Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 8
32 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Iþróttir Mál Guðna Bergssonar enn í biðstöðu: Tottenham haf naði tilboði frá Palace - leitað aðstoðar hjá samtökum atvinnumanna Enska úrvalsdeildarliðiö Tott- enham, gamla liðið hans Guðna Bergssonar, fyrirliða íslenska landshðsins í knattspyrnu, hafn- aði um helgina tilboði frá Crystal Palace en eins og kunnugt er vill félagið fá Guðna tii Uðs við sig. „MáUð er því í biðstöðu en von- andi verður hægt að liðka fyrir málunum því það hlýtur að vera betra fyrir Tottenham að fá ein- hverja peninga fyrir mig en enga. Ég ætla aö vona að þetta komi heim og saman á næstu einni eða tveimur vikum,“ sagði Guðni við DV í gær. „Það ber nú eitthvað á milU, að minnsta kosti hafnaði Tottenham þessu fyrsta tUboði og hefur ekki komið með gagntilboð. Hugmynd- in er að fá samtök atvinnuknatt- spyrnumanna í Englandi til hjálp- ar og ákveðinn umboðsmann úti tU að Uðka fyrir málum því þetta er ósanngjarnt gagnvart mér þar sem Tottenham er ekki með mig á launaskrá. Eins og DV skýrði frá á dögun- um þá hermdu heimildir blaðsins að sænsku úrvalsdeildarliðin Helsingborg og Örebro hefðu bor- ið víurnar í Guðna og í samtali við DV sagði Guðni í gær: „Það er ýmislegt annað í deiglunni." Ragnar til Grindavíkur? Eins og komið hefur fram í DV treysta Keflvíkingar sér ekki tU að standa við seinni hluta samningsins við Ragnar Margeirsson, sóknar- mannin snjaUa sem lék stórt hlut- verk með liðinu í sumar. Ragnar er að hugsa sér til hreyfings og í sam- tali við DV í gær sagði hann að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn en myndi gera það í vikunni. Samkvæmt heimildum DV hafa nýhðar Grindvíkinga mikinn áhuga á að fá Ragnar í sínar raðir en þeir eru einmitt að leita að sóknarmanni í lið sitt. Eftir því sem DV kemst næst hafa forráðamenn Grindavíkur rætt við Ragnar. Júlíus úr leik fram í janúar - fmgurbrotnaöi gegn Spánverjum Júlíus Jónasson, landsUðsmaður í handknattleik, fingurbrotnaði í leiknum gegn Spánverjum á föstu- dagskvöldið. Þumalfmgur hægri handar brotnaði er hann fékk högg þegar hann skaut að marki og ljóst er að Júlíus spUar ekki á ný með landsliðinu eða Gummersbach fyrr en eftir áramótin. „Eg verð í gifsi í 6-8 vikur þannig að ég er úr leik fram í janúar. Þetta kemur á versta tíma, þýska deildin er leikin mjög þétt og ég missi því mikið úr. Þeir verða ekki hressir hjá Gummersbach þegar ég kem þangað aftur og sýni þeim höndina," sagöi JúUus við DV. Eyjólfur Sverrisson skorar áfram fyrir Besikfas og er með markahæstu mönnum i Tyrklandi. Sjötta mark Eyjólfs - skoraði af 30 metra færi í gærkvöld Eyjólfur Sverrisson skoraði glæsUegt mark fyrir Besiktas í gærkvöld þegar liðiö sigraði Kayserispor, 4-1, á heimaveUi í tyrknesku 1. deUdinni í knattspyrnu. Hann skaut af 30 metra færi og boltinn hafnaði í marki gestanna, óveijandi fyrir markvörðinn. Þetta var sjötta mark Eyjólfs í 11 leikjum á tímabUinu og hann er í hópi markahæstu leUcmanna deildar- innar. Besiktas er efst sem fyrr og er komið með 28 stig að loknum 12 umferðum. Sullen er farinn Fækkun hjá konunum? - og ÍA leitar að nýjum útlendingi TUlaga um að fækka liðum í 1. deild kvenna í knattspymu úr átta í sex verður lögð fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður á Akranesi í byrjun desember. Jafnframt verði tekin upp úrslitakeppni fjögurra efstu Uðanna um íslandsmeistaratitiUnn. Þá er lagt tU að tvö neðstu Uð 1. deUdar og tvö efstu Uð 2. deUdar fari í sérstaka úrsUtakeppni um tvö sæti í 1. deUd. Sigurvegarar 2. deUdar færu þá í hana með þrjú stig, næst- neðsta lið 1. deUdar með 2 stig, lið númer tvö í 2. deUd með eitt stig en botnUð 1. deildar ekkert. Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: „Það varö að samkomulagi milU okkar og Anthony SuUen að hann færi frá félaginu og það má segja að þetta hafi gerst að beggja ósk," sagði Ólafur Óskarsson, formaður Körfu- knattleiksfélags ÍA, í samtali við DV. Bandaríkjamaðurinn Anthony SuUen lék sinn síðasta leik með IA í úrvalsdeUdinm þegar Skagamenn töpuðu fyrir ÍR, 108-65, á fimmtu- dagskvöldið. Hann er þegar farinn tíl síns heima. Ólafur segir að ÍA muni nota tímann fram að næsta leik, sem er gegn Haukum í Hafnar- firði á sunnudagskvöldið, tU að finna nýjan Bandaríkjamann í liðið. hiofnp á HM CÍMPIIH CÍMNlAll - brenn anllverðlaun íslands á HM fatlaðra í sundi íslenska sundfólkið á heims- öðrus, meistaramóti fatlaðra 1 sundi á mínúti æti í 200 m fjórsundi á 2:33,71 100 m flugsund á 1:38,27 mln., sem Þá setti Hilmar Gunnarsson nýtt mi. er nýtt íslandsmet, og 100 m bak- íslandsmet í flokki þroskaheftra í Möltu hélt áfram að sópa að sér Sigri m Huld Hrafhsdóttir vann sund á 1:31,50 min. 50 m baksundi þegar hann varð í verðlaunum í gær. gullvei 'ðlaun í 100 m skríðsundi Birkir Rúnar Gunnarsson varð 5.sætiá36,72sekúndumogGunnar Ólafur EirUcsson vann til ti’eggja þroska guUverðlauna í flokki fatlaðra. 1:13,06 heftra á nýju íslandsmeti, annar í 200 m fjórsundi á nvju ís- Þ. Gunnarsson setti einnig íslands- mínútum, og hún varð í 3. landsmeti, 2:42,23 mínútum, og met í 50 metra flugsundi þroska- átímanum 10:5,28 mínútumogí 100 um. m skriðsundi þar sem hann synti Krist á 1:02,30 mínútum. Þá varð hann í tveggj; sæti í 50 m flugsundi kvenna í úrshtum með því að synda á 32,10 fn R. Hákonardóttir varrn til flokki þroskaheftra á 39,94 sekúnd- sekúndum. t bronsverðlauna. Hún synti um. DV Ágústtii Sviss eftiráramót? Ágúst Gylfason, knattspyrnu- maður úr Val, bíður eftir því hvernig Solothum gengur í fyrri hluta svissnesku 2. deUdar keppninnar en hann lék meö Uð- inu í fyrravetur þegar það vann sig upp úr 3. deild. „Þeir ætla aðfá mig ef þeir kom- ast i úrshtakeppnina um sæti í 1. deild en þaö skýrist fyrir ára- rnótin," sagði Ágúst við DV í gær- kvöldi. Um þær sögusagnir að hann væri á leið i KR sagði Ágúst: „Það er algiört rugl, einhver hefur búið þá sögu tU.“ HlynurtilFH fráHaukum Hlynur Eiríksson, sóknarmað- ur úr Haukum, er genginn til Uðs við FH-inga á ný eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hlynur hefur leikið 27 leiki með FH í 1. deUd- inni i knattspyrnu og skorað í þeim þrjú mörk og hann varð markahæsti leikmaður Hauka í 3. deUdmni í sumar. Jónafturí raðirFH Jón Sveinsson, varnar- og miðjumaöur, er kominn aftur til FH-inga og mun leika með Uðinu á næsta keppnistímabili. Jón lék fyrstu leiki FH á íslandsmótinu í sumar en í júni hélt hann af landi brott til Mexíkó þar sem hann lék innanhússknattspymu með mexikósku félagsliði. Benediktfram gegn Lúðvík Það stefnir í harðan slag um formannssætið í sljórn knatt- spyrndeUdar KR. Benedikt Jóns- son, varaformaður KR, ætlar að bjóða sig fram gegn sitjandi for- manni, Lúðvík Georgssyni, á að- alfundi knattspyrnudeUdarinnar sem haldin verður 15. nóvember. SteinarAdolfs til KR-inga Steinar Adolfsson, miðjumað- urinn öflugi úr Val, er genginn til liðs við KR-inga og hefur gert við þá eins árs samning. Steinar er 24 ára gamaU og var um skeið fyrirUði Valsmanna. Hann hefur leikið 102 leiki með þeím í 1. deUd og á að baki einn A-landsleúc, og samtals.39 leiki með landsliöum í öllum aldursflokkum. Heldtil Japans Harmes A. Jónsson, DV, Japan: Japanska knattspymufélagiö Gamba Osaka Ulkynnti á dögun- um ráöningu nýs þjálfara. Frá og með næsta keppnistímabUi, sem hefst vorið 1995, mun Þjóðverjinn Sigfried Held verða við stjórnvöl- Um hjá Gamba, sem í augnablik- inu berst fyrir áframhaldandi til- verurétti í japönsku úrvalsdeUd- inni. Eins og íslenskir knattspymuá- hugamenn muna var Held þjálf- ari íslenska landshðsms um nokkurra ára skeið, frá 1986 til 1989. í fréttatilkynningu frá Gamba, sem birtist í öllum helstu dag- blöðum Japans um helgina, greinir frá „glæstum" árangri Helds meö Schalke og Dynamo Dresden í Þýskalandi, Galatas- aray I Tyrklandi og meö íslenska landsUðið, en þó er ekkert faríð nánar út í það í hverju þessi afrek hans séu fólgin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.