Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Side 7
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 31 dv_______________________________________________________________Iþróttir Yf irburðir bandaríska liðsins Bandaríska íshokkiliðið lce Pirates hafði mikla yfirburði i leikjum sínum við islensk lið um helgina, en þetta var fyrsta heimsókn erlends íshokkíliðs til landsins. Ice Pirates vann Reykjavikurúrval í Laugardal, 13-1, á föstudagskvöldið og síðan Skautafélag Akureyrar, 18-5, og úrvalslið íslands, 9-3, á Akureyri á laugardag og sunnudag. Á myndinni er Grant White i baráttu við leikmann Reykjavikurúrvalsins. DV-mynd Brynjar Gauti 1. deild kvenna í handknattleik: Stjarnan enn með fullt hús stiga - Fram 1 vandræðum með KR en sigraði, 19-17 Handbolti - 2. deild: Eyjamenn töpuðu tvisvar Eyjamenn máttu þola tvö töp í ferö sinni á höfuðborgarsvæðið um helgina. Þeir biðu lægri hlut fyrir Breiðabliki i fyrsta deilda- leiknum í hinu nýja íþróttahúsi Breiðabliks á föstudagskvöldið, 27-26, og töpuðu síðan tyrir Gróttu á Seltjarnarnesi á laugar- daginn, 31-28. Staðan í 2. deild: Breiðablik. 5 5 0 0 143-113 10 Frarn... 4 3 1 0 98-78 7 Fylkir.. 6 3 0 3 146-134 6 , ÍBV..... 6 2 1 3 148-149 5 ! Þór..... 3 2 0 1 65-55 4 I Grótta.. 3 1 0 2 69-72 2 ! Fjölnir. 4 1 0 3 74-90 2 BÍ.......... 3 1 0 2 61-91 2 Keflavík.... 4 0 0 4 88-110 0 Körfubolti - bikar: Framlenging á Króknum B-lið Tindastóls sigraði Laugar, 69-60, eftir framlengingu í 1. um- ferð bikarkeppni KKÍ á Sauðár- króki í gær. Staðan eftir venjuleg- an leiktíma var 56-56. í Garöinum unnu heimamenn í Víöi, sem leikur í 2. deild, stór- sigur á 1. deildar liði Selfyssinga, 75-53. Stjarnan tapaði íyrir B-liði Grindvíkinga, 76-103, í Garðabæ. Hilmar Gunnarsson skoraöi 19 stig fyrir Stjörnuna en Páll Vil- bergsson 30 fyrir Grindavík. HK-stúlkur sigruðu ÍS HK vann góðan sigur á ÍS, 1-3, í 1. deild kvenna í blaki í Haga- skóla í gærkvöldi. Hrinurnar enduðu 7-15,15-11, 7-15 og 9-15. Staðan í deildinni: Víkingur...... 4 4 0 12—1 12 KA............. 4 3 19-7 9 ÍS............. 5 2 3 8-10 8 HK............. 5 2 3 8-11 8 Þróttur N..... 4 0 4 4-12 4 Breiðablik vann Leikni Breiðablik vann Leikni af ör- yggi í Kópavogi, 84-71, í 1. deild karla í körfuknattleik á laugar- daginn. Þetta var sjöundi sigur Breiðabliks í jaíhmörgum leikj- um og liöiö steíhir hraðbyri í úr- valsdeildina. Þærnorsku sigruðu Rússa Noregur sigraði Rússland, 28-24, í úrslitaleik á alþjóðlegu handknattleiksmóti kvenna sem lauk í Noregi í gær. Austurríska félagsUðið Hypobank kom nokk- uð á óvart með því að ná öðru sætinu, en Uðið sigraði landsUð Rússlands, Bandaríkjanna, Rúmeníu og Frakklands. Helga Sigmundsdóttir skrifar Stjarnan sigraði Fylki í Ásgarði, 29-17, í 1. deild kvenna á laugardag- inn. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leiktímann, náði mest 11 marka for- ystu í fyrri hálfleik, 14-3, og voru flest mörk Stjörnunnar skoruð eftir vel útfærð hraðaupphlaup. Tölurnar sýna vel yfirburðina og einnig mun- inn á efsta liði deildarinnar og því neðsta. Mörk Stjörnunnar: Erla 9, Laufey 6, Guöný 4, Herdís 3, Nína 2, Margrét 2, Kristín 2, Hrund 1. Mörk Fylkis: Þuríður 9, Eva 2, Anna E. 2, Anna H. 2, Ágústa 1, Guö- björg 1. KR stóð í Fram allan tímann Fram sigraði KR, 19-17, í spennandi leik í Laugardalshöll í gærkvöld. Fram haföi yfir í hálfleik, 10-8, en KR-stúlkur náöu í tvígang aö jafna metin í síðari hálfleik. „Ég er mjög óhress með leikinn, við spiluðum illa, sérstaklega sókn- arlega séð, og það voru allir langt undir getu. Það er þó jákvætt að hafa fengið tvö stig,“ sagöi Guðríður Guö- jónsdóttir, þjálfari Fram. Mörk KR: Brynja 5, Helga 4, Anna 3, Þórdís 2, Ágústa 1, Sæunn 1. Mörk Fram: Selka 5, Berglind 4, Guðríður 3, Þórunn 2, Hafdís 2, Arna 1, Kristín 1, Hanna K. 1. Ármann vann Val auðveldlega Ármann vann frekar auðveldan sig- ur á Val, 27-20, eftir 14-12 í hálfleik. Valur er með mjög ungt lið sem á erfitt uppdráttar og fær ekki mörg stig í vetur. Mörk Ármanns: Guðrún 9, Margrét 4, írina 4, Svanhildur 4, Ásta 3, Magnea 2, Kristín 1. Mörk Vals: Kristjana 9, Gerður 6, Lilja 2, Sonja 2, Kristín 1. Léttur sigur ÍBV gegn Haukum Þorsteiim Guimarsson, DV, Eyjum; ÍBV fór létt meö Hauka í Eyjum á laugardaginn og sigraði, 33-23. Eyja- stúlkur höfðu yfirburði á öllum sviö- um og léku mjög vel á köflum. í seinni hálfleik tókst Haukum að minnka muninn á tímabili í 3 mörk en þá tók Andrea Atladóttir th sinna ráða og skoraði hvert markiö á fætur öðru. Andrea var langbesti leikmað- ur vallarins en hjá Haukum bar best á Kristínu Konráðsdóttur. „Þetta var frekar auðveldur leikur og virðist allt vera að koma hjá okk- ur. Við erum með 5 stelpur sem æfa í Reykjavík og það hefur sett strik í reikninginn,“ sagði Björn Elíasson, þjálfari ÍBV. Mörk ÍBV: Andrea 11, Ingibjörg 6, Eztergal 5, Katrín 4, Stefanía 2, Ragna 2, Dögg 1, íris 1, Elísa 1,- Mörk Hauká: Kristin 7, Harpa 5, Rúna 3, Hrafnhildur 3, Erna 1, Ragn- heiður 1, Hjördís 1. Skvass: Kim Magnúsbesftur í meistaraf lokki Kim Magnús Nielsen sigraði í meistaraflokki karla á Hi-tec- mótinu í skvassi sem íram fór í Veggsporti um helgina. Kim vann 3-0 sigur á Magnús Helgasyni í úrslitaleik. í þriöja sæti var Jök- uh Jörgensen en hann sigraði Valdimar Óskarsson, 3-0. í A-flokki karla sigraði Kristinn E. Arnarsson sem vann 2-0 sigur á Jóni Eysteinssyni í úrslitum. Jóhann S. Ölafsson varö í þriðja sæti eftir 3-2 sigur á Stefáni Páls- syni. Sund: Tvö íslandsmeft í boðsundi Tvö íslandsmet voru sett á unglingameistaramóti íslands sem lauk í Sundhöll Reykjavíkur í gær. B-sveit Ægis setti piltamet í 4x50 metra skriðsundi, 1.42,93 mínútur. Gamla metið var 1.44,09 mínútur. Síðan setti sveit Ægis nýtt lelpnamet í 4x50 metra fjór- sundi og syntu stelpurnar á tím- anitm 2.12,05 mínútum. Gamla metið var 2.14,05 mínútur. - Nán- ar um sundmótið á unglingasíðu DV á morgun. Sftadaní l.deild kvenna í handboita Stjarnan.... 7 7 0 0 170-104 14 Fram..... 7 6 0 1 154-119 12 Víkingur... 7 5 0 2 175-143 10 KR....... 7 4 1 2 134-136 9 ÍBV...... 7 4 0 3 173-148 8 Ármann.... 7 3 1 3 138-137 7 FH....... 7 1 3 3 123-145 5 Haukar... 7 1 1 5 138-164 3 Fylkir.. 7 0 1 6 115-162 1 Valur... 7 0 1 6 100-162 1 Tómastil Snæfellinga Snæfell, neðsta lið úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik, hefur fengið liðsstyrk þvi Tómas Her- mannsson úr KR er genginn til hðs við félagið. Tómas lék tals- vert með KR i fyrra en hefur htið fengíð að spreyta sig í vetur. Ann- ar KR-ingur, Hrafn Kristjánsson, hefur einnig skipt um félag og leikur með KFÍ frá ísafirði í 1. deild. Pavol Kretovic þjálfar Hauka Pavol Kretovic var á laugardag- inn ráðinn þjálfari 1. deildarhðs Hauka í knattspyrnu kvenna. Kretovic er Tékki en hefur verið búsettur hér á landi frá 1991. Hann lék meö Breiðabliki 1991 og 1992 og hefur síðan þjálfað yngri flokka hjá félaginu. Kretovic tek- ur við af Guðmurídi Val Sigurðs- syni sem þjálfaði Haukaiiðið í sumar og hélt því í 1. deild. Með þessu hafa öll átta 1. deild- arliöin gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta sumar. Óvæntur sigur Valsstúlkna - Keflavlk heldur sínu strlM 11. deild kvenna í körfubolta Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar: Valur vann óvæntan en sanngjarn- an sigur á KR í 1. deild kvenna á laug- ardag. Leikur hðanna var hraður og harður, og einkenndist af góðum varnarleik beggja liða. Linda Stefánsdóttir er greinilega komin í sitt gamla form og lék þenn- an leik mjög vel bæði í vörn og sókn og skoraði 19 ^tig fyrir Val. Helga Þorvaldsdóttir skoraði 16 stig fyrir KR og var stigahæst, en sérstaka at- hygh vakti ungur leikmaður í her- búðum KR, Georgía Christiansen, sem skoraði 6 stig fyrir KR og er greinilega framtíðarleikmaður. Keflavík gerði góða ferð norður á Sauðárkrók og vann Tindastól tvíveg- is, 60-79 og 54-79. í fyrri leiknum skor- aði Anna María Sveinsdóttir 27 stig fyrir Keflayík og Erla Reynisdóttir 20 en Ásta Óskarsdóttir 26 stig fyrir Tindastól og Inga Dóra Magnúsdóttir 15. i síðari leiknum skoraði Anna María 19 stig fyrir Keflavík og Erla 17 en þá gerði Inga Dóra 19 stig fyrir Tindastól og Kristín Magnúsdóttir 18. Grindavík vann ÍR 80-64 í Grindavík á laugardag og á sunnudag vann Njarð- vík ÍS, 47-44. ÍS hefur fengið fil hðs við sig þýskan' leikmann, Ulriku Hettler, og mun hún styrkja stúdínur mikið enda er hún um 1,90 metrar á hæð. Staðan í 1. deild kvenna: Keflavík....... 6 6 0 503-292 12 KR............. 6 4 2 400-297 8 UBK............ 3 3 0 255-139 6 Grindavík...... 3 3 0 182-155 6 Tindastóll..... 7 3 4 422^49 6 Njarðvík....... 6 2 4 311-390 4 Valur........... 3 1 2 182-188 2 ÍS.............. 5 1 4 227-292 2 ÍR.............. 7 0 7 293-573 0 YAMAHA p patrick BADMINT0N SPAÐAR 0G B0LTAR Góðar vörur á góðu verði SPAÐAVIÐGERÐIR HELLAS Suðurlandsbraut 22 - símar 688-988 - 15328 Opið: Mánud.-fimmtud. 16-18 - föstud. 12.30-14.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.