Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Kvikmyndir Godzilla-jap- anska risaeðlan Homa- bolta- hetja á hvíta tjaldinu Ein þeirra mynda sem voru frumsýndar nú fýrir jólin vestan- hafs var Cobb. Hún Qallar um líf eins besta homaboltaleikmanns Bandaríkjanna, Tyms Raymond Cobb. Hann gekk undir gælu- nafninu „Goergia Peach“ og lék í ein 24 ár með Detriot Tigers og Philadelphia Athletics og sló flest met sem hægt er slá í þessum leik. Þótt hann hafi orðið þjóösagna- persóna var hann einnig um- deildur, ekki síst Utan vallar. Hann var sjálfselskur og eigin- gjarn og oft viðskotáillur. Það voru einmitt þessir síðasttöldu eigirúeikar sem reyndust áhuga- veröastir við gerð kvikmyndar um líf Tyrus Raymond Cobbs. Endursögn Myndin hefst á því að íþrótta- fréttaritarinn A1 Stump er feng- inn til að skrifa ævisögu Ty Cobbs. Hann er orðirm aldraður og heilsunni farið að liraka og ætlunin er að skrá lífshlaupþessa merka íþróttmanns áður en það er um seinan. Þegar Stump kem- ur á landareign Cobbs tekur hann á móti honum vopnaður byssu, sem er ágætis inngangur þess sem síðar gerist í myndinni. Cobb íjallar sem sagt minna um horna- bolta heldur en álíka myndir um sama efni, eins og Bull Durham; leikstjórinn og handritshöfund- urinn hafa þess í stað einbeitt sér að persónusköpun Cobbs. Þetta gerir söguþráðinn stundum rugl- ingslegan en það sem heldur myndinni uppi og nær athygli áhorfendanna er stórkostlegur leikur Tommy Lee Jones sem leikur Cobb. Tommy Lee Jones virðist hafa eílst við hverja raun eins og myndirnar The Fugitive, The Client og nú síöast Natural Born Rillers sýna. Cobb hefur fengið mjög mis- jafna dóma hjá gagnrýnendum. Þetta er ekki óalgengt um myndir sem fjalla um íþróttir eins og hornabolta því efni þeirra höfðar mjög mismunandi til fólks. Hins vegar mun þessi mynd bæta Cobb í þann hóp íþróttamanna sem hafa orðið þess heiðurs aðnjót- andi að fá lífshlaup sitt fest á filmu. í fyrra var haldiö upp á dálítið sér- kennilegt afmæli í Japan. Þá voru liðin 40 ár frá frumsýningu japönsku kvikmyndarinnar Gojira sem var upphafiö að ferli risaeðlunnar Godz- illa, eins og hún hefur verið kölluð í hinum enskumælandi heimi. Raunar er japanska nafnið Gojira samsett úr japönsku orðunum yfir górillu og hval. Godzilla hefur á þessum fjórum áratugum notið mikilla vinsælda í Japan og í tilefni afmælisins var frumsýnd 21. Godzilla-myndin sem ber heitið Gojira Tai Supeesugojira. Myndin var frumsýnd í 240 kvik- myndahúsum. Frægð Godzilla hefur einnig borist út fyrir landsteinana og svo virðist sem gömlu myndirnar séu famar að skjóta upp kollinum í hillum á mynd- bandaleigum, bæði í Evrópu og vest- anhafs. Ahugasamir íslenskir Godz- Ula-aðdáendur geta meira að segja fundið Godzilla-myndir á nokkrum myndbandaleigum. Unnið að gerð Godzilla-myndar. Godzilla berst við risaeðlu utan ur geimnum. Vangaveltur um vinsældir Það er erfitt að átta sig á því hvort vinsældir Jurassic Park, sem fjallaði einnig um risaeðlur, hafl endurvakið áhugann á GodzUla. Þessi japanska risaeðla tapaði vinsældastríðinu á sínum tíma við King Kong en mun líklega reynast miklu langlífari þeg- ar allt kemur til alls. Það er einnig búið að ákveða að í ár verði næsta GodzUla-myndin gerð í Hollywood og er áætluð frumsýning á árinu 1996. Godzilla hefur því haldið innreið sína af fullum krafti í hinn vestræna heim. Fyrsta myndin um Godzilla var gerð 1954 og er í dag ein vinsælasta myndin sem hefur verið gerð í Jap- an. Það hafa margir velt fyrir sér hvers vegna risaeðlan Godzilla varð svona vinsæl meðal japönsku þjóðar- innar. Myndin fjallaði um afleiðingar kjarnorkusprenginga og geislunar sem þeim fylgdi og var því málefnið mjög tengt minningum japönsku þjóðarinnar um þann atburö þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki. Sannsögulegtefni Hugmyndin aö handritinu kom úr fréttum í japönskum blöðum árið 1954 þess efnis að japanskur sjómað- ur hefði látist úr krabbameini. Bát- urinn hans hafði lent í geislavirku úrfelh eftir tilraunir Bandaríkja- manna með vetnissprengjur á Bik- ini-kóralrifinu i Suöur-Kyrrahafinu. Það var taliö næsta öruggt að hann hefði orðið fyrir allt of mikilli geislun sem hefði síðan leitt hann til dauða. Þessi atburður kom af stað miklum mótmælum gegn kjamorkutilraun- um í Japan. Það má þvi segja að efn- ið hafi hitt beint í mark hjá japönsk- um almenningi. Það vom því þessar tilraunir Bandaríkjamanna með vetnis- sprengjuna á Bikini sem vöktu Godz- illa aftur til lífsins. Hann kunni því illa að vera traflaöur af aldalöngum svefni og réðst því á Tokyoborg. Eft- ir mikla bardaga endaði Godzilla síð- an líf sitt í Tokyo-flóanum ásamt ein- eygða vísindamanninum sem fann ráðið til að knésétja Godzilla og bjarga þannig borgarbúum frá þess- ari kolóðu risaeðlu. Stórkostlegar tæknibrellur Eins og lesa má á milli línanna byggði Godzilla mikið upp á tækni- brellum. Þaö var lagt miklu meira í þessa mynd en gengur og gerist um álíka myndir frá þessum tíma. Fram- leiðslukostnaður var talinn þrefald- ur miðað við venjulega japanska mynd og það tók eina fjóra mánuði að gera myndina. Shimura Takashi var fenginn til að leika eitt aðalhlut- verkið. Hann var virtur leikari og til gamans má geta þess aö á sama tíma og Godzilla var frumsýnd var einnig frumsýnd önnur mynd með Takashi, en það var hin fræga Kurosawa- mynd, The Seven Samuari. Þegar upp var staðið höfðu 9,6 milljónir Japana séð myndina sem telst nokk- uð gott. Myndin hlaut þó blendnar móttökur hjá gagnrýnendum sem fannst efnið ódýrt og lítið listrænt. En í könnun japanskra kvikmynda- tímaritisins Kinema Junpo fyrir nokkrum árum meðal japanskra gagnrýnenda á hvaða myndir þeir teldu bestar frá upphafi kvikmynda- gerðar, lenti Gojira í einu af 20 efstu sætunum. Bækur og fræðimenn Það hafa líka verið skrifaðar marg- ar bækur um Godzilla þar sem höf- undar hafa reynt að útskýra vin- sældir risaeðlunnar og tengja þær Umsjón Baldur Hjaltason m.a. við hersetu Bandaríkjamanna í Japan. Japanir hafa oft htið á sig sem fórnarlömb utanaðkomandi afla, hvort sem um er að ræða innrásar- her, jarðskjálfta eða hvirfilvinda. Því er það ríkt í Japönum að þeir veröi að reiða sig á sinn eigin mátt og megin eins og endurspeglast í því að helstu hetjur í Godziha-myndunum eru þjóðvarðhðar. Aðrir höfundar sjá Godziha sem fulltrúa falhnna hermanna sem lét- ust á Suður-Kyrrahafssvæöinu í seinni heimsstyrjöldinni. Þá er oft vitnað í atriði í myndinni þegar Godziha er búinn að leggja í rúst Ginza-hverfið í Tokyo og þinghúsið og stendur fyrir framan keisarahöh- ina. Þar stoppar Godzhla, snýr th hægri og arkar út í sjóinn með sárs- aukafullt yfirbragð á andlitinu. Það hafa því auðsýnilega skapast heil- mikil fræði um Godzilla þar sem menntamenn deila um stefnur og túlkun á atferli Godzilla. Framhald í næstu mynd Aðstandendur Godziha' geröu sér upphaflega enga grein fyrir því að myndin gæti orðið svona vinsæl. Til að kynna myndina var þó búin til útvarpsþáttaröðin Kaiju Gojira sem var útvarpað vikulega í tvo mánuði fram að frumsýningu myndarinnar. Það voru engar hugmyndir um fram- haldsmyndir eða að tengja persónu Godzilla við leikföng, sælgæti og aðr- ar vörur eins og nú tíðkast með sögu- hetjur kvikmyndanna. En lokaatriði myndarinnar reyndist gefa þeim möguleika á aö vekja Godzilla aftur til lífsins. Þar segir aö „ef þessar til- raunir með kjarnorkusprengjur halda áfram, getum við búist við því aö ófreskjur eins og Godzilla geti skotið upp kollinum hvar sem er í heiminum." En framleiðendur myndarinnar, Toho-kvikmyndaver- ið, var ekki lengi að nýta sér vinsæld- ir Godzhla. Árið 1955 kom fram á sjónarsviðið Gojiro no Gyakushu. En síöan tók Godzilla sér frí í ein sex ár. Toho notaði tímann vel og þróaði margar nýjar persónur sem síðan litu dagsins ljós í Kingu Kongu tai Gojira eða King Kong gegn Godziha. Hugmyndin var að endurspegla tog- streituna milli Japans og Bandaríkj- anna þar sem King Kong var fulltrúi Bandaríkjanna en Godzilla fulltrúi Japans. En aðalbreytingin var þó sú að myndin var látin höfða meira til barna en áður og virkaði því of ein- fóld fyrir marga hinna fullorðnu sem höfðu hrifist af fyrstu myndinni um Godziha. En í þeim 18 myndum sem gerðar hafa verið um Godziha til við- bótar, hefur þessi risaeðla orðið að aðlaga sig viðhorfi þjóðfélagsins hverju sinni og virkar því að ákveðnu marki sem söguspegill. Godzillaábanda- rískri grundu Þess má geta að bandarískir kvik- myndaframleiðendur sýndu Godzilla einnig mikinn áhuga strax í upphafi. Columbia-kvikmyndaverið keypti sýningarréttinn vestanhafs fyrir upphaflegu myndina á sínum tíma, stytti hana um 20 mínútur og bætti viö efni þar sem bandaríski leikarinn Raymond Burr var látinn leika fréttamann staðsettan í Tokyo. Myndin var síðan frumsýnd vestan- hafs 1956 undir nafninu Godzilla, King of Monsters. Þessi sami leikur var síðan endurtekin 1985. Japanir reyndu einnig að aölaga Godzilla sjálfir bandarísku þjóðfélagi. Þeir fengu Nick Adams áriö 1964 til að leika í einni myndinni en hknn hafði árið áður verið tilnefndur til óskars- verðlauna sem besti karlleikari í aukahlutverki. Hvorug þessara mynda sló í gegn en eftir að Sony keypti Columba-kvikmyndaverið fyrir nokkrum árum er ætlunin að reyna einu sinni enn að kynna Godz- hla bandarískum áhorfendum. Þeir Ted Ehiott og Terry Rossio skrifa handritið en þeir eru einna þekktast- ir fyrir handritið að Walt Disney- myndinni Aladdin. Myndin mun verða stútfull af tæknibrellum en halda þó upphafsímynd sinni sem ádeila á notkun kjarnorkuvopna. Það er einnig búið að ráða leikstjóra en það er Jan De Bont. Það er því kominn tími til að Bandaríkjamenn fái aö kynnast betur risaeðlunni Godzhla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.