Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 29- Iþróttir nariBjörnssyni? gt í land dag. Fyrir bragðið koma fram ákveðnir veikleikar. Þessir leikir eiga fyrst og fremst aö vera þörf áminning um að þaö er rosalega langt í land fram að HM. Það er alveg feikilegt verk sem þarf að vinna, bæði með einstaklinga og ekki síst liðið. Hvað verður til dæmis um miðjustöð- una, á hvern ætlar Þorbergur að veðja? Eftir þessa leiki er ekki komin lausn á því. Siggi Sveins er að spila vel, sérstak- lega framan af. Harnt þolir ekki að spila Öóra leiki í röð. Það vantar mann á móti honum. Sóknaiieikurinn er staður, það er ákaflega lítið um stöðuskipti og að menn leysi upp. Þeir menn sem eru fyrir utan vegna meiðsla eiga eftir að styrkja þetta verulega." Hvað fannst Jóhanni Inga? Brestir í sókn „Það má segja að fyrsta áfanga sé náð með því að leika til úrslita en það er ýmis- legt sem má betur fara. i úrslitaleikn- um komu fram brestir í sóknar- leiknum, hann er of hægur og auð- lesinn og það vantar í hann óvænt atriði. Menn þurfa hka að vinna betur saman og vera áræðnari," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari. „Það var spilað vel inn á línuna en hornamennirnir voru nánast farþegar. Við eigum góða homa- menn og á móti svona 6/0 vörn eins og hjá Svíum, sem er sterk á miðj- unni, þarf að nýta hornin betur. Markvarsla Bergsveins var góð og vörnin stóð sig vel að mörgu leyti. Það þarf því að leggja áherslu á hraðari og fjölbreyttari sóknarleik. Það er endalaust hægt að gagn- rýna val á leikmönnum en mér finnst vanta fleiri útispilara í hóp- inn, það hefði t.d. mátt nota Sigurð Bjarnason. Ennfremur hefði þurft að vera annar hægri hornamaður, til dæmis Sigurður Sveinsson úr FH, á móti Bjarka sem náði sér ekki vel á strik í mótinu." Engin liðsheild „Það leynir sér ekki hvað er aö. Þetta er ekki lið, heldur tíu einstakling- ar sem rcyna lítiö að hjálpa hver öðrum. Leik- ur íslenska liösins í mótinu byggð- ist að 80-90 prósentum á einstakl- ingsfræntaki. Þjálfararnir hafa ör- ugglega tima til að bæta úr þessu fram að HM og það er í raun þeirra eina verkefni að hugsa um andlegu hliöina og samheldnina; leikmenn- irnir sjálfn eru nógu góðir og í góðu líkamlegu formi,“ sagöi Gunnlaug- ur Hjálmarsson, handknattleiks- dómari og fyrrum heimshðsmaöur. „Leikaðferðir voru tæplega til staðar, aðeins grunnhugmyndir, og þaö sást best á móti Svíunum að þegar leikiö var viö sterkari ein- staklinga gekk ekkert upp. Þá var liðsheildin ekki til, menn gáfust upp og fórnuöu höndum. Mér finnst leikmennirnir of fastir í að hugsa um aö spila fyrir sjálfa sig en ekki um árangur heildarinnar en hins vegar eru þetta nokkurn veginn sterkustu einstaklingarnir sem við eigum og ég treysti þeim til aö standa sig. Þetta er aðeins spuming um tök þjálfaranna." Svíar unnu léttan sigur og höfðu umtals- DV-myndir Brynjar Gauti þjóða Reykjavíkurmótsins í handknattleik i Laugardalshöll á laugardaginn. „Það voru bara silfurverðlaunin að þessu sinni.“ Alþjóða Reykjavlkurmótið: Létthjá Svíum Guðmundur Hilmarsscm skrifar: Evrópumeistarar Svía í handknatt- leik bættu enn einni skrautíjöðrinni í hatt sinn á laugardaginn þegar þeir tryggðu sér sigur á Alþjóða Reykja- víkurmótinu með sigri á íslending- um, 19-27, í úrslitaleik. Eins og í fyrri leikjum sínum á mótinu höföu Svíar yfirburði og sönnuðu svo ekki verður um villst að þeir hafa á að skipa einu af bestu landsliðum heims. Eins og við var að búast áttu leik- menn íslenska landsliösins við ofur- efli að etja og Svíagrýlan viröist enn vera sprelllifandi. Það tók leikmenn liðanna nokkrar mínútur að finna réttu leiðina að marki enda sýndu markverðirnir, þeir Thomas Svens- son og Bergsveinn Bergsveinsson, stórkostleg tilþrif og lokuðu mörkum sínum fyrstu 5 mínúturnar. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Svíar góðum tökum á leiknum. íslending- um gekk illa að finna sér leið fram- hjá geysisterkri vörn Svía og ef það tókst þá varði Svensson oftar en ekki frá íslensku leikmönnunum. Eftir að Svíar höfðu náð fimm marka for- skoti í fyrri hálfleik var aldrei spurn- ing um hvernig leikurinn færi. Um miðjan síðari hálfleik höfðu Svíar náð afgerandi forystu, 12-21, en með ágætum leikkafla náðu ís- lendingar að rétta sinn hlut og minnka muninn í fjögur mörk. A lokakaflanum settu Svíar á fullt og innbyrtu öruggan 7 marka sigur. Slakasti leikur íslands íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum og lék sinn slakasta leik á mótinu. Strákarnir báru alltof mikla virðingu fyrir sænsku snillingunum og það kann aldrei góðri lukku aö stýra. Sóknarleikurinn var slakur og alltof fáir menn þorðu að taka af skarið. Geir Sveinsson nýtti færi sín vel á línunni og Bjarki Sigurðsson átti góða kafla. Bergsveinn Berg- sveinsson stóð upp úr í liðinu, varði íslenska markið vel eins og hann gerði reyndar allt mótið. Svíar voru í allt öðrum gæðaílokki en önnur lið á mótinu. Varnarleikur- inn og markvarslan frábær, hraða- upphlaupin eins og þau gerast best og sóknarleikurinn fjölbreyttur og árangsríkur. Thomas Svensson varði frábærlega í markinu og þeir Erik Hajas og Staffan Olsson léku ís- lensku vörmna grátt. Sóknin höfuðverkur Alþjóða Reykjavíkurmótið var kær- komin og lærdómsrík æfing fyrir ís- lenska liðið. Þrír sigrar og eitt tap á jafnsterku móti er ágætisárangur. Mikið verk er þó framundan fyrir landsliðsþjálfara ef takast á að gera gott liö fyrir HM. Jákvæðu þættirnir eru markvarsla Bergsveins og ágæt- ur varnarleikur en eins og fyrirfram var vitað er sóknarleikurinn höfuð- verkur. Liðið á þó nokkur tromp uppi í erminni og þar er átt við Héð- in Gilsson, Ólaf Stefánsson og Valdi- mar Grímsson. Þessir leikmenn eiga eftir að styrkja liðið til muna þegar þeir hafa jafnað sig af meiðslum. Frammistaða leikmanna Áður er minnst á frammistöðu Berg- sveins á mótinu en Sigurður Sveins- son og Patrekur Jóhannesson voru þeir útileikmenn sem léku einna best. Geir Sveinsson náði sér á strik í tveimur síðustu leikjunum og Kon- ráð Olavsson er í uppsveiflu. Bjarki Sigurðsson og Gústaf Bjarnason áttu ágæta spretti og sömuleiðis Dagur Sigurðsson. Júlíus Jónasson lék vörnina vel en Jón Kristjánsson og Einar G. Sigurðsson náðu sér hins vegar ekki á strik, voru báðir ragir og óöruggir. ísland - Svíþjóð (8-13) 19-27 1-0, 2-4, 4-0, 5-10, 6-12, (8-13), 10-16, 12-21, 15-21, 19-23, 19-27. • Mörk íslands: Sigurður Svelnsson 5/3, B|arki Sigurðsson 4, Gelr Sveinsson 4, Patrek- ur Jóhannesson 3, Konráð Olavsson 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skoi: Bergsveinn Ð. 15, Guömundur H. 1/1. • Mörk Svíþjöðar: Erik Hajas 9/3, SlaRan Otsson 6, Magnus Wíslander 5, Magnus Andersson 2, Thomas Sivertsson 2, Johan Petterssen 1, Stefan Lövgren 1, Plerre Thorsson 1. Varin skot: Thomas Svensson 17. Brottvisanir: tsland 8 minútur, Sviþjóö 6 minútur. Dómarar Sven Olav Öie og Björn Högsnes Irá Noregi. Áhorlendur: Um 3000. Maður leiksins: Thomas Svensson, Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.