Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 46
50 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Afmæli Guðrún Marteinsdóttir Guðrún Marteinsdóttir fiskvist- fræðingur, Tómasarhaga 11, Reykjavík, verður fertug á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hún lauk stúd- entsprófi frá ML1975, lauk BS-prófi í líffræðiskor við Verk- og raunvís- indadeild HÍ1979, MS-prófi í líffræði frá Rutgers University í Bandaríkj- unum 1984 og doktorsprófi frá sama skóla 1991. Guðrún var aðstoðarmaður við rannsóknir við Lífræðistofnun HÍ sumrin 1978-79, var í rannsóknar- mannsstöðu við Rutgers University 1983-86, við líffræðistofnun sama skóla og aðstoðarritstjóri við vís- indaritið Evolution 1987-88. Hún var sérfræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun 1989, sérfræðing- ur hjá Veiðimálastofnun og Haf- rannsóknastofnun 1990 og er sér- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- unfrál991. Við rannsóknir sínar hefur Guð- rún þegið fjölda styrkja á vegum sjóða við Rutgers University og ann- arra bandarískra vísindasjóða, frá NATO Science Fellowship, Vísinda- sjóði íslands og Rannsóknarráði ríkisins. Hún hefur samið fjölda rita um sjávarlíffræði og eiginleika fisk- stofna. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Krist- berg Kristbergsson, f. 3.3.1952, dós- ent í matvælafræði við HÍ. Hann er sonur Kristbergs Guðjónssonar, fyrrv. flugumsjónarmanns í Njarð- vík, og k.h., Valgerðar Ármanns- dótturhúsmóður. Dóttir Guðrúnar og Kristbergs er Hlín, f. 20.7.1980, nemi. Bróðir Guörúnar er Bjöm Mar- teinsson, f. 9.1.1950, byggingaverk- fræðingur og arkitekt við Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Marteinn Bjömsson, f. 28.2.1913, bygginga- verkfræðingur og fyrrv. byggingar- fvúltrúi Suðurlands, og k.h., Arndís Þorbjamardóttir, f. 26.3.1910, fyrrv. fulltrúi hjá Fiskifélagi íslands. Ætt Marteinn er bróðir Erlends, sýslu- manns á Seyðisfirði, fóður Jóns sakadómara. Hálfsystir Marteins var Guðrún, móðir Björns alþm. á Löngumýri, Halldórs búnaðarmála- stjóra, Hannesar, afa dr. Hannesar Hólmsteins, og Huldu, móður Páls, þingflokksformanns á Höllustöðum, og Más dómara. Meðal hálfbræðra Marteins má nefna Sigurgeir, fóður Þorbjarnar prófessors, og Þorstein, föður Björns sagnfræðiprófessors. Marteinn er sonur Björns, b. á Orra- stöðum, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks fjármálaráð- herra og Guðmundar sýslumanns Sophussona. Bjöm var sonur Ey- steins, b. á Torfalæk, Jónssonar, og Guðrúnar Erlendsdóttur á Sveins- stöðum í Þingi Árnasonar. Móðir Marteins var Kristbjörg, systir Soffíu, ömmu Georgs Olafs- sonar verðlagsstjóra. Kristbjörg var dóttir Péturs, b. í Miðdal í Kjós, Árnasonar, b. í Hagakoti, Ámason- ar, bróður Guðmundar, langafa Guðmundar, fóður Einars Más rit- höfundar. Móðir Kristbjargar var Margrét, dóttir Benjamíns, b. í Miðdal og Flóakoti, Jónssonar og Kristínar Þorkelsdóttur. Arndís er systir Björns, yfirlæknis í New York, Páls, alþm. í Vest- mannaeyjum, Sverris, forstjóra í Reykjavík, Þórðar forstjóra, fóður Þórðar Þorbjarnarsonar borgar- verkfræðings og systir Guðrúnar, móður Þorbjörns prófessors og Brodda fréttamanns Broddssona. Arndís er dóttir Þorbjarnar, héraðs- læknis á Bíldudal, Þórðarsonar, hreppstjóra og dbrm. að Neðra-Hálsi í Kjós, Guðmundssonar. Móðir Þor- bjarnar var Guðrún Guðmundsdótt- Guðrún Marteinsdóttir. ir, b. í Þórukoti á Álftanesi, ísaks- sonar. Móðir Arndísar var Guðrún, syst- ur Jakobínu, ömmu Ágústs Hjálm- arssonar dómkirkjuprests. Bróðir Guðrúnar var Ólafur, afi Árna Ámasonar alþm. Guðrún var dóttir Páls, prófasts í Vatnsfirði, Ólafsson- ar og Arndísar Pétursdóttir Eggerz frá Borðeyri. Guðrún er að heiman á afmælis- daginn. Sigurgeir Scheving Sigurgeir Scheving, leikari og leik- stjóri, Faxastíg 33, Vestmannaeyj- um, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurgeir fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja, tók landspróf frá Hér- aðsskólanum að Skógum og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1954. Þá stundaði hann nám við Leiklist- arskóla Ævars Kvaran í tvo vetur. Á yngri árum stundaði Sigurgeir fiskvinnslu og sjómennsku. Hann var um skeiö kaupmaður í Eyjum en flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann starfaði í nokkur ár fram að gosi við Heildverslun Péturs Péturssonar. í gosinu flutti hann aftur til Eyja þar sem hann tók þátt í hreinsun og uppbyggingu, m.a. sem vörubílstjóri. Aðalstarf Sigurgeirs hefur þó lengst af tengst leiksviðinu. Hann hefur um árabil starfað með Leik- félagi Vestmannaeyja. Fjölskylda Sigurgeir kvæntist 10.11.1961 Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, f. 10.11. 1941, húsmóður. Þau slitu samvist- um 1968. Dóttir Sigurgeirs með Brynhildi Hjálmarsdóttur frá Bakkafiröi er Bylgja Scheving, f. 10.11.1956, nemi viö HÍ, og á hún tvö börn, Nínu DöggFilippusdóttur, f. 25.2.1974, og Andra Snæ Helgason, f. 26.6. 1992, en sambýlismaður Bylgj u er HelgiÞórlngason. Börn Sigurgeirs og Sjafnar eru Heiða Björg Scheving, f. 20.6.1960, en börn hennar eru Hrund Sigurð- Byggðu þig upp á nýju ári með A nýju ári er rétt að hrista af sér slenið og byggja sig upp með hreyfingu, hollum mat og góðum bætiefnum. Þúsundir íslendinga viðhalda heilbrigði sínu með Gericomplex. Regluleg neysla þess bætir starfsþrekið og eykur viðnám gegn sleni og slappleika. Gericomplex inniheldur valin vítamín, steinefni og lesitín og það er eina fjölvítamínið sem inniheldur Ginsana G115. Éh< Sigurgeir Scheving. ardóttir, f. 12.2.1978, og Eygló Sig- urðardóttir, f. 4.11.1983, en sambýl- ismaöur Heiðu Bjargar er Axel Sig- urðsson; Sigurpáll Scheving, f. 27.5. 1964, læknir en sambýliskona hans er Hildur Jakobína Gísladóttir. Sambýliskona Sigurgeirs er Ruth Barbara Zohlen frá Stuttgart í Þýskalandi. Systur Sigurgeirs eru Helga Rósa Scheving, f. 15.12.1930, þinglýsing- arfulltrúi í Reykjavík; Margrét Scheving, f. 27.9.1944, kaupkona í Reykjavík, gift Þorvaldi Halldórs- syni. Foreldrar Sigurgeirs voru Páll Scheving, f. 21.1.1904, að Steins- stöðum í Vestmannaeyjum, d. 15.4. 1990, verksmiðjustjóri hjá Lifrar- samlagi Vestmannaeyja, og Jón- heiður Steingrímsdóttir Scheving, f. 24.7.1907, að Gamla-Lundi á Ak- ureyri, d. 24.12.1974, húmóðir. Sigurgeir tekur á móti gestum á Hertoganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7.1. kl. 16.00-18.00. Til hamingju með afmælið 7. janúar -------------------------- Ólafia Birna Sigurvinsdóttir, Nökkvavogi l.Reykjavík. Áslaug Kristinsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavik. Einar Sigurjónsson, Höíðavegi 32, Vestmannaeyjum. Kristín Magnúsdóttir, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Hólmfríður Sigurðardóttir, Hlíð, Garðabæ. Hólmfríður er að heiman. Árni Aðalsteinn Bjarman, Seljahlíð UG, Akureyri. María ögmundsdóttir, Baugholti 21, Keflavxk. MagnúsÁlfsson, Hlíðarvegi23, Grundarfirði. Þórhildur Guðjónsdóttir, Sogavegi 135, Reykjavik. Antonía Sigurðardóttir, Hjarðargrund, Jökuldalshreppi. Ingólfur Ásgrimsson, Hlíðartúni 19, Homafjarðarbæ. Kristín Jósefsdóttú’, Fjarðarstræti 6, ísafirði. Hólmfríður Bjarnadóttir, Brekkugötu 9, Hvammstanga. Hildur Karen JónsdóttLr, Nóatúni 26, Reykjavik. María Sigrún Jónsdóttir, Hringbraut58, Hafnarfirði. Rósa Lára Guðlaugsdóttir, Kjarrmóum 5, Garðabæ. Gróa S.Æ. Sigurbjörnsdóttir, Árskógum 26 A, Egilsstöðum. Stefán Sigurður Stefánsson, Sólbrekku 4, Húsavík. Aðalsteinn J. Kristjánsson, Bakkaseli 23, Reykjavík. Sigrún Ólafsdóttir, Lautasmára 25, Kópavogi. RannveigHrönn Harðardóttir, Dalseli38, Reykjavík. ísak Halim Al, kaupsýsluraað-: uríTyrklandi ogfyrrv.eigin- maðurSophiu Hansen. Valgerður Gísladóttir, Hásteinsvegi 22, Stokkseyri. Steindór Ari Steindórsson, Lækjarkinn 28, Hafnarfirði. RósaHugrún Svandísardóttir, Gerðhömrum25, Reykjavík. Sigríður M. Kristjánsdóttir, Hringbraut 88, Reykjavík. Þórarinn Sigurgeirsson Eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Þórarinn Sigurgeirsson pípulagn- ingameistari, Árskógum 6, Reykja- vík, verður áttræður á mánudaginn. Starfsferill Þórarinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1937 og öðlaðist meistara- réttindi í greininni 1941. Þórarinn starfrækti pípulagning- arfyrirtæki ásamt Jóhanni Sigur- geirssyni fram undir 1950. Hann starfaði síðan við Vinnufatagerðina til 1967 en hóf þá aftur störf við pípu- lagnir. Hann sá síöan um viðgerðir á svæfingatækjum á Borgarspítal- anum en lét af störfum fyrir aldurs sakirl991. Þórarinn var verkstjóri iðnaðar- manna á Borgarspítalanum á árun- um 1973-86. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 8.1.1944 Lovísu Júlíusdóttur, f. 21.7.1916, d. 21.12. 1989, húsmóður. Hún var dóttir Júl- íusar G. Loftssonar múrara og Mar- íu Símonardóttur húsmóður. Börn Þórarins og Lovísu eru Júl- íus Már Þórarinsson, f. 20.11.1944, tæknifræðingur á Akranesi. Dætur hans og fyrrv. eiginkonu, Guðrúnar Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræð- ings, eru Sigríöur, Lovísa Björk og Þóra Margrét, en sambýliskona hans er Jóna Kristrún Sigurðardótt- ir skrifstofumaður og á hún þijár dætur; María Þórarinsdóttir, f. 13.7. 1949, sjúkraliði í Reykjavík, gift Emi Þorsteinssyni myndlistarmanni og eru börn þeirra Högni Þór, Hildur Sif og Hrund Ýr; Sigurgeir Þórarins- son, f. 11.5.1957, tæknifræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Charlottu Ingadóttur leikskólakennara og eru börn þeirra Harpa Bóel og Þórarinn Snorri. Systkini Þórarins: Jóhann Sigur- geirsson, pípulagningameistari í Reykjavík, nú látinn; Jónína Þór- unn Sigurgeirsdóttir, nú látin, kaupmaður í Reykjavík; Guðrún Brimdís Sigurgeirsdóttir, nú látin, húsmóðir í Hafnarfirði; Katrín Bergrós Sigurgeirsdóttir, nú látin, verslunarmaður í Reykjavík; Ingi- björg Sigurgeirsdóttir, nú látin, for- Þórarinn Sigurgeirsson. stöðumaður í Reykjavík. Hálfbróðir Þórarins er Kristján Sigurgeirsson, tæknifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þórarins voru Sigurgeir Jóhannsson, f. 20.9.1881, d. 22.1. 1968, pípulagningameistari, og Bóel Bergsdóttir, f. 4.6.1887, d. 12.11.1920, húsmóðir. Þórarinn tekur á móti gestum í samkomusal að Árskógum 6-8 sunnudaginn 8.1. milli kl. 15.00 og 18.00. GERICOMPLEX - MEST SELDA BÆTIEFNI Á ÉSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.