Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 íþróttir Köflóttir leikhr „Miðaö við styrkleikann á mótinu er þaö góð frammistaða aö komast í úrslit. Leik irnir voru köílóttir og það sem ein- kenndi þá var einstaklingsffam- takið. Þegar maður fylgist með sóknarleíknum hjá Svíum og eins hjá Dönum þá virðist þetta miklu auðveidara h)á þeim en okkur. Konráð áttu rispur, Geir var stöð- ugur og Gústaf lék vel gegn Dön- um,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings og fyrrum lands- liðsmaður. „Mér fxnnst jákvættað Þorbergur er byrjaður að próía aðrar varnar- aðferðir en 6:0. Það er stírðleiki í hraðaupphlaupumun, boltinn fær , ekki að ganga og menn eru aö þvæl- ast hver fyrir öðrum. Ég held að þessi hópur, plús þeir sem eru meiddir, sé sterkasti kjarninn sem völ er á en ef einhverjir heltast úr lestinni til viðbótar sé ég menn eins Siggi Sveins spilaði mjög vel, Dagur og Patrekur áttu mjög góöa kaila - þeim á að sýna 100% traust - og Bergsveinn kom á óvart. Bjarki og og Sigurð Bjamason og Magnús Sigurðsson koma sterklega til greina í hópinn." Sagteftirleikinn: Nokkrir leikmenn þurf a að komast í betri þjálfun Þorbergur Aðalsteinsson: „Við lékum líklega okkar lélegasta leik á mótinu og það gengur einfald- lega ekki upp á móti svona liði. Þeir refsa svo fljótt. Þetta leikur í höndun- um á þeim. Þeir eru búnir að vera í úrslitaleikjum á öllum vígstöðvum og þekkja þetta út og inn. Við fórum afar illa með góð færi og menn voru að gera alltof marga feila í sókninni. Það getur vel verið að menn hafi verið yfirspenntir. Við ákváðum að spila með 5:1 vörn til að byrja með og það gekk ágætlega en í byrjun var eins og menn misstu sjálfstraustið þegar dauðafærin voru að klikka trekk í trekk. - Hvað fannst þér jákvæðast í þessu móti? „Sigurleikurinn gegn Dönum fannst mér mjög góður og þjálfari Dana sagði að fyrri hálfleikurinn hefði verið sá besti sem Danir hefðu leikið undir hans stjórn. Leikurinn gegn Spánverjum var líka ágætur. Menn hafa verið að tala um aö spánska liðið sé ekki nógu gott en þetta eru allt atvinnumenn á ferð. Þó svo að það hafi vantað tvo leik- menn í þeirra Uö vorum viö án íjög- urra manna og það hefði getað breytt heilmiklu að hafa þá því þá hefði maöur getað skipt meira á mönnum eins og Svíar gerðu fyrir leikinn gegn okkur.“ - Frammistaða leikmanna? „Mér fannst Bergsveinn og Konráð koma með góöa kafla og Patrekur átti góða spretti ásamt Sigurði. Þetta voru ljósu punktarnir. Viö höfum verið að gera mælingar á hópnum og það sem háir okkur er að það er alltof langt bil á milli þeirra sem eru í góðri æfingu og í lökustu standi. Það er stórt stökk og það eru nokkr- ir einstaklingar sem þurfa að komast í mun betri þjálfun. Ég er mjög ánægður með þetta mót og vona að það verði haldið reglulega hér eftir. Þetta er þaö besta í boltanum í dag ef Rússar eru undanskildir og ítölum er sleppt. Næst hittumst við 17. des- ember og svo verða þrír landsleikir á milh jóla og nýárs. Síðan verður Norðurlandamót í byrjun ársins,“ sagði Þorbergur. Bergsveinn Bergsveinsson: „Við verðum að viðurkenna að þeir eru betri en við en ég er óánægðstur með að við vorum ekkert að berja á þeim. Staffan Olsson fékk til dæmis að skjóta á markið án þess að það væri ýtt viö honum. Það er erfitt að ráða við menn eins og Wislander og Magnus Andersson. Þeir hafa báðir góðar bogfintur, hanga lengi í loftinu og bíða eftir því að markvörðurinn hreyfi sig. Ég hef séð sænska liðið sterkara en það sem þeir hafa um- fram önnur lið eru þessi frábæru hraðaupphlaup. Það er ekki spurning að þetta var mjög gott æfingamót fyrir HM. Við erum búnir að sýna það að viö erum í fremstu röð og eigum nokkra leik- menn inni. Við þurfum að bæta okk- ur í sóknarleiknum en varnarleikur- inn hefur verið í lagi. Ég get ekki verið annað en sáttur við eigin frammistöðu á mótinu og tel mig hafa nýtt tækifærið vel.“ Staffan Olsson: „íslenska liðið var mjög erfitt viður- eignar til að byrja með en eftir að við náðum tveggja marka forystu vorum við komnir meö tökin á leikn- um. Eftir að við komumst níu mörk- um yfir í seinni hálfleiknum slökuð- um við heldur mikið á og íslenska liðið náði líka upp mikilli baráttu og minnkaði muninn,“ sagði Staffan Olsson, örvhenta stórskyttan í liöi Svía, við DV eftir sigurinn gegn ís- landi á laugardagskvöldið. Svíar lentu aldrei í teljandi vand- ræðum í mótinu því þeir unnu alla leiki sína af talsverðu öryggi. Olsson tók undir það: „Við lentum ekki í neinum sérstökum vandamálum, enda erum við með mjög sterkt lið um þessar mundir." - Eruð þið ekki með besta lið heims? „Það er ekki gott að segja, Rússam- ir eru líka mjög góöir. - Stefnir ekki í enn eitt einvígið milli ykkar og þeirra í heimsmeist- arakeppninni á íslandi næsta vor? „Það er erfitt að fullyrða eitthvað um það því það er enn langur tími til stefnu. Þetta Reykjavíkurmót er heldur ekki alveg marktækt því það vantaöi marga góða leikmenn í flest liöin. Heimsmeistarakeppnin verður mikiu erfiðari.“ - Er ekki truflandi að spila hérna frammi fyrir íslenskum áhorfend- um? „Ég er mjög ánægður með aö spila héma því það er betra að hafa há- væra áhorfendur og mikla stemn- ingu heldur en að hafa 100 manns í húsinu. Þá skiptir ekki máli þótt þeir klappi og blístri á mann. - Nú virðist þú vera óvinur númer eitt í sænska liðinu í augum ís- lenskra áhorfenda. Hvernig er það? - Já, ég hef orðið var við það en það eflir mig bara. Þetta fer alls ekki í taugarnar á mér, svona er þetta í öllum deildaleikjum á útivelli og ég kippi mér ekki upp við það. Þetta er hluti af leiknum," sagði Staffan Ols- son. HvaðfannstHiIi LHið í gangi „Mér fannst frammistaða íslenska liðs- ins svona sæmileg en ekkimeiraen það. Liðið var alls ekki sannfærandi og að mínu mati er það heimavöllurinn sem fleytir því í úrslitin. Það virkar á mann eins og það sé lítið í gangi hvað sóknina varðar. Það er of mik- ið um einstaklingsframtak og lítið af markvissum leikkerfum," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þekktasta handboltakona landsins. „Siggi Sveins, Patrekur og Berg- sveinn voru að mínu mati að leika best. Dagur var vaxandi og Geir stendur alltaf fyrir sínu. Bjarki á meira inni og hann á eftir að koma til. Leikmaður eins og Einar Gunn- ar sem stendur sig vel í deildinni nær sér ekki á strik með landslið- inu, er óöruggur og ragur. Aðall liösins er kannski 6:0 vörnin en hún gekk kannski ekki sem skyldi gegn Svíum. Það kom hins vegar á daginn að við eigum enga mögu- leika gegn Svíum með því að sækja fram á völlinn. Ég held að þetta sé sterkasti hópurinn sem við eigum að viðbættum þeim leikmönnum sem eru frá vegna meiðsla." Enn lan „í sjálfu sér er vel ásættanlegt að lenda i úrslitum. Það var markmíð- ið sem liðið hafði númer eitt. Ef maður fer að skoða leikina sem slíka þá eru uppi ýmsar efasemdir; sumt má afsaka með ákveðnum skýring- um, það vantar t.d. cöluvert af leikmönn- um í liöíð og það er að koma saman eft- ir langt hlé. Það skýrir vonandi þessa slæmu kafla i leikjunum," sagði Hilmar Björnsson, fyrrum þjálfari landsliðsins. „Það er ljóst að nokkrir leikmenn lið- ins eru ekíti í nægilega góðri þjálfún í ;0fMM‘í;ss Sigurður Sveinsson hefur hér lent i klóm sænsku varnarmannanna Ola Lindgren og Pierre Thorsson i úrslitaleik Al verða yfirburði á mótinu. Á minni myndinni er Sigurður Sveinsson með siifurpeninginn og hann sagði yið Ijósmyndara 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.