Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 15 Kennarar á tímamótum Enn einu sinni standa kennarar á tímamótum. Eiga þeir að fara í verkfall til að ná betri kjörum eða leita annarra leiða? Aukasporslur Launamál opinberra starfs- manna eru margslungin og mikil leynd er um þau. Ljóst er þó að margs konar aukasporslur s.s. óunnin yfirvinna hækkar kaup margra starfstétta um tugi pró- senta. Ekkert heildaryfirlit er til um þessar greiðslur og fjármála- ráðuneytið gefur engar upplýs- ingar sem hald er í þegar það er spurt en látið er að því hggja að viðkomandi stofnanir ráði launa- málum og þurfi að launa góðum starfsmönnum sérstaklega til að halda í þá. „Upplýsingar um launamál yrðu aðeins til að fólk færi að bera sig saman,“ sagði einn ágætur ráða- maöur í stjómsýslunni. Mér virðist að ríkisvaldið láti launamál margra starfsstétta reka á reiðanum með alls konar auka- sporslum en sýni öðrum fulla hörku. Það láti viðgangast að sum- ir geti nánast skaffað sér laun eins og þeim sýnist meðan aðrir eru ríg- bundnir við taxtana. Þetta atferli grefur undan trausti manna á stjórnsýslunni og vekur upp tor- tryggni og illvilja sem leiðir af sér verkfóll og átök. Launaflokkar blekkja Launaflokkarnir einir sér eru mjög blekkjandi. Til að finna hver grunnlaunin eru, þ.e. laun fyrir dagvinnu, þarf að bæta við auka- sporslunum sem eru t.d.: -Óunnin yfirvinna sem í vissum tilfellum svarar til meira en 40% af mánaðarlaunum fyrir dag- vinnu skv. launatöflunni. - Bílapeningar fyrir akstur sem ekki er í þágu starfsins. - Nefndarstörf í venjulegum vinnu- tíma sem greitt er fyrir aukalega. - Störf óskyld hinu fasta starfi svo sem kennsla sem unnin er í vinnu- tíma án frádráttar fyrir fjarvistir. - Sérstök lífeyrissjóðshlunnindi. - Laun og fríðindi eftir að hætt er störfum, samkvæmt starfsloka- samningum um tekjur umfram venjuleg eftirlaun. Við þetta bætist unnin yfirvinna. Reglan er sú að þeir sem eru í efstu þrepunum fá mestu aukasporsl- KjaUarinn Auður Stella Þórðardóttir kennari urnar og þeir sem eru í neðstu þrepunum ekki neitt. Nokkrar starfstéttir svo sem kennarar fá engar aukasporslur. Óunnin yfirvinna Forstöðumenn stofnana ákveða yfirleitt sjálfir hve marga tíma hver starfsmaður ber úr býtum í óunn- inni yfirvinnu. Fjármálaráðuneytið fær upplýs- ingar um yfirvinnuna í heild án skiptingar í unna og óunna. Ráðu- neytinu og endurskoðendum stofn- ana er samt fullljóst að greiddir eru óunnir yfirvinnutímar en kjósa að láta sem þeir viti ekki neitt um það. Fallið hafa hæstaréttardómar þar sem gerð er grein fyrir að óunn- in yfirvinna sé hluti af kjörum manna þannig að erfitt er fyrir stjórnvöld að þræta fyrir að svo sé. Það er auðvelt aö fá upplýsingar um óunna yfirvinnu hjá fjármála- stjórum stofnana ef stjómvöld leita eftir því. Það er einfalt að reikna út grunn- launin með því að taka saman launayfirlit yfir alla ríkisstarfs- menn tíundað í einstökum liðum. Þær upplýsingar sem e.t.v. ekki liggja fyrir í tölvutæku formi, svo sem hve mikill hluti yfirvinnunnar er óunnin má afla hjá viðkomandi stofnun. Fyrir okkur kennara skiptir það höfuðmáli að upplýst verði hvað kjör okkar em bágborin miðað við aðrar stéttir. Við höfum takmark- aðar upplýsingar en vitum þó að bankastjórar ríkisbankanna hafa allt að 14 sinnum hærri laun en við. Stjórnvöld hafa með leynd sinni og pukri komið í veg fyrir eðhlega þróun launa. Þau bera með þessu ábyrgð á þeim hnút sem kjaramál- in era í. Auður Stella Þórðardóttir ... höfuðmáli skiptir fyrir kennara að upplýst verði hve kjör þeirra séu bágborin miðað við aðrar stéttir," segir greinarhöfundur m.a. - Frá fundi Kennarafélags Reykjavíkur fyrir tveimur árum. „Fallið hafa hæstaréttardómar þar sem gerð er grein fyrir að óunnin yfirvinna sé hluti af kjörum manna þannig að erfitt er fyrir stjórnvöld að þræta fyrir að svo sé.“ Sparnaðartilburðir rikisvaldsins Ofugsnúnir sparnaðartilburðir ríkisins varðandi bílakaup og end- urnýjun ríkisbifreiða eru vissulega umhugsunarefni og er þar virki- lega kominn tími nýs hugsunar- háttar og lagfæringa. Þar sem undirritaður þekkir til á vettvangi kaupa og endurnýjunar á lögreglubifreiðum verður fiallað sérlega um þau viðskipti. Nýir bílar Þegar svo ber undir kaupir ríkiö nýjar lögreglubifreiðar af bílaum- boðunum en ákvörðun um shkt er tekin í einni af stofnunum ríkisins sem heitir Bíla- og tækjanefnd rík- isins. Eru hinar ýmsu tegundir keyptar og oft en ekki alltaf er far- ið eftir óskum viðkomandi emb- ætta hvað það varðar og visast þá til reynslu embættanna af mismun- andi tegundum eftir mismunandi aðstæðum hverju sinni. Þegar síðan kemur að endurnýj- un bifreiðanna, hvort sem um er að ræða sendibifreiðarnar, mar- íurnar, eða fólksbílana þá vandast máhð. Eðlilegt er að endurnýjun bifreiðanna fari fram þegar búið er að aka þeim u.þ.b. 150.000 km eða bifreiðarnar orðnar tveggja ára. Þó er tahð eðlilegt að stærri bifreiðamar verði fiögurra ára. Þá berast iðulega þau svör að ákveðinni upphæð hafi verið varið KjaHarinn Helgi Þ. Kristjánsson lögreglumaður í Keflavík til endumýjunar lögreglubifreiða fyrir ár hvert og dugi sú upphæð ekki fyrir eðblegri endumýjun þetta árið. Gerist þetta jafnvel ár eftir ár. Þannig verða þessar neyð- arbifreiðir mikið eknar og viðhald á þeim snareykst eftir þann tíma eða kílómetra sem áður er minnst á. Aurarnir og krónan Þarna ber ríkið refsivöndinn að baki sér því með auknum viðhalds- kostnaði og eldri bifreiðum kemur aukinn kostnaður á ríkisvaldið. Ef bifreiðarnar væru endumýjaðar á meðan þær eru tiltölulega við- haldsfríar og nýlegar næst gott endursluverð fyrir þær og ríkið sparar. Þá er rétt að geta þess, eins og ráðherrar gera þegar þeir kaupa nýja bíla, að sú upphæð sem látin er af hendi, úr einum vasa fiár- málaráðuneytis, til umboðanna er ekki í raun rétt þar sem öll álögð gjöld við innflutning bifreiðarinnar koma til baka í annan vasa fiár- málaráðuneytis. Þannig „græðir" ríkið á sölu bifreiðanna en gott endursöluverö fæst hins vegar ekki fyrir útkeyrðar og viðhaldsfrekar ríkisbifreiðar. Togstreita Það er ríkið á við að stríða í þess- um málefnum er að þarna takast á tveir mismunandi sjóðir, annars vegar Bíla- og tækjanefnd ríkisins sem heldur aftur af sínum aurum, og hins vegar rekstrarfé lögreglu- embættanna sem þarf að standa undir síauknum viðhaldskostnaði lögreglubifreiðanna. Er þetta í raun lýsandi dæmi fyrir óþarflega útgjaldafrekt ríkisbákn sem vinnur gegn sjálfu sér. Fleiri þættir tvinnast þama inn í og má m.a. koma þar að öryggis- þættinum en með gömlum og út- shtnum neyðarbifreiðum er lög- reglumönnum ekki aðeins stefnt í hættu heldur og öðram borguram sem á vegi þeirra verða. Þá er það næsta víst að löregluembættin eru ekki einu aðharnir innan ríkisgeir- ans sem eiga við þetta vandamál að stríða. Helgi Þ. Kristjánsson „ ... sú upphæð sem látin er af hendi úr einum vasa fjármálaráðuneytis, til umboðanna, er ekki í raun rétt, þar sem öll álögð gjöld við innflutning bifreiðar- innar koma til baka 1 annan vasa fjár- málaráðuneytis.“ Tiivísanakerfi Mörgrök „Fyrir því eru mörg rök aö taka upp tilvísanakerfi i heilbrigðis- þjónustu. Að- alatriðið hlýt- ur þó að vera að veita sein besta þjón- UStU á Sem Lúðsí|, ólafíson hagkvæmast- helmlllslæknH-. an hátt. Því ber aö veita þjón- ustuna á þeim stað hverju sinni þar sem fólk fær fullnægjandi þjónustu en ekki á þróuöum og dýrum stofum sérhæfðra lækna. Tilvísanir eru nú þegar til síað- ar. T.d. leggja menn sig ekki sjálf- ir inn á sjúkrahús án tilvísana. Tilvísun til sérfræðings er ein- ungis ein útfærslan á þessu kerfi og er í samræmi við heilbrigðis- samþykktir um að læknisþjón- usta hefiist hjá heimUislæknum. Meö tUvísun frá heimihslækn- um er hægt aö tryggja upplýs- ingasöfnun um heilsufar fólks og veita nauðsynlega ráðgjöf, til dæmis um hvar best sé að sækja þjónustuna. Og á þennan hátt má ráða bót á takmörkuðu upp- lýsingaflæöi mUli lækna. Það ætti t.d. að draga úr því að sömu rann- sóknirnar séu endurteknar hjá mismunandi læknuhi. Tilvísanakerfið er því vel til þess fallið að nýta þá fiárnmni sem við höfum til umráða á hag- kvæman hátt. Með betra skipu- lagi má jafnvel auka þjónustuna fyrir minna fé. Allt tal um skerð- ingu á frelsi sjúklinga er öfug- mæh því eftir sem áður geta þeir vahð sér lækna. Frelsisskerðing- in felst einkum í því að fólki yrði gert erfiðara um vik við að nýta sameiginlega fiármuni þjóðar- innar í óþarfa þjónustu." Afturhvarf „Eg er ein- dregiö á móti því að tekið verði upp til- vísanakerfi að nýju. Með tilvísanakerf- inu eram við aö hverfa minnst 10 ár aftur í tím- ann. Þá var þetta kerfi numiö úr gUdi í saran- ingaviöræöum við sórfræðinga til að þjónusta þeirra hækkaði ekki í veröi. Með þvi að taka þetta kerfi upp aftur er hætt við aö taxtinn hækki. Fyrir sjúkhnga, einkum þá auralitlu, væri þaö afleitt.Áhmnbóginnerekkióhk- 1 legt að einhveijir sérfræðingar verði ánægðari með að sinna færri sjúkhngum fyrir meiri pen- inga. Kerfiö án tilvisana eins og það hefur verið frá 1984 hefur starfað mjög vel, Þjónustan hefur verið skilvirk og ódýr og allir hafa haft greiöan aðgang áð henni. Ég er sraeykur um aö ef svokall- aðir hhðverðir verði settir á þá sem leita tU sérfræðinga, eins og þeir í heUbrigöisráðuneytinu kaha það, muni þaö leiöa til þess að þeir auralitlu fari ógjartian í gegnum þetta hhð. Það ielðir tfl þess að heilbrigðisþjónustan verði i raun og veru stéttskipt; að þeir sem meira raega sin verði ekki háöir þessum hhðvörðum og bjargi sér en lítUmangninn veröi útundan. Tilvísanakerfið hefur i fór meö sér verulega takmarkanir á lækningaleyfi sérfræðinga. Hætt- an er sú að stór hópur fólks hætti að leita til læknis og af því höftun viðverulegaráhyggjur.,, -kaa Tómas Jónsson skurölœknir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.