Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 6
30 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Iþróttir Konráð Olavsson sýndi oft ágæta takta á mótinu og virðist vera á uppleið. Á myndinni er hann um það bil að skora eitt af tveimur mörkum sinum gegn Svium fram hiá Tomas Svensson hinum frábæra markverði Svja. __ DV-mynd Brynjar Gauti Olafur B. Schram, formaður HSI: Erum mjög stoltir af mótshaldinu Frakkar þriðju Guömundur Hitaarssan skrifer; Frakkar tryggöu sér þriöja saet- ið á mótinu er þeir lögðu Dani aö velli, 28-25. Frakkar byrjuðu betur og leiddu leikinn iraman af. Þá tók Christian S. Hansen, markvörður Dana, til sinna ráða og lokaði markinu. Danir náðu forystu og leiddu í hálfleik, 12-10. Frakkar jöfnuðu metin í upp- hafi síðari hálfleiks en þá settu Danir á fulla ferð og virtust vera á góðri leið með að tryggja sér sigur þegar staðan var 23-18 og 11 mínútur til leiksloka. Frakkar tóku þaö til ráða að breyta vörn sinni, léku 4:2 vörn og við þaö hrundi sóknarleikur Dana og Frakkar gerðu 10 mörk gegn 2 á lokamínútunum. • Mörk Frakka: Maurelli 7, Richardson 6, Schaaf 6, Cazal 5, Lepitit 1, Quintin 1. Varín skot: Christian Gaudin 8/1. • Mörk Dana: Jan Jörgensen 6, Christiansen 6, Hjermind 5, Jacobsen 3, Frank Jörgensen 3, Keller Christiansen 1, Boeriths 1. Varin skot: Christian S. Hansen 20. „Viö erum mjög stoltir af fram- kvæmd þessa móts. Ég hugsa að þetta hafi gengið upp svona 90%. Það eru einstaka hlutir sem við þurfum að bæta. Það er ábyrgðarmaður okk- ar á hverjum stað, það var svolítið vesen með rúturnar og það er mikið af nýju fólki sem er að koma og veit ekki alveg hvert sitt hlutverk er en það veit það núna. Seinni hlutinn gekk miklu betur en sá fyrri,“ sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, við DV í mótslok. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigö- um með aðsóknina. Þaö var ekki fullt gegn Spánverjum í Hafnarfirði og fáir voru mættir þegar leikurinn um þriðja sætið fór fram. Ég er hissa á þessu þar sem við erum að bjóða upp á mjög góð lið og spennandi mót. Erlendu gestirnir hafa lofað mótshaldið Allir þeir erlendu 'gestir sem ég hef rætt við hafa lofað þetta mótshald og maður er eiginlega hræddur við hvað þeir eru ánægöir. Fram- kvæmdastjóri sænska handknatt- leikssambandsins sagði við mig að hann hefði viljað að Svíár hefðu ver- iö í okkar sporum 6 mánuðum fyrir keppni því hér virtust allir hlutir vera á hreinu. Allt sem snúið hefur að liðunum hefiu- staðist. Þetta var skemmtileg reynsla og ég er ekki frá því að svona mót geti orðið aftur hér innan tveggja ára. Með því aö fylla höllina í úrslitaleiknum held ég aö við höfum slopjnð á núlli hvað varðar fjárhagsdæmið," sagði Ól- afur. Anægður með hvernig tiltókst „í aöalatriðum gekk þetta allt mjög vel og ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Það hafa eru náttúr- lega einhverjir hnökrar komið í ljós og munu menn fara yfir það og reyna að betrumbæta. Það voru engin stór vandamál sem komu upp heldur voru þau öll minniháttar. Menn líta bara björtum augum fram á veg,“ sagði Geir H. Haarde, formaður framkvæmdaráðs HM’95. Geir sagði ennfremur að Erik Lars- en, sem sæti á í tækinefnd Alþjóða handknattleikssambandsins, hefði tekið út öll húsin sem keppa á í á HM hér á landi og sagði hann að Larsen hefði verið mjög jákvæöur í garð íslendinga. Erf itt gegn Spánverjum Guömundur Hitaaxsson akrifer: íslendingar tryggðu sér fyrsta sæti í B-riðli Alþjóða Reykjavík- urmótsins með 22-19 sigri á Spán- verjum í Kaplakrika á fóstudags- kvöldið. Spánvetjar mættu grimmir til leiks og veittu íslend- ingum harða keppni. Það var ekki fyrr en á síðustu 15 mínút- unum sem íslendingar náðu að hrista Spánverja af sér. Á tíma- bili höfðu Spánveriar þriggja marka forystu í síðari hálfleik en í hálfleik var staðan jöfn, 9-9. Patrekur Jóhannesson var at- kvæöamikill og lék mjög vel, Sig- urður Sveinsson og Geír Sveins- son stóðu fyrir sínu og Berg- sveinn Bergsveinsson varði vel. Mörk íslands: Sigurður S. 7/1, Geir S. 5, Patrekur J. 3, Dagur S. 2, Bjarki S. 2, Konráð 0.1, Júlíus J. 1, Jón K. 1. Varin skot: Bergsveinn 14. Úrslift í Anriðli Úrslit leikja í A-riðli urðu þessi: Svíþjóð-Noregur..........29-25 Sviss-Frakkland..........18-23 Sviþjóð-Frakkland........32-20 Noregur-Sviss............23-22 Frakkland-Noregur........21-15 Svíþjóð-Sviss............30-25 Svíþjóð.....3 3 0 0 91-70 6 Frakkland...3 2 0 1 64-85 4 Noregur.....3 1 0 2 63-72 2 Sviss.......3 0 0 3 65-76 0 Úrslit í B-riðli Úrslit leikja i B-riðli: Spánn-Danmörk............21-22 Ísland-Ítalía............26-15 Spánn-italía........... 18-19 Ísland-Danmörk...........23-22 Danmörk-ítalia...........27-16 Ísland-Spánn.............22-19 ísland....3 3 0 0 71-56 6 Ðanmörk...3 2 0 l 71-60 4 Italia....3 1 0 2 59-71 2 Spánn......3 0 0 3 58-63 0 7.-8. sæti Sviss-Spánn......17-27 • 5.-6. sæti Ítalía-Noregur.15-23 3.-4. sæti Frakkl.-Danmörk..28-25 1.-2. sætiísland-Sviþjóð....19-27 Sigurdurog Hajas markahæstir Siguröur Sveinsson og Svíinn Erik Haias voru markahæstir á mótinu en báðir skoruöu þeir 28 mörk. Þessir leikmenn skoruðu mest: Sigurður Sveinsson, ísl......28 ErikHajas,Svíþj..............28 Marc Baumgartner, Sviss......25 Ole Gjekstad, Nor............25 O. Maurelli, Frakkl..........22 Guðmundurvarði Guðmundur Hrafnkelsson kom í veg fyrir að Erik Hajas yrði markakóngur mótsins en hann varði vítakst frá Hajas á lokaraín- útu leiksins. Larsen ánægður Daninn Erik Larsen, formaður tækninefndar Alþjóöa hand- knattleikssambandsins, fylgdist grannt meö mótinu og var mjög sáttur við alla framkvæmd móts- ins. Larsen, sem er mikill ís- landsvinur, var ánægður með aðsóknina og þá sérstaklega á Akureyri. Norðmennsáttir Norömenn höfnuðu í 5. sæti eft- ir sigur á ítölum. Landsliðsþjálf- arinn Harald Madsen var ánægð- ur með árangur sinna manna og sagði að það aö haíha í 5. sæti á jafnsterku móti værí skref fram á við fyrir norskan handknatt- leik. Riðlakeppni HM hefst simnudaginn 7. maí: Bandaríkin fyrsti mótherjinn - Juan-Antonio Samarach, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, viðstaddur EÖVI á íslandi? Á blaöamannafundi sem Erik Larsen í tækninefd Alþjóða hand- knattleikssambandsins efndi til á laugardaginn var kynnt niöurröö- un leikja í riðlakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer hér á landi í maí á næsta ári. Mótið hefst sunnudaginn 7. maí og lýkur riðlakeppninni á einni viku. Fyrsti leikur íslendinga er gegn Bandaríkjamönnum 7. maí klukkan 20. Næsti leikur íslands er gegn liði frá Afríku þriðjudaginn 9. maí klukkan 20. Þá gegn Ung- verjum 10. maí klukkan 20. Fiórða viðureignin er gegn liði frá Asíu föstudaginn 12. maí klukkan 17 og fimmti og síðasti leikurinn í riðlin- um er gegn Sviss 13. maí klukkan 16. Allir leikir íslands fara fram í Laugardalshöll. Á sama fundi kom fram að for- seta Alþjóða ólympíunefdarinnar, Spánverjanum Juan-Antonio Sam- aranch, hefur verið boöið til ís- lands til að vera viðstaddur heims- meistarakeppnina og eru talverðar líkur á aö hann þekkist boöið og fylgist þá með úrslitaleiknum í Laugardalshöll. Línur skýrast í desember um hvaða þjóðir keppa á HM Asíuliöin sem keppa á HM verða Kórea, Kúveit og annaö hvort Jap- an eða Sádi-Arabía sem mætast í desember. Eftir er að drag um i hvaða riðlum þessar þjóðir lenda. Þá eiga Ástralir og Rúmenar að leika um það hvor þessara þjóða leikur á HM. Fullvíst má telja að Rúmenar tryggi sér farseðilinn enda fara báðir leikirnir fram í Rúmeníu í byrjun desember. Að lokum er rétt að rifja upp riðla- skiptinguna á HM: A-riðill (Laugardalshöll): ísland, Sviss, Ungveijalandi, Afríka, Asía og Bandaríkin. B-riðill (Hafnar- firði): Rússland, Tékklandi, Króat- ía, Kúba, Slóvenía og Afríka. C- riðill (Kópavogi): Frakkland, Þýskaland, Danmörk, Asía, Afríka og Rúmenía/Ástralía. D-riðiIl (Ak- ureyri): Svíþjóð, Spánn, Egypta- land, Hvíta-Rússland, Brasilía og Asía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.