flokks standa þá frammi fyrir að velja röð frambjóðenda. Krafturinn sem venjulega skapast í kringum einstaka frambjóðendur í prófkosningum nýtist flokknum og með því að kjósendur þurfa hvort tveggja, að velja frambjóðendur og flokk, er komið í veg fyrir smölun fólks í prófkosningum, sem síð- an kýs jafnvel allt annan flokk þegar til sjálfra þingkosn- inganna kemur. Sömuleiðis er æskilegt að skipta landinu upp í ein- menningskjördæmi þannig að kjósendur velji sér sína þingmenn og standi þeim nærri, frekar en þær hstakosn- ingar sem nú viðgangast og hafa það í för með sér, til að mynda hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, að efstu menn þurfa lítið sem ekkert að hafa fyrir kosningu og fjarlægjast af þeim sökum kjósendur og kjósendur þá. Þá verða prófkosningar ekki nánast formsatriði eins og reynslan og þróunin sýnist vera hjá reykvískum sjálf- stæðismönnum. EUert B. Schram „Hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík mun úreldast á fáum árum, hvað sem allri óskhyggju liður,“ segir Gunn- ar m.a. í greininni. Vísindin ef la alla dáð Það er eðli fréttaskýrenda, eins og annarra sem telja sig vinna á „vísindalegan" hátt að uppfræðslu almennings, að elta rófuna hver á öðrum. Það sem þeir hafa á einn eða annan hátt meðtekið sem hinn eina rétta sannleika setja þeir á prent sem sannleika og vitna hver í annan - og ef almenningsálitið er þeim hliðhollt er það viðurkennt sem hið eina rétta. Oftrú almennings á fréttaskýr- endum, þeirra á meðal sjálfum mér, ætti ekki að ganga of langt því að viðfangsefnið er svo yfirgengi- lega umfangsmikiö að enginn nær yfirsýn, jafnvel þótt hann hafi, eins og ég sjálfur, velt þessum hlutum fyrir sér í hartnær 40 ár. Þetta var auöveldara á tímum kalda stríðsins, þegar heimurinn skiptist í svart og hvítt og menn tóku afstööu með eða á móti því sem þeir töldu gott eða illt. - Nú er allt breytt en ekki hafa allir átt- að sig á því og halda í það gamla. Jahn Otto Jahn Otto Johansen, gamall vin- ur minn og ferðafélagi um leynileg- ustu hernaðar- og kjamorkustofn- anir Bandaríkjanna fyrir 20 árum, virðist fastur í gamla farinu. Það minnir á það þegar sá mikh hugsuður Aristóteles komst aö þeirri niðurstöðu að konur hefðu tveimur tönnum færra í munni en karlmenn. Þetta var svo viður- kenndur sannleikur í nær 2000 ár að engum datt í hug að telja tenn- urnar í kvenfólki fyrr en á 18. öld, og jafnvel eftir það vom fræði Ar- istótelesar viðurkenndur vísdómur í kennslubókum í læknisfræði Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður fram á 20. öld. Eitthvað svipaö virðist Jahn Otto vera að hugsa þegar hann heldur því óhikað fram að hemaðarmikil- vægi íslands hafi aukist við hrun Sovétríkjanna, þvert á allt sem lýt- ur að þeirri hemaðarstrategíu sem við þekkjum báðir. En Noregur á landamæri að Rússlandi og Norð- mönnum stendur skiljanlega stuggur af Rússum. - Þar með er ekki sagt aö þetta gildi um ísland. Kafbátar Jahn Otto gengur út frá því sem vísu að Rússar stefni að hernaðar- ítökum á Atlantshafi og hlutverk íslands í kafbátaleit sé því óbreytt. Það stenst einfaldlega ekki. Rússar era landveldi, þeirra aðalóvinur er Þýskaland og fiotaveldi þeirra stendur á Kyrrahafi. Frjálsar sighngar mihi Kúrileyja og hlutleysi Japans eru mikiu meira lífshagsmunamál fyrir Rússa en nokkru sinni Kólaskagi. Þær herstöðvar voru og eru vam- arstöðvar. Kafbátarnir þar áttu að vera nauðvöm því að eins og Jahn Otto ætti að vita er öll hernaðar- uppbygging Sovétríkjanna fyrrver- andi fyrst og fremst vamarupp- bygging, sprottin upp úr vanmeta- kennd hvað Bandaríkin varðar. Hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík mun úreldast á fáum ámm, hvað sem aUri óskhyggju Uð- ur. Vísindin efla að sönnu aUa dáð en Aristóteles er ekki rétta fyrir- myndin nú á tímum. Gunnar Eyþórsson „ Jahn Otto gengur út frá því sem vísu að Rússar stefni að hernaðarítökum á Atlantshafi og hlutverk íslands í kaf- bátaleit sé því óbreytt. Það stenst ein- faldlega ekki.“ Skoðanir annarra ESB í umræðuna „Auðvitað er ESB-máUð á dagskrá. Um það em þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammála - að for- manninum undanskUdum. ... ESB-máUð er á dag- skrá hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, og gott bet- ur: Nýleg skoðanakönnun Morgunpóstsins leiðir í ljós, að meirihluti sjálfstæðismanna viU aðUd ísíands að Evrópusambandinu. Flokksformaðurinn getur ekki trakterað þetta fólk á því að máUð sé ekki tU umræðu." Úr forystugrein Alþbl. 27. okt. Menntakerfi í svelti „íslendingar hafa dregið of lengi að koma sér upp raunverulegri stefnu í menntamálum sem tengist atvinnulífi þjóðarinnar og eðU þess.... Menntakerf- ið hefur því bæði verið í fjár- og hugmyndasvelti og umræöur um það fremur snúist um smáatriði en stefnumótun..Kjör kennara em hér líka bágbor- in og ekki er hægt að húast við því að bestu vísinda- menn þjóðarinnar muni tíl eiUfðamóns vinna í hálf- gerðri sjálfboðavinnu við Háskóla íslands og 'aðrar menntastofnanir þegar þeim bjóðast betri kjör og betri vinnuaðstaða í öðmm löndum.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 26. okt. Vaxtastefnan „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þeg- ar markaðurinn opnast alveg gagnvart útlöndum er í raun miklu minna sem Seðlabanki og ríkisstjóm geta gert til að halda vöxtum lægri en þeir eru í kringum okkur. Þetta verður einn markaður og verð- bréfasjóðir hér auka eflaust viðskipti sín með erlend verðbréf, meðal annars skammtímaverðbréf. Ég held því að þetta fari í verulegum mæU úr okkar höndum, nema helst vextir í bankakerfinu sem einstaklingar verða að þola, þvi þeir eiga miklu óhægari aðgang að erlendum lánum.“ Steingrimur Hermannsson seðlabankastj. í Mbl. 27. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.