Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Sviðsljós Veiðimaðurinn: Konum veitt verðlaun fyrir stærstu fiskana Sigríður Guðmundsdóttir með lax- inn úr Laxá í Aðaldal. „Þetta er í annaö sinn sem viö veit- um verðlaun fyrir stærsta laxinn og silunginn sem kvenmenn veiða. En þaö er besti fataframleiðandinn, John Partridge," sagöi Paul O’Kefif í versluninni Veiðimanninum í sam- tali viö DV. Þaö var Guðbjörg Jóna Magnús- dóttir sem veiddi stærsta silunginn í Veiöivötnum en Sigríður Guðmunds- dóttir veiddi stærsta laxinn. Fiskur Guðbjargar var 80 sentímetrar og 5500 grömm. En fiskur Sigríðar var 103 sentímetrar og 10.500 grömm. Þetta var mjög vel vigtað eins og þessar tölur gefa til kynna. „Við ætlum að halda þessa keppni á hverju ári hér eftir enda er þátttak- an mjög góö og konur veiða oft vel af fiskum," sagði Paul í lokin. Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir með urriðann úr Veiðivötnum . Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Káisnesbraut 45, neðri hæð, þingl. eig. Hilmar Antonsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands og Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, 1. nóvember 1994 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Kópavogi Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir Gilsbakki 1, Neskaupstað, þingl. eig. Finnbogi Birgisson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands, 31. október 1994 kl. 14.00. SÝSLUMABURINN í NESKAUPSTAÐ Kosningaskrifstofa Katrínar Fjeldsted læknis Ingólfsstræti 5, 2. hæð Opið virka daga 16-21 og 13-18 um helgar Símar 22366, 22360 og 22144 Katrínu í eitt af efstu sætunum! Aðaltölur: LfTTi Vinning miðviki istölur r JOIUIUI jdaqinn: 26. október VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING D 6 af 6 0 49.370.000 9 0 1.735.675 0 5af 6 0 232.174 Q 4 af 6 177 2.086 5 647 245 Jlfluinningur er tvöfaldur næst ,35) (46) (47) BÓNUSTÖLUR @@(§) Heildarupphæð þessa viku: 51.865.586 á ísi.: 2.495.586 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 6815 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR Sviðsmynd úr leikritinu Trúðar. Trúðar - trega- blandið skop Fyrsta sýning leikársins í Nemendaleikhúsinu er um margt óvenjuleg. Trúðar heitir hún og í kynningu segir að ekki sé unnið með ákveðið handrit, heldur sé svigrúm til að spila af fingrum fram og breyta ferli sýningarinnar í hvert sinn. Engar tvær sýningar eiga að vera eins! Búningar eru líka mismunandi. Eitt kvöldið eru leik- endurnir fimm með svartar grímur, annað kvöld í skrautlegum búningum og svo geta þau verið eins og á sýningunni, sem ég sá: Með hefðbundna andlitsmáln- ingu trúðsins og eldrautt kúlunef. Svartur litur og hvítur ríkja í búningunum í þeirri leikgerð og þungt rautt flostjald myndar bakgrunn. Annað þarf ekki. í leikskrá segir Mario Gonzalez leikstjóri eitthvað á þá leið um hina ævafornu list trúðsins að hún snúist um gleðina í harmleiknum og tregann í skopleiknum. „Það er ekki hlutverk trúðs að koma okkur til að hlæja, heldur að miðla okkur einhveiju og upplýsa okkur og síðan - þótt það sé alls ekki ásetningur hans - að koma okkur til að hlæja. Hláturinn verður til þegar hlutimir ganga ekki upp eins og hann hafði hugsað sér þá.“ Útskriftarnemar Leiklistarskóla íslands eru fimm að þessu sinni, Bergur Þór Ingólfsson (Úlfar), Halldóra Geirharðsdóttir (Barbara), Kjartan Guðjónsson (Moli), Pálína Jónsdóttir (Magnea) og Sveinn Þórir Geirsson (Búri). Hlutverkin eru öll svipuð að vægi en hver trúð- ur fær sitt sérstaka yfirbragð eða karakter og spinnur út frá því. Þau koma ýmist fram öll saman (og taka þá gjarna lagið) eða eitt og eitt í einu og fara þá með sinn eigin texta, eða einhver „númer“, kannski ljóð eða þekkt brot úr klassískum leikritum. Hver hreyfing er öguð Austurrískt kvöld Sinfóníuhljómsveit íslands hélt fyrstu áskriftartón- leika sína í rauðu röðinni í gærkvöld í Háskólabíói. Þar heyrðust verk eftir höfunda sem allir eiga það sameiginlegt að vera fæddir eða hafa starfað mestan- part í Austurríki. Fyrst hljómaði Sinfónía nr. 35, K. 385, eða hin svo- kallaða „Haffner“-sinfónía Mozarts. Hljómsveitar- stjórinn, Richard Bernas, sem er fæddur í Bandaríkj- unum, en hefur nú starfað um árabil í Lundúnum, stjómaði verkinu af röggsemi og nákvæmni og svar- aði hljómsveitin honum vel. Fiðlukonsertinn Formgerð II eftir Herbert H. Ágústs- son var næstur á efnisskránni. Herbert er okkur 'að góðu kunnur sem homleikari í SÍ og fyrir margvísleg tónlistarstörf. Fiðlan mun hafa verið hans fyrsta hljóð- færi og því hvati þess að hann skrifaði fyrir það kon- sert. Nú em um það bil þrettán ár síðan Guðný Guð- mundsdóttir frumflutti þennan konsert Herberts og því fróðlegt að heyra hann á ný. Verkið er einþáttung- ur, með langri kadensu og eftirspih, eða Coda. Fiðlu- hlutverkið er mjög umfangsmikið og er verkið ailt kunnáttusamlega skrifað. Guðný lék konsertinn af krafti og innlifun og samstarf hennar og hljómsveitar- stjórans virtist með ágætum. Eftir hlé lék hljómsveitin - að sjálfsögðu verulega stækkuð - Sinfóníu nr. 1 í D-dúr eftir Gustav Mahler. Mahier samdi þetta mikla tónverk innan við þrítugt og því ekki að undra að eftir nokkur vonbrigði með frumflutninginn, gerði hann breytingar á verkinu og stjórnaði því síðan sjálfur í breyttri mynd þremur áram eftir frumflutninginn, árið 1892. Það er fremur létt yfirbragð á þessu stóra verki enda sækir Mahler Tónlist Áskell Másson m.a. efnivið sinn í Lándler og austurríska þjóðlaga- hefð. Með hverjum þætti hafði hann sérstök kaflaheiti sem áttu að vera lýsandi fyrir innihald þeirra, svipað og hann gerði síðar í þriðju sinfóníu sinni en hann fjarlægði þau þegar fram liðu stundir þar sem honum fannst sem þau gætu vakið ranghugmyndir um verk- ið. Hljómsveitin lék verkið í heild vel þótt nokkurrar ónákvæmni gætti, einkum í þriðja þættinum. Slag Richard Bernas er létt en ákveöið og tókst honum aö hrífa hljómsveitina með sér í átökum lokaþáttarins þannig að mikla hrifningu vakti. Leiklist Auður Eydal og samhæfð textanum. Tónlistarflutningur og söngatriði eru þrautþjálfuð undir stjóm Ferenic Utassy og Jóns Ólafssonar. Mús- íkin setti óneitanlega einkar skemmtilegan svip á upp- færsluna og lyfti stemningunni. Það sem helst ber þó til tiðinda í þessari sýningu er innlifun leiklistarnemanna í hlutverk trúðsins, innlif- un sem bendir til mikillar og vandaðrar grunnvinnu. Það eru engin læti eða gassagangur í uppfærslunni, hún er miklu fremur seigfljótandi og tileinkun leikend- anna á aldagamalli hefð trúðleiksins er vel og nostur- samlega útfærð. Þessi hefð er okkur fjarlæg og skopskyn okkar er eins og dæmin sanna gjarna á groddalegu nótunum. Einmitt þess vegna er sérstakur fengur í því að fá jafn- góða listamenn og hér hafa verið að verki til að ljúka upp leyndarmálum hins sanna trúðleiks. Vinnubrögðin við sýninguna eiga væntaniega eftir að nýtast leiklistarnemunum vel og skila árangri í leikhúsinu seinna meir. Nemendaleikhúsið sýnir i Lindarbæ: Trúðar Leikstjóri: Mario Gonzalez Aðstoðarleikstjórar: Olivier Antoine og Rafael Bianciotto Tæknimaður og lýsing: Egill Ingibergsson Hljóð: Rafael Bianciotto

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.