Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
2
Fréttir___________________________________
Ellert Borgar Þorvaldsson mætti ekki á bæj ar stj ómar fundinn í gær:
Hugsanlegt að styðja
einhvern meirihluta
- nýr meirihluti leggur fram nýja flárhagsáætlun á fundi 31. janúar
Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti
bæjarstjómar, mætti ekki á bæjar-
stjórnarfundinn í Hafnarfirði síödeg-
is í gær og boðaði varamann á fund-
inn í sinn staö. Á fundinum voru
greidd atkvæði um tillögu alþýðu-
flokksmanna og Jóhanns G. Berg-
þórssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, að fresta umræðum um
fjárhagsáætlun fram til 31. janúar
meðan verið væri að mynda nýjan
meirihluta og smíða nýja fjárhags-
áætlun. Tillagan var samþykkt með
6 atkvæðum gegn 5 atkvæöum Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags.
Samkvæmt tillögu Alþýðuflokks-
Hékk á þunnri
snjóhengju
Olgeir R Ragnaisson, DV, Borgamesi:
,.Mér brá virkilega þegar snjórinn
var kominn í höfuðhæð er ég leit út
um gluggann og sá bara snjó,“ sagði
Sigurður Óli Ólason sem lenti í því
óhappi á dögunum aö missa sérútbú-
inn Toyota-jeppa ofan í sprungu á
Langjökli.
Sigurður sagði að sér heföi brugöið
þegar hann kom út úr jeppanum og
sá sprunguna sem hann lenti ofan í.
Að hans sögn var hún nógu stór til
að gleypa heilt einbýhshús, fimm til
sex metrar á breidd og tíu til fimmtán
metrar á dýpt.
Sigurður var ásamt félaga sínum á
leið inn á Hveravelli úr Borgarfirði
og voru þeir á tveimur bílum. Færið
var mjög erfitt og komust þeir ekki
efst upp á jökulinn, uröu að hanga
norðan megin í honum. Bíll Sigurðar
lenti ofan í sprungu um 14 kílómetra
inni á jöklinum. Þeir þorðu ekkert
að eiga við bílinn af ótta viö að missa
hann niður og ákváðu að fara heim
og sækja aðstoð.
Daginn eftir fór björgunarsveit 4x4
klúbbsins á þremur vel útbúnum
jeppum upp á jökulinn að bjarga
jeppa Siguröar. Björgunin gekk vel.
Eiríkur Tómasson:
Sérákvæði um
„Það kemur fram í sveitarstjórnar-
lögunum að bæjarstjórar geti jafn-
framt verið bæjarfulltrúar. Það sama
á ekki við um bæjarverkfræðinga
eða aðra embættismenn, þar gilda
aðrar reglur. Bæjarstjórarnir eru
pólitískir embættismenn en hinir
ekki,“ segir Eiríkur Tómasson
hæstaréttarlögmaöur og lagapró-
fessor í tilefni umræðunnar um
hvort Jóhann G. Bergþórsson gæti
samtímis verið bæjarverkfræðingur
ogbæjarfulltrúiíHafnarfiröi. -rt
ins var gert ráð fyrir aö bæjarendur-
skoðanda og bæjarlögmanni yrði fal-
ið að fara yfir samskipti og skila
greinargerð vegna viðskipta bæjar-
sjóös og Byggðaverks, Drafnar,
Fjarðarmóts, Hagvirkis og Hagvirk-
is-Kletts, ístaks, Miðbæjar, Núna-
taks, SH-verktaka, Sjólastöðvarinn-
ar, Skerseyrar og Þórs og annarra
fyrirtækja auk þess sem bæjarstjóri
léti þegar af störfum og fiármála-
stjóri tæki við starfmu þar til nýr
meirihluti hefði veriö myndaður.
Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalags, sem gegndi störfum
forseta bæjarstjórnar, úrskurðaði að
Björn Jósef Arnviðarson, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akur-
eyri, segir að svo virðist sem pólitísk-
ar ástæður ráði ferðinni varðandi
tilboð Kaupfélags Eyfirðinga í hluta-
bréf Akureyrarbæjar en ekki hags-
munir bæjarfélagsins.
dagskrártillaga gæti ekki innihaldið
ólíka efnisþætti og þvi voru aðeins
greidd atkvæði um frestun fundar-
ins. Meirihluti Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks er því enn við völd
í Hafnarfirði og Magnús Jón Árna-
son verður bæjarstjóri þar til nýr
bæjarstjómarfundur hefur veriö
haldinn.
„Ég er kominn í minnihluta og mér
dettur ekki í hug að gefa nokkurn
skapaðan hlut út um annað því að
það er enginn meirihluti til en það
kemur vel til greina að ég styðji ein-
hvern meirihluta. Ég er ekki inni í
þessum viðræðum milli alþýöu-
„Ég hef bent á að í bréfi KEA, þar
sem óskað er eftir kaupum á hlut
Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi
Akureyringa og að viðskipti ÚA
verði flutt yfir til íslenskra sjávaraf-
urða hf. gegn því að ÍS flytji höfuð-
stöðvar sínar til Akureyrar, er rætt
um aö tryggja þurfi að ÍS hefði áfram
viöskipti við Útgerðarfélag Akur-
eyringa þótt skipt yrði um meirihluta
í bæjarstjóm, eða ef Akureyrarbær
ákvæði að selja hlutabréf sín síðar.
Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi
en að KEA telji það nauðsynlegt til
að tryggja hagsmuni íslenskra sjáv-
arafurða að kaupa hlutabréf bæjar-
ins, en hagsmunir bæjarins ráöi þar
ekki ferðinni.
Þetta segir mér lika að KEA-menn
em ekki sannfærðir um að það séu
hagsmunir Akureyrarbæjar að viö-
skipti ÚA verði flutt til íslenskra
sjávarafurða. Þeir óttast því aö flyfii
ÍS höfuðstöðvarnar norður þótt Ák-
ureyrarbær eigi áfram meirihluta í
ÚA gæti nýr meirihluti myndast í
flokksmanna og Jóhanns og er ekk-
ert hafður í samráði. Ég tel að sjálf-
stæðismenn hefðu átt að fresta fund-
inum þvi að það að efna til síðari
umræðu um fiárhagsáætlun í bæjar-
stjórn var ekkert annað en sýndar-
mennska. Ég er andvígur því að
standa í einhverju sem ber okkur
ekkert áleiðis," sagði Ellert Borgar
Þorvaldsson við DV í gærkvöld.
Ellert Borgar hafnar því að vera
með í ráðum um meirihlutamyndun
Alþýðuflokks og Jóhanns G. Berg-
þórssonar og vill ekki segja hvort
hann muni styðja þann meirihluta
ef af honum verður.
bæjarstjórninni sem sæi hag bæjar-
ins betur borgið með viðskiptum við
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þess vegna sér KEA ástæðu til að
kaupa hlutabréfin til að vernda við-
skipti ÍS en ekki að það séu sérstakir
hagsmunir Akureyrarbæjar. Þetta
eru því pólitískir hagsmunir," segir
Björn Jósef.
„Þetta er ansi langsótt skýring hjá
Birni og skýrir alls ekki hugsdn okk-
ar í bréfinu," segir Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri KEA.
„Við vorum að koma því til skila að
til að íslenskar sjávarafurðir kæmu
norður vildu þeir ÚA í viðskipti og
tryggingu fyrir því að þau viðskipti
héldu áfram þótt bréfin yrðu seld
síðar og breyting yrði á pólitísku
munstri í bæjarsfiórn. Við höfum
ekki haft áhuga á að blanda pólitík
í máhð og þótt ég hafi átt von á ein-
hverju átti ég ekki von á þessu. KEA
hefur til þessa sýnt það í störfum
sínum að starfa fyrir ofan flokkspóli-
tík og starfa með öllum óháð póh-
tík,“ segir Magnús Gauti.
Hlutabréfasalan:
Framsöknmeð
tvo í nefndinni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Ekki hefur enn verið skipað
formlega i viðræöunefnd Akur-
eyrarbæjar sem ræða á við þá
aðila sem sýnt hafa áhuga á kaup-
um á hlutabréfum bæjarins í Ut-
gerðarfélagi Akureyringa.
Þó virðist Ijóst hvernig við-
ræðunefndin muni verða skipuð.
f henni verða tveir fulltrúar
Framsóknarflokksins, Jakob
Björnsson bæjarstjóri og að öll-
um líkindum Guömundur Stef-
ánsson, fortnaður atvinnumála-
nefndar. Frá hinum flokkunum í
bæjarstjórn munu oddvitar list-
anna verða í nefndinni, Gísli
Bragi Hjartarson frá Alþýðu-
flokki, Sigurður J. Sigurðsson frá
Sjálfstæðisflokki og Sigriður Stef-
ánsdóttir frá Alþýðubandalagi.
Útgerðarfélagið:
Mikil óvissa með-
alstarfsfólks
Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri:
„Það sem vakir fyrir okkur er
fyrst og fremst að vekja athygli á
aö starfsmenn fyrirtækisins eiga
hagsmuna að gæta og að viö fáum
að fylgjast með umræðunni," seg-
ir Óskar Ægir Benediktsson,
formaður Starfsmannafélags Út-
gerðarfélags Akureyringa, en
starfsmannafélagið hefur sent
bæjarsfiórn bréf og óskað eftir
viöræöum um að starfsfólkið geti
hugsanlega keypt einhver hluta-
bréf í fyrirtækinu.
„Það er mikil spenna meðal
starfsfólksins vegna þessa máls
eins og víðast í bænum. Óvissan
er það sem starfsfólkið stendur
frammi fyrir, það veit hvað það
hefur en ekki hvað þaö fær vérði
einhverjar breytingar,“ 'segir
Óskar.
Stuttar fréttir
JónogÖssurefstir
Aöalfundur fulltrúaráðs Al-
þýöuflokksfélaganna í Reykjavík
ákvað í gærkvöldi að Jón Baldvin
Hannibalsson og Össur Skarp-
héöinsson skuli skipa efstu sæti
framboðslista flokksins í kom-
andi alþingiskosningura.
Undfrbúa verkfall
Sjómenn á bátum frá Þorláks-
höfn hafa samþykkt verkfalls-
heimild. Tíminn greindi frá.
Vilja fræðin viðurkennd
Félag háskólamenntaðra ferða-
málafræðinga var stofnaö um
áramótin. Félagiö vill fá viður-
kenningu á ferðamálafræðum.
Runólfurlíklegur
Líkur eru taldar á að Runólfur
Ágústsson, lögfræðingur og lekt-
or við Samvinnuháskólann á Bif-
röst, skipi fyrsta sæti Þjóövakans
á Vesturlandi. Alþýðublaðið
greindi frá þessu.
Skagfirðingurkaupir
Fiskiðjan Skagfirðingur hefur
keypt hlut Þróunarsjóðs í Hrað-
frystihúsi Grundarfiarðar. Með
þessu hefur Fiskiöjan eignast
meirihluta í fyrirtækinu. Skv.
upplýsingum Sjónvarpsins er
stefnt að stóraukinni veiði á út-
hafskarfa.
Gjafakortáleiðinni
LííTæragjafakort verða komin í
umferð á Islandi innan skamms.
Þar með geta einstaklingar borið
á sér upplýsingar um hvort og
hvaða líffæri megi fiarlægja úr
líkama þeirra við heiladauöa.
Stöðtvögreindifrá. -kaa
r ð d d
FÓLKSINS
99-16-00
Var rétt af Jóhanni Bergþórsyni að
sprengja meirihlutann í Hafnarfirði?
Alllf í stafræna kertlnu met> tðnvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu.
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringia í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nel z\
Toyota-jeppi Sigurðar Óla Olasonar sem lenti ofan í sprungu á Langjökli. Sprungan lætur lítið yfir sér en er í raun
5-6 metrar á breidd og 10-15 metrar á dýpt. DV-mynd Sigurður Einarsson
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks um tilboð KEA í hlutabréfin í ÚA:
Pólitískar ástæður ráða
ferðinni í tilboði KEA
- ekki áhugi hjá okkur að blanda pólitík 1 málið, segir kaupfélagsstjórinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: