Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 Sviðsljós Ofurhuginn og sundkappinn Giuseppe Palmulli, sem orðinn er 42 ára gamall, stekkur fram af Cavour brúnni i Róm á nýársdag og stingur sér eina 20 metra niður í Tíber ána en hún rennur i gegnum höfuðborgina. Giuseppe varð ekki meint af volkinu og var hinn hressasti á eftir. Símamynd Reuter Hinn konunglegi koss Það vakti heimsathygli í síðustu viku þegar Karl Bretaprins kyssti Tiggy Legge-Burke, barnfóstru sona sinna, í skíðabrekkunum í Klosters í Sviss. Slúðurblöðin bresku tóku heldur betur viö sér og voru þegar búin að ganga frá því að Tiggy væri stóra ástin í lífi prinsins og búast mætti við heitum fréttum í framhald- Tajaðu við okkur um BILARETTINGAR BILASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 inu af samdrætti þeirra. Strax daginn eftir birtust hins veg- ar nýjar myndir af Karli þar sem hann var að kyssa Töru Palmer Tomkinson og virtist sem hann væri að gera stólpagrín að bresku press- unni. Blaðafulltrúi prinsins segir það ekkert athugavert þó prinsins gefi nokkra kurteisiskossa þegar vinkon- ur hans eru annars vegar. Það er hins vegar ljóst aö koss er ekki bara koss þegar konungbornir eiga í hlut. Hárlakk - Froður - Gel Cæði ágóðu verði - Fœst í næstu verslun Letur Letursson Austurlenskir fjöllistamenn eru annálaðir fyrir fimi sína eins og margsannast hefur á þeim sem hefur rekið á fjör- ur okkar hér uppi á íslandi. Konan á þessari mynd er frá Mongólíu og hún sýndi nýlega listir sínar austur í Pa- kistan. Ekki er annað að sjá en henni takist bærilega að halda jafnvægi á munninum einum saman. Simamynd Reuter Jerry Lewis og Kölski Jerry Lewis hlakkar til að glíma við húsbóndann í neðra, sjálfan Kölska, í söngleiknum Fjandans Kanar sem verður tekinn aftur upp í leikhúsi á Broadway á næst- unni. „Ég er búinn aö æfa fyrir þetta hlutverk i 63 ár,“ segir Jerry sem verður að losa sig við fimm kíló til að komast í búninginn. Að sjálfsögðu freistar þessi skratti, eins og aðrir, og hér reyn- ir hann aö plata hafnaboltaaðdá- anda til að selja sér sálina og fá í staðinn góðan minjagrip. Glenn Close vekur reiöi Glenn Close, sú margreynda og frambærilega leikkona, hefur hneykslað samtök siðavandra í Ameríku með nýjustu sjónvarps- myndinni sem hún leikur í. Mynd sú er byggð á ævi liðsforingjans og konunnar Margarethe Cam- mermeyer. Sú baröist hatramm- lega fyrir þvi aö fá vera áfram í hernum eftir að það komst í há- mæli að hún væri lesbía. Siða- vandir eru óhressir með að Glenn aöra konu í myndinni, Jon Lithgow í sjónvarpið John Lithgow viil ekki vera minni maður en margir aðrir leikarar úr Hollywood að undan- förnu sem hafa keppst við að skriía undir samninga við sjón- varpsmyndaframieiðendur. Lát- hgow hefur nú fallist á að leika í sjónvarpsþáttaröö, sinni fyrstu, sem fjallar um hóp geimvera sem heimsækja okkur til að skoða líf- ið á jörðinni í meira návígi. Besta mynd Brandos Heldur hefur verið hljótt um stórleikarann Marlon Brando mörg undanfarin ár. Hann er þó að skríða út úr hýði sínu og fyrir skömmu var efnt til forsýningar á nýjusta myndinni sem hann leikur í, Don Juan De Marco. Þar eru með honum þau Johnny Depp og Faye Dunaway. Fregnir herma að Brando hafi ekki staðið sig jafn vel í áraraðir. Peninga- menn vonast til að fá þá Brando og Depp til að leika saman í enn annarri mynd síðar. I I i i i í í í í 4 4 í « €

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.