Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Síða 4
f 24 * l t@nlist V' FIMMTUDAGUR 15. DESEMMBER 1994 Ahrif, Barnagaman og Þel - Hörður Torfa með þrefalda útgáfu á árinu Eftir tuttugu og fimm ára flakk um heiminn er Hörður Torfason trúbador loks sestur að á íslandi. Eftir tuttugu og fímm ára flakk um heiminn er Hörður Torfason trúbador með meiru loks sestur að á íslandi. Á ferli sínum sem tón- listamaður hefur Hörður gefið út 13 plötur og ef miðað er við útgáfu þessa árs er hann langt frá því að vera hættur. Árið 1994 gefur hann nefnilega út tvær breiðskífur og eina snældu. Ferilplata og barnasnælda Fyrsta skal telja ferilplötu Harðar sem ber nafnið Þel. Á henni er að fmna 17 lögaf ferlinum, alltfrá byrjun til þessa dags. Platan kom út í byrjun sumars og er ætlað að vera þeim til yndisauka sem ekki geta nálgast útgáfuna í gamla forminu. Næsta skal telja bamasnældu Harðar sem kemur út fyrir þessi jóL Lögin eru áð mestu unnin upp úr 22 ára ferli hans sem leikstjóra, en á þeim tíma hefur hann leikstýrt 39 verkefnum sem mörg hver tengdust bömum náið. í fyrsta skipti á ferlinum fékk Hörður til liðs við sig mann tO að útsetja lögin' sín, en til þessa hefur hann séð um allt slikt einn og óstuddur. Fýrir valinu varð Hlynur Sölvi Jakobsson. Snældan, sem ber nafnið Bamagaman, er að mestu leyti unnin á tölvur auk þess sem kassagitarinn leikur stórt hlutverk eins og við var að búast. Hörður segip snælduformið hafa verið valið eftir' mikla markaðskönnun enda upp- áhaldsform bamanna. Ahrif Þriðja og síðasta útgáfa ársins ber nafnið Áhrif. Á plötunni er að finna lög frá ýmsum tímabilum í lífi Harðar. Elsta lagið á rætur sínar að rekja til Washington D.C. árið 1973 en það yngsta var samið í Kaupmannahöfn í sumar. Eins og áður segir notar Hörður útsetjara í fyrsta skipti á þessu ári og að þessu sinni er það Jens Hansson saxófónleikari sem var fenginn til verksins. Aðstoðarhljóðfæraleikarar á plötunni eru: Björgvin Gíslason á gítar, Georg Baldursson á bassa, Baldvin Sigurðsson á bassa, Dan Cassidy á fiðlu og Jens Hansson spilar á saxófón. Hörður spilar sjálfur á gítar og sér um söng og bakraddir ásamt Steingerði Sigþórsdóttur, Áma Kristjánssyni, Guðmundi Karli Friðjónssyni, Höllu Gísladóttur, Rósulind Gísladóttur og Þórhildi Tómasdóttur sem skipa kór plötunnar. Hörður segir plötuna sameina áhrif frá ýmsum öflum hérlendis og erlendis, innan frá og utan. Þama er að finna alls konar tónlist, tangó, salsa, kántrí, grísk áhrif, gospel og þjóðlegt ívaf. Hörður segir plötima jafnvel geta heitið áreitni, sprottið út frá þeim hlutum sem fá mann til að hugsa. i Útgáfutónleikar Til að fagna útgáfu Áhrifa verða haldnir útgáfutónleikar í Þjóð- leikhúsinu sunnudaginn 18. desember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan ellefu og því ættu flestir að sjá sér fært að koma eftir erilsaman jóla- undirbúning þennan fjórða sunnu- dag í aðventu. Hörður mun hins vegar halda ótrauður áfram að spila, syngja, leikstýra og gefa út á íslandi nú þegar heimilisfangið er orðið reykvískt. -GBG :pl •Xugagnrýni ► f 4 Ýmsir- Minningar3 Minn- ingar sem ylja Á Minningum 3 halda þau ágætu hjón, Pétur Hjaltested og María Björk, áfram að klæða innlend og erlend lög i nýjan búning með aðstoð valinkunnra hstamanna. Að þesu sinni fá líka tvö ný lög, sem ekki hafa komið út á plötu áður, að fljóta með. Stemningin er hugljúf og angurvær mestanpart, stundum kannski allt að því væmin en línan þar á milli getur verið hárfín og auðvelt að stíga út af henni. Meginkostur þessarar Minningaplötu, eins og þeirrar fyrri, er hversu vel er vandað til verka; útsetningar, söngur og hljóðfáeraleikur; allt er þetta fyrsta flokks og traustvekjandi. Söngurinn leikur aðalhlutverkið og þar er hvergi misfellu að finna enda úrvalssöngvarar í öllum hlutverkum. Þau sem mest mæðir á eru María Björk, sem syngur fimm lög, Guðrún Gunnarsdóttir, sem syngur þrjú, og þau Ema Gunnarsdóttir og Egill Ólafsson sem syngja tvö lög hvort. Þá syngja þeir Björgvin Halldórsson og Eyjólfur Kristjánsson sitt lagið hvor. Vissulega tekst misvel að endurgera þær perlur sem teknar eru fyrir á þessari plötu en einna best finnst mér hafa tekist til í gamla Engelbert Humperdinck laginu, She Wear’s My Ring, sem heitir einfaldlega Hún hring minn ber í íslenskri þýðingu og Björgvin Halldórsson syngur af alkunnri snilld. Þá er einnig vert að minnast á lög eins og Sem lindin tær, sem Guðrún Gunnarsdóttir syngur, Brúnaljósin brúnu, sem María Björk syngur, og Draumalandið sem Egill Olafsson syngur. Ekki skemmir svo að hafa þjóðhátfðarlag Valgeirs Skagfjörös frá í sumar með í lokin; Þetta fagra land, fallegt lag í ekta þjóðhátíðardúr. Sigurður Þór Salvarsson Olga Guórún - Babbidí bú: Fyrir þau yngstu Ryksugan á fullu.ö.ö.söng Olga Guðrún Amadóttir meðal annars á plötu sinni Eniga meniga árið 1976 en sú bamaplata verður að teljast með þeim bestu sem gefnar hafa verið út í þessum flokki hér á landi. Lögin vora einfóld og auðlærð og textar Olafs Hauks Símonarsonar hnyttnir og skemmtilegir. Platan seldist í risaupplagi og lög af henni hafa verið í uppáhaldi bama síðan og nýjar kynslóðir bama hafa ekki síður hrifist en þær fyrri. Olga Guðrún fylgdi Eninga meniga eftir með Kvöldfféttum ári síðar en þar var stílað inn á fullorðna með póltískum textum eftir Ólaf Hauk og er sú plata öllum gleymd í dag. Síðan ekki söguna meir fyrr en nú að Olga Guðrún sendir frá sér nýja bamaplötu og era sjálfsagt margir á því að löngu sé timi komin á slíkt. Babbidí-bú inniheldur íjórtán lög sem öll em samin af Olgu Guðrúnu og eru textar einnig eftir hana. Og þar sem í rauninni verður að bera plötuna saman við Eniga meniga er samanburðurinn ekki Babbidí-bú í hag. Sá ferskleiki sem einkenndi fyrmefiidu plötuna er ekki fyrir hendi hér en margt er þó ágætlega gert, lög og textar em misgóðir, sumt er eins og bamalög gerast best en annað ekki. Eins og gefúr að skilja henta lög misjafnlega fyrir böm til að syngja. Tíminn verður að skera úr um hvort auölærð lög eins og titillagið Babbidíbú og Geggjaði haninn eiga eftir að festast með bömum en þessi tvö lög era fúll af skemmtilegheitum sem böm kunna að meta. Svo era það falleg lög eins og Myndin hennar Lísu sem frekar verða sungin fyrir bömin. Flutningur og útsetningar era yfirleitt nokkuð góðar, einfaldleikinn í fyrirrúmi, og rödd Olgu Guðrúnar jafii góð og áður og hentar lögum á borð við þau sem era á Babbidi-bú sérlega vel. Það sem helst er að þegar á heildina er litið er að það vantar einhver lög sem geta borið uppi plötu sem þessa. Hilmar Karlsson Birthmark Unfinished Novels ★★★ Fágað og fín- pússað Ef einhver plata kemur á óvart á þessari jólavertíð hlýtur þaö að vera plata Birthmark, Unfinished Novels. Innihaldið er afskaplega ólikt öðra efni sem í boði er á markaðnum og greinilegt að þeir sem að Birthmark standa era tónlistarmenn af hugsjón sem láta markaðslögmálin ekki trufla sig. Þeir era alþjóðahyggjumenn, eins og svo margir aðrir íslenskir tónlistarmenn reyndar, og syngja á ensku en ljóst að þeirra draumur snýst ekki um frægð og frama á vinsældalistum. Þótt Birthmark sé ný hljómsveit og Unfinished Novels era hér engir nýgræðingar á ferð. Öðra nær. Liðsmenn Birthmark, þeir Svanur Kristbergsson og Vaígeir Sigurösson, hafa starfað saman í ein fimm ár undir nafninu The Orange Empire en lítið fyrir þeim farið. Nú koma þeir fram, fullskapaðir svo að segja og greinilegt að efni plötunnar hefúr verið lengi í vinnslu og gerjun. Tónlistin getur flokkast undir það sem eitt sinn var kallað gáfumannapopp, melódisk tónlist með mjúkri áferö, hægum tónum og litlum sveiflum. Margt af því sem Birthmark gerir minnir á Prefab Sprout og hljómsveitir í þeim dúr sem þekktar era fyrir afskaplega vandað og fágað popp. Og hér er heldur betur vandað til verka, hvert smáatriði er úthugsað, augljóslega legið yfir útsetningum lon og don, allt fágað og fmpússað þar til verkið var fúllkomnað að mati höfúndanna. Spumingin er hvort ekki hafi verið legið einum of lengi yfir efiiinu, það jaðrar við að vera sterílt af allri fáguninni. Fyrir vikið verður platan svolítið eintóna og lögin keimlík sum hver. Það hefði þurft að brjóta mynstrið örlítið upp til að lyfta plötunni upp úr lágfluginu. Heildarmyndin er samt sterk plata þar sem við bætist að hljóðfæraleikur er til þvílíkrar fýrirmyndar að leitun er að öðra eins. Þar fara þeir Valgeir Sigurðsson og Svanur Kristbergsson fremstir í flokki en með þeim er einvalalið og má þar nefha menn eins og Birgi Bragason bassaleikara, Einar Scheving trommuleikara, Óskar Guðjónsson saxófónleikara, Kjartan Valdemarsson píanóleikara, Guðna Franzson klarinettuleikara og Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara. Þá er umslag plöhmnar til hreinnar fyrirmyndar og með því allra besta sem sést hefur hérlendis. Sigurður Þór Salvarsson 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.