Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
Viðskipti
Þingvísit. hlutabr.
Þri Mi Fi Fö Mé
Alverö
FI.S4/2 þr
Fö Má
Dollarinn
Þri Mi Fi Fö Má
Kauph. í New York
Mi Fi Fö Má
Alverð hækkar
Meðalverð á ýsu hefur farið
heldur hækkandi síðustu daga
eftir að verðið lækkaöi í lok síð-
ustu viku. Ýsuverð var komið
upp í 174 krónur kílóið á mánu-
dag miðað við 172,54 krónur fyrir
viku.
Þingvísitala hlutabréfa hefur
hækkað nokkuð, farið úr 1010,54
stigum í síðustu viku í 1011,85
stig í byrjun þessarar viku.
Alverð hefur hækkað verulega
síðustu daga. Álverð var 1977
dollarar í síðustu viku og hefur
hækkaö hægt og sígandi í 2019
dollara í byrjun vikunnar.
Gengi doUars hefur hækkað
nokkuð að undanfómu og er nú
68,83 krónur eða um 18 aurum
hærra en á þriðjudag í síðustu
viku.
Hlutabréfaverð í New York hef-
ur lækkað lítillega.
Hafnfirðingar tapa 70 mlUjónum á Hagvirki-Kletti:
Skuldajöfnun
mistókst
- skuldabréf selt til að leyna skuldinni í ársreikningum árið 1993
Bæjarsjóður Hafnaríjarðar getur
tapað allt að 70 milljónum króna á
viðskiptum sínum við Hagvirki-Klett
ef ekkert fæst greitt upp í kröfur
bæjarins úr þrotabúinu. Magnús Jón
Árnason bæjarstjóri segir að bæjar-
ráð hafi samþykkt að lýsa 53 milljón-
um króna kröfum í þrotabúið út frá
þeim upplýsingum sem hafi legið fyr-
ir þegar kröfulýsingarfrestur hafi
runniö út í desember en í raun hafi
átt að lýsa kröfum fyrir rösklega 60
milljóiiir króna. Skiptafundur í
þrotabúi Hagvirkis-Kletts verður
haldinn í lok janúar.
„Eftir að kröfulýsingarfrestur rann
út 19. desember kom í ljós að bæjar-
sjóður hafði endurgreitt 7,5 milljóna
króna gatnagerðargjöld vegna lóðar-
innar við Helluhraun 18. Þetta eru
7,5 milljónir í viðbót sem að mínu
viti hefðu átt að vera í kröfupakkan-
um. Síðan hefur verið gerð átta millj-
óna króna krafa ásamt viðbótarvöxt-
um vegna Hyrningarsteins, félags
starfsmanna Hagvirkis-Kletts. Við
höfum hafnað því að viö berum
ábyrgð á þessu. I dag er óljóst hvort
okkar skilningur er réttur," segir
Magnús Jón Árnason.
Inni í kröfulýsingu bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar er skuldabréf með
skuldum upp á samtals 45,2 milljónir
króna. Samkvæmt heimildum DV
Skútahraun 2 þar sem Hagvirki-Klettur var til húsa.
voru nokkur skuldabréf sameinuö i
eitt bréf í árslok 1993 til að þessi upp-
hæð sæist ekki í ársreikningum fyrir
árið 1993. Bréfiö var keypt aftur 25.
maí 1994, þremur dögum fyrir kosn-
ingar, og hefur aldrei reynt á hvort
það er innheimtanlegt.
í úttekt löggiltra endurskoðenda
hf. á viðskiptum Hagvirkis-Kletts við
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar kemur
fram að fyrirtækið hafi fengið fyrir-
framgreiðslur upp í verk sem hafi
numið á bilinu 30-60 milljónir króna.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að
skuldjafna hafi fyrirtækinu aldrei
tekist að ná skuldinni niður fyrir 30
milljónir króna. Engar bókanir um
þessar fyrirframgreiðslur liggi fyrir
og því leiki vafi á heimildum fyrir
þeim.
„Það er nokkuð ljóst að stjórnend-
ur bæjarins og embættismenn höfðu
nokkuð' frjálsar hendur í þeim mál-
um og gættu ekki alltaf ítreustu
varkárni,“ segir um viðskipti emb-
ættismanna og meirihluta krata við
Hagvirki-Klett í úttekt endurskoð-
endanna og lýkur skýrslunni á þeim
orðum að Hagvirki-Klettur hefði ver-
ið tekið mun fyrr til gjaldþrotaskipta
ef fyrirframgreiðslurnar hefðu ekki
komið til.
Krossvík hf. kaupir karfa af Færeyingum:
Tvöfaldar hráefnið og fjölgar störfum
Garðar Guðjónssan, DV, Akranesi:
Gangi þetta allt eftirt tel ég að við
séum að leggja grunn að framtíð fyr-
irtækisins. Vandi þessa fyrirtækis
eins og margra annarra hefur fólgist
í of litlu hráefni. Með samningunum
við færeysku útgerðarimar meira en
tvöfóldum við hráefnið. Með því
eykst veltan um 70 prósent, við fjölg-
um starfsfólki verulega og nýtum
afköst hússins betur, segir Svanur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Krossvíkur hf. Fyrirtækið er í eigu
Akranesbæjar.
í lok nýliðins árs gekk Krossvík
hf. frá samningum við færeyinga um
kaup á úthafskarfa af tveimur skip-
um sem skráð eru í Belize. Gert er
ráö fyrir að Krossvík fái um 4.000
tonn af úthafskarfa af Reykjanes-
hrygg á tímabilinu mars til septemb-
er. Starfsfólki verður þá fjölgað um
40-50 og unnið á tveimur vöktum.
Fyrirtækið hefur keypt flæðilínu og
nýja karfaflökunarvél. í fyrra voru
unnin 3.500 tonn í frystihúsinu.
Fiskverð fer hækkandi
Verð á íslenskum fiski erlendis
hefur farið heldur hækkandi frá því
sem var fyrir áramót. Að minnsta
kosti fjórir togarar seldu erlendis í
byrjun janúar og var meðalverð fyrir
kíló 178,58 krónur. Þá hefur gáma-
verð á þorski lækkað verulega og var
í byrjun janúar 198,92 krónur kílóið.
Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands
hafa verið lítil eftir áramótin en þó
heldur meiri en viðskiptin á sama
tíma í fyrra. Þingvísitala hlutabréfa
hefur hækkað nokkuð að undan-
förnu, farið úr 1010,54 stigum í
1011,85 stig.
Álverð hefur stöðugt farið stig-
hækkandi og er nú komið í 1954 doll-
ara tonnið.
Gengi dollars hefur lækkað nokkuð
frá því í desember þó að það hafi
hækkað frá því í síðustu viku. í lok
desember var gengi dollars 69,25
krónur en er núna 68,83 krónur.
Framfærsluvísitalan:
Hækkunámat-
vörumoghús-
næðiskostnaði
Framfærsluvísitalan fyrir jan-
úar hækkaðí um 0,8 prósent frá
því í desember og vísitala vöru
og þjónustu hækkaði um 0,5 pró-
sent. Síðastliðna 12 mánuði hefur
framfærsluvísitalan hækkað um
1,7 prósent og vísitala vöru og
þjónustu um 1,0 prósent.
Miðað viö desembermánuð
hækkaði verð á bifreiðum um 1,1
prósent og mat og drykkjarvörur
hækkuðu um 1,8 prósent. Kjöt og
kjötvörur hækkuðu um 2,0 pró-
sent. Þá jókst húsnæðiskostnað-
ur vísitölufjölskyldunnar um 2
prósent. -kaa
Aukningá
flutningum
með Eimskip
Heildarflutningar með skipum
Eimskips voru 1.018 þúsundum
tonna á síðasta ári en voru 990
þúsund tonn árið 1993. Þetta er í
fyrsta skipti sem flutningar Eim-
skips fara yfir eina milljón tonna.
Umtalsverð aukning varð á
flutningum með áætlunarskipum
Eimskíps í inn- og útflutningi.
Þessir flutningar jukust úr 500
þúsundum tonna i mn 575 þúsund
tonn. Þetta er um 15 prósenta
aukning.
Mest aukning hefur orðið í út-
flutningi í samræmi við aukinn
útflutning þjóðarbúsins á sjávar-
afurðum og fleiri vörum. Flutn-
ingar milli erlendra hafna jukust
um 23 prósent og voru samtals
tæp 100 þúsund tonn árið 1994.
Flutningar Eimskips með stór-
flutningaskipum í inn- og útflutn-
ingi hafa hins vegar dregist sam-
an um 16 prósent.
Akranes:
Ferðaþjónustan
ímiklumvexti
Garöar Guöjónssan, DV, Akranesi:
Mun fleiri ferðamenn heim-
sóttu Akranes í fyrrasumar en á
sama tíma 1993 samkvæmt upp-
lýsingum frá Þórdisi Arthurs-
dóttur ferðamálafulltrúa. Gest-
um á upplýsingamiðstöð ferða-
mála fjölgaði um nær flmmtung
á milli ára og erlendum gestum
fjölgaði um 84% úr 417 í 769.
„Þetta er auðvitaö mjög
ánægjuleg þróun en ég vil minna
á að viö höfum verið að byggja
þetta upp nánast frá grunni á
undanförnum árum og það má
búast við að þróunin nái jafnvægi
fyrr en síðar. En það er ljóst að
þessari fjölgun ferðamanna fylgir
mikil tekjuaukning fyrir bæinn
og störfum fjölgar," sagði Þórdís.
Þeim flölgar árlega sem gista
tjaldsvæöín. Veruleg fjölgun varð
einnig meðal þeirra sem skoðuðu
Byggðasafnið í Görðum og þar
eru erlendir ferðamenn í miklum
meirihluta.
Salahafiná
skammtíma-
skuldabréfum
Sala á skammtímaskuldabréf-
um Landsbanka íslands með
gengisviðmiðun hófst hinn 4. jan-
úar. í fyrstu verða boðin fram
skuldabréf til þriggja mánaða
nieö viðmiðun viö gengi Banda-
ríkjadollars annars vegar og
gengi ECU hins vegar. Kjör
skuldabréfanna taka raiö af
þriggja mánaða Libid vöxtum
þessara mynta. Bréfln veröa gef-
in út í tveggja milljóna króna ein-
ingum og stærri og verða í sölu
hjá Landsbréfum hf.