Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Dagur í lífl Jakobs H. Magnússonar, formanns Klúbbs matreiðslumeistara: Fylgst með sveinsprófum Jakob H. Magnússon var viðstaddur sveinspróf nemanna í Hótel- og veitingaskóla íslands i vikunni. DV-mynd Brynjar Gauti Sveinsson Ég vaknaði meö fyrra fallinu eða um klukkan sjö. Þessa fyrstu daga í janúar er alltaf mikið að snúast. Ég kíkti í Moggann en rann fljótt yfir. Ég var kominn niður á veitingahúsið Hom um hálfátta og fór yfir nokkur verkefni áður en ég dreif mig upp í Hótel- og veitingaskóla íslands. Sveinspróf í matreiðslu og fram- reiðslu standa yfir og sem fulltrúi Sambands veitinga- og gistihúsaeig- enda í sveinsprófanefnd þurfti ég að sinna ákveðnum störfum þar. Það er bæöi gaman og lærdómsríkt að taka þátt í því verki og ekki síður aö hitta góöa félaga. Upp úr klukkan tíu fór að hægjast um í skólanum og þá skrapp ég aftur niður á Horn til að undirbúa daginn þar meö starfs- fólkinu. Þá þurfti ég að hringja nokkur símtöl varöandi hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumanna sem verö- ur haldinn 6. janúar eða á þrettánd- anum í Skíöaskálanum í Hveradöl- um. Þetta er í sjötta sinn sem Klúbb- urinn heldur svona galakvöldverö og eru um hundrað gestir. Milli tutt- ugu og þrjátíu kokkar og fimmtán þjónar sjá um aö elda og bera fram tíu rétta kvöldverð ásamt jafnmörg- um vínum. Mikill undirbúningur Hilmar B. Jónsson matreiðslu- meistari heimsótti mig á Homið og fékk sér kaffibolla meðan við rædd- um væntanlegan kvöldverö. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu verkefni en undirbúningurinn hefur staðið í nokkra mánuöi. Áður en ég hélt aftur upp í Hótel- og veitingaskóla fékk ég mér pitsu en þá var klukkan að veröa tvö. Ég fylgdist með nemendum sem voru aö undirbúa sig fyrir lokatörnina næsta dag. Einnig þurfti ég að fara á nokkur hótel og veitingahús í borg- inni þar sem nemarnir hafa verið að æfa sig. Ég var farinn að hlakka til að fara heim um sexleytið. Var farinn að sakna Vallýjar, eiginkonu minnar (Valgerðar Jóhannsdóttur), og krakkanna, Jakobs Reynis, sem er 13 ára, og Ólafar, sem er 11 ára. Krakkarnir áttu að byrja í skólanum daginn eftir og gott jólafrí því að baki. Hann er í Hagaskóla en hún í Mela- skóla. Síminn hringdi og enn var það vegna gala- kvöldverðarins. Síðan var það kvöldmatur, fiskur, í faðmi fjölskyldunnar og smávegis sjónvarpsgláp. Nóg aö gera Um hálftólfleytið fór ég aftur niður á Horn til að ganga frá og gera upp. Það var búið að vera nóg að gera og ég er stoltur af starfsfólki mínu sem passar vel upp á að allt sé í lagi. Þegar ég kom heim um hálfeitt voru gestir í heimsókn. "Þeir voru með góðar fréttir af elsta syni mín- um, Hlyni, sem er við tónlistarnám í Los Angeles. Ég var kominn í háttinn um hálftvö og gjóaöi aðeins augum á bókina á náttboröinu, Sule, eftir bandaríska höfundinn Toni Morrison, en lestur verður að bíða betri tíma. Finnur þú finnn breytingar? 291 Eg fékk ekki börnin með hingað i dag, elskan. Þau vildu heldur fara í dýragarðinn. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Steinunn M. Sigurðardóttir, 2. Sigrún Helgadóttir, Kambahrauni 4, Torfufelli 44, 810 Hveragerði. 111 Reykjavík. Myndirnar tvær virðast við íyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Örvalsbækur. Bækumar sem eru í verðlaun heita: Þú ert spæjarinn, Síminn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri íjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú Ðmm breytingar? 291 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.