Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 "Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Dick Francis: Decider. 2. Terry Pratchett: Men at Arms. 3. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Catheríne Cookson: The Qolden Straw. 5. Stephen King: Níghtmares and Dream- scapes. 6. Gerald Seymour: The Fighting Man. 7. Charles Dickens: Martin Chuzzlewit. 8. lain Banks: Complicíty. 9. Roddy Doyie: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 10. Margaret Atwood: The Robber Bríde. Rit almenns eðlis: 1. Angus Deayton: Have I Got News for You. 2. Andy McNab: Bravo Two Zero. 3. Jung Chang: Wild Swans. 4. Gary Larson: The Curse of Madam. 5. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 6. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survive It. 7. Bill Watterson: Homicidal Psycho-JungleCat. 8. Viz Top Tlps. 9. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 10. Barry Fantoni: Colemanbails 7. {Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: Haldurs ballader - og andre skroner. 2. Margaret Atwood: . Katteoje. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Arturo Perez-Reverte: Det flamske maleri. 6. Flemming Jarlskov: Skjult kamera. 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt é Politiken Sondag) Foringi hinna ungu og reiðu Aö lokinni frumsýningu á Look Back in Anger (Horföu reiöur um öxl) í Royal Court leikhúsinu í Lon- don áriö 1956 fór John Osborne ásamt nokkrum félögum sínum í næturklúbb til að drekkja sorgum sínum. Viðbrögðin á frumsýning- unni voru dræm og ekki útlit fyrir að verkið gengi vel. Um þaö bil viku síðar birtist í bresku helgarblaði leikdómur eftir Kenneth Tynan þar sem Look Back in Anger var hafið til skýjanna sem „minniháttar kraftaverk" í ensku leikhúsi. John Osborne varð á svip- stundu þekktasta enska leikskáld síns tíma og fánaberi hreyfingar sem kennd var við unga reiða menn. Segja má að Osbome hafi haldið áfram að vera reiður allt þar til hann andaðist á aðfangadag jóla. En hon- um tókst misjafnlega að finna þeim sterku tilfmningum sínum farveg á leiksviðinu. Og átti um leið í marg- víslegum erfiðleikum í einkalífi sínu: gekk m.a. fimm sinnum í hjónaband. Litleysi og andleg deyfð Hreyflng hinna ungu og reiðu ensku höfunda varð til sem andsvar við litleysi og andlegri deyfö ensks miðstéttarlifs á sjötta áratugnum. Nafngiftin var sótt í sjálfsævisögu sem kom út árið 1951. Hún var eftir Leshe Allen Paul og hét einfaldlega Angry Young Man. Til hópsins töld- ust meðal annarra skáldsagnahöf- undarnir Kingsley Amis, Alan Sil- John Osborne ungur og reiður: með mótmælaspjald fyrir utan Downing stræti 10, bústað breska forsætis- ráðherrans. Umsjón Elías Snæland Jónsson litoe, Keith Waterhouse, Cohn Wil- son og John Braine, og leikskáldin John Osborne og Shelagh Delaney. Osbome var fátækur leikari sem fór að skrifa eigin verk. Fyrst Epi- taph for George Dillon í samvinnu viö þáverandi sambýlismann sinn Tony Creighton (þótt það væri ekki frumsýnt fyrr en 1958). Síðan Look Back in Anger sem annar ungur, reiður maður - kvikmyndagerðar- maðurinn Tony Richardson - leik- stýrði með áðurnefndum árangri ár- ið 1956. Look Back in Anger fór sigurfor víða um heim, m.a. í Ameríku. Sama gilti um næsta verk leikskáldsins: The Entertainer (1957) sem sló í gegn í London með Laurence Olivier i að- alhlutverkinu sem Archie Rice, drykkfelldur grínisti. Tvö næstu verk Osbornes fengu einnig ágætar viðtökur í Bretlandi: Annars vegar Luther (1961) sem sýn- ir boðbera siðbótarinnar í dulítið öðru ljósi en venjulega. Hins vegar Inadmissible Evidence (1964) um ógeðfelldan og misheppnaðan lög- mann á miðjum aldri. En John Osborne tókst ekki sérlega vel að fóta sig á þeim miklu breyt- ingatímum sem síðan fóru í hönd. Hann samdi nokkur önnur leikrit, langt fram á áttunda áratuginn, en þau fengu ekki sama hljómgrunn og fyrstu verkin. Osborne hélt engu aö síöur áfram að láta reiði sína í ljósi við ýmis tæki- færi, m.a. í sjálfsævisögu sinni og dagbókum og þótti af mörgum orðinn harla afturhaldssamur. Það breytir hins vegar engu um að hann hafði mikil áhrif í vestrænu leikhúsi á sjötta og sjöunda áratugn- um. Bestu verk hans halda enda enn gildi sínu. Það sýndi sig þegar Look Back in Anger var fyrir skömmu sett á sviö í London á nýjan leik meö leik- , urunum kunnu Kenneth Branagh og Emmu Thompson í aðalhlutverkum. Metsölnkiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Míchael Críchton: Disclosure. 2. Anne Rice: tnterview with the Vampire. 3. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 4. Dean Koontz: Mr, Murder. 5. E. Annie Proulx: The Shipping News. 6. Robert James Watker: Slow Waltz in Cedar Bend. 7. Anne Rice: The Vampire Lestat. 8. Jonathan Kellerman: Bad Love. 9. Lawrence Sanders: McNally’s Caper. 10. Danielle Steel: Vanished. 11. PeterHoeg: Smilla's Sense of Snow. 12. Johanna Lindsey: You Belong to Me. 13. Tom Clancy: Without Remorse. 14. Anne Rice: The Queen of the Damned. 15. Dean Koontz: The Door to December. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8i C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. Joan Wester Anderson: Where Angel’s Walk. 8. Rush Limbaugh: See, I Totd You so. 9. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 10. Karen Armstrong: A History of God. 11. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 12. Tom Clancy; Armored CAV. 13. Erma Bombeck: A Marriage Made in Heaven... 14. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 15. Kathleen Norris: Dakota. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi 95 prósent lífs þurrkuðust út fyrir 245 milljónum ára: Plöntusvif vísbending um miklar hamfarir Þessi furðuskepna var meöal þeirra lífvera sem hurfu fyrir fullt og allt fyrir 245 milljónum ára. Joð gegn kretínisma Kínverskir vísindamenn segja að hægt sé að koma í veg fyrir andlegan vanþroska í börnum, svokallaðan kretínisma, með því að gefa vaníærum konum joð á fyrstu sex mánuðum með- göngunnar. Kínvetjamir rannsökuðu nærri þúsund konur og börn í átta þorpum þar sem joð í drykkj- arvatni og jarðvegi er mjög lítið. Aðeins tvö prósent barna þeirra kvenna sem fengu joö fyrstu sex mánuði meðgöngunnar reyndust eitthvað sködduð en niu prósent barna þeirra sem fengu joð aðeins síðustu þtjá mánuðina. Joð er nauðsynlegt fyrir mynd-, un skjaldkirtilshormóna sem stjórna efnaskiptum likamans. Blýmengun ekkiný Rannsóknir á botnfalli í sænsk- um vötnum sýna að blýmengun andrúmsloftsins hófst þegar fyrir 2600 árum, eða þegar Grikkir og Rómverjar fóru aö vinna silfur í námum. Blý myndast við silfur- vinnslu. Sænsku vísindamennirnír könnuðu botnlög í nítján stöðu- vötnum í lelt sinni að blýinu. Blý- mengunin var mikil fyrir 2000 árum en minnkaöi næstu þúsund árin þegar hún jókst á ný. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Mestu hamfarir í sögu jarðarinnar urðu fyrir 245 milljónum ára, við lok permtímabilsins, þegar rúmlega 95 prósent allra lífvera þurrkuðust út. Til samanburðar hvarf ekki nema helmingur alls lífs á jörðinni fyrir 65 milljónum ára þegar risaeölurnar dóu út af völdum áreksturs loftsteins og jarðar. Flestir steingervingafræðingar vilja kenna loftslagsbreytingum.’sem gerðust á milljónum ára, um hvernig fór í lok permtímabilsins. Jarðefna- fræðingurinn Kun Wang viö háskól- ann í Ottawa í Kanada er á öðru máli: „Útrýmingin gerðist mjög snögglega," segir hann. „Þaö kunna aö hafa verið nokkrir mánuðir, nokkur ár eða nokkur þúsund ár en þaö gerðist alls ekki á milljónum ára.“ Wang byggir þessa skoðun sína á 245 miiljón ára gömlu setlagagrjóti í Willistonyatni í Bresku-Kólumbiu í Kanada. í grjóti þessu eru stein- gervðar leifar sjávarplöntus\ofs þar sem landsvæði þetta var hiuti sjávar- ins undan vesturströnd Norður- Ameríku í lok permtímabilsins. Wang og félagar hans mældu inn- byrðis hlutfall kolefnis 13 og kolefnis 12 í grjótinu. Plöntusvifið vill frekar taka kolefni 12, sem er léttara, úr umhverfinu við ljóstillífun. Hins vegar tekur það kol- efni 13 aöeins upp vegna þess að aör- ar plöntur keppa um kolefni 12. Setlagið sem Wang og félagar rann- sökuðu er liðlega sex metra þykkt og eru hlutföllin milii kolefnisteg- undanna nokkurn veginn stöðug. í efstu sentímetrunum, sem svara til loka permtímabilsins, snarminnkar kolefni 13 í samanburði við kolefni 12. Það þykir benda til þess að nóg hafi veriö af kolefni 12, aö öllum lík- indum vegna þess aö einhverjar hamfarir höföu þurrkað úr nær allt plöntusvifið. Wang telur að gríðarlegt eldgos í Síberíu kunni að vera orsökin fyrir útrýmingu plöntusvifsins. Þar er að finna hraunfláka frá lokum perm- tímabilsins sem er stærri en Alaska. Aðrir vísindamenn hafa leitt að því getum að risaloftsteinn hafi rekist á jörðina og telur Wang það hugsan- legt. „Vandinn er bara sá að við höf- um engar beinar sannanir um árekstur," segir Kun Wang. Að viðhalda gosi í freyðivíni Það er karinski heidur seint í rassinn gripið aö kenna mönnum nú hvernig þeir geti viðhaldið gosinu í freyðivíninu sem þeir opnuðu á gamlárskvöld. En heil- ræðið verður líka í fullu giidi á næsta ári. Vísindamenn við hinri virta Stanford-háskóla í Kaliforníu og eiginkonur vörðu umtalsverðum tíma i rannsóknir á freyöigetu og komust að því að einfaldasta ráð- iö til að viðhalda gosinu var að geyma flöskuna tappalausa inni í ísskáp. Spekingarnir gáfu aftur á móti litið fyrir franska alþýðuspeki sem segir að setja beri silfúrskeiö í flöskuhálsinn og þá haldist gosið í kampavíninu lengi eftir að flaskan hefur verið opnuð. Algjörrisa- sveppur Armiliaria-sveppurinn er tal- inn vera stærsta lífvera sem til er á jörðinni. Hann lætur sosum ekki mikið yfir sér í skugga rotn- andi trjáa úti í skógi en undir yfirborðinu dreifast jarðstönglar sveppsins út um allt og tengja þeir Qölda sveppahatta saman. í Bandaríkjunum hefur fundist sveppur sem var 15 hektarar að stærð og vó að minnsta kosti 100 tonn. En þótt hann sé stór byijaöi hann samt líf sitt sem smásær spori sem losnar frá hattinum að haustlagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.